Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 33 njærmynd W Eg er þekktur fyrir að taka á Helgi Tómasson er væntanlegur á Listahátíð í sumar með San Francisco-ballettinn sem sýnir hár Svanavatnið. Um seinustu Helgi sýndi flokkurir og hlaut mikið lof fyrir. Blaðamaður DV hitti Helga þar og ræddi við hann um Svanavatnið, uppbyggingu San Francisco-ballettsins, danshöfun Fyrir fjórtán árum var Helgi Tómasson ballettdansari ráðinn i stöðu listræns stjórnanda hjá San Francisco-ballettinum. Flokkurinn var þá lítill dreifbýlis ballettflokkur og ekki mikið þekktur, ekki einu sinni innan Bandaríkjanna. Stjórn flokksins gerði þær kröfur til Helga að hann gerði San Francisco-flokk- inn aö einum af bestu baflettflokk- um Bandarikjanna, en þó helst afls heimsins. Mörgum hefði hrosið hugur við slíkum kröfum - en okkar maður sá í þeim tækifæri. Tækifæri tfl að byggja upp nýjan starfsferil eftir að hann hætti sjálfur að dansa og tækifæri til að kenna öðrum allt sem hann hafði lært - gefa allt sem hann átti. Enda voru ekki liðin mörg ár frá því Helgi tók við flokknum, þar til hann var orðinn einn af bestu ball- ettflokkum Bandaríkjanna. Þegar Helgi er spurður hvar menn byrji uppbyggingarstarfsemi sem leiðir til slíks árangurs, svarar hann: Átta sólóistar og nítján aðaldansarar „Ég byrjaði á því að vinna upp meiri aga. Flokkurinn var ekki nógu agaður, hvorki á æfingum né á sýningum. Það þurfti líka nýja dansara og nýja dansa. Ég fékk því danshöfunda sem voru þekktir tfl að semja dansa fyrir okkur og lyfta með því flokknum aðeins upp. f flokknum voru 45 manns og ég sagði upp sjö strax til að byrja með. Síðan fór ég að ráða 3-4 nýja dansara á hverju ári. Suma læt ég fara, aðrir hætta og fara annað, tfl dæmis til Evrópu. Núna ræð ég um 7-8 nýja dansara á ári. Flokkurinn telur núna 65 manns og við erum með 19 aðaldansara og átta sólóista, sem er ekki algengt. Að því leyti sker flokk- urinn sig úr. í kómum er síðan mikiö af efnilegum dönsurum sem eru yngri. Enda eru þeir sem koma til að setja upp verkefni hjá okkur mjög hrifnir af því að geta valið úr svona stórum hópi sólóista og aðal- dansara. En fyrstu þrjú árin fóru í þessa grundvaflaruppbyggingu. Þá stóð ég frammi fyrir því að ef flokk- urinn ætlaði að líta á sig sem alvöru flokk, þá yrði hann að geta dansað stóru, klassisku verkin.“ Helgi setti upp Svanavatnið árið 1988 og vakti sýningin þvílíka at- hygli að San Francisco-ballettinn var kominn á kortið. Hann varð þekktur um öll Bandaríkin á svo til einni nóttu. En það var ekki aðeins dansflokkurinn sem Helgi var með á sínum snærum, heldur fékk hann einnig það verkefni að byggja upp ballettskólann þar sem 225 nemend- ur stunda nám, byrja á aldrinum 9-10 ára og eru tilbúnir í flokkinn 17-18 ára. Sumir koma tfl starfa þar, aðrir fara annað. í dag segir hann flokkinn betri en nokkru sinni áður, enda sækja dansarar mjög fast eftir stöðum þar og hann getur valið úr gríðarlega stórum hópi 1. flokks dansara. Það leynir sér heldur ekki á sýn- ingum flokksins. Aqi og einstaklingseðli aáalatriðið í seinustu viku var Helgi á ferð með flokkinn sinn í London þar sem voru fjórar sýningar á Svana- vatninu í Sadler’s Wells leikhúsinu. Þetta er sama sýning og verður hér á landi á Listahátíð á næsta ári og er líklega óhætt að segja aö aldrei hafi annar eins ballettflokkur heim- sótt okkar litla land. Fágunin, ag- inn og öryggið er ótrúlegt. Hvert spor stigið af nákvæmni, stökkin hættulega há og löng og hvergi rás- að í snúningum. Þegar Helgi er spurður nánar út í agann og hvert sé fyrsta skilyrðið sem hann setur dönsurunum, svar- ar hann: „Þeir sem vilja dansa í Helgi fyrir framan auglýsinguna á Svanavatninu í Sadler’s Wells. þessum flokki verða að hafa full- kominn aga í mætingum, ástundun og einbeitingu. Aðalatriðið er þó einstaklingseðlið. Hver dansari verður að vera músíkalskur og hafa virkilega ánægju af því að dansa. Þeir mega aldrei líta svo á að þetta sé bara atvinna til að fá laun.