Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 62
i4 myndbönd LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 JL>"V y n d b a n d a GAGNRYNI ’in. nm wm Reach the Rock Úr smiðju Hughes . . . John Hughes, sem framleiöir og skrif- ar handritið að Reach the Rock, hefur skrifað handritin að mörgum af þekktustu grinmyndum undanfarinna ára. Sumar mynda hans gera þó meira út á dramatík en grín, og má þar t.d. nefna eina af þekktustu myndum hans, The Breakfast Club. Reach the Rock er að mörgu leyti svipuð Breakfast Club í uppbyggingu. Báðar hafa mjög fáar sögupersónur sem eru fastar á tilteknum stað um skamma hríð og í gegnum samræður þeirra fáum við smám saman að kynnast persónunum og bakgrunni þeirra. Það lætur þó minna yfir Reach the Rock og hún gerir ekki eins ákveðið út á tiltekinn markhóp. Myndin segir frá unga iðjuleysingjanum, Robin Fleming, sem eyðir nóttinni í fangelsi fyrir rúðubrot. Samskipti hans og lögreglustjórans eru þungamiðja framvindunnar. Myndin á erfitt uppdráttar framan af, einfaldlega vegna þess að aðalsöguhetjan er óþolandi fífl sem vekur enga samúð en myndin vinnur á og bjargar sér fyrir horn með góðum leik og vandaðri sögubyggingu. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: William Ryan. Aðalhlutverk: Allesandro Nivola og William Sadler. Bandarísk, 1997. Lengd: 95 min. Öllum leyfð. -PJ A Civil Action Lögfræðingar hafnir til skýjanna Jan Schlichtmann (John Travolta) er leiö- togi lögfræðingahóps sem nærist á skaðabóta- málum. í þeim bransa gefa miðaldra velstæðir karl- menn mestan arð en böm minnstan. Jan er því ekki hrifínn af því að taka að sér mál er varðar dauða 8 bama, sem talin em hafa fengið krabbamein vegna mengaðs vatnsbóls. Honrnn snýst skyndilega hugur þegar hann áttar sig á því að tvö risafyrirtæki eru líklegustu mengunarvaldarnir. Málsóknin er þó með eindæmum kostnaðarsöm og ekki líður á löngu þar til Jan og félagar eru komnir á vonarvöl. Það ætla fyrirtækin að nýta sér í samningaviðræðum. Þaö er víst ekkert nýtt að Hollywood taki málstað umhverfíssinna í baráttu gegn mengandi stóriðju og svo sem allt gott um það að segja. Það er aftur á móti ný tilhneiging að gera úr lögfræðingum umhyggjusama engla sem fóma sér af mikilli umhyggja í baráttu fyrir rétti skjólstæð- inga sinna. John Travolta er hér í hlutverki slíks engils og fer væmni hans langt með að „drepa“ bæði Travolta og áhorfendur. Allt er hér gert með mikilli tiifmningaræpu sem gerir sorg hinna raunverulegu aðstand- enda takmörkuð skil. Það er þó bragur atvinnumanna yfir öllu og Ro- bert Duvall og Sydney Pollack skemmtilegir sem fyrr. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Steven Zaillian. Aðalhlutverk: John Travolta, Robert Duvall, John Lithgow og William H. Macy. Bandarísk, 1998. Lengd: 110 mín. Öllum leyfð. -bæn Who Am I? Minnislaus málaliði ++ Jackie Chan er málaliði í herflokki sem rænir nokkram vísindamönnum í Suður- Afríku sem em að þróa byltingarkennt vopn. Vinnuveitendurnir svikja málaliðana og drepa þá alia nema Jackie sem kemst lífs af en hefur misst minnið vegna höfuðhöggs. Who Am I? er það fyrsta sem hann segir þegar innfæddur þjóð- flokkur finnur hann og spyr að nafni, og hann gengur undir því nafni mestalla myndina. Jakcie Chan hefur ekki verið þekktur fyrir að gera myndir í gáfulegri kantinum og þessi er heimskari en flestar, eða kannski er bjánalegt plott- ið bara berskjaldaðra þegar grínið klikkar. Þetta er nefnilega óvanalega máttlaus Jackie Chan mynd. Atriði þar sem hann verður málhaltur af því að tyggja plöntur er það eina sem framkaflar