Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 T>~\7~ viðtal Bubbi Morthens eftir 20 ára feril: Hef stundum hitt í mark Bubbi axlar gítarinn og leggur af stað út á land til að syngja fyrir aðdáendur sína. „Ég hef valið þá leið að syngja um hluti sem mér finnst skipta máli. Ég hef komist upp með að segja hluti sem öðrum hefði ekki liðist og stundum verið kjaftfor og skotið yfir markið. En ég hef stundum hitt í mark.“ Maðurinn sem lýsir listamanns- ferli sínum með þessum hætti er Ás- björn Kristinsson Morthens, jafnan kallaður Bubbi Morthens. Hann þarfnast varla nánari kynningar. Bubbi hefur sungið og leikið fyrir þjóð sína í 20 ár og nýútkomnir tveir diskar með lögum frá fyrri helmingi ferils hans heita Sögur og ber undirtitilinn 1980-1990. Auk þess fylgir lítill aukadiskur með fimm lögum sem heitir: Mér líkar það vel. Þar syngur Bubbi ný lög með fulltingi hljómsveitanna Botn- leðju og Ensími. „Þegar ég lít yfir ferilinn og skoða þessa texta þá sýnist mér að ég sé alltaf annaðhvort að syngja sögur um þjóðfélagsástandið eða um eigin reynslu." Sagan bak við lagið Bubbi leit yfir lagaskrána á disk- unum tveimur og rifjaði upp ýmis- legt sem tengist ákveðnum lögum. ísbjarnarblús „Ég vann í ísbirninum 1978 og var að lesa sögu Arthurs Haileys um Bílaborgina. Ég setti í rauninni þorska í staðinn fyrir bíla inn í hug- arheim sem bókin vakti og þá var lagið komið.“ Stál og hnífur „Ég bjó á verbúð á Eskifirði 1978 og samdi þetta þar. Ég var góður stálari, var fljótur og náði vel upp biti í hnífana." Aldrei fór ág suður „Vinur minn á Eskifirði hafði misst barnið sitt og það var grafið þar í kirkjugarðinum. Þess vegna sagðist hann ekki vilja fara suður þó hann væri alltaf að tala um það. Það getur hins vegar hvert einasta sjávarþorp á íslandi eignað sér þetta lag og þekkt söguna sem þar er sögð.“ Er nauðsynlegt að skjóta þá? „Jóhannes Kjarval skrifaði fyrst- ur manna gegn hvalveiðum snemma á öldinni. Ég hreifst af skrifum hans og það kveikti lagið en um svipað leyti voru liðsmenn Sea Shepherd hér að sökkva hval- bátum og þess háttar. Margir héldu að ég væri á móti hvalveiðum en það er ekki rétt.“ Lög og regla „Þarna er sagt frá atburðum sem munu hafa gerst í kringum 1975 og margir muna eftir. Textinn er írón- ía og útsetningin ýtir undir það. Tómas Tómasson upptökustjóri gaf Björgvin Gíslasyni lausan tauminn á gítarnum." Strákarnir á Borginni „Þetta var gert í kringum 1984 þegar samkynhneigðum var úthýst á skemmtistöðum í miðbænum. Ég veit ekki til þess að neinn annar hafi sungið um þennan minnihluta- hóp og enn var áhrifaríkt að beita íróníu til að ná biti í ádeiluna." Serbinn „Þetta hefur alltaf verið meðal minna uppáhaldslaga. Það er eftir mig og Bergþór bróður og Rúnar Er- lingsson, bassaleikara hjá Utan- garðsmönnum. Það var samið úti í Portúgal og textinn fjallar um serbneska stúlku sem ég kynntist þar.“ Segulstöðvarblús „Þórarinn Eldjám er eitt mesta skáld okkar og ég vildi gera lög við fleiri texta hans. Einnig sækja ljóð Matthíasar Johannesen á mig í þessu skyni." Rómeó og Júlía „Þetta er samið í meðferð á Stað- arfelli í Dölum 1985. Kveikjan kem- ur úr tveimur áttum. Annars vegar frá dönskum söngvara, Sebastian sem söng um Rómeó og Júlíu og hins vegar frá pari sem ég þekkti og sökk djúpt í eiturlyfjavanda en ann- að þeirra var með mér þama á Stað- arfelli." Agnes og Friðrik „Lagið varð til í desember 1979 eftir lestur greinar í Tímanum. Þetta var síðasta löglega aftakan á íslandi en það er enn verið að taka menn af lífi með margvíslegum hætti. Nýleg dæmi em tilraunir Hannesar Hólmsteins til þess að taka Jón Ólafsson af lífi með skrif- um sínum. En Hannes er böðull með bitlaust sverð." Fjólublátt flauel „Þetta er slanguryrði yfir LSD. Lagið er samið 1985 fyrir Agnar W. Agnarsson, vin minn til margra ára sem var myrtur í sumar. Aggi var nálægur allan minn tónlistarferil og hafði mikil áhrif á mig. Agnar var ljúfmenni sem var gott að hafa ná- lægt sér og hans er sárt saknað.“ Frosin gríma „Þetta lag fjaUar um kókaín og samið undir áhrifum þess eins og öll Konuplatan sem ég samdi til að gera upp fyrra hjónaband mitt. Það sama má segja um Talað við glugg- ann af sömu plötu.“ Vegir liggja til allra átta „Þetta hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Það var tekið upp 1989 en þegar til átti að taka vildi höfundurinn, Sigfús Halldórs- son, ekki leyfa mér að nota það á plötuna. Ég fór að sjáifsögðu eftir því. Löngu seinna, skömmu áður en hann dó, áttum við langt tal saman og þá var hann greinilega búinn að taka mig í sátt og því kemur lagið hér. Guðmundur Pétursson gítar- leikari er gríðarlega góður í þessu lagi.