Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur^alds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Byggðastefna framtíðarinnar Þaö er iHa komið fyrir landsbyggðinni ef það er rétt að bygging álvers á Reyðarfirði sé mikilvægasta byggðamál síðustu áratuga eins og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, hélt fram í ræðu á fundi mið- stjórnar flokksins síðastliðinn föstudag. Ekki er það vegna þess að bygging álvers sé ekki skynsamleg heldur er nöturlegt til þess að vita að ein verksmiðja sé talin skipta sköpum í viðleitni stjórnvalda að halda landinu í byggð - að tryggja sæmilegt atvinnuástand á landsbyggð- inni. Ef ein verksmiðja á að ráða úrslitum um hvernig byggð í landinu þróast á komandi árum er baráttan töp- uð fyrir fram. Ræða formanns Framsóknarflokksins er því þungur dómur yfir byggðastefnu undanfarinna ára- tuga. Vandi landsbyggðarinnar felst hins vegar ekki í því hvort verksmiðja verður byggð eða ekki. Vandi lands- byggðarinnar felst ekki í því hvort uppistöðulón á Eyja- bökkum verður til eða ekki. Vandi landsbyggðai’innar verður heldur ekki leystur með því að nýta hagnað af sölu fjármálastofnana til að „treysta“ byggðina, eins og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur ákveðið að gera. Á sama tíma og skipulega hefur verið grafið undan sjálfsbjargarviðleitni með því að gera þau verðmæti sem sköpuð eru í dreifbýli upptæk, að stórum hluta, og flytja þau á Austurvöll skiptir ein verksmiðja á Reyðarfirði litlu máli. Hugmyndin um að ausa fjármunum sem fengnir eru með sölu fjármálastofnana í byggðamál er að- eins angi af byggðastefnu undanfarinna áratuga sem fyr- ir löngu hefur siglt í strand, enda fyrst og fremst miðuð við að lengja í hengingarólinni. Það er verulegt áhyggju- efni að enn skuli vera uppi hugmyndir um að hægt sé að leysa vanda landsbyggðarinnar með því að hinir háu herrar í Reykjavík skammti þeim sem kjósa að búa úti á landi úr hnefa. Stjórnmálamenn eru enn uppteknir af því að leggja byggðagildrur til að halda fólki í sínu héraði í stað þess að aðstoða það við að finna sér búsetu þar sem möguleikar þess í leitinni að lífshamingju og þokkalegri afkomu eru mestir. Eina raunverulega byggðastefna framtíðarinnar er að koma í veg fyrir að höfuðborgarsvæðið sogi lífskraftinn úr byggðarlögum sem annars gætu átt góða lífsmögu- leika. Byggðastefna framtíðarinnar er ekki fólgin í því að gera landsbyggðarfólk að eins konar ölmusumönnum sem bíða eftir að næsti ríkisbanki verði seldur. Á undanförnum árum höfum við íslendingar upplifað gífurlegar breytingar og framfarir á nær öllum sviðum atvinnulífsins. Fjármálamarkaðurinn hefur verið leystur undan opinberum afskiptum og sjávarútvegurinn hefur fengið að njóta sín í fyrsta skipti í áratugi. En mesta breytingin hefur verið sjálft hugarfarið. Bjartsýni og kjarkur hefur tekið við af bölsýni - trúin á framtíðina hefur verið drifkraftur efnahagslegrar velsældar undan- farinna árá. Þessi bylting hugarfarsins hefur því miður ekki náð, nema að takmörkuðu leyti, út fyrir höfuðborg- arsvæðið. Byggðastefna framtíðarinnar felst í því að blása mönnum í brjóst bjartsýni og kjark til að takast á við margvísleg verkefni - nýta þau fjölmörgu tækifæri sem eru og eiga að vera fyrir hendi. Öruggasta leiðin er að lofa landsbyggðinni að njóta þeirrar uppskeru sem hún hefur sáð til en ekki setja hana í spennitreyju