Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 2
2 fréttir LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 JLí'V Leikskólagjöld í Reykjavík: 50 prósenta hækk- un frá árinu 1994 - gangi tillaga borgarstjóra eftir Misjafaar undirtektir hafa verið við tillögu sem fagibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarsljóri lagði fram í borgarráði sL þriðjudag þess efais að gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði hækkuð til að mæta 70 milljóna króna viðbótar- framlagi til rekstrar leikskólanna. Til- lagan var lögð fram með tilvísun til erfiðrar stöðu í starfsmannahaldi leik- skólanna og á upphæðin að renna til launa starfsfólks. 70 milljóna króna viðbótfa myndi þýða að lágmarki 11% hækkun gjald- skrárfanar. í dag kostar átta klukku- stunda vistan með fæði 19.400 krónur og myndi sú upphæð hækka um 2.100 krónur, í 21.500 nái tillaga borgarstjór- ans fram að ganga. 100 þúsund á mánuði Eins og sést af meðfyljandi grafi hækkuðu leikskólagjöldin í Reykjavík fyrir átta standa dvöl með fæði úr 14.400 krónur í desember 1994 í 19.400 í júlí 1999. Hækkunin á þessu tímabili nam 34,5%. Eftir hina yfirvofandi hækkun munu leikskólagjöldin hins vegar hafa hækkað um 49% frá 1994. Samkvæmt núverandi fjárhagsáætl- un eiga tveir milljarðar króna að renna til launa 1.600 starfsmanna leikskólanna þannig að viöbótin gæti þýtt 3,5% launa- hækkun hjá þessum hópi. Fjórir af hveijum tíu starfsmönnum á leikskólum borgarinnar hafa menntun sem leikskólakennarar en sex af hveij- um tíu eru ófaglærðir. Meðal heildar- laun allra starfsmanna á leikskólunum eru 100 þúsund krónur. Heildarlaun leikskólakennaranna eru á bilinu 100 þúsund fyrir óbreyttan nýliða til 210 þúsund krónur fyrir for- stöðumann með mikla starfsreynslu á fjögurra deilda skóla. Að forstöðumönn- um ffátöldum er mjög fátítt að greitt sé fyrir yfirvinnu eða um 5% ofan á taxta- launin en forstöðumenn vinna á bilinu 25 til 45 stundir í yfirvinnu í hveijum mánuði. Laun ófaglærðra, sem langflestir eru í verkalýðsfélaginu Eflingu, eru frá 76 þúsund krónum fyrir nýliða upp í 93 þúsund fyrir þá sem lengst hafa unnið og lokið öllum fagnámskeiðum sem í boði eru. -GAR Húsnæði Tryggingastofnunar ríkisins hefur verið mikið endurbætt að undanförnu. Af því tilefni bauð Karl Steinar Guðnason forstjóri til teitis. Hér samfagnar Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Að sögn var kætin vegna falls knæpunnar Keisarans ekki minni en vegna endurnýjunar hússins og skálað var fyrir Keisaranum. DV-mynd Hilmar Þór Lögreglan rekst æ oftar á barnaklám - hátt í tugur mála í rannsókn: Barnaklám í um- ferð eykst Björgvin Björgvinsson, lögreglufull- trúi hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að bamaklám í umferð hafi aukist greinilega með tilkomu Intemetsins. Hátt í tagur kærumála vegna bamakláms er nú til meðferðar hjá lögreglunni í höfuðborginni og er hvergi um sama aðilann að ræða. „Það er eins og klám sé einfaldlega að koma betur fram í dagsljósið. Fólk fer ekki lengur eins dult með þessa hluti. Fólk er bara að verða svona skemmt," sagði Björgvin. „Þegar lögreglan hefur verið að gera húsleitir eða rassíur hjá fólki hefur svona efai fundist," sagði Björgvin og benti á að sumir taki klámefai af net- inu og fjölfaldi til eigin nota á spólur eða með öðrum hætti. Hann segir að gildandi viðurlög hafi hreinlega engin vamaðaráhrif. „Ekki snefil,“ segir Björgvin. En hveijar em refsingamar? Lög- regluyfirvöld bíða nú eftir niðurstöðu í nokkrum klámmálum þar sem ákærur hafa verið gefaar út og dómstólar eiga eftir að afgreiða. Birgir Th. Bragason - maðurinn sem nýlega var tekinn með mikið magn af klámi og bamaklámi heima hjá sér - hlaut 3 mánaða fangelsisdóm árið 1987 fyrir það að hafa fundist sek- ur um að hafa verið að leigja meira en eitt hundrað klámtitla auk annarra smábrota. Sá dómur var reyndar hegn- ingarauki vegna annars klámmáls. Á hinn bóginn ber á það að líta að þar var ekki um bamaklám að ræða. Málið sem Birgir verður nú að lík- indum ákærður fyrir er eign og leiga á um 2 þúsund klámspólum og eign og hugsanlega líka leiga á um 70 bamaklámspólum. Menn bíða því spenntir eftir að sjá hvemig dómari tekur á slíku máli. -Ótt Meirihluti vill léttvín í mat- vöruverslanir Atkvæðagreiðslu um hvort heim- ila eigi sölu á léttvini og bjór i mat- vöruverslunum er lokið á Vísi.is. Rúmlega tuttugu þúsund manns | greiddu