Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 38
Ingvar Bjarnason, prófessor í læknisfræði við Kings College í Lundúnum, hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín ytra. Hann segist ekki vera á leiðinni heim til starfa og bendir í því sambandi á hve vísindamönnum sé gert erfitt fyrir og nefnir í því sambandi Kára Stefánsson „Ég mat alltaf ástandið þannig að ég myndi koma heim aftur, “ segir Ingvar p- Bjarnason, prófessor í lœkn- isfrœði við King’s College í Lundúnum. Ingvar er fyrsti íslendingurinn sem hlýtur prófessorsstöðu í lœknisfrœði í Bretlandi en eftir hann liggur nú þegar gríðarleg rannsóknarvinna og hefur m.a. einn sjúkdómur yérið nefndur eftir honum, *- Bjarnason Disease. Ingvar útskrifaðist úr lœknadeild Háskóla íslands árið 1979 og starfaði síóan sem súperkandídat á lyf lœknisdeild í tvö ár áóur en hann hélt til Bretlands í framhaldsnám. „Ég ætlaði alltaf i framhaldsnám í meltingarfræði og koma síðan heim en til þess þurfti ég að vera meira í rannsóknum en klínik og það tók mig sex mánuði að finna ^ rétta staðinn hér í Lundúnum. Sá staður var Clinical Re-search Centre (CRC) en fram að því var hefðin sú að í Bretlandi ynnu ís- lenskir læknar á Hammersmith spítalanum og þeim sem það gerðu, hefur gengið mjög vel á íslandi. Margir af gömlu prófessorunum voru Hammersmith menntaðir á sínum tima. Síðasta bylgjan af Hammersmith- hópnum eru þeir Gunnar Sigurðs- son og Þórður Harðarson því rann- sóknastofan á Hammersmith færð- ist yfir í CRCentre á árun- um 1975-1980. Gleymdi mér í rannsókn- unum Þegar ég kom á CRC var þar draumaaðstaða fyrir rannsóknar- mann. Þarna var spítali upp á tólf hundruð rúm en svo var eiginlega stærri þygging við hliðina á spít- alanum fyrir rannsóknir. Ég var í þeim hluta og gekk fljótt mjög vel og gleymdi mér alveg við rann- sóknirnar." Ingvar fór til að byrja með í grunnrannsóknir í lífefnafræði og frumulíffræði en alltaf með tilliti til garnasjúkdóma og þegar hann er spuröur hvers vegna hann hafi ekki komið heim með þekkingu sína, svarar hann: „Eins og ég sagði þá gleymdi ég mér þangað til það var orðið of seint að fara aftur til íslands. Ég vaknaði bara Ingvar Bjarnason er fyrsti Islendingurinn sem hlýtur prófessorsstöðu í læknisfræði í Bretlandi. einn daginn og sá að lífið hafði farið fram hjá mér. Það var óheyrilegt álag í vinnunni; verstu vikumar voru þannig að við unn- um 130 tíma.“ Þú talar um að lífið hafi farið framhjá þér. Finnst þér þú hafa misst af einhverju? „Hafi ég gert það hef ég fengið jafnmikið til baka. Það góða við að starfa í London er að kerfið tekur við og viðurkennir fólk sem gerir vel. Við sem erum útlendingar verðum að sjálfsögðu að gera allt tvisvar sinnum betur en Bretar til þess að öðlast þá viðurkenningu en ef maður gerir vel getur maður gert nánast hvað sem maður vill.“ Hvað áttu við? „Ef ég fæ hugmynd í sambandi við rannsóknir sem eru kannski langt utan við mitt sérsvið þá er nánast alltaf hægt að hringja i ein- hvern sem bendir á næsta mann sem bendir á næsta mann og svo framvegis þangað til ég enda á einverjum litlum karli inni á rannsóknarstofu sem hefur sér- hæft sig í tilteknu vandamáli í tuttugu ár. Kannski er ég núna orðinn einn af þessum körlum. Það er svo merkilegt að það er sama hvaða vandamál manni dett- ur í hug, það er alltaf hægt að flnna sérfræðing sem getur leyst úr því á mjög stuttum tíma. Það eru svona hlutir sem gefa manni alveg gífurlegt sjáflstraust. Segjum að ég færi til íslands að vinna núna og fengi þar góða rannsóknahugmynd - hugmynd sem ég fengi góðan stuðning til að framkvæma hér vegna þess að fólk trúir alltaf á mann. Á íslandi fær maður kannski sömu hug- mynd en þegar maður fer að ræða hana við menn fer maður í burtu með fleiri vandamál en maður kom með.“ r Islenskir irófessorar í æknisfræði ágir í vís- inaastörfum Ingvar hefur reyndar gert eina tilraun til að flytja heim til ís- lands. Það var á árunum 1992-1993 þegar hann sótti um prófessors- stöðu í lífefnameinafræði við læknadeild Háskóla íslands. „Ég vildi athuga hvort mögulegt væri að koma heim. Umsókninni lét ég fylgja með 50-70 siðna útdrátt úr þeim rannsóknum sem ég vildi gera á íslandi. Dómnefndin setti mig í 3. sæti í hæfnisröðinni. Hinn læknirinn sem var hæfur var settur í 5. sæti. Það var Matt- hías Kjeld sem iíklega var hæfasti maðurinn í stöðuna. Það sem sló mig við að vera settur i 3. sætið var að ef vísinda- vinna þeirra sem voru settir í 1. og 2. sætið hefði verið margfölduð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.