Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 JLlV tfeygarðshornið Hvað á þessi mótmælabindindis- brandari að tákna? Ég næ honum ekki. Á hann að vera fyndinn? Hvað á ég nákvæmlega að hugsa? Að Spaugstofurónamir verði að fá sitt brennivín í Nýkaupum og ekk- ert múður? Að Spaugstofurónarnir séu táknmynd íslenska drykkju- mannsins? Að Spaugstofurónarnir séu einmitt ekki táknmynd ís- lenskrar drykkjumenningar? Að áfengisvandamál íslendinga séu ekki meira áhyggjuefni en svo að vera léttur brandari? Eða á maður að taka þetta alvarlega: Að Ný- kaup sé með æmum kostnaði að berjast fyrir því að rónum sé auð- veldaður aðgangur að áfengi? Burt með boð og bönn, afgreiðum drukkið fólk! Skyldi þá næsta her- ferð þeirra ekki snúast um rétt Ný- kaupa til að selja pillusjúklingum pillur og hassistum hass? Ég næ þessu ekki. í Spaugstofu- þáttunum voru rónarnir stundum notaðir til að afhjúpa vissan tví- skinnung íslendinga varðandi eig- in drykkjuskap. Þá létu þeir sem svo að þeir aðhylltust vínmenn- ingu og alls kyns flnerí í kringum það en vom náttúrlega bara að drekka sig fulla. Rónamir í Spaug- stofunni voru áminning til íslend- inga um það að þeir skyldu ekki halda að þeir væru neitt orðnir eins forframaðir eins og þeir héldu. Með öðmm orðum: Öll skilaboð- in sem maður fær út úr þessum auglýsingum eru þess eðlis að mætti ætla að Áfengisvarnarráð standi þar á bakvið. Nema að bara sé verið að henda peningum út í loftið, af því bara. * * * Braðl virðist talið til helstu manndyggða um þessar mundir. Öllu virðist varða að láta líta svo út sem þú vitir ekki aura þinna tal, og hafirðu ekkert sérstakt sem þú getur eytt peningunum þínum í þá fmnurðu bara einhverja vit- leysu - aðalatriðið er að peningun- um sé eytt. í eitthvað. Tíðarandinn minnir svolítið á þann sem ríkti á síðasta áratug fyrir Þjóðarsátt og EES, nema allt er ofsafengnara, allt snýst hraðar. Þá var það Kringlan - nú er það nýja Kringl- an. Neysludýrkunin verður æ taumlausari. Hedonisminn sem áður var almennt lauslæti birtist nú í ófyrirleitinni markaðsvæð- ingu kynlifsins; ofbeldið er orðið glórulausara en nokkra sinni, vímuefhin harðari, heimilistækja- kaupin brjálæðislegri, auglýsing- amar ágengari, almenningur góð- ærðari. * * * Skýrustu hliðstæðumar við gamla góðærið eru þó í hetjum þess. Á síðasta áratug vora alltaf viðtöl við athafnamenn sem voru á þönum við að byggja upp eitthvaö sem þeim var ofviða. Það var dyggðin: færast skaltu það í fang sem er þér ofviða: íslenski draum- urinn. Þú skalt ekki gera vandaðar áætlanir og fara vel yfir alla hluti áður en þú ræðst í framkvæmdir. Þú skalt lenda í tímaþröng. Mjög mikilvægt er að unnið sé dag og nótt við að gera allt klárt fyrir opn- un, og sem allra mest á að vera eft- ir að gera viku fyrir opnunardag svo að hægt sé að hafa fréttir í blöðunum um tímaþröngina. Þess- um reglum var fylgt í þaula við opnun nýju Kringlunnar. Nema nú voru slegin öll met í tímaþröng enda reið á miklu að ganga í aug- un á þessari þjóð sem virðist svo mjög hrífast af tímaþröng. Af sögu- sögnum að dæma vora svefnlausir og úrvinda iðnaðarmenn þama reik- andi um flæktir í snúrum hver annars og urrandi hver á annan, og andrúmsloftið lævi blandið - meira að segja ganga sög- ur af ryskingum. Enn virðist ekki hægt að standa í framkvæmdum hér á landi nema að haga sér við það eins og bóndi eða sjómaður: að koma heyinu í hlöðu eða aflanum á land. Maður á alltaf að vera eitthvað að djöflast. Þegar maður les viðtöl við unga at- hafnamenn sem standa í stórræð- um er það einmitt þetta sem virð- ist hrífa blaðamennina mest og vera helst til eftirbreytni: þeir sofa aldrei. Hvílast aldrei. Hugsa aldrei. Þeir era alltaf að djöflast. * * * Er þetta kannski skýr- ingin á því hvers vegna hin fokdýra auglýsingaher- ferð Nýkaups virðist svo vanhugsuð? Að þeir sem hana gerðu sofi aldrei? Sennilega. Sem er synd þvi í rauninni væri það þjóðþrifamál ef áfengi yrði selt í matvörabúðum því aö það yrði með öðra til þess að afhelga þennan vaming, gera hann hversdagslegri, svifta hann ljóma þess forboðna. Rétt eins og rónamir koma óorði á brennivínið hafa Nýkaupsmenn komið óorði á þann málstað að selja vin sem mat- vöra. Rónarnir í Spaugstofunni voru áminning til íslendinga um þaó að þeir skyldu ekki halda að þeir væru neitt orðnir eins forframaðir eins og þeir héldu. . dagur i lífi Kettir, börn og rithöfundar - Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi sinnir rithöfundum, iðnaðarmönnum, börnum og ketti