Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 21
X>V LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 bókarkafli, Einar Benediktsson keypti Konsúishúsið 1914 og skírði það Héðinshöfða. Nafnið var síðan stytt í Höfða. atkvæði fyrir atkvæði. Þór- bergur er svo heillaður af skáldinu og kvæðum hans að hann losnar ekki undan álögum hans fyrr en löngu seinna: „Skáldskapur Einars Benediktssonar var mér opinberun sem ég gæti einna skýrast lýst með hinum sömu neikvæðu orðum og indverskir dul- vitringar lýsa ástandi sínu í samadhi: „Ekki það. Ekki það.“ Hún var ofar lifsreynslu tungunn- ar. Einar var ekki aðeins furðulegt skáld, dásam- legur snillingur, yfimátt- úrlegur sjáandi. Hann var þar á ofan feiknaleg- ur vitringur og lífsspek- ingur, sannur djúp- hyggjumaður. Ég var sannfærður um að hann væri mesti gáfumaður sem nokkurn tíma hefði fæðst á íslandi." Þannig skiptast menn í fylkingar um þennan sérkennilega og stór- brotna mann. Ýmist þola menn hann ekki eða dýrka hann og tigna. I lok mars kemur Björn Jónsson til Kaup- mannahafnar til að taka við embætti ráðherra íslands. Danir eru sannfærðir um að hann sé hinn argasti Danahatari og blaðamenn þyrpast að honum. En þá bregður svo við að Björn sver af sér allt Danahatur, lætur meira að segja í Ijós aðdáun á danskri menningu og ósk um vin- samlegt samstarf við Dani. Þessi meinti hring- snúningur verður til þess að flest dönsku dag- blöðin gera grín að Birni. Hann verður aðhlát- ursefni bæði heima og í Danmörku. Einar Benediktsson um það leyti sem þessir atburðir gerðust. úran, er bylgjuhreyfing eða ljós- vakastraumur. Maðurinn samsam- ast guði eftir líkamlegan dauða og þá hættir hvötin að hreyfast móti lífsins straumi og eilífðin tekur við. Þess vegna er líflð sannleikur en dauðinn aðeins draumur. Dag- urinn mikli er lykilkvæði um trú- arskilning Einars Benediktssonar: Og guó horflr inn gegnum heimanna heim; til hans lítur allt i veraldargeim. Frá engilsins sál inn i kristalsins kjarna er kraftanna spil hans eigið líf, - en allt sem er synd og kvöl og kif, það kastast á brott eins og hrapandi stjarna. Þó holdió sjálfu sér hverfi_sýn, þó hismið vinni sér dánarlin, er líflð þó sannleikur, dauðinn draumur. Hjá drottni flmnst hvorki kvein eða glaumur. En volduga aflið, sem aldrei dvín, er iðandi, blikandi Ijósvakans straumur. Þegar Dagurinn mikli birtist á forsíðu Þjóðólfs liggur hinn tvítugi Þórbergur Þórðarson vakandi yfir kvæðinu heila nótt uppi á lofti í Bergshúsi við Skólavörðustíg í Reykjavík. Svo klæðir hann sig fyrir allar aldir og hleypur heim til vinar síns og hrópar: „Þorleifur! Nú er ég búinn að skilja Daginn rnikla." Og svo lesa þeir kvæðið saman menn. Það hefur Einar oft notfært sér. í lok mars kemur Björn Jónsson til Kaupmannahafnar til að taka við embætti ráðherra íslands. Danir eru sannfærðir um að hann sé hinn argasti Danahatari og blaðamenn þyrpast að honum, er Sterling leggst að bryggju við Tollbúðina, til að krefja hann sagna. En nú bregður svo við að Björn sver af sér allt Danahatur, lætur meira að segja í ljós aðdáun á danskri menningu og ósk um vinsamlegt samstarf við Dani. Þessi meinti hringsnúningur verður til þess að flest dönsku dag- blöðin gera grín að Bimi. Hann verður aðhlátursefni bæði heima og í Danmörku. Flutt að Kong Georgs Vej nr. 47. Þegar Valgerðm1 kemur loks með börnin þrjú til Kaupmanna- hafnar í lok ágúst 1909 stendur Einar ásamt vinnukonunum og hinum bömunum þremur, sem eft- ir urðu, á kajanum við Tollbúðina, er Sterling, skip Thorefélagsins, leggst þar að bryggju, og verða fagnaðarfundir. Þó er eins og þessi langa fjarvera hafi ekki haft góð áhrif á hjónabandið. Það finna þau þegar þau faðmast á þryggjunni. Að sumu leyti eru þau eins og ókunnugt fólk. Bifreiðar eru orðnar algengar í Kaupmannahöfn og Einar er með tvær franskar drossíur af gerðinni Continental til taks til að flytja all- an hópinn og farangur í ný húsa- kynni á Friðriksbergi. Þetta eru glæsivagnar, með rauðbrúna yfir- byggingu og gult þak. Þeir renna með háværu vélarhljóði í vestur- átt og þeyta flautu sína ákaft. Far- ið er um Kóngsins nýja torg og síð- an sem leið liggur til Friðriks- bergs. Beygt er inn á Falkoner Allé til vinstri og ekið þar til kom- ið er að Kong Georgs Vej. Við þá götu stendur húsið sem Einar hef- ur tekið á leigu. Þau aka næstum því að horninu á Kronprinsesse Sofies Vej og þar blasir dýrðin við: Kong Georgs Vej nr. 47, heilt ein- býlishús á besta og virðulegasta stað í borginni. Það er heldur meiri stíll yfir því en fjölbýlishúsi við Rosendals Tværgade. Einar stekkur léttilega af vagninum og hjálpar Valgerði að stíga niður úr honum. Þetta er myndarlegt stein- hús, einlyft með háu risi. Gaflinn snýr móti götu og þar er karnap eða útskot með klassískum flatsúl- um og öðru skreyti. Dálítill trjá- garður fylgir húsinu. Valgerður ljómar af ánægju er hún gengur yfir þröskuldinn og Einar er dálit- ið hróðugur með sig. Þau eru stað- ráðin í að treysta fjölskyldubönd- in. Valgerður Zoéga Benediktsson þótti glæsileg og fögur kona. Skáldið er eitt á róli í borginni við sundið í fjarveru konu sinnar í fimm mánuði árið 1909 en samt er það aldrei eitt. Einar kann ekki að vera einn og vill ekki vera einn. Eft- ir að skyggja tekur þorir hann ekki að vera einn. Myrkfælnin er söm við sig. Hann vill helst hafa unga menn í fylgd með sér og borgar þeim stundum fyrir að vera ritarar sínir. Meðan Valgerður situr heima á Hótel Reykjavík við dánarbeð fóð- ur síns skiptast á skin og skúrir í lífi eiginmanns hennar. Ýmist geng- ur hann með sveiflu út í iðandi mannhafið eða lokar sig inni dögum saman til að yrkja og er þá þungur á brún. Hótel Bristol við Ráðhústorg er nýjasta hótelið í bænum og þar situr hann stundum með vinum sín- um og aðdáendum eða þá að hann bregður sér á Hótel Phönix við Dronningens Tværgade sem er gam- algróið og enn flnna en Hótel Bristol. Þangað er gestum hirðar- innar vísað ef ekki er rúm fyrir þá í Amalienborg. Á slíkum stöðum eru ávallt möguleikar á að ná sam- bandi við auðuga og áhrifamikla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.