Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 5
38 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 3 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 4^S|íin QuickAIR uttiii umiiii i»t GRILLGRINDUR UPPHÆKKUNARGORMAR LEÐURINNRÉTTINGAR LOFTDÆLUR ÚTIVISTARFATNAÐUR MALARHÖFÐI 2-110 REYKJAVÍK ■ SÍMI 577 4x4 IEPPAVÖRUR OG BREYTINGAR Hagstætt verð Drif á öllum er betra en á tveimur - Legacy hafði Benzann léttilega á hálkubrautinni - og samt hált bíllinn sínu striki Spólað, togað, spyrnt og hemlað Otrúlega góð markaðs- hlutdeild Isuzu á íslandi Takeshi Inoh, aðalforstjóri Isuzu í Japan, og Júlfus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Bflheima, slógu á létta strengi á óvæntum fundi á bílasýning- unni í Tokyo á dögunum. forstjórar stórfyrirtækja í Japan ekki mikið að því að hitta almenna ferðalanga sem okkur. „Við erum að framleiða góða vöru og það er greinilegt að þið á íslandi kunnið að meta það sem við höfum fram að færa,“ sagði Takeshi Inoh og beindi orðum sínum til íslensku umboðsmannanna „sem eru komnir um langan veg til að skoða það besta sem japanskur bílaiðnaður hefur upp á að bjóða. Það er því einlæg von min að þið haldið merki okkar á lofti með sama krafti áfram“ . -JR „Við skulum svo halda okkur við það að fara ekki mikið hraðar en á 150 kílómetra hraða á brautinni. Hver er annars hámarkshraðinn heima hjá ykkur?" Við erum stödd í Tochigi, um tvegga stunda akstur fyrir utan Tokyo á tilraunabraut Subaru, tuttugu og fimm manna hópur ofan af íslandi í boði Subaru, starfsmenn Ingvars Helgasonar hf., umboðsaðila Subaru á íslandi, ásamt umboðsmönnum og tveimur blaðamönnum. Það var yfirmaður tilraunastöðvar Subaru sem var að leggja okkur lífsreglumar í væntan- legum hraðakstri á brautinni. „Níutíu" var svarið, sem hann fékk úr salnum, og þá brosti hann vandræðalega „við skulum halda okkur við 150“. Það var greinilegt að hann treysti hópnum ekki til stórræða á brautinni. Tilraunabrautin í Tochigi er tíu ára gömul og þar hefur Fuji Heavy Industries, framleiðandi Subaru, framkvæmt ýmsar tilraunir á bílun- um, reynt þá í hraðakstri og þolakstri, auk þess sem þar eru sér- brautir til að mæla áhrif af steinkasti og akstri í vatni. í sér- stökum skálum, sem hýsa tilrauna- stofur, er fylgst með því hvernig bíl- arnir standa sig í miklum raka eða hita. Fimm milljónir Subaru- bíla Farið var stuttlega yfir sögu Subaru og starfsemin á staðnum kynnt. Fyrsti fjórhjóladrifni Subaru-bíllinn kom á markað í Jap- an á árinu 1972 og á Bandaríkja- markað 1975. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en í júní síðastliðnum náðu verksmiðjurnar þeim áfanga að smíða 5 milljónasta Subaru-bíl- inn í Japan og á svipuðum tíma var lokið við að smíða 600.000 Subaru Outback-bílinn í verksmiðjum þeirra í Indiana í Bandaríkjunum. Þegar Outback-gerðir Legacy og Forester komu fram á sjónarsviðið var einmitt bætt torfærubraut við tilraunabrautirnar í Tochigi. Að loknum fyrirlestrunum var lagt upp með hópinn og haldið út á hringlaga brautina, sem er 4.286 metra löng, en auk þess er þar að finna sérstök svæði til prófunar á Hér er yfirmaður tilraunastöðvar Subaru í Tochigi að útskýra fyrir okkur gang mála á staðnum Torfærubrautin er ekki ýkja löng, en þannig útbúin að þar er hægt að reyna margvíslegar torfærur og brekkur. Byrjað var á því að aka yfir röra- braut, sem reyndi verulega á fjöðr- unarkerfi bílanna, því næst stór- grýttan vegarslóða og þá var ekki laust við að allir fyndu til með bil- unum, þegar grjótið nuddaðist við botninn. Þaðan lá leiðin um malarveg, sem var eins og dæmigerður íslenskur þjóðvegur án bundins slitlags, og loks upp og niður brattar brekkur, sumar með meira en 20 gráðu halla. Það var aðdáunarvert hversu vel Legacy og Forester-bílarnir stóðu sig í þessum