Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1999 15 Mannúðin má ekki gleymast íslendingar hafa til þessa sloppið við stjómmálasamtök sem byggja málstað sinn að stærstum hluta á óvild í garð fólks af er- lendum uppruna, en því miður eiga slíkir flokkar auknu fylgi að fagna í Evrópu eins og kosningaúrslit í Sviss og Austurríki hafa ný- lega sýnt. Danir eru ekki jafn lánsamir og við og eftir að hafa fylgst með stjómmála- umræðunni þar í landi í nokkra mánuði sýnist mér að ýmislegt getum við íslendingar lært af þeim um — hvemig eigi ekki að fjalla um mál- efni nýbúa. Hér líður varla sá sjónvarps- fréttatími að ekki sé fjallað um málefni danskra nýbúa, eða öllu heldur vandamál þeim tengd. Menn benda á ólíkar lausnir sem ýmist ganga út á að hjálpa fólkinu að búa í landinu eða losa landið Kjallarinn við fólkið en eftir sem áður skapa ný- búamir vandræði sem fjallað er um í tíma og ótíma. Umræða á villi- götum Nú skal ég ekki gera lítið úr þeim árekstri sem verður þegar tveir ólíkir menningarheimar rekast saman og hvorugur vill undan láta en ég held samt að hér sé farið offari. Af fréttunum að dæma mætti ætla að skálmöld ríkti og barist væri á hverju götuhorni en sú er auðvitað ekki raunin. Því hvorki eru Danir kynþáttahatarar upp til hópa né eru nýbúamir almennt ofbeldis- hneigðir afbrotamenn. Það sem víðsýnir Danir, þar með taldir blaðamenn, hafa misst stjórn á er umfjöllunin um málefnið. Á sama tíma og Danir taka opnum örm- Sigþrúður Gunnarsdóttir íslenskufræðingur um á móti flóttamönnum er fréttaumræðan föst á vanda- málaplaninu. Jafnvel þótt flestir Danir skilji hvers vegna ríka landinu þeirra ber skylda til að vera opið fyrir fólki í neyð eru skoðanir þeirra „Heilu kynslóðirnar vaxa upp við þau skilaboð að fólk aferíendum uppruna sé þjóðfélagslegt vanda- mál og á meðan fréttaflutningur ber einungis þau skilaboð er lausnin um brottvísun afskap• lega nærtæk.u vegna fólk af erlendum uppruna er í landinu. Hvers vegna venjulegt fólk rífur sig upp með fjölskyldur sínar og flytur heimshorna á milli. Það er nefnilega sjaldnast vegna græðgi eða ævintýraþrár sem fólk flýr fóðurland sitt heldur út úr neyð. Vegna þess að það vill sjá aðra framtíð fyrir sig og bömin sín en föðurlandið getur boðið, og slík ákvörðun er flestum erfið. ævinlega í vöm. Skoðunum þeirra sem vilja halda Danmörku fyrir þá sem geta rakið allar ættir sínar innanlcmds aftur á síðustu öld er á hinn bóginn leyft að fylla heilu og hálfu fréttatímana. Og í þeim fúkyