Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 8
\ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 JLJ'V Fiat Coupé 2,0 20 V Turbo Vél: 5 strokka 1998 cc 20 ventla m. forþjöppu, 220 'ha v. 5750 sn.mín., Nm 310 v. 2500 sn. mín. Hrööun 0-100 6,3 sek, há- markshraði 250 km. Eyðsla skv. meginlandsstaðli 14,7, 7,6, 10,11 pr. 100 km m.v. þéttbýli, þjóðvegaakstur, meðaltal. 6 gíra kassi, handskiptur. Aðrar vélar í boði í Fiat Coupé: 5 strokka 1998 cc 20 V án forþjöppu, 154 hö 186 Nm, hröðun 0-100 8,4 sek., hámarks- hraði 215 km. Eyðsla sbr. ofan: 14,0-7,3-9,8. Einnig 4 strokka 1747 cc 16 V, 130 hö 164 Nm, hröðun 0-100 9,2, hámarks- hraði 205 km. Eyðsla sbr. ofan: 11,9-6,8-8,6. Við báðar þessar vélar er 5 gíra handskipting. Læsivarðar diskabremsur framan og aftan. Fjöðrun framan: MacPherson með þverstæðum klofaspyrn- um festum við krossbita, hallandi gormar og jafnvægis- stöng. Fjöðrun aftan: Eltiarmar, gormar, jafnvægisstöng. Lengd-breidd-hæð: 4250-1760- 1350 mm, hjólahaf 2540 mm. Eigin þyngd á reynslubíl: 1310 kg. Hjólastærð á reynslubfl: 225/45ZR16, álfelgur. Verð á reynslubil: 2.990.000 kr. Umboð: istraktor. Kjörinn fyrir þingmenn utan af landi i Skottið er ekki nema sjónarmun stærra en í litla bróður Punto, en hér er m.a. hugsað fyrir stuðningsneti fyrir það sem þama er geymt, svo það haldist á sínum stað. Þegar Turbo-vélin er komin ofan í vélarhúsið kemst þar varla tann- stöngull í viðbót... Snotur teikning og sportleg með greinilegum Fiat-einkennum, teikn- aður af Pininfarina. Myndir DV-bflar SHH útispeglar, upphitaðir. Mælaborðið er úr málmi, sprautað í sama lit og bíllinn, með vörumerki hönnuðar- ins, Pininfarina, fyrir miðju. Þá má og nefna tímastillt inniljós, öryggis- bita í hurðum og hliðum, pedala úr áli, tímastillt inniljós og Blaupunkt geislaspilari, og er þó enn ugglaust eitthvað ótalið. Dýrari gerðirnar eru og með stiilingu á innihita, oft ranglega kallað loftkælingu, því Vel fer um þá sem sitja í leðurklædd- um Recarostólunum frammi í, en heldur er þröngt um fullorðna aftur í og ekkert ákaflega gott að komast þangað eða þaðan. Aftursætið er þó í sjálfu sér ekki slæmt. þessi búnaður heldur jöfnum hita á því hitastigi sem valið er, hvort sem er til kælingar eða hitunar. En svo skemmtilegur gripur sem þessi bíll er hefur hann sína ágalla. Það sem prófara líkaði verst var hve hann rífúr í stýriö þegar gefið er í, nema framhjólin visi beint fram. Þessu má vissulega venjast en þetta er til óþæginda. Sömuleiðis skyggja framrúðupóstar nokkuð á sýn til hliðar, einkum vinstra meg- in. Einnig ber að nefna að reynslu- bíllinn er á svo breiðum lágbörðum að hann eltir dálítið langsumrákir eins og hjólfor í bundnu slitlagi. Við því er auðvelt að gera: Fá sér aðeins mjórri dekk. Farangursrýmið er heldur ekkert til að hrópa húrra fyr- ir, 295 lítrar eða aðeins 20 lítrum stærra en í litla bróður Punto - en Coupé er nú heldur ekki nema 4 manna bílL Sá bíll sem hér var prófaður er dýrastur i Fiat Coupé línunni, kost- ar eins og hann kemur af skepnunni 2.999.000 krónur og síðan er hægt að velja um nokkum aukabúnað. Sá túrbínulausi með 2 litra vélinni kostar 2.550.000 krónur og sá með 1,8 vélinni kostar 2.250 þúsund. Hin- ir ódýrari eru heldur ekki eins vel búnir og sá sem hér var til skoðun- ar. -SHH Meö andlitslyftingunnl fékk Fiat Coupé innfelld Ijós undir formmót- uðum plastskerm - snyrtileg endur- bót. Óhætt er að setja spumingar- merki við hvort nýi Fiat Coupé (frb. kúpe - með áherslu á -e) er ný kyn- slóð eða bara andlitslyfting. Útlits- breytingin er ekki mikil, enda hafa ítalir löngum verið á því að breyt- ing aðeins breytinganna vegna sé lítils virði og spuming hve mikið eigi að hrófla við því sem þegar fell- ur vel í smekk. Hins vegar verður því ekki á móti mælt að ýmsar tæknilegar breytingar hafa verið gerðar á bílnum. Fiat Coupé býður upp á tvær vél- arstærðir og þrjár þó: 4 strokka 1,8 1. 