Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 7
i MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 Sækist eftir útivist og kyrrð: Býð gestunum kokkveidda bleikju — segir Rúnar Marvinsson, stangaveiðimaður og kokkur Rúnar Marvinsson matreiðslu- maður stundar stangaveiði allt árið um kring. Hann eld- ar allan fisk sem hann veiðir og nýt- ur þess að bjóða gestum sínum kokkveidda bleikju og lax. „Ég veiði talsvert og ég hef misst nokkra af þeim stóru. Ég veiði eins oft og ég get og eiginlega meira en ég get,“ segir Rúnar. - Áttu einhverja uppáhaldsveiði- staði? „Já, Grímsá og Vatnsdalsá eru mjög skemmtilegar í laxveiði. Ég er þó ekki mikið í laxveiðinni heldur miklu meira í silungsveiði. Þá er það Gufudalsáin og silungasvæðið í Hofsá. Þetta eru alveg yndislegar ár aö veiöa í. Talandi um uppáhalds- staðina mína, þá má ekki gleyma Staðarsveitinni þar sem ég veiði mikið á Lýsusvæðinu á vorin. Það eru fáir staðir yndislegri einmitt á vorin en þessi. Þaö er þó örugglega númer eitt að stunda útiveruna. Auðvitað var maður með nær ólæknandi veiði- dellu fyrir nokkrum árum og reyndi að veiða sem mest. Það hefur breyst og nú er manni nokk’ sama um magnið. Það er fyrst og fremst úti- veran, friðurinn og það að vera einn með sjálfum sér.“ - Eru menn eitthvað að veiða á vetuma? „Jú, maður er stundum að dorga á vetuma. Þá fer maður t.d. í Norð- urá. Ég hef líka farið í Grímsá að dorga. Þama er stundum bleikja. Við höfum svo sem líka dorgað hér í nágrenni Reykjavíkur, eins og á Reynisvatni og í Hvammsvík. Þar er alltaf von á flski, svo framarlega sem agnið er niðri í vatninu. Stundum höfum við félagamir veitt bleikju á flugu í Laugarvatni í janúar. Það háttar þannig til á Laugarvatni að þar frýs aldrei við hverinn. Það er því svolítið skemmtilegt að standa þarna úti í volgu vatninu um háveturinn og veiða. Maður hefur fengið einn og einn fisk þama þar sem þeir lóna inn í ylinn.“ - Ert þú einn af þeim sem nota veturinn til að undirbúa veiðarfær- in fyrir sumarið? „Nei, ég er ekki mikið fyrir svo- leiðis. Enn þá hnýti ég ekki flugur sjálfur, enda á ég góða að í þeim efn- um. Ég veit þó til þess að menn eru með litla klúbba þar sem þeir hnýta flugur og annað.“ - Eldar þú allt sem þú veiðir? VIOTJffRM! Á í.yu; ; .. ’íUl í jin ; Rúnar Marvinsson matreiðslumaöur stundar stangaveiöi allt áriö um kring og eldar allt sem hann veiðir. „Ég elda allt sem ég veiði, nema ef ég er að veiða á stöðum þar sem maður á að sleppa fiskinum. Það eru laxveiðistaðir eins og í Vatns- dalsá. Ég fer þangað kannski einu sinni á sumri. Þegar maður veit að hverju maður gengur er manni al- veg ósárt að sleppa fiskinum. Slíkt er skylda í þessari á og það er nú að verða algengara víðar, sérstaklega varðandi haustveiði. Þegar fiskur- inn er að nálgast hrygningu er hann heldur ekki kræsilegur til matar- gerðar og er þá gjarnan sleppt. Ég nýt þess að hafa aðstöðu hér „Við Tjörnina" til að nýta þetta allt saman. Oft veiðir maður mikið af silungi," segir Rúnar Marvins- son, stangaveiði- maður og kokkur. -HKr. Vinsælustu ullamœrfötin á Isla SífL LONGS - MEST KEYPTU ULLARNÆRFÖTIN Á ÍSLANDI Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855 og 800-6288 Opið virka daga 8-18 og laugard. 10-14 A 3K kloimo knfiir /»*vl/lAi»r»i AiW Cm ♦/■»!/ ♦■ I fAr/innn a/i AX/ir lím/i /s« im/JSr Norsku Stillongs- ullarnærfötin fást í þremur gerðum; hefðbundin gerð úr 85% ull og 15 næloni, fóðruð með mjúku Thermax-efni og úr 100% ull. 22 sérsambönd Æ | £ A innan 1: »1 Borðtennissamband Karatesamband Blaksamband Keilusamband Badmintonsamband Knattspyrnusamband Fimleikasamband Körfuknattleikssamband Frjálsíþróttasamband Lyftingasamband Golfsamband Skíðasamband Glímusamband Skautasamband Handknattleikssamband Sundsamband Hestaíþróttasamband Skotsamband íþróttasamband fatlaðra Siglingasamband Júdósamband Tennissamband

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.