Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 59
J lV LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 Til hamingju með afmælið 7. nóvember 90 ára Kristjana Jónsdóttir, Hjallavegi 16, Suðureyri. 85 ára Erlingur Dagsson, Barðavogi 24, Reykjavík. 80 ára Ólafur Gunnarsson, Kleppsvegi, Hrafnistu, Reykjavík. 75 ára Fríða Erna Ottósdóttir, Tryggvagötu 4a, Selfossi. Guðrún Lúðvíksdóttir, Eyravegi 20, Selfossi. Helga Hansdóttir, Hvannalundi 6, Garðabæ. Kristjana A Lindquist, Stórholti 31, Reykjavík. Ljósbjörg Guðlaugsdóttir, Hólalandi 2, Stöðvarfirði. Margrét Sigrún Ragnarsdóttir, Laugarásvegi 43, Reykjavík. 70 ára Andrés Gunnar Jónasson, Brekkugötu 22, Þingeyri. Ásgrimur Einarsson, Grandargötu 9, Siglufirði. 60 ára Eiður Guðnason, Kúrlandi 24, Reykjavík. Jón Magnús Gunnarsson, Amartanga 75, Mosfellsbæ. Pétur Sigurðsson, Miðvangi 103, Hafnarfirði. Rúnar Ragnarsson, Fi-amnesvegi 42, Reykjavík. Svava Engilbertsdóttir, Grænugötu 2, Akureyri. 50 ára Friðrik Magnús Jónsson, Garðaflöt 8, Stykkishólmi. Gísli Kristjánsson, Birkihlíð 15, Sauðárkróki. Helga G. Halldórsdóttir, Áslandi, Flúðum. Jóhanna B. Hauksdóttir, Digranesvegi 8, Kópavogi. Kristinn Pétursson, Melbæ 30, Reykjavik. Sigurður H. Tryggvason, Heiðmörk 58, Hveragerði. 40 ára Álfheiður HaUa Árnadóttir, Vættagili 3, Akureyri. Áslaug Inga Þórisdóttir, Strandaseli 2, Reykjavík. Erla Elísdóttir, Klapparbraut 14, Garði. Guðmimdur Ágúst Magnússon, Hulduhlíð 44, Mosfellsbæ. Guðmundur Egill Þórðarson, Álfheimum 40, Reykjavík. Guðmundur H. Baldursson, Brekkusmára 4, Kópavogi. Guðrún Ólafsdóttir, Vesturgötu 50a, Reykjavík. Halldór Amar Guðmundsson, Rósarima 5, Reykjavík. Hólmfríður Helga Ólafsdóttir, Fannafold 14, Reykjavík. Samúel Ingi Þorkelsson, Hjaltabakka 6, Reykjavík. Steinunn Anna Guðmundsdóttir, Lyngbergi 11, Hafnarfirði. Vignir Þ. Hjálmarsson, Löngumýri 59, Garðabæ. Þórir Ingvarsson, Vættaborgum 6, Reykjavík. Öm Helgi Haraldsson, Bakkaseli 33, Reykjavík. / IJrval - gott í hægindastólinn afmæli * Kristjana Guðrún Jónsdóttir. Kristjana Guðrún Jónsdóttir, fyrrum húsfreyja að Botni í Súg- andafirði, sem nú dvelur á öldrunar- deild Fjórðungssjúkrahússins á ísa- firði, verður níræð á morgun, sunnudaginn 7.11. Starfsferill Kristjana fæddist á Suðureyri og ólst þar upp. Hún var í barnaskólan- um á Suðureyri og stundaði síðan flesta þá vinnu sem þá bauðst í sjáv- arþorpum fram til 1934. Kristjana flutti að Botni í Súg- andafirði 1934 og hóf þar búskap með manni sínum. Þar bjuggu þau um hálfrar aldar skeið, eða til 1983 er þau hættu búskap og fluttu að Hjallvegi 16 á Suðureyri. Um áratugaskeiö hélt Kristjana dagbók og eru þau ritverk mikil að vöxtum og fróðleg aflestrar. Eftir að maður hennar lést 1994, dvaldi hún hjá dóttur sinni Ástu Björk á Suður- eyri, en hefur nú um árabil verið á öldrunardeild sjúkrahússins á ísa- firði og stundar þar föndur af krafti. Kristjana hefur iengi verið virkur félagi í Kvenfélaginu Ársól á Suður- eyri. Fjölskylda Kristjana giftist 13.11. 1932 Frið- bert Péturssyni, f. 31.10.1909, d. 30.5. 