Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 8
fréttir LAUGARDAGUR 6. NOVEMBER 1999 Ógnvekjandi afbrotamisseri 16 ára pilts sem loks er kominn inn eftir alvarlegt hnífstungumál: Framdi afbrot eftir afbrot og gekk laus 2 dögum eftir ofbeldisrán í sumar fékk hann skilorösbundinn líkamsárásardóm Lögreglan í Reykjavík er aö kanna möguleg vistunarúrræði fyr- ir 16 ára pilt sem varö uppvís að því að stinga rúmlega tvítugan mann, aðfaranótt miðvikudagsins, framdi tvö rán í sumar, var dæmdur fyrir líkamsárás í júní og á inni annað kærumál hjá lögreglu vegna líkams- árásar - líka á þessu ári. Ungi maðurinn er vistaður í gæsluvarðhaldi í fangelsinu við Skólavörðustíg - í húsnæði sem hvorki er ætlað fyrir gæsluvarð- haldsfanga og allra síst afbrota- menn. Byrjaði á líkamsárás Tiltölulega skammur sakarferill piltsins er ógnvekjandi. 17. desem- ber framdi hann likamsárás í félagi við annan pilt á bílastæði við versl- un 10-11 við Arnarbakka. Piltarnir höfðu fengið stúlku til að fá meint- an skuldunaut þeirra út á bílastæði þar sem þeir réðust svo á hann með því að skalla hann, veita honum hnefahögg og a.m.k. eitt spark. Tvær tennur fómarlambsins brotn- uðu eða fóru úr og fékk pilturinn einnig heilahristing. Héldu tæplega sextugri konu Þann 21. júní í sumar framdi þessi 16 ára piltur rán með öðrum félaga sínum i sölutuminum við Óð- instorg 5. Þá var tæplega sextugri afgreiðslukonu skipað að afhenda peninga úr kassa sjoppunnar. Þegar hún ætlaði að grípa hafnaboltakylfu var henni ýtt í gólfið og haldið þar fastri. Umræddur piltur opnaði þá peningakassann og tók úr honum 16 þúsund krónur og hirti svo hátt í tvö karton af sígarettum og eitthvað af vindlum. Aðeins tveim- ur dögum eftir ránið við Óðins- torg var kveðinn upp dómur í máli piltsins vegna árásar- málsins uppi í Breiðholti í des- ember. Hann var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. En vegna ungs aldurs og þess að pilturinn hafði ekki hlotið refsingu áður ákvað dómarinn, sem auðvitað hafði þá enga vitneskju um sekt piltsins í ráninu, að skil- orðsbinda refsinguna fyrir líkams- árásina. Rán strax eftir dóm Þrátt fyrir þennan dóm var pilt- urinn ekki af baki dottinn. Þann 7. júlí, aðeins tveimur vikum eftir Óð- instorgsránið, var pilturinn aftur á ferð - í vopnuðu ráni við Ofanleiti 14 - þá með félaga sínum úr Óðins- torgsráninu auk tveggja annarra sem komu við sögu. Þrír af piltun- um réðust með hulin andlit á 38 ára verslunareiganda sjoppunnar við Ofanleiti - þeir voru vopnaðir hníf og klaufhamri þegar þeir skipuðu manninum að afhenda peningana úr kassanum. Einn þeirra sló til eig- andans með klauf- hamrinum og hrifs- aði af honum skjalatösku sem hann bar. Taskan er talin hafa inni- haldið 40-60 þúsund krónur í peningum, happaþrennur og greiðslukort sem fé- lagarnir fjórir deildu með sér. Umræddur 16 ára piltur hefur viðurkennt hlut sinn í ránunum tveimur. Það mál er þegar komið í dómsmeðferð. Endar á tilraun til mann- dráps? í fjórða lagi er lögreglan enn með til meðferðar kærumál á hendur sama pilti fyrir líkamsárás sem líka var framin á yfirstandandi ári. Að síðustu er svo málið sem kom upp aðfaranótt miðvikudagsins. Loksins þá var pilturinn tekinn úr umferð. Samkvæmt þessu er ljóst að lög- reglan hefur ekki haft úrræði til að stöðva þennan sakapilt við brota- starfsemi sína. Það er eins og brota- og félags- málakerfið vinni alls ekki saman í heild. Fyrst frem- ur maður- inn líkams- árás og þar á eftir rán. Nokkrum dögum eftir ránið er hann dæmdur fyrir lík- amsárásina en fremur svo annað ofbeldis- rán. Samt fær piltur- inn að ganga laus. Það var ekki fyrr en hann var búinn að fremja afbrot þar sem fjórn- arlambið gat allt eins látist að hann var stöðvaður af. Það sorglega er að eina ástæðan fyrir því að hann er þá tekinn úr umferð er sú að árás- in var svo alvarleg að loksins þá heimUuðu lögin að hann yrði tek- inn úr umferð. Þá var fullorðinsúrræði notað og pUturinn úrskurðaður í gæsluvarð- hald. DV hefur heimUdir fyrir því að dómarinn sem kvað upp úr- skurðinn hefði í fyrstu ekki verið hlynntur því að úrskurða pUtinn vegna ungs aldurs - hann hafi ekki viljað heimUa að loka hann inni með fuUorðnum brotamönnum. En eins og áður segir er lögreglan að kanna úrræði um vistun fyrir pUt- inn - að hann verði tekinn úr um- ferð en verði vistaður á stað sem hæfir ungum aldri hans. Ekki er útilokað að ákæruvaldið gefi honum að sök tUraun tU mann- dráps þegar upp verður staðið - Fréttaljós Úttar Sveinsson Tæpir tveir sólarhringar liðu frá því að Óðinstorgsránið var framið þangað til dómur var upp kveðinn í árásarmáli. Vettvangur við Óðinstorg. Þar fór hinn 16 ára piltur inn og rændi. Tæplega sextugri konu var haldið niðri. Ofbeldis- og ránsferill 17. desember Arnarbakki við \erslun 10-11 Líkamsárás. Ræöst a 16 ára pilt í félagi viö anrian Þeir sRáfla hann og kýla þannig að fórnarlambiö missirtennurr Oöinstorg 5 Rán í söluturn þar serri tæplega sextugri koniu er haldið og peningar teknir. Héraðsdómur Dómur upp kveðinn í líkarhsárásarmálinu. Skilorðbundin refsing. Ofanleiti 14 Vopnað rán í söluturni þar sem eigandinn er þarinn með hamri í höfuðið. 40-60 þúsundum stolið. 3. nóveml Hafnarstra^ Lífshættuleg atlaga með veiðihníf að rúmlega tvítugum manni. 16. nóvember Logreglan Rannsókn á fimmta o1 piltsins vegna líkamsáras
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.