“ Upphafið Bubbi kom fyrst fram í áheyrn allrar þjóðarinnar í Ríkisútvarpinu í desember 1979 í þætti um farand- verkafólk. Það var Silja Aðalsteins- dóttir sem sá um þáttinn og þar söng Bubbi lagið 1. maí í Malaga og það var í fyrsta sinn „Á þessum árum var ég strax far- inn að skynja vanda landsbyggðar- innar. Kyrrlátt kvöld viö fjörðinn sem Utangarðsmenn sungu 1980 fjallar um fólksflóttann úr þorpun- um til borgarinnar. Síðan hef ég séð landsbyggðina hrynja. Það eru höf- undar kvótakerfisins sem bera ábyrgð á því sem ég kalla stærsta þjófnað íslandssögunnar." -PÁÁ tffþifit breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja viö þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1. verölaun: United-sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmætþkr. 6.990. 2. verölaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verda sendir heinu Merkið umslagið meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 540 c/o DV, pósthóif 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 540 Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 538 eru: 1. verðlaun: Hilmar Júlíusson, Sandholt 18.355 Ólafsvík 2. verðlaun: Jón Ragnar Jónsson, Grandavegi 45, Reykjavík. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Rainbow Six. 2. Danlelle Steel: The Klone and I. 3. Dlck Francls: Field of Thirteen. 4. Ruth Rendell: A Sight for Sore Eyes. 5. Sebastian Faulks: Charlotte Grey. 6. James Patterson: When the Wind Blows. 7. Elvl Rhodes: Spring Music. 8. Charlotte Blngham: The Kissing Garden. 9. Nlcholas Evans: The Loop. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Chrls Stewart: Driving over Lemons. 3. Tony Adams o.fl.: Addicted. 4. Anthony Beevor: Stalingrad. 5. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 8. Richard Branson: Losing My Virginity. 9. Simon Winchester: The Surgeon of Crowthorne. 10. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dick Francls: Second Wind. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Danlelle Steel: Granny Dan. 4. Roddy Doyle: A Star Called Henry. 5. Penny'Vlncenzi: Almost a Crime. 6. Ruth Rendell: Harm Done. 7. laln Banks: The Business. 8. Jill Cooper: Score! 9. Kathy Relchs: Death Du Jour. 10. Ellzabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. John Humphrys: Devil’s Advocate. 3. Slmon Slngh: The Code Book. 4. Bob Howltt: Graham Henry; Supercoach. 5. Brlan Keenan o.fl.: Between Extremes. 6. Lenny McLean: The Guv’nor. ( Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anlta Shreve: The Pilot’s Wife. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Penelope Fitzgerald: The Blue Rower. 4. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 5 Judy Blume: Summer Sisters. 6. Patricla Cornwell: Point of Origin. 7. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 8. Margaret Truman: Murder at Watergate. 9. Sldney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 10. Taml Hoag: Still Waters. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atklns: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 2. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 3. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 4. Michael R. Eades o.fl.: Protein Power. 5. John E. Sarno: Healing Back Pain. 6. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 7. Sebastlan Junger: The Perfect Storm. 8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves 9. Wllllam L. Ury: Getting Past No. 10. Gary Zukav: The Seat of the Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patrlcla Comwell: Black Notice 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Meilssa Bank: The Girl’s Guide to Hunting and Rshing 4. Jeffery Deaver: The Devil’s Teardrop. 5. Tlm F. LaHaye: Assasins. 6. Catherine Coulter: The Edge. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzanne Somers: Suzanne Somers’Get Skinny on Fabulous Food. 2. Mltch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Chrlstopher Andersen: Bill and Hillary: The Marriage 4. Bill Phíllps: Body for Life. 5. H. Leighton Steward o.fl: Sugar Busters. 6. Sally Bedell Smith: Diana, in Search of Herself. ( Byggt á The Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.