opin- berra afskipta eða reglna. Óli Bjöm Kárason Fólk flytur í stórum stíl til höfuðborgarsvæðisins og selur eignir á landsbyggð- inni fyrir lækkandi verð. Á höfuðborgarsvæðinu hækk- ar fasteignaverð vegna fólksflutninganna. Um leið hækkar fasteignamat eigna og þar með gjaldstofn fast- eignaskatta. Fasteignaverð á landsbyggðinni lækkar hins vegar. Fasteignaskatt- ar ættu þá einnig að lækka þar. Það gerist þó ekki því fasteignaskattar á lands- byggðinni fylgja fasteigna- verði í Reykjavík. Skattkerf- ið er þannig upp byggt að fólksflótti af landsbyggðinni veldur aukinni skattbyrði þeirra sem eftir eru. Ný fasteignaskrá Nú fer að líða að því að „Skattkerfið er þannig upp byggt að fólksflótti af landsbyggðinni veldur aukinni skattbyrði þeirra sem eftir eru.“ Sérstæð svikamylla upp fluttar til Reykjavík- ur og settar þar niður. Fasteignaverð lækkar - fasteigna- skattar hækka Ef Fasteignamat ríkisins hefur unnið mark- aðskannanir sínar af vandvirkni mun koma í ljós að víða á lands- byggöinni hefur fast- eignaverð lækkað á síð- asta ári. Það á við um íbúðarhús og atvinnu- húsnæði. Fasteignamat þessara eigna ætti þess vegna einnig að lækka. í Reykjavík hefur fast- eignaverð hins vegar ’ i; „Um leið og fasteignamat í Reykjavík hækkar koma fram sérkennileg aukaáhrif. Fast- eignaskattar landsbyggðarfólks \ þyngjast einnig þó að verðmæti eigna þess minnki. Ástæðan er sú að álagningarstofn fasteigna- skatts miðast við fasteignaverð í Reykjavík.“ Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur Yfirfasteignamats- nefnd ákveði hækkun fasteigna- mats að fengnum tillögum frá Fast- eignamati ríkisins. Fasteignamat á að endurspegla mark- aðsverð fasteigna eins og það er 1. nóvember. Fast- eignaverð er breytilegt frá einu landsvæði til ann- ars, langhæst á höfuðborgarsvæð- inu. í stærstu þétt- býlisstöðum utan þess er fasteigna- verð 25-40% lægra en í Reykjavík, á minni þéttbýlis- stöðum er það 40-55% lægra og á stöðum sem búa við mikinn fólks- flótta 55-70% lægra. Víða seljast eignir alls ekki svo vafi ríkir um verð- mæti þeirra. Fasteignamat á að endurspegla þann mismun sem áður er lýst. í fast- eignaskrá kemur einnig fram önnur matsstærð en fasteignamat. Hún nefnist álagn- ingarstofn fasteignaskatts. Álagn- ingarstofn fasteignaskatts er það verð sem fást mundi fyrir fasteign ef hún væri í Reykjavík. Lands- byggðarfólk fær þannig tvær mats- stærðir á eignir sínar. Annars veg- ar fasteignamat sem er lýsandi fyrir verðmæti eignanna. Hins vegar álagningarstofn fasteigna- skatts sem væri lýsandi fyrir verð- mæti þeirra ef þær væru teknar hækkað. Fasteignamat i höfuð- borginni mun þess vegna vafa- laust hækka til að endurspegla breytingar á markaðsverði. Um leið og fasteignamat í Reykjavík hækkar koma fram sér- kennileg aukaáhrif. Fasteigna- skattar landsbyggðarfólks þyngj- ast einnig þó að verðmæti eigna þeirra minnki. Ástæðan er sú að álagningarstofn fasteignaskatts miðast við fasteignaverð í Reykja- vík. Hann hækkar þess vegna í öll- um sveitarfélögum á landinu, einnig þeim sem búa við samdrátt og lækkandi fasteignaverð. Sveit- arfélög á landinu reikna fasteigna- skatta sem ákveðna prósentu af álagningarstofninum. Skatturinn hækkar þess vegna til samræmis við breytingar á fasteignaverði í Reykjavík jafnvel þótt verðmæti eigna sem hann er lagður á rýrni. Þensla í Reykjavfk - hærri skattar á landsbyggðinni Árlega ílytja 750 fleiri flölskyld- ur frá landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins en þaðan út á land. Afleiðing þessarar miklu byggðaröskunar er lækkun fast- eignaverðs á landsbyggðinni, en hækkun verðs á höfuðborgarsvæð- inu vegna aukinnar eftirspumar. Margir sem flytja verða að skilja eftir verðlitlar eignir sem ekki seljast í bráð. Einhverjar standa jafnvel auðar. Þensla á fasteigna- markaði í Reykjavík veldur því að álagningarstofn fasteignaskatts á þessum eignum hækkar i næstu fasteignaskrá. - Eftir áramótin verða síðan lagðir á þær hærri fasteignaskattar en á síðasta ári. Segja má að fólksflóttinn sem veld- ur því að eignirnar standa auðar sé einnig orsök þess að skattar af þeim hækki. Skattkerfi sem veldur svona áhrifum er undarlegt. Undarlegast er þó að sveitarfélögin sjálf sóttu hart að koma þessu formi á skatt- heimtuna. Fulltrúar sem lands- byggðarmenn kusu í sveitarstjórn- ir börðust fyrir því í nokkur ár að fá að leggja skatta á eftir þessu kerfi. Áður var fasteignamat eigna lagt til grundvallar eins og tiðkast í öðrum löndum. Ráðamenn segjast vera að endurskoða kerflð en engar tillögur hafa sést. Stefán Ingólfsson Skoðanir annarra Óviðunandi bókhald í ríkisstofnunum „Ríkisendurskoðun telur ekki viðunandi ástand í fjárvörzlu og bókhaldi ríkisstofnana. Þetta kemur fram í skýrslu um endurskoðun á ríkisreikningi árs- ins 1988 ... Hvað halda ríkisendurskoðandi og flár- málaráðherra að myndi gerast í viðskiptalífinu al- mennt væru reikningsskil fyrirtækja með þeim hætti, sem Ríkisendurskoðun lýsir í ríkisrekstrinum? Skatt- stjórar taka ekki til greina útgjöld nema fylgiskjöl staðfesti þau. Viðurlög eru við því að hafa ekki bók- hald fyrirtækja í fullkomnu lagi. Það er ekki hægt að gera minni kröfur til ríkisstofnana.“ Úr forystugreinum Mbl. 5. nóv. Nemendur og kennarar „Ef við hlúum að upphafi náms og þjálfum nem- endur í að nota getu sína til fulls aukum við metnað þeirra og sjálfsvirðingu. Þá losnum við við ástand sem mjög víða er að finna i skólum nútímans þar sem sífellt er verið að krefjast einhvers af nemend- um sem þeir ráða ekki við. Þeim finnst þeir órétti beittir og óánægjan og vanmátturinn brýst út í ólát- um og ofbeldi. Allt snýst þetta um samskipti fólks. Þegar við lendum í vandræðum er það oftast vegna þess að viðbrögð í þessum samskiptum eru röng, klaufaleg eða ósanngjörn ... Það sem á við suma á ekki við aðra. Þess vegna verða reglur skólans og samskipti nemenda og kennara síbreytileg og spenn- andi. Það er eitt af því sem gefur kennarastarfinu gildi og gerir skólaárin líklega einhvem eftirminni- legasta tímann í lífi fólks.“ Sæmundur Rögnvaldsson í Degi 5. nóv. Umgengni við menningarvakann „Því er stundum haldið fram að drykkja myndi aukast ef verslun með áfengi yrði gefin frjáls þannig að fólkið í landinu gæti nálgast það í sérverslunum eða matvörubúðum. Sú spurning blasir vitanlega við hvort nauðsynlega beri að telja aukna áfengisneyslu til neikvæðra fyrirbrigða, þau sannindi þurfa alltjent ekki að vera viðtekin. Hins vegar sýnir reynslan að i þeim löndum þar sem fólk getur nálgast áfengi án fyr- irhafnar er umgengnin við það eðlilegust. Verkefnið á íslandi er einmitt að stuðla að eðlilegri umgengni við þennan vímugjafa og menningarvaka." Ásgeir Sverrisson í Mbl. 5. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.