Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1999 Fréttir Frétt í DV um tindátaleik stórveldanna fyrir 12 árum staðfest: Ekki útilokad að Rússar hafi grandað Suðurlandi - segir Guðmundur Ásgeirsson hjá Nesskipum hf. 1AGBIAQIÐ - VlSIR Frjálst óháð dagblað 35. TBL - 77. 09 13. ARG. - MIDVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR Í9B7~ Ævintýraiegar fréttir í bresku dagbiaði: Sovéskur kafbátur í felum undir sökkvandi Suðuriandí -flak skipsins sprengt á hafsbotni eftir að njósnakapall bresks kafbáts festist,"segírblaðlö - sjá W$. 6 „Ef Englendingar hafa staöfest aö þetta hafi verið eins og um er rætt þá er nauðsynlegt að fá svar frá Rússum um hvort þetta sé rétt, að þeir hafi siglt undir Suður- landi,“ sagði Guðmundur Ásgeirs- son, forstjóri Nesskipa hf., í samtali við DV í gærkvöld. „Enn eru þetta hálfgerðar getgátur en ekki er úti- lokað að þessi stóri kafbátur hafi grandað skipinu okkar,“ sagði Guð- mundur. Fréttir af bók Óttars Sveinssonar blaðamanns um Suðurlandsslysið og þeim mikla tindátaleik stórveld- anna sem átti sér stað fyrir nær 13 árum hafa vakið mikla athygli. Þær eru samhljóða fréttum DV sem birt- ar voru 11. febrúar 1987 og hafðar eftir Daily Mail. Guðmundur Ás- geirsson viðurkennir að á þeim tíma hafi hann ekki lagt mikinn trúnað á þær fréttir. Guðmundur segist ekki enn hafa rætt við utanríkisráöherra um mál- ið en ráðherrann mun, að sögn, óska eftir svörum stórveldanna um atburðinn. „Ef svona ferlíki, margfalt stærra en Suðurlandið, 26 þúsund tonn, rækist á flutningaskip þá gæti kaf- báturinn auðveldlega rofið stórt gat á flutningaskipið. Þessir risakafbát- ar eru eins og massífir stálklumpar sem mundu ekki bifast við svona árekstur," sagði Guömundur. Skipverjar á Suðurlandi náðu tal- sambandi við Guðmund um kvöldið og greindu frá þvi að hafa fundið mikið högg. „Þeim fannst þeir finna fyrir geysimiklum dynk en auðvitað sögðu allir að ekki gæti verið um neitt slíkt að ræða á svo miklu dýpi,“ sagði Guðmundur. „Þeir hringdu í Nesradíó og náðu sam- bandi við mig. Ég var hjá Slysa- varnafélaginu og Gæslunni alla nóttina," sagði Guðmundur. Æsilegir atburðir á hafsbotni „Á meðan heimurinn fylgdist með átakanlegum björgunaraðgerð- mn í sjónvarpi áttu sér stað enn æsilegri atburðir á hafsbotni," segir í frétt DV 11. febrúar 1987. Þar segir frá fréttum Daily Mail af kafbátum Sovétmanna og Breta sem háðu furðulegan leik allt í kringum Suð- urlandið að kvöldi aðfangadags 1986 og aðhöfðust ekkert þegar Suður- landið sökk og 6 íslenskir sjómenn fórust. „Forsaga málsins var sú að breski njósnakafbáturinn Splendid veitti rússneska kjarnorkukafbátn- um Typhoon eftirfor inn á rúss- neskt hafsvæði. Aftan úr Spendid hékk 1800 metra langur hlustunar- kapall sem gerði eftirfórina mögu- lega,“ segir í DV á sínum tíma. „Á aðfangadag virðist sem skipstjóra rússneska kafbátsins hafi orðið ljóst að honum var veitt eftirfór og greip þá til gamalkunnugs ráðs - sigldi í skjól undir farskip á ferð þar sem næmur rafeindabúnaður i hlustun- arkapli Splendid náði ekki til hans.“ Suðuriandið sprengt? Suöurland varð fyrir áfalli og lenti í hafsnauð með risakafbátinn Typhoon undir sér djúpt i sjó. Þegar Suðurlandið sökk um miðnætti mátti litlu muna að Rússarnir yrðu undir skipinu. Splendid kom á fullri siglingu og þá gerðist það að Suður- land lenti á hlustunarkapli Bret- anna og dró hann niður á 2000 metra dýpi. Reyndar fær það ekki staðist að kafbáturinn hafi sokkið svo djúpt. í 11 sólarhringa lá Splendid fastur á hafsbotni. Þá fyrst tók skipherrann ákvörðun um að losa njósnakapal- inn og sigla brott. Strax 7. janúar fóru skip frá Nor- egi, segir Daily Mail, og vörpuðu djúpsprengjum á skrokk Suður- landsins. Er þess getið að Suður- landið og kapallinn hafi verið sprengd í tætlur. -JBP Rjúpnaveiðileyfi: Engin söluaukning DV, Húnaþingi vestra: „Menn tala um að það hafi ekki verið nein rjúpa. Þetta var þokka- legt fyrst en síðan hafa menn ekki verið að fá það sem þeir eru ánægðir með,“ segir Sigurður Bjömsson, ferðaþjónustubóndi á Kolugili í Húnaþingi vestra, en hann selur veiðileyfi á vinsælasta rjúpnaveiðisvæðið, Gaflinn, og á V íðidalstunguheiðina. Sigurður segist ekki merkja neina aukningu á sölu veiðileyfa þetta haustið þrátt fyrir að tals- verð umfjöllun hafi verið um rjúpnaveiðileyfin nú í haust eftir að hreppsnefnd Húnaþings vestra samþykkti sölu þeirra og ákveðn- ar reglur í því sambandi. „Þetta eru mikið til sömu mennimir sem koma til okkar haust eftir haust,“ segir Sigurð- ur. Þorvarður Guðmundsson er ferðamálafulltrúi Húnaþings vestra. Hann taldi að ef til vill hefði snjóleysið haft þau áhrif að minna væri um rjúpana, hún héldi sig ofar af þeim sökum en ef til vill mundi nú rætast úr þegar snjórinn væri kominn. -ÞÁ Græn sjónarmið DiiihS'fí Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, fór mikinn þegar miðstjórnarfundur flokks- ins var settur á föstudag. Hann hjó til hægri og vinstri, þó aðal- lega vinstri. Enda þurfti hann að horfa framan í flokkssystkin sín með þá staðreynd á bakinu að fylgi Framsóknarflokksins er orðið minna en fylgi Vinstri- grænna, sem rænt hafa fylginu af Framsókn. Vinstri grænir fengu því að finna til tevatnsins hjá Halldóri. Hann sagði: „Vinstri græna kalla þeir sig og enginn ef- ast um vinstrimennsku þeirra. Hins vegar sjá allir sem vilja sjá að það sem þessir vinstrimenn segja að sé grænt er rautt, eins og þeir fánar og þær hugsjónir sem liðsmenn þessa flokks hafa barist fyrir undanfarin ár og áratugi, á móti tímans straumi." Dagfari er eins og fleiri, átta- villtur í landslagi stjómmálanna. Hægri er ekki lengur hægri og vinstri ekki lengur vinstri. Og ætli menn að styðjast viö litrófið fer í verra þar sem blátt er bæði helblátt og ljós- blátt og rautt fer út í bleikt og grænt verður bæði bláleitt og gult. En þar sem Dagfari og fleiri svamla um í pólitiskri sætsúpu nútímans er hjálpin aldrei langt undan. Þökk sé Halldóri for- manni. Halldór, sem er í forystu fyrir grænum flokki, hefur áttað sig á því að það sem er grænt er ekki grænt heldur rautt. Hið græna Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs er bara dulargervi sett upp í því skyni að ræna atkvæðum frá sauðsvörtum almúganum sem áttar sig ekki á þvl að það er í raun græn stefna að gera græna náttúru bláa en rauð stefna að vilja hafa hana áfram græna. Þess vegna verða þeir sem vilja grænt að kjósa rautt en hinir sem vilja blátt að kjósa grænt. Þetta verða þeir að skilja sem horfa munu á landakort nýrrar aldar. Halldór Ásgrímsson þolir enga grámyglu. Hann lætur enga græningja segja sér að rautt sé grænt. Nú má búast við því að hagur Framsóknar í könnunum eigi eft- ir að batna. Fólk þekkir litróf stjómmálanna eftir helgarnám- skeið á vegum Framsóknar. Og Halldór sér straum tímans sem Steingrímur Joð og fleiri af sama sauðahúsi berjast og hafa barist gegn undanfarin ár og áratugi. Straumur tímans mun hafa betur og bera þá sofandi á sínu græna að feigðarósi rauðra öfgasjónarmiða. Framsókn- arstraumurinn mun hins vegar liggja um miðlun- arlón, aðveituskurði og túrbínur stöðvarhúsa. Því ráða græn sjónarmið. Dagfari Ríða út saman Við opnunarhátíð Landsmóts hestamanna í Reykjavík á næsta ári á m.a. að efna til mikillar hópreiðar umhverfis Rauðavatn. Þar eiga að fara fremst í flokki forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, borgarstjór- inn í Reykjavík, Ingibjörg Sól- rún Gísladótt- ir, og síöan ráðherrar, væntanlega með Davíð Oddsson í broddi fylkingar. Alls eiga að vera 2000 hestar i þessari miklu reið og auðvitaö jafnmargir knapar. Er nú bara að vona að allt gangi slysalaust fyrir sig og allir komist knapamir heim heilu og höldnu. Ekki er vitað hvort Dorrit mætir... Þraut kraft Erlendu körfuboltamennirnir eru sem fyrr á faraldsfæti til landsins og frá því. Þórsarar á Akureyri eiga von á sínum þriðja bandaríska leik- manni á nokkrum vikum og sömu sögu er að segja af meist- urununum í Njarð- vík. Njarðvíking- arnir sendu þann fyrsta heim vegna þess að hann var meira fyrir það að skemmta sér og hafa það huggulegt en að leggja sig fram á æfingum eða í keppni. Sá sem kom í staðinn, Jason Hoover, bað hins vegar um að fá að fara heim og verður það lát- ið eftir honum. Friðrik Ingi Rún- arsson, þjálfari Njarðvíkinganna, sagði opinberlega af þessu tilefhi að Hoover hefði verið áhugasamur í byrjun en síðan hefði hann þrotið kraft. Hitt er annað mál að mörgum finnst víst lítil eftirsjá að þessum leikmanni, hann hafi eins og t.d. leikmennimir tveir sem Þór á Akur- eyri hefur skartað í vetur ekki verið til stórræðanna á leikvellinum. Fín auglýsing Guðjón „Gaupi“ Guðmunds- son, íþróttafréttamaður á Bylgjunni, „skúbbaði" því að Pétur Pétursson yrði ráðinn þjálfari Islands- og bik- armeistara KR í knattspyrnu og sagði m.a. við það tæki- færi að nú yrðu brúðhjón að fara að snúa sér annað varðandi mynda- tökur en Pétur hef- ur starfrækt eigin ljósmyndastofú um nokkurt skeið. „Gaupi“ sagði svo frá því á Bylgjunni síðar sama dag að Pétur hefði haft sam- band og látið vita að hann myndi áfram munda myndavélina góðu. Lagði hann mikla áherslu á þetta og margendurtók með áherslum mikl- um eins og honum einum er lagið. Góðui’ „Gaupi“. Ljósið daprast Ragnar Ingi Aðalsteinsson kennari er þekkt ljóðskáld og hag- yrðingur, enda hefur hann gefið út margar ljóðabækur og bækur um bragfræði. Ragnar Ingi er frá Vað- brekku í Jökuldal og af miklu skálda- kyni og meðal bræðra hans er einn frægast hag- yrðingur landsins, Hákon Aðal- steinsson. En enginn verður ríkur af skáldskap einum saman og um siðustu mánaðamót var glugga- pósturinn til Ragnars Inga óvenju- mikill. Blöskraði skáldinu þessi mikli bunki rukkana og orti: Þung er lundin, lífið puð, Ijósið daprast hjá mér. Taktu þegar, góði guð, gluggapóstinn frá mér. Umsjón: Gyifi Kristjánsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.