130 ha og 5 strokka 2 1154 ha og 2 1 með túrbinu 220 ha. Með síðast- nefndu vélinni er 6 gíra kassi. Það var einmitt túrbínubíllmn sem hér var tekinn til skoðunar. Hcinn er með leðurinnréttingu og Recarostóla umfram hina bílana, 16 tomma álfelgur með lágbörðum, sjálfvirka driflæsingu (Visco) og 4x40 vatta geislaspilara. Báðar út- færslumar með 2 lítra vélamar hafa auk þess sjálfvirka hitastýringu (AC) og fjarlæsingu um- fram 4 strokka bílinn, svo og þjófavamarkerfi með hreyfiskynjunun. Eins og aðrir Fiatar er Fiat Coupé með 8 ára ryðvarnará- byrgð (gegn gegnumtær- ingu). Fiat Coupé er alvöm sportbíll en nýtist vel til daglegra nota, t.a.m. fyrir fjölskyldu með fremur ung böm, því aftursætið er satt að segja engin paradís fyrir fullvaxna og aðeins sætisbök framsæt- anna leggjast fram - setan skríður ekki. Afturámóti fer vel um tvo fullvaxna frammi í og Recarostól- arnir lykjast um mann eins og best verður á kos- ið. Vissulega þarf að setj- ast djúpt og rísa aftur upp úr lágri stöðu - en þetta er nú einu sinni sportbíll með lágan jafnvægispunkt og svona á þetta að vera. Eins og ítölskum bilum er títt leikur þessi bíll í höndum öku- manns. Það er þó fyrst þegar hann kemst úr úr þéttbýli og þéttri um- ferð sem sporteðli Coupé-bílsins kemur í ljós. Þetta væri t.a.m. kjör- inn bíll fyrir þingmenn utan af landi sem fara oft á milli lands- Þó Fiat Coupé sé nú kominn með nokkra andlitslyftingu er auðkennum eins og skábrotum í hliðum haldið. Gataðir, loftkældir bremsudiskar bak við snotrar álfelgur, miðlungs- lágir hjólbarðar. Allt gefur þetta Flat Coupé glldi og svip. Það fer býsna vel um ökumann undir sveru, leðurklæddu stýri á þessum bfl, með allt við höndina sem á þarf að haida. Takið eftir pedölunum, þeir eru úr áli, lika hnappurinn hægra megin við stýrið. Það er starthnappurinn - þessum bfl er ekki startað með lykli eins og öllum hinum ... hluta. Hann rennur sjálfkrafa að kalla á þjóðvegunum - það eina sem ökumaðurinn þarf að passa sig á er að halda hóflegum hraða. Þó er þess að geta að þessi bíll er jafn öruggur og stýrilátur á 130-140 km hraða eins og venju- leg miðlungspúta á 90-100 km hraða. Nokkra undrun und- irritaðs vakti að ekki skyldi muna meiri snún- ingi á vél milli 5. og 6. girs, eða aðeins um 300 sn.mín. á 100 km hraða. Það skiptir því engu höf- uðmáli hvor er notaður meðan bíllinn er léttur og vegur og færð í besta lagi, en þægilegt og kannski spamaðarmál að nota 6. gírinn þegar langar leiðir eru famar. Hugsanlega skiptir BORÐINN hf. Smiðjuvegi 24 sími 557 2540 vr$A • Vélastillingar • Hjólastillingar • Rafmagnsviðgerðir • Ljósastillingar • Almennar viðgerðir • Varahlutaverslun á staðnum í svona bfl er lágt setlð enda er þyngdarpunkturinn lágt f honum - og á að vera það. meira máli hvort gírinn er notaður ef bíllinn er þunghlaðinn, en á það reyndi ekki i þessum akstri. Vissulega er Fiat Coupé 2,0 20V Turbo ágætlega búinn bíll: vélin með breytilegan ventlatíma (Vtec), læsivarðar bremsur, diskahemla (Brembo) á öllum hjólum, tveir líkn- arbelgir, rafknúnar rúðuvindur og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.