í dagsins önn Klukkan vakti mig 6.30 að venju og þegar ég var búinn að biðja al- mættið að gefa mér góöan dag staulaðist ég fram. Kötturinn tók á móti mér og kom því rækilega til skila að hann væri banhungraður. Ég varö hins vegar pissa áður en ég gat sinnt kettinum en hann elti mig inn á klósett og ég átti fullt í fangi með að hitta í klósettið vegna stöðugs narts kattarins í fótleggina til að undirstrika hungur sitt sem er reyndar óseðjandi. Tölvupósturinn Þegar morgunkafíið var komið í bollann og Mogginn ókominn, sem er reyndar alltaf.of seinn um þess- ar mundir þrátt fyrir stöðugar kvartanir, settist ég við tölvuna og svaraði tölvupósti sem ég hafði ekki komist yfir deginum áður. Það era óskráð lög að tölvupósti skuli alltaf svara, helst samstund- is, sem kemur sér ákaflega vel þeg- ar fólk vill ná i mig þar sem nær vonlaust er að ná símasambandi þegar vinnan við jólabækumar er í hámarki. Tölvupósti er alltaf hægt að svara þegar einhver stund gefst milli verka. Rithöfundar og sölumenn Eftir að hafa skutlað Valdimar syni mínum í skólann og tryggt að hann tæki C-vítamínið tók við viku- legur fundur með starfsmönnum á sölusviði ög við lögðum drög að dreifingu og kynningu jólabókanna en fyrstu bækumar bárast mér úr prentsmiðju í dag. Því fylgir ákaf- lega sérstök tilfinning, þó blandin ótta við að eitthvað hefði farið úr- skeiðis í framleiðslunni. Svo var ekki og mér leist býsna vel á gripina og öðlaðist aukna trú á að bækurnar ættu erindi til fólks. Ég skiptist á tölvupóstum og símtölum við höf- unda jólabókanna sem geta varla á heilum sér tekið í aðdraganda jóla- bókaflóðsins. Rætt var um misvitra gagnrýnendur og alhliða sálgæsla veitt og stappað stálinu í menn eftir því sem sálfræðihæfileikar mínir leyfðu. Nýr lífsstíll I hádeginu fór ég heim og átti orð við iðnaðarmenn sem eru að ljúka frágangi á íbúð sem fjölskyldan er nýflutt í en hún er liður i nýjum lífs- stíl sem á meðal annars að losa mig úr klóm Einars í Visa svo ég geti lagt aukna áherslu á að næra sálina með ferðalögum og öðrum uppbyggj- andi aðferðum. Dagurinn geystist áfram með hefðbundnum hætti. Ótal auglýsingatilboð streymdu inn og flestum hafnaði ég án umhugsunar enda veitti ekki af fjárlögum ís- lenska rikisins ef taka ætti öllum þessum góðu tilboðum. Kannski ódýrast að keyra um á mótorhjólinu með gjallarhom og lýsa ágæti bókanna. Súsanna gladdi mig mest Ekkert gladdi mig meira þennan daginn en tölvupóstur frá Súsönnu Svavarsdóttur, umsjónarmanni helg- arblaðs DV, þar sem hún lýsti gífur- legri hrifningu sinni á fyrstu skáld- sögu ísaks Harðarsonar. Það þótti mér verðskuldað hrós um höfund sem lítið fer fyrir vegna eðlislægrar hógværðar og lítillætis. Ég var orð- inn ansi tættur eftir eril dagsins þeg- ar ég labbaði heim og ákvað að skella mér beint í likamsrækt og djöflast í tækjunum i stað þess að djöflast á fjölskyldunni. Eftir klukkutima púl og erfiði var ég orð- inn húsum hæfur. Rétt kíkti í tölv- una þegar ég kom heim og sinnti nokkrum verkefnum og fór síðan inn í rúm og leit á nýju sjónvarps- stöðina, Skjá 1 og var svo heppinn að sjá nýjan bókmenntaþátt Sjóns og Vilborgar Halldórsdóttur. Prýðilega heppnaður þáttur sem fjallar um bækur eins og þær komi venjulegu fólki við. Athyglisverð tilraun þessi nýja sjónvarpsstöð. Kaupum mjöl Þegar kom að þvi að fara að sofa mundi ég að gengi hlutabréfa í SR- mjöli var komið alveg á botninn vegna erfiðra markaða fyrir mjöl á þessu ári. Ákvað að veðja á það og fór í Kauphöllina í Landsbréfum og festi kaup á bréfum og skellti mér á Landsbankann líka þar sem hann hafði lækkað umtalsvert. Hvar er kötturinn? Ég hafði fengið ábendingu um um fyrirtæki í London sem selur kattarlúgur á hurðir með sérstök- um sendi sem festur er við köttinn þannig að þær opnast þegar hann kemur nærri en skellur beint á nef- ið á óviðkomandi köttum þegar þeir reyna að komast inn á hæla heimil- iskattarins. Kötturinn er að missa vitið eftir að við fluttum í fjölbýlis- hús og hann hefur ekki komist út nema með því að hoppa niður af svölum á þriðju hæð sem er kannski allt í lagi fyrir hann en óbærilegt fyrir viðkvæmt tauga- kerfi mitt. Fann þetta fyrirtæki á Netinu og prentaði út fyrir konu mína sem er á fóram til London ásamt dóttur okkar á morgun. Þá verða mál kattarins leyst og við get- um öll unað okkur vel í yndislegri íbúð. Nú var ég orðinn býsna sáttur við dagsverkið og sofnaði með Fað- irvorið á vörunum eins og venju- lega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.