“ Helgi hefur vakið athygli í hinum ballettdansandi heimi með árangri sínum í San Francisco. Hann hefur fengið íjölda atvinnutilboða og var eitt þeirra frá Konunglega ballettin- um í Kaupmannahöfn. En hann sagði nei. „Mér fannst vanta meiri vinnu- tíma fyrir dansarana þar. Það var ekki nægur tími á degi hverjum til að ná því fram sem ég vildi ná. Þeir sögðu mér að koma bara til Kaup- mannahafnar og breyta eftir að ég hefði tekið við starfinu. En það vildi ég ekki.“ Helga var einnig boðið að taka við Óperuballettinum í París, en af- þakkaði það líka. „Núrejev var list- rænn stjórnandi þess flokks og þetta var pólitisk ákvörðun. Ég var ekki tilbúinn til að hætta því verkefni sem ég hafði tekið að mér í San Francisco. Þetta var ekki rétti tím- inn fyrir mig og ekki réttar kring- umstæður. Báðir þessir flokkar eiga sér langar hefðir og ég hefði aldrei getað starfað sem listrænn stjórn- andi. Ég hefði í mesta lagi verið rekstrarstjóri." með frá San Francisco, heldur frá Konunglega enska ballettskólanum. Áttu von á þvi að geta nýtt krakk- ana í Listdansskóla íslands í sýning- una þegar hún kemur til íslands? „Það vona ég, því annars verð ég að koma með börn frá Bandaríkjun- um. Það er býsna mikið, flókið og dýrt fyrirtæki vegna þess að þá verðum við að koma með foreldra bamanna og ráða kennara fyrir þau og leysa alls kyns lagalega og flókna þætti. Ef við getum ekki notað börn- in úr skólanum heima, þá er spum- ing um að taka þessi atriði út úr sýningunni.” Það tók Helga ekki langan tíma að gera San Francisco-ballettinn að einum af stærstu ballettflokkum Bandaríkjanna og ekki voru liðin nema fjögur ár frá því að hann tók við honum, þar til hann gerði garð- ipn frægan í Evrópu. Það var árið 1989 þegar hann hélt til Parísar með Svanavatnið, en þetta var í fyrsta sinn sem bandarískur flokkur sýndi Svanavatnið í þeirri merku heims- borg. „Þetta var stórt skref,“ segir Helgi, „vegna þess að evrópsku ball- ettflokkarnir „eiga“ þessi stóru verk. Þetta var mikil áhætta fyrir okkur - en ég er jú þékktur fyrir að taka áhættu." Samdi nýja dansa fyrir Svanavatnið Væri gaman að koma með allan flokkinn heim Mér fannst vanta meiri vinnutíma fyrir dansarana þar. Það var ekki nægur tími á degi hverjum til að ná því fram sem ég vildi ná. í sýningunni á Svanavatninu í London var gríðarlegur hópur dans- ara, meðal annars 24 svanir í „kórn- um.“ En kemur Helgi með allan þennan hóp til að sýna hér á svið- inu í Borgarleikhúsinu? „Það væri alveg stórkostlegt ef ég gæti komið með allan flokkinn. En sviðið í Borgarleikhúsinu er aðeins minna en sviðið í Sadler’s Wells leikhúsinu og það getur verið að ég þurfi að fækka t.d. svönunum niður í tuttugu." Börnin í sýningunni koma ekki Sýning Helga á Svanavatninu að þessu sinni er nokkuð óvenjuleg. Hann hefur samið nýja dansa og búningar eru frábrugðnir því sem maður á að venjast í Svanavatninu. „Ég er búinn að sjá margar upp- setningar á Svanavatninu í gegnum tíðina. Þetta verk er alltaf sett upp í tíma sem er gotneskur og mjög þýskur. -Ég ákvað að setja verkið inn í tímabilið 1800-1900 og færa myndiha til Frakklands. Síðan hefur fyrsti þátturinn alltaf verið talinn langur, áhorfendur sitja bara og bíða eftir öðrum þætti. Ég samdi ný spor fyrir þennan þátt svo hann virkar ekki langur. Annar þátturinn er hefðbundinn. Þar eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.