almennilegan hlátur lengst af og þá er mikið sagt í Jackie Chan mynd. Stórskemmtilegt bar- dagaatriði á þaki stórhýsis i Rotterdam í lokin reddar því að hennar verður ekki minnst í mínum huga sem leiðindamynd, en óneitanlega er hún með slappari myndum hans. Útgefandi: Skífan. Leikstjórar: Jackie Chan og Benny Chan. Aðalhlutverk: Jackie Chan. Hong Kong, 1998. Lengd: 104 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Half a Chance Franskir jöfrar og frekjuskarð Une chance sur deux hefst á þvi að föðurlausa stúlkan Alice (Vanessa Paradis) er látin laus úr fangelsi. Á meðan hún sat inni fyrir stuld á glæsibif- reiðum lést móðir hennar. Stuttu áður hafði hún lesið inn á spólu nöfn tveggja karlmanna, en annar hvor þeirra er faðir Alice, sem rænir sér kerm og leitar þá uppi. Annar er glæsibilasalinn Léo Brassac (Jean-Paul Belmondo) en hinn stórþjófurinn Julien Vignal (Alain Delon). Báðir kolfalla þeir fyrir Alice og beijast um faðemið. Þeir þurfa þó að snúa bökum sam- an er stúlkan gerir harðsvímðum glæpamönnum óvart grikk. Það er nú kannski dæmigert að þegar ffönsk mynd er loksins gefm út á myndbandi er það einkar vandræðaleg Hollywood-stæling. Eltingaleikir, sprengingar, hið fullkomna illmenni, skutlan, glæsibiffeiðar, þyrlur o.s.frv. Og gömlu sannindin um að enginn útfæri slikar myndir betur en Hoflywood em enn við lýði (þótt Frakki sem Luc Besson geti auðvitað lagt sitt á vog- arskálamar í þeim bænum). Handrit Half a Chance er eitt það hriplekasta og vandræðalegasta sem nokkm sinni hefur verið gerð kvikmynd eftir. Engu að síður tekst því ekki að eyðileggja sjarma gömlu brýnanna Belmondo og Delon, hvað þá frekjuskarðsins hennar Paradis. Það er ekki laust við að það lifni yfir skjánum er þrenningin lætur til sín taka. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Patrice Leconte. Aðalhlutverk: Jean-Paul Belmondo, Alain Delon og Vanessa Paradis. Frönsk, 1998. Lengd: 109 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Home Alone myndirnar hafa verpt gulli fyrir John Hughes en hann framleiddi þær allar. John Hughes: Grínmyndasmiður með John Hughes er með afkastamestu grínhöfúndum Hollywood undanfarin 20 ár. Margar kunnuglegar myndir skjóta upp kollinum á ferilskrá hans, og þótt varla sé hægt að tala um nein meistaraverk hefúr hann óneitanlega verið með puttana í feikimörgum myndum sem náð hafa miklum vin- sældum. Leiðin í kvikmyndimar John Hughes eyddi æskuárunum í Detroit, en 13 ára fluttist hann með fjölskyldu sinni til Chicago, þar sem hún bjó i útjaðri efirstéttarhverfis. Andúð á snobbi og ríku fólki átti eftir að skína í gegn í mörgum mynda hans. Á þessum árum fór hann að hafa gam- an af The Three Stooges og dreymdi um að gera myndir í stfl þeirra, með boðskap yfir samkeppnina og þar með gæti hann skapað sér sérstöðu í bransan- um. The Breakfast Club (1985) var fyrsta unglingahandritið hans, en hann þurfti að sanna sig með Sixteen Candles (1984) fyrst. Weird Science (1985), Pretty in Pink (1986) og Ferris Bueller’s Day Off (1986) fylgdu í kjölfar- ið. Hann leikstýrði öllum nema Pretty in Pink sjálfúr og var nú orðinn ein- hver virtasti höfúndur unglingamynda í Hoflywood. Hann stofnaði eigið fram- leiðslufyrirtæki árið 1985 og hefur framleitt flestar myndir sínar síðan. John Candy heitinn var í uppáhaldi hjá John Hughes næstu árin og lék í tveimur mynda hans og einni að auki sem Hughes skrifaði handritið að. Þetta voru Plains, Trains & Automobiles (1987), The Great Out- doors (1988) og Uncle Buck (1989). En Hughes var á leiðinni í myndir fyrir yngri krakka og handrit hans varð