atkvæði, sem skiptust | þannig að ,já“ sögðu 15.559 en „nei“ 4.815. Einhver brögð vom að því að Íreynt væri að kjósa oftar en einu sinni, en slík atkvæði vom sigtað frá, þannig að gengið var úr skugga | um að aðeins eitt atkvæði bærist frá hverri tölvu. Atkvæðagreiðslan stóð yfir í viku og var sett upp í tilefni þess að Ný- kaup ákvað aö aíhjúpa táknræna I vínbúð í verslun sinni í Kringlunni. Tilgangurinn var að mótmæla áfeng- islöggjöfinni sem bannar sölu létt- víns og bjórs í matvöruverslunum. Vínbúð Nýkaups verður tekin nið- ur um helgina og við tekur önnur sérbúð í verslun Nýkaups í Kringl- unni. -AA Ráðherra hugsi vegna fósturvísa „Þaoera mörg rök í þessu máli. Ég þarf að fara yfir það og hugsa um fram- tíð íslenskra bænda og stöðu þeirra í þessu efai, hvað þeim er fyrir bestu og þjóðinni. Ég tek mér einhvem tíma.“ Þetta sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra, aðspurður um hvenær hann tæki ákvörðun varðandi innflutn- ing á fósturvísum úr norskum kúm. Guðni sagði um til- Guöm Agustsson. raun ag ræga yfir- dýralæknir og hans menn hefðu nú gefið grænt ljós á þessar tilraunir. Þeir treysti því að eng- ir sjúkdómar berist með fósturvísunum. „Ákvörðun um hvort þessu kyni verður dreift í landinu verður ekki tek- in fyrr en 2007,“ sagði Guðni. „Ef þetta verður, snýst það um hvort íslenskur landbúnaður verður sterkari eða veik- ari á eftir. Ef þetta kyn kemur hingað þá mun það ekki fara nema í þrjú bú í Hrísey, þ.e. titraunabúin." -JSS Vísir.is: stuttar fréttir Banki í Lúxemborg Verðbréfafyrirtækið Kaupthing Luxembom-g S.A. hefúr sótt um I leyfi til alhliða bankastarfsemi. ; Ráðgert er að bankinn taki til starfa í byijun árs 2000 að fengn- | um tilskildum leyfum frá yfirvöld- um bankamála í Lúxemborg. Við- ■ skiptavefur Vísis.is greindi frá. Forstjóraskipti Geir A. Gunnlaugsson - hefur látið af störfum sem forstjóri Marels hf. að eigin ósk. Við starfi hans tekur Hörður Amarson, 5 framkvæmdastjóri vöruþróunar í og framleiðslusviðs fyrirtækisins. < Viðskiptavefur Vísis.is greindi frá. Vaxtahækkun líkleg Seðlabanki Evrópu hefur hækk- að stýrivexti um 0,50%. Með þessu ; tekur bankinn til baka 0,50% 'j vaxtalækkun frá því í apríl síðast- ; liðnum þar sem ekki er talin þörf á í svo lágum skammtímavöxtum. í I Markaðsyfirliti Landsbankans í | gær kemur fram að með þessum vaxtahækkunum hafi verið 'i höggvið í vaxtamuninn og því sé i líklegt að Seðlabankinn íhugi að | hækka stýrivexti um 0,25-0,50%. | Viðskiptavefur Vísis.is greindi frá. Látið af formennsku Halldór Ás- j grímsson, utan- | ríkisráðherra og formaður ráðherranefad- ||ar Evrópuráðs- ins, stýrði í gær utanríkisráð- herrafúndi Evr- ópuráðsfas í Strassborg, Frakk- landi. Þetta var síðasti fundurinn á formennskutímabili Islands í ráðherranefnd Evrópuráðsins, en eftir fundfan tók írland við for- mennsku í ráðherranefndinni. Vísir.is greindi frá. Parið fundið Parið sem leitað var að við Svartárbotna í gær fannst rétt upp úr klukkan tvö í gær, heilt á húfi. Björgunarsveitir sótta fólkið í gangnamannakofa, en þar hafði það verið í þijá sólarhringa vegna mikillar snjókomu. Vísir.is 1 greindifrá. I SH býður í FPI Limited SH er aðili að tilboði í öll hluta- bréf FPI Limited, móðurfélags Fis- hery Products fatemational Ltd. á Nýfúndanalandi. Þeir sem að til- boðinu standa eru auk SH, Bill Barry, eigandi Barry Group á Ný- fundnalandi, og Clearwater Fine Foods á Nova Scotia. Stofiiað hef- ur verið sérstakt félag á Ný- fundnalandi sem stendur að til- boðinu, Neos Seafoods, og er hlut- ur SH í því 20%. Viðskiptavefur Vísis.is greindi frá. Hagsmunir íslands Samrunaferlið í Evrópu snertir okkur með beinum hætti, sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksfas, á mið- stjómarfundi flokksfas í gær. Hann rifjaði upp ályktun síðasta flokksþings þar sem segir að huga þurfi vel aö hagsmunum íslands ef til þess komi að aðildarrikjum EFTA fækki. Vísir.is greindi frá. Breytingar á reglum Sjávarútvegs- ráðherra til- kynnti breyting- ar á reglum um útflutningsálag á óunninn fisk á fundi Landssam- bands íslenskra útvegsmanna í gær. í breytingunni felst að þeir sem flytja út óunninn fisk geti val- ið um hvort þeir vigta fiskinn end- anlega hér á landi, samkvæmt þeim reglum sem um það gilda, eða erlendis á þeim mörkuðum sem leyfi hafa til slíks. Vísir.is grefadi frá. -AA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.