látum og höfðu menn það á orði að svona nokkuð myndu menn ekki gera heima á íslandi. Akreinaskipting og hemlað á 90 kílómetra hraða án vandræða með ABS. „Kappakstur" á blautri brautinni var ójafn því Legacy stakk hinn af. Renault FIFTIE: Til minningar um liðna tíma Halda upp á 50 ára afmæli 4CV Verið velkomin í versiun okkar þar sem við bjóðum upp á mikið úrval aukahluta fyrir jeppa. Alltaf heitt á könnunni! - segir Takeshi Ino, aðalforstjóri Isuzu hemlunarhæfni og rásfestu. Byrjað var á því að sýna okkur hvernig hægt er að skipta snöggt um akrein og hemla á 90 kílómetra hraða og fengu allir eina ferð með einum af tilrauna ökumönnum verksmiðjanna, bæði í fullbúnum Subaru Legacy með læsivörn hemla og spyrnustýringu, og einnig í aftur- hjóladrifnum Mercedes Benz til samanburðar. Var ekki laust við að sumum í hópnum, sem ekki höfðu reynt svona lagað áður, fyndist nóg um, einkum ef setið var í Benzanum sem vildi snúast eilítið meira til í þessum sviptingum. Næst fengu menn að reyna hve miklu munar um fjórhjóladrifiö í bleytu. Miklu vatni var úðað yfir flísalagða braut, og því næst var tveimur bílum stillt upp í einu, Legacy og framhjóladrifnum Honda Accord annars vegar og Legacy og afturhjóladrifnum Benzanum hins vegar. Allir sem vUdu fengu að prófa og það var ávaUt sama niður- staða, Subaru-inn stakk hina af. Svipað var uppi á teningunum þegar spotti var settur á milli Benz- bílsins og Legacy og þeir látnir tog- ast á. Sá japanski gerði sér lítið fyr- ir og togaði þann stóra evrópska léttUega á eftir sér, þótt hjólin á honum snerust vel í hina áttina Síðasti liðurinn í reynsluakstri á þessari hálkubraut var að reyna muninn á því að hemla með og án ABS-hemlalæsivamar. Við voram látin aka á 50 kUómetra hraða inn á brautina með sitt hvorn helming bílsins á mismunandi undirlagi og hemla snögglega. Bíllinn rann vissulega aðeins áfram á hálu og blautu undirlaginu, en án þess að snúast. í næstu ferð var leikurinn endur- tekinn en þá var búið að slökka á læsivörninni og þá var ekki að sök- um að spyrja, bíllinn snerist í hring Enn var predikað yflr okkur að halda okkur á hógværum hraða, vera ekki að spretta um of úr spori. En strax á fyrstu hringjunum var ljóst að það kitlaði um of að komast á svona braut, því hver á fætur öðr- um gaf inn eins og bíllinn komst, þessa tvo hringi sem mönnum var skammtað í hverri ferð. Þeir hóg- værari í hópnum sögðust hafa farið upp undir 200 kílómetra hraða á klukkustund, en þeir frakkari náðu því að pressa bUinn upp í 240 kUó- metra hraða á beina kaflanum. AU- ir fengu að prófa og það var greini- legt að eiginkonur umboðsmann- anna vora engir eftirbátar þeirra þegar kom að hraðakstrinum og setningar eins og „vaáá, þetta var æðislegt" heyrðust þegar fólkið kom tU baka. Stýrinu sleppt á 200 Þetta var ekki í fyrsta sinn sem við blaðamennimir reyndum hraðakstur á svona braut og hafði fyrri reynsla sýnt okkur að það er hægt að láta hraðann stjóma bílnum. Við aukinn hraða leitar bUlinn sífeUt ofar í haUandi hringlaga brautina en um leið og dregið er úr honum aftur þá leitast hann við að færa sig sjálfkrafa neðar. Með því einu að gefa inn er hægt að láta bílinn skipta um akrein og ef jöfn- um hraða er haldið þá helst hann kyrr á sinni akrein. Subaru Impreza-bílarnir voru eins og límdir við yflrborð brautar- innar, og það var skrýtin tilfinning að sleppa stýrinu á 200 kílómetra hraða í beygju og finna hvernig bíll- inn hélt sínu striki án þess að hnika sér ofar eða neðar þótt enginn héldi um stýrið. Það skal þó játað hér, að ekki var stýrinu sleppt lengi á þessum hraða, öruggara þótti að hafa hönd í bagga með stjórnina. Með því að slaka eUítið á bensín- gjöfinni þá færðist bUlinn sjálfkrafa niður á næstu akrein og aftur upp þegar gefið var inn aftur. Eftir nokkra hringi hljóp kapp í menn og áminningarorð yfirmanns brautarinnar um 150 kílómetra há- markshraða voru orðin býsna fjar- læg þegar hér var komið sögu. Með því að halda góðri siglingu i gegn um beygjurnar, 180 eða 190 kUó- metra hraða, var hægt að spyma Imprezunni í 240 kílómetra hraða á beina kaflanum áður en hægja þurfti á ferðinni aftur. Var ekki laust við að menn spyrðu sjálfa sig að því hvemig japönsku tUraunabíl- stjórarnir héldu það út að aka hring eftir hring á 240 kílómetra hraða þegar þeir era að reyna bUana í þolakstri en dæmi eru til þess að það geri þeir i nokkra klukkutíma samfleytt þegar verið er að reyna einhverjar nýjungar eða endurbæt- ur í bílunum. -JR Renault sýndi nokkra bUa á bUa- sýningunni í Tokyó, þar á meðal hugmyndabílinn Avantime sem slegið hefur í gegn á öðrum bUasýn- ingum að undanförnu, aldrifsútgáfu af Scenic RX4, blæjugerð Mégane auk Twingo BVR, sem var heims- frumsýndur í Tokyó með nýjum vél- rænum gírkassa, sem býður bæði upp á sjálfskiptingu og handskipt- ingu. Mesta athygli vakti hinsvegar FIFTIE, hugmyndabíU sem er þó ekki hugmynd neins sem koma skal frá Renault, heldur miklu frekar iminningarbUl um liðna tima, eink- um Renault 4CV, sem átti miklum vinsældum að fagna þegar hann kom á markað fyrir 50 áram. Sésrstök ástæða þótti tU að sýna þennan bU nú í Japan því 4CV var einnig framleiddur í Japan af Hino á sínum tíma og fluttur út tU Banda- ríkjanna. -JR FIFTIE - minningarbfll um liðna tíma. „Markaðssetning Isuzu á íslandi hefur tekist ótrúlega vel og sú stað- reynd að við erum þar með svip- aða heildarhlutdeild og margir fólksbUar, þrátt fyrir að við séum aðeins að selja jeppa og paUbUa, er nokkuð sem við eram ákaflega stoltir af,“ sagði Takeshi Inoh, að- alforstjóri Isuzu í Japan, þegar hann tók á móti hópi starfsmanna og umboðsmanna Ingvars Helga- sonar hf. og Bílheima á sýningar- bás Isuzu á alþjóðlegu bUasýning- unni í Tokyo á dögunum. Hópurinn hafði komið fyrr um daginn tU Makuhafi-sýningarhaU- arinnar fyrir utan Tokyo til að skoða sýninguna og áður en menn dreifðust þar um sýningarsali bað Júlíus VífiU Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Bílheima, hópinn að hittast á Isuzu-básnum klukkan tvö því menn þar vildu gjaman Allir fengu að reyna Impreza turbo á brautinni í Japan og hér eru þau Helgi Ingvarsson, framkvæmda- stjóri Ingvars Helgasonar hf., og Sigríður Gylfadóttir, kona hans, að gera sig klár í hraðaksturinn. Fram undan er akreinaskipting og hemlun a 90 kílometra hraða. Rasfestan var aðdáunarverð við þau átök. Alvöru hraðakstur Eftir hossinginn og lætin á tor- færubrautinni var loks röðin komin að því hjá okkur að reyna Impreza Turbo í hraðakstri á hringbraut- inni. Brautin er með þremur akrein- um, sú neðsta er ætluð upp að 90 til 100 kílómetra hraða, sú næsta 150-170 kílómetra hraða en sú síð- asta og efsta er ætluð fyrir raun- verulegan hraðakstur, allt að 240 kílómetra hraða hitta hann. Það kom hins vegar honum jafnt og okkur í opna skjöldu að aðalfor- stjóri Isuzu skyldi gefa sér tíma til að hitta hópinn en það var greinilegt að þessi góða mark- aðsstaða fyrirtækisins var hon- um að skapi en allajafna gera Starfsmenn og umboðsmenn Ingvars Helgasonar hf. og Bflheima ásamt Takes- hi Inoh í sýningardeild Isuzu á bflsýningunni f Tokyo. Hér kemur einn Impreza-bílllnn á góðri siglingu eftir tilraunabraut Subaru f Tochigi. Þegar hraðinn varð meiri færðu menn sig ofar f hallandi brautina. Myndir DV-bflar JR án þess að nokkurt okkar gæti breytt þar nokkru um. Hossast á torfærubraut Nú var hópnum skipt upp, annar helmingurinn fékk að reyna sig á torfærubrautinni sem þeir Subaru- menn höfðu útbúið til að reyna Out- back-bílana, en hinir fóru í hraðakstur á Impreza á hringbraut- inni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.