að ein- hverri vinsælustu grínmynd fyrir krakka sem um getur, Home Alone (1990). Eftir Curly Sue (1991) hefúr Hughes al- gjörlega látið leik- stjóm lönd og leið og lætur sér nægja að skrifa handrit og framleiða. Meðal mynda sem úr smiðju hans hafa kom- ið síðustu árin eru Dennis the Menace (1993), Miracle on 34th Street (1994), 101 Dalmatians (1996) og Flubber (1997). Fram á nýja öld Það er oft alvarlegur undirtónn í myndum Hughes og hann er þekktur fyrir að blanda hlýlegum boðskap við fjörlegan ærslaleik. Auðvitað er auð- velt að fara yfir strikið í bjánalegri melódramatik og það hefúr Hughes stundum gert en margar af myndum hans, sérstaklega gömlu unglinga- myndimar, búa yfir meira innsæi en aðrar myndir af sama tagi. Meðal hugsanlegra verkefna hjá John Hughes á næstunni er New Port South, mynd sem skrifuð er af syni hans, James Hughs. Einnig eru í burð- arliðnum framhald af 101 Dalmatians og endurgerð frönsku myndarinnar Les Visiteurs. Orðrómur er einnig á kreiki um að hann sé að hugsa um endurgerð eða framhald af The Break- fast Club, sem væri mjög vel við hæfi ef annar orðrómur reynist sannur, að hann sé að hugsa um að láta fram- leiðslufyrirtæki sitt í hendur sona sinna og hætta afskiptum af kvik- myndagerð á aldamótaárinu, fimmtug- asta æviári sínu. -P J Ein vinsælasta kvikmyndin, sem John Hughes hefur framleitt og skrifað handrit að, er 101 Dalmati- ans. yfirkeyrðum slapstick-húmor. Einhverjar beygjur urðu þó á leið hans að þessum draumi sínum, því að þegar hann hætti í háskóla á fyrsta ári gerðist hann auglýsingahöfundur. Átt- unda áratugnum eyddi hann í þetta starf, ásamt því að skrifa stuttsögur, blaðagreinar, (óútgeinar) skáldsögur og brandara fyrir uppistandsgrínara. Árið 1979 fór hann að vinna fyrir National Lampoon timaritið. Eftir að National Lampoon’s Animal House sló í gegn, en hún var byggö á smásögu úr tímaritinu, fóm gyfliboð að streyma til annarra höfunda hjá tímaritinu, og brátt koma að John Hughes. Hann skrifaði nokkur kvikmyndahandrit í byrjun níunda áratugarins áður en hann sló í gegn með unglingamyndum sínum, en ekki fengust öll handritin hans samþykkt. Hann skrifaði meðal annars háðskt handrit að þriðju Jaws- myndinni og kallaði það Jaws Three, People Zero, en Universal var ekki hrifið. Skjótur frami I byrjun ferilsins var hann mikið til settur í að lagfæra og endurskrifa ann- arra manna handrit. Honum þótti þetta afar leiðinlegt og ákvað að vinna einungis að eigin verkefnum þaðan í frá. Honrnn fannst unglingamyndir þess tima ekki merkilegur pappir og taldi sig geta skrifað skemmtiefai fyrir unglinga sem bæri höfuð og herðar Myndbandalisti vikunnar SÆTI FYRRI VIKA VIKIIR A LISTAl TITIIL ÚTOEF. TEG. 1 3 2 J Ariinton raod Háskólabíó j Spenna 2 2 4 J 8mm Skrfan Spenna 3 1 1 3 Austin Powers II Myndfonn Gaman 4 NV 1 1 Civil action CIC Myndbönd Spema 5 NÝ 1 j Message in a bottle Wamer Mymfir Drama 6 4 7 Payback WamerMynfir Speona 7 5 2 1 At first sight WamerMymfir 1 Drama 8 NV 1 Existenz Mymtform Spenoa 9 8 2 The deep end of the ocean sun Dnnu 10 7 . > 6 ’* She's ail that Skifan Gaman MRHI 11 6 5 1 Shakespesre in love CICMyndbönd j Caman 12 11 j 1 ♦ i Waking Ned Berrrft Ganun 13 9 ; 8 j Patch Adams CIC Myndböod 1 Gaman 14 10 4 i Varisty biues CIC Myndbénd Drama 15 12 3 ) 200 cigarettes Háskólabfó , Gaman 16 NV 1 111 be home for Christmas SAMMyndböod Gaman 17 13 7 < Festen Háskólabtó 1 Drama 18 15 3 ; . i; One true thing \ -v • K'. CIC Myndbönd Drarna 19 16 Cupe Stjömubió Spenna 20 Al 8 Comiptor Myndfonn Spenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.