Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 26
íb LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 » iftvaðan ertu? ... í prófil k- U Hjálmar Hjálmarsson, leikari og stjórnandi skemmtiþáttarins Stutt í spunann, ólst upp á Dalvík og var byrjaður að fást við þáttagerð sjö ára gamall. . DV mynd E.ÓI. Katrín Júlíusdóttir, 24 ára framkvæmdastjóri Hún heitir Katrin Júlíusdóttir og er framkvæmdastjóri Lipurtáar sem fiytur Inn og selur barnaföt. Hún er einnig varaþingmaóur hjá Samfylk- ingunni á Reykjanesi og síðast en ekki síst er móðurhlutverkið hennar aðaláhugamál og skemmtun. Fullt nafn: Katrín Júlíusdótt- ir Fæðingardagur og ár: 23. nóvember 1974. Maki: Enginn. Börn: Júlíus, 8 mánaða. Skemmtilegast: Að dóta mér með syni minum. Leiðinlegast: Ef mér finnst eitthvað leiðinlegt þá sný ég mér bara að einhverju öðru. Uppáhaldsmatur: Kálbögglar með öllu. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og rauðvín. Fallegasta manneskja: Fyrir utan son minn er það Ethan Hawke. Spunameistarinn frá Dalvík: Ekkifréttir í fvrsta bekk kindur, hestar, saltfiskur og endur, fyrir löngu „Ég fæddist á Akureyri 1963, sama árið og Kennedy dó. Ég ólst hins vegar upp á Dalvík sem er í minni endurminningu alveg sér- stakur staður. Eins og nafn staðar- ins felur í sér er hann á mörkum tveggja vistkerfa, þar sem dalur- inn endar og víkin tekur við. Þarna mætast einnig landbúnaður og sjávarútvegur, þeir tveir at- vinnuvegir sem frá upphafi hafa verið undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar og ég ólst upp í snert- ingu við þá báða.“ Þannig lýsir Hjálmar Hjálmars- son, leikari og þáttastjórnandi, bakgrunni sínum yst á Trölla- skaga sem skilur að Eyjafjörð og Skagafjörð. Margir muna eftir dag- skrárlið í Ríkisútvarpinu sem hét Ekkifréttir sem Hjálmar sá um í nokkur ár. Hjálmar er inni í stofu margra landsmanna um þessar mundir á laugardagskvöldum við stjórn skemmtiþáttarins Stutt i spunann. Love Me Tender á Dalvík í þekktu kvæði um Svarfaðardal segir: „Dal einn vænan ég veit, verndar Drottinn þann reit,“ og síðar.... hann er öndvegi ís- lenskra dala.“ Var þetta þjóðsöng- ur Dalvíkinga? „Ég heyrði þetta oft sungið en þetta fjallar ekki beinlínis um Dal- vík. Ég man vel eftir lagi sem ég og skólasystkini mín fluttum í fyrsta bekk í barnaskóla og Jó- hann Daníelsson söngkennari stjórnaði. Ég veit ekki hver samdi textann en hann var við lag Pres- leys, Love me Tender. í því voru eftirfarandi línur: „Dalvíkin er draumablá, dýrleg tO að sjá. Yfir stendur Upsafjall, eins og gamall kall. Sólin skín á stein og stekk og stúlku í fyrsta bekk." Þetta sung- um viö hástöfum á bekkjar- skemmtun.“ I frægu húsi Hjálmar er yngsta barn hjón- anna Sólveigar Eyfeld og Hjálmars Júlíussonar, Bomma sem svo var kailaður. Fjölskyldan bjó í Bald- urshaga sem er sögufrægt hús á Dalvík, byggt 1901. „Húsið er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Það byggði Þorsteinn Jónsson, athafnamaður á Dalvík, um aldamótin af stórhug og er haft til marks um metnað hans að það komu sér- Ólafsfjöröur'1 menntaðir skrautmál- arar frá Danmörku til þess að mála húsið innan. Þarna var fyrsta sím- stöðin á Dal- vík og húsið er tengt sögu bæjarins með mörg- um hætti. Þetta hús er því miður fallið í niðurníðslu og væri þarft verk að gera það upp og sýna því verðskuldaðan s8ma.“ tún uppi undir Böggvisstaðafjalli þar sem heyjað var fyrir skepn- urnar og þeim beitt haust og vor. Þarna uppi í fjallinu voru enn- fremur vinsæl leik- svæði okkar krakk- anna þar sem nú DALVIK Dal- Akureyri l *\ „Þegar ég var að alast þarna upp sást skrautmálningin ekki lengur og búið að forskala húsið eins og gert var við mörg timburhús. Fað- ir minn var vélstjóri í frystihúsinu en fékkst talsvert við frístundabú- skap og við áttum kindur, hesta, endur, finkur og fleiri fugla í búrum og búpening af ýmsu tagi. Hann var natinn við skepnur og var oft kallaður á vettvang á sauð- burði í fæðingarhjálp og gaf orma- lyf og þess háttar. Peningshúsin voru inni á lóðinni en við leigðum er skíðasvæði víkinga. Ég ólst upp við að aðstoða föður minn við gegningar og bú- störf og um tíma ætlaði ég mjög ákveðið að verða bóndi. Þá ætlaði ég að búa í afskekktri sveit með nokkrar hænur og kindur og eiga snjósleða til að fara á í kaup- stað og sækja mér vistir. Ég hafði mikinn áhuga á hestum sem unglingur og stundaði það talsvert en hef forðast á láta þá ólæknandi bakteríu ná tökum á mér héma í þéttbýlinu." Pabbi og mamma með Ungó En Hjálmar ólst einnig upp við leiki í fjörunni og allt það sem sjávarþorp hefur upp á að bjóða en í nágrenni Dalvíkur eru víðlendar fjörur og mikið fuglalíf við ósa Svarfaðardalsár sem nú er friðlýst griðland. En hinn stóri heimur var skammt undan. „Foreldrar mínir sáu lengi um rekstur samkomuhússins á Dalvík sem var kallað Ungó. Þar voru bíó- sýningar og leiksýningar og þess háttar og þarna fékk maður inn- sýn inn í heimsmenninguna í gegnum kvikmyndir og þótti mik- ið varið i það. Faðir minn tók einnig virkan þátt í starfsemi leikfé- lagsins sem var lífleg á þessum árum og ég kynntist leikhúsinu fyrst með þeim hætti.“ Ekkifráttir í fyrsta bekk Hjálmar byrjaði ung- ur að fást við að skemmta fólki með líkum hætti og hann hefur verið að gera siðan. „Ég man eftir því að þegar ég var i fyrsta bekk barnaskóla, sjö ára gamall, var ég að dunda við að búa til nokkurs konar útvarpsþætti inn á segulband sem ég síðan spilaði fyrir skólasystkini mín. Þetta voru skemmtiþættir sem byggðu á því að snúa út úr því sem var í fréttum og gera grín að stjórn- málamönnum sem voru meira áberandi þá en nú. Það má segja að þetta hafi verið nokkurs konar ekkifréttir þess tíma.“ Eins og flest börn sem alast upp í sjáÆrþorpi fór Hjálmar að vinna í fiskinum strax þegar hann hafði aldur til. „Ætli ég hafi ekki byrjað urn fermingu og vann bæði í saltfiski og frystihúsinu. Þannig vil ég meina að ég hafi kynnst báðum þeim atvinnuvegum sem eru mikil- vægastir þjóðinni, frá fyrstu hemji. Ég ætlaði einu sinni að verða Bak- ari og síðan kennari en datt inn í leiklistina og ílentist þar.“ Heldur Hjálmar tryggð við æsku- stöðvarnar? „Ég fer norður annað slagið. Fað- ir minn býr á Akureyri en ég á fáa ættingja á Dalvík lengur. Þangað fer ég bara til að vitja minning- anna.“ PÁÁ Fallegasta röddin: Það er alltaf þægilegt að heyra rödd- ina í Magnúsi Bjarnfreðssyni og Ellen Kristjánsdóttur. Uppáhaldslikamshluti: Negl- ur (á ekki við táneglur). Hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni: Andvíg. Með hvaða teiknimyndaper- sónu myndirðu vilja eyða nótt? Steinríki. Uppáhaldsleikari: John Way- ne var harðjaxl að mínu skapi. Uppáhaldstónlistarmaður: Edith Piaf, Portishead og ekta „lummó tónlist". Sætasti stjórnmálamaður: Þingflokkur Samfylkingar eins og hann leggur sig. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: FR-in 3. Þ.e. fréttir, Friends og Frasier. Leiðinlegasta auglýsingin: Ég veit ekki með þá leiðinleg- ustu en skemmtilegustu finnst mér BYKO-auglýsingamar. Leiðinlegasta kvikmyndin: Postman kannski en annars legg ég ekki nöfnin á leiðinlegum kvik- j myndum á minnið. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: j Hinn fjallmyndarlegi RóbertJ Marshall. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffibarinn og Vegamót. Besta „pikk-öpp“-línan: Ég fila einfaldar hallærislínur eins og „Hvar hef ég séð þig áður?“ Hvað ætlar þú að verða þeg- ar þú ert orðinn stór? Eg þyrfti heilsíðuviðtal við því svari. Eitthvað að lokum: Breytum rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.