1994, bónda að Botni. Hann var sonur Péturs Sveinbjarnarsonar og Kristjönu Friðbertsdótt- ur sem bjuggu á Laug- um í Súgandafirði. Börn Kristjönu og Friðberts eru Svavar, f. 14.5. 1933, d. 27.7. 1969, vörubilstjóri á Suður- eyri, en eftirlifandi kona hans er Reynhild- ur Friðbertsdóttir og eignuðust þau fimm börn; Birkir, f. 10.5.1936, bóndi i Birkihlíð í Súg- andafirði, kvæntur Fannýju Björnsdóttur og eiga þau sex böm; Kristjana, f. 22.9. 1939, verslunarmaður í Garðabæ, gift Haf- steini Sigmundssyni og eiga þau þrjú börn; Kristín, f. 30.8.1943, versl- unarmaður í Reykjavík, gift Baldri Árnasyni og eiga þau þrjú börn; Ásta Björk, f. 8.7.1947, forstöðukona félagsstarfs aldraðra á Suðureyri, gift Kjartani Þór Kjartanssyni og eiga þau tvö börn. Systkini Kristjönu: Kristín Þóra Hjartar, f. 19.12. 1896, d. 31.12. 1982, var gift Friðriki Hjartar, skólastjóra og kennara, síðast á Akranesi sem er látinn; Sigríður, f. 20.8. 1899, d. 30.8. 1899; Sigríður, f. 20.8. 1899, d. 2.9.1899; Einar Sturla, f. 24.8. 1902, d. 2.10. 1996, útgerðarmaður og hreppstjóri á Suður- eyri, var kvæntur Krist- eyju Hallbjörnsdóttur sem er látin; Þorlákur Jón, f. 23.12. 1907, d. 22.1. 1998, rafvirkja- meistari í Reykjavík, hann var kvæntur Kristjönu Örnólfsdóttur sem er látin; Jóhannes Þórður, f. 21.6. 1916, Kristjana Guðrún fyrrv. kaupfélagsstjóri Jónsdóttir. á Suðureyri, en dvelur Guðrúnu nú á Hrafnistu í Reykjavík, hann var kvæntur Svövu Valdimarsdótt- ur sem er látin. Foreldrar Kristjönu vora Jón Ein- arsson, f. 9.6. 1873, d. 22.9. 1939, út- gerðarmaður og siðar íshússtjóri á Suðureyri, og Kristín Kristjánsdótt- ir, f. 28.6.1874, d. 25.1.1931, húsmóð- ir. Ætt Jón var sonur Einars á Meiri- bakka í Skálavík, Jónssonar í Þjóð- ólfstungu, Einarssonar á Meiri- bakka, Jónssonar í Minnihlíð, Þor- lákssonar í Minnihlíð, Kolbeinsson- ar í Skálavík, Magnússonar að Hóli í Bolungarvík, Bergssonar, lrm. á Hjalla, Benediktssonar, lrm. á Há- eyri, Þorleifssonar i Búðardal, Bjarnasonar á Skarði, Oddssonar, lrm. að Borg á Mýrum um 1500, Tómassonar, lrm. að Hvoli í Saur- bæ, Oddssonar. Kristín var dóttir Kristjáns, út- vegsbónda og verslunarstjóra á Suð- ureyri, Albertssonar á Gilsbrekku, Jónssonar á Tannanesi, Ólafssonar á Eyri við Önundaifjörð, Magnús- sonar á Núpi í Dýrafirði, Bjömsson- ar á Núpi, Jónssonar, pr. á Breiða- * bólsstað í Fljótshlíð, Torfasonar, prófasts í Gaulverjarbæ, Jónssonar, silfursmiðs og lrm. á Núpi í Dýra- firði, Gissurarsonar, sýslumanns á Núpi, Þorlákssonar, bróður Gissur- ar biskups, Einarssonar, b. á Síðu, Sigvaldasonar. Móðir Kristínar var Kristín Guð- mundsdóttur, hreppstjóra á Kirkju- bóli í Valþjófsdal og á Laugum í Súgandaiirði, Guðmundssonar. Kristín Guðmundsdóttir var systir Guðmundar Guðmundssonar sem giftur var Ingibjörgu Friðbertsdótt- ur, Guðmundssonar, Jónssonar á Görðum í Önundarfirði. Þar koma saman ættir Friðberts og Kristjönu. Kristjana dvelur á afmælisdaginn £ hjá dóttur sinni, Ástu Björk, að Sæ- túni 5, Suðureyri, og tekur á móti gestum þar frá kl. 15.00. Björn Finnsson Bjöm Finnsson, bað- og sund- laugarvörður, Krummahólum 13, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Bjöm fæddist í Holti á Kjalar- nesi en ólst upp í Vogunum í Reykjavík frá þvi á öðru árinu. Hann lauk unglingaprófi 1964. Bjöm stundaði afgréiðslustörf hjá versluninni Geysi hf„ birgða- störf hjá Ó. Johnson & Kaaber hf„ birgða- og afgreiðslustörf hjá Landsvélum hf„ var erindreki hjá Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur, stundaði skrifstofustörf hjá Yl- tækni hf„ var birgðavörður við Borgarspítalann og Sjúkrahús Reykjavíkur, stundaði sölu- og af- greiðslustörf hjá Húsasmiðjunni og hjá Fálkanum hf. en er nú bað- og laugarvörður í Árbæjarsund- laug. Bjöm gekk ungur í skátahreyf- inguna, sat í stjórn skátafélagsins Dalbúa, gegndi foringjastörfum fyrir ylfinga og dróttskáta, var fé- lagsforingi í skátafélaginu Kópum í Kópavogi og Hamrabúum í Reykjavík auk foringjastarfa fyrir dróttskáta. Þá var hann lengi stjórnandi og leiðbeinandi á for- ingjanámskeiðum. Björn var fararstjóri á vegum Útivistar, sat í ferðanefnd og stjóm félagsins, hefur verið fararstjóri hjá Ferðafélagi íslands, hefur starf- að í íslenska fjallahjólaklúbbnum, sat í stjóm Landssamtaka hjól- reiðamanna og hefur verið fulltrúi þeirra í Umferðarráði, er einn af stofnendum Hellarannsóknafélags íslands og hefur setið í stjóm þess og hefur verið fulltrúi og trúnaðar- maður í fulltrúaráði Starfsmanna- félags Reykjavíkur. Björn hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit um ferðamál, um- ferðarmál, öryggismál og um hella og æskulýðsmál. Þá hafa birtst eft- ir hann sögur og ljóð í riti Útivist- ar, í ársriti Hellarannsóknafélags- ins og í ritinu Hjólhesti Fjalla- hjólaklúbbsins. Fjölskylda Systkini Bjöms, sammæðra, eru Hafsteinn Blandon, f. 9.2. 1946, verkfræðingur í Reykjavík; Ragn- heiður Blandon, f. 12.11.1951, bóka- vörður í Reykjavík. Foreldrar Björns: Finnur Ólafs- son, f. 30.7. 1918, d. 13.7. 1952, og Hulda Hjálmarsdóttir, f. 19.11.1926, húsmóðir í Reykjavík. Björn ólst upp hjá móður sinni og stjúpfoður, Þorsteini Blandon, f. 27.4. 1920, d. 30.11. 1997, heildsala. Ætt \ Finnur var sonur Ólafs Finns- sonar og Jakobínu Björnsdóttur. Ólafur var sonur Finns Ólafssonar og Ástu Guðmundsdóttur. Jak- obína var dóttir Björns Eyjólfsson- ar og Ólínu Guðrúnar Jónsdóttur. Hulda er dóttir Hjálmars, skálds frá Hofi, Þorsteinssonar, Ólafsson- ar og Guðrúnar Jónasdóttur. Móðir Huldu var Anna, dóttir Guðmundar Péturssonar og Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur. Björn tekur á móti gestum á Hót- el Esju, á jarðhæð, sunnudaginn 7.11. nk. milli kl. 16.00 og 18.00. Nýr Chrysler Stratus 1999 ► ABS-bremsur Litað gler ► Rafmagnsupphalarar ► Álfelgur Teppamottur ► Aukafelgur ► Þjófavörn ►• Samlæsingar ►• Niðurfellanleg aftursæti ► Loftkæling með frjókornasíu ► Nýtt útlit ► Ný fjöðrun ►- Rafdr. speglar ►• Líknarbelgir ► Autostick sjálfskipting ►• Aukin hljóðeinangrun ►• Útvarp og segulband með 6 hátölurum ografmagnsloftneti. Verð 2.190.000 STAÐGREITT Til sölu hjá Bílasalan Bíldshöfða 3. Sími 567 0333 £ - £ -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.