Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1999 Fréttir Skattgreiðendur greiddu 350.000 krónur fyrir knattspymuferð þingmanna til Færeyja: Hvern varðar um það? - segir Árni Johnsen. Dvalarkostnaður greiddur af umdeildum starfskostnaði „Af hverju spyrðu ekki formann íþróttafélagsins, sem er Steingrímur J.?“ var það fyrsta sem Vilhjálmur Eg- Osson, alþingismaður og félagi í íþróttafélagi Alþingis, sagði er hann var spurður um tilgang og tilurð ferð- ar sem tólf manna hópur þingmanna og starfsmanna þingsins fóru í sumar til Færeyja með leiguflugi á kostnað skattgreiðenda að spila fótbolta við færeyska lögþingsmenn. „Eða Áma Johnsen?" bætti Vilhjálmur síðan við. „Þetta var lið þingmanna og starfs- manna Alþingis sem þama spilaði við Færeyinga," sagði Steingrímur J. Sig- fússon alþingismaður. „Þetta er sam- bærilegt við það sem þekkt er hjá þjóð- þingum víða annars staðar. Það em t.d. ýmis mót og keppnir í gangi sem við höfum nú ekki tekið þátt í. Þetta er þó enginn formlegur félagsskapur þó ég geti svo sem vel gengist við því að vera fyrirliði." - Er Alþingi þá að gera út knatt- spymulið? „Nei, við gerum þetta okkur sjálfúm til ánægju. Við höfúm að vísu fengið stuðning frá þinginu en það er flokkað með því sem þingið leggur af mörkum til líkamsræktar og slíkra hluta. Að mestu leyti borgum við þetta þó sjálf- ir.“ - Hvað með 350 þúsund króna kostn- að vegna leiguflugs? „Það passar að það vora greiddar 350 þúsund vegna leiguflugs og vélin beið eftir okkur á meðan. Við vorum því bara einn sólarhring. Það reyndist vera ódýrara og taka styttri tíma en að fara með áætlunarflugi. Það var búið að samþykkja að komið yrði til móts við okkur í slíku. Við borguðum sjálf- ir kostnað við gistingu, uppihald og ferðir til og frá flugvelli og búninga og annað slíkt,“ sagði Steingrímur. Þingið skyldi borga Alþingi hefúr staðfest að greiddar hafi verið 350 þúsund krónur vegna leiguflugs fótboltakappanna. Þyrla Gæslunnar: Sjómaður féll útbyrðis og tví- fótbrotnaði Landhelgisgæslunni barst hjálparbeiðni snemma á sunnu- dagsmorgun vegna sjómanns er hafði fallið útbyrðis með þeim af- leiðingum að hann fótbrotnaði á báðum fótum. Slysið átti sér stað í lögsögu Skotlands en togarinn er skráður í Belize sem er ríki í Mið- Ameríku. Flugið tók tæpa sex tíma en þyrlan fór af stað rúmlega ellefu í gærmorgun og lenti á sjötta tím- anum. Þyrlan tók eldsneyti í Vest- mannaeyjum fyrir ferðina. Nim- rodþota frá Skotlandi var þyrl- unni til aðstoðar með því að fylgja henni og gefa upplýsingar um veð- ur. Flugið gekk vel og var farið með sjómanninn á slysadeild Landspítalans til að gera að sár- um hans. -hól Sandgerði: Bíll valt hundrað metra Bifreið fór út af Sandgerðisvegi að- faranótt sunnudags. Bifreiðin, sem var á leiðinni frá Sandgerði, fór út af veginum, valt nokkrar veltur og stöðvaðist um 100 metra frá veginum. Þrennt var í bílnum en enginn slasað- ist alvarlega. Vegfarandi sem kom að slysinu hafði samband við Neyðarlínuna og kom sjúkrabíil í framhaldi af því og flutti fólkið á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja. Lögreglan í Keflavík sagði það hafa orðið fólkinu til happs að all- ir voru í beltum og að líknarbelgir blésust upp við höggið. Bifreiðin er gjörónýt. -hól Alþingismenn og starfsmenn Alþingis sjást hér á Reykjavíkurfiugvelli framan við leiguflugvél sem flutti þá til Fær- eyja til að spila fótbolta við kollega sína þar. Leikurinn tapaðist, 5-6, þrátt fyrir að markvörður íslenska liðsins léki með háf í upphafi leiks. Á myndinni eru m.a. alþingismennirnir Árni Johnsen, Kristinn H. Gunnarsson, Steingrímur J. Sigfússon, Ingi Björn Albertsson, Lúðvík Bergvinsson, Tómas Ingi Olrich og Vilhjálmur Egilsson. „Um er að ræða styrk sem veittur var í því skyni að efla samskipti Ai- þingis og Lögþings Færeyja," sagði í svari rekstrar- og fjármálastjóra Al- þingis við fyrirspum DV. Alþingismenn fá fasta greiðslu til viðbótar við þingfararkaupið, svokail- aðan starfskostnað upp á 42.500 krónur og geta þeir valið um að framvísa reikningum og fá þá fulla greiðslu eða fá upphæðina greidda beint. En þá er dreginn af henni tekjuskattur. „í rauninni héldum við að búið hafi verið að semja um það að Alþingi borg- aði alla vega fyrir flugið en það var óljóst hvort hótelkostnaðurinn færi á starfskostnað eða hvort þingið borgaði. En ég hef ekki séð neitt uppgjör á því ennþá. Ég sagði bara að ef þingið ekki borgaði myndi ég setja þetta á starfs- kostnað hjá mér. Við töldum að þama væri Alþingi að sýna færeyska þing- inu og Færeyingum ákveðið vinar- bragð,“ sagði Vilhjálmur. Hvern varðar um það? Ámi Johnsen vildi alls ekki ræða hver hefði greitt kostnað við leiguflug- ið. „Blessaður, vertu ekki að hafa áhyggjur af svoleiðis hlutum. Hvem varðar um það hvað er borgað fyrir það sem maður fer svona? Talaðu bara við Steingrim. Ég gríp ekki fram fyrir hendumar á forsetanum með neitt, það era reglur í klúbbnum," sagði hann. DV-mynd Teitur Ámi sagðist alls ekki hafa flogið i hug að fá dvalarkostnað sinn í Færeyj- um greiddan af starfskostnaði sinum sem aiþingismaður. „Nei, en þetta er góð hugmynd," sagði Ámi. Steingrímur J. Sigfússon hlakkar til að fara aftur í fótboltaferð til Færeyja. „Færeyingar gerðu mikið með okkur, það vora spilaðir þjóðsöngvar og allur aðgangseyrir mörg hundmð áhorfenda og aðrar tekjur runnu til Amnesty Intemational. Við töpuðum leiknum með 5 mörkum gegn 6 en við skorað- um þó fleiri mörk. Það rötuðu bara sum þeirra inn í okkar eigið mark. Vonandi geta þeir svo heimsótt okkur næsta vor, við erum þegar byijaðir að æfa,“ sagði Steingrímur. -GAR/HKr. Mýrdalur: Farfuglaheimili eyðilagðist í eldi Frá Reynisbrekku, þar urðu miklar skemmdir í eldsvoða á laugardag. DV-mynd Sigurður Hjálmarsson DV.Vík: Slökkviliðið í Vík í Mýrdal var kallað út að farfuglaheimilinu Reyn- isbrekku, rétt austan Víkur, um há- degi á laugardag. „Það var hringt i okkur frá neyðarlínunni kl 14.55 og fyrstu slökkviliðsmenn vora komnir þangað réttum 12 mínútum síðar. Þá var þekjan bmnnin niður og þar var lítið við ráðið,“ sagði Einar Hjörleifur Ólafsson, siökkviliðsstjóri í Vík. Efri hæð hússins á Reynisbrekku var undir súð og hún er gjörónýt eft- ir eldsvoðann. Neðri hæð hússins er mikið skemmd af reyk og hita sem sveið málningu á loftum og efri hluta veggja. Þá eru miklar skemmdir af vatni á neðri hæðinni. Eldsupptök em ókunn en verið er að leita skýr- inga. Nóttina áður en kviknaði í sváfu ferðamenn i húsinu. Feðalang- amir vom ekki heima þegar eldurinn blossaði upp en allur farangur þeirra varð eldinum að bráð. Einar Hjörleifur sagði að slökkvi- starf hefði gengið vel þrátt fyrir að erfltt hefði verið að nálgast vatn á brunastaðnum. „Við voram með 3000 lítra af vatni á slökkvibílnum, hjá húsinu var 4000 lítra miðlunartankur sem við nýttum og eftir stutta stund komu bændur með aukavatn í haugsugum tft okkar.“ Á Reynisbrekku hafa hjónin Reyn- ir Ragnarsson og Etith Dam Ragnars- son rekið farfuglaheimili um árabil. Þau vom búin að endurnýja húsið töluvert á undanförnum árum, þar á meðal byggðu þau garðskála við það til að nota sem matsal fyrir ferðafólk. Að sögn Reynis em skemmdir á hús- inu miklar, efri hæðin horfinn og neðri hæðin stórskemmd eða ónýt. Á þessari stundu er hann óviss um hvort ráðist vemr í að gera það upp að nýju. -NH Stuttar fréttir i>v Fagnar hafnarleysi Inga Jóna Þórð- ardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjóm, fagnar niðurstöðu erlendra ráðgjafa þess efnis að ekki sé þörf á höfn í Eiösvík á Geldinganesi eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi. Hún vill að Geldinganesið verði þegar tekið form- lega undir íbúabyggð. Morgunblaðið greindi frá. Lést í bílslysi Banaslys varð um sjöleytið á laug- ardagsmorgun skammt frá Búðum á Snæfellsnesi þegar flutningabiil með festivagn aftan í valt. Talið er að mað- urinn hafi látist samstundist. Maður- inn hét Valtýr Magnús Helgason. Hann var 26 ára gamail og iætur eftir sig unnustu og eitt bam. Hann var úr Stykkishóimi en búsettur í Reykja- vík. Vísir.is greindi frá. Sexsnjóflóö Sex snjóflóð féllu í Súðavíkurhlið í vikunni. Tvö flóðanna vom allstór og má víst telja að illa hefði getað farið ef bílar hefðu verið á ferðinni þegar snjóflóðin féllu. Jafnan er gijót í fyrstu snjóflóöunum sem falla á þess- um slóðum á haustin. Mbl. sagði frá. Langtímavextir lækki Landsbanki íslands spáir því aö langtímavextir hérlendis fari lækkandi á næstu mánuðum. Stöð 2 greindi frá. Gagnrýna Sjálfstæðisflokk Sjálfstæðisflokkurinn var gagn- rýndur á mörgum sviðum í umræð- um á miðstjómarfundi Framsóknar- flokksins á laugardag. Meðal annars var rætt um byggðamál, skattamál, fjölskyldumál og sölu ríkisins á lilutn- um i FBA. Finnur Ingólfsson, varafor- maður flokksins, sagði að á vettvangi ríkisstjómar hefði ekki verið rætt um dreifða eignaraðild á eftirmarkaði og lagasetningu í því sambandi. Mbl. greindi frá. Brandari Ari Skúlasaon, framkvæmdastjóri ASÍ, segir það brandara ef semja eigi um kosningaloforð í stjómarsáttmál- anum í næstu samningum. Það sé út í hött ef kaupa eigi bamakort í kjara- samningum. Ari segir bamakort ekki uppi á borðinu þar. Afsláttur til bamafjölskyldna í formi bamakorta eða á annan veg sé hins vegar sameig- inlegt mál ailra. Stöð 2 sagði frá. Slasaðist á fingri Erlendur verkamaður slasaðist á fmgri þegar loka átti hann inni í fangaklefa í Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöld. Maðurinn var handtekinn á veitingastaðnum Lund- anum þar sem hann var með háreysti og hafði lent í áflogum við gesti stað- arins. Ánægður með Halldór Bjöm Bjarna- son menntamála- ráðherra segir að það sé ánægjulegt að formaður Framsóknar- flokksins taki undir þau sjónar- mið að breyta þurfi rekstrarfyrirkomulagi Ríkisút- varpsins. Halldór Ásgrímsson ræddi málefni þess á miðstjómarfundi fram- sóknarflokksins á fóstudag. Sagði hann að framsóknarmenn hefðu talið að ekki kæmi tii greina að selja stofh- unina en gera þyrfti ákveðnar grund- vallarbreytingar á stjómskipuiagi hennar og losa hana undan flokkspólitísku stjómvaldi. Mbl. greindi frá. Ekki til íslands ísland er á meðal þjóða sem mælt er með að fólk ferðist ekki til um næstu áramót. Landið er í hópi þeirra þjóða sem ekki era taldar vera fylli- lega tilbúnar til að takast á við 2000 vandann. Þetta kemur fram í netút- gáfú Daily Telegraph. Formaður nefndar um 2000 vandann á íslandi telur þó að landsmenn standi ágæt- lega. Sjónvarpið sagði frá. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.