Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1999 11 Fréttir Öryggisþjónusta tók til starfa á Skaganum Þjarmað aö þjófunum - sem halda sig til hlés DV, Akranesi: „Ástæða þess að ég ákvað að stofna þetta fyrirtæki er fyrst og fremst sú að við njótum ekki lengur þeirrar íjarlægðarverndar sem við nutum hér áður en Hvalfjarðar- göngin komu til sögunnar. Opnun þeirra hefur gert Vesturland að- gengilegra fyrir misindismenn sem er einn af fáum ókostum bættra samgangna," sagði Arinbjörn Kúld sem stofnað hefur Öryggisþjónustu Vesturlands á Akranesi. Einnig hefur tíðni innbrota í heimahús aukist og þörf á aukinni gæslu komið æ betur í ljós, ekki síst þar sem lögreglunni er þröngur stakkur skorinn til að sinna sínu hlutverki. Viðtökur hafa verið mjög góðar sem sýnir að þörfm var fyrir hendi og margir hafa tekið okkur fagnandi. Vöktun á heimilum er þegar hafln og eftirspurn vaxandi á þessum þætti þjónustunnar og stefnan er að gera þennan þátt í rekstrinum sem mestan svo að fjöl- skyldur geti notið þess að ferðast án þess að hafa áhyggjur af þvi að koma heim að tæmdu húsi. Starfssvæði fyrirtækisins er fyrst og fremst Akranes og Borgames en við munum einnig skoða hvernig hægt sé að koma til móts við sumar- bústaðaeigendur á svæðinu. Til að svo geti orðið þarf líklega að fjölga starfmönnum en sem stendur starfa þrír menn við þetta, að mér sjálfum meðtöldum, en stefnan er að ráða fjóröa manninn fljótlega," sagði Ar- inbjörn Kúld. Síðan Öryggisþjón- usta Vesturlands tók til starfa fyrir 2-3 mánuðum hafa ekki orðið nein innbrot á Akranesi. -DVÓ Þórshöfn: Kúfiskveiðarnar í fullum gangi DV, Akureyri: „Veiðamar hafa gengið mjög vel, það virðist vera nóg af skel á nánast öllum stöðum sem við höfúm skoðaö," segir Þorvaldur Guðmundsson, skip- stjóri á kúflskveiðiskipinu Skel ÍS fiá Flateyri, en skipið, sem er í eigu Skel- fisks ehf. á Flateyri, er nú á leigusamn- ingi hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar og hefur aflað vel. Viljayfirlýsing mn samruna Skel- fisks ehf. við kúfiskdeild Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar hefur verið imdir- rituð og mun unnið að því máli en þangað til er HÞ með skip- ið á leigu. Þorvaldur skipstjóri segir að leit- að hafi verið að skel í Öx- arfirði, Þistilfirði, í Bakkaflóa og í Vopnafirði og alls staðar sé nóg af skel nema í öx- arfirði þar sem lítið hafi fundist. ' Veiðamar lögðust af við Vestfirði þar sem næg skel var einfaldlega ekki fyrir hendi en Þorvaldur skip- stjóri á Skel segir að eftir að veiðam- ar hófust fyrir norðan og austan hafi aflast mjög vel. „Við höfum verið að fá allt að 17 tonnum á tog- tíma sem er mjög gott og við erum bjartsýnir á framhaldið," segir Þor- valdur. -gk Skel ÍS aflar vel þessa dagana. Verið aö járnabinda nýju varðskipabryggjuna á Ingólfsgarði. Skip Landhelgisgæslunnar er þarna í baksýn og Esjan í vetrarham. DV-mynd S Jói útherji Ármúla 36, Reykjavík, sími 588 1560 Komdu Líka í íslandica Leifsstöó Jólaóróinn er kominn, hvenær kemur þú? Ef þú át± leið um Leifsstöð áttu erindi í íslandica. Ferðalangar koma i vöruvalið hjá okkur. Askrifendur fá aukaafslátt af % oM mil/i him/n Smáauglýsingar smáauglýsingum DV 550 5000 V&& t*sV^(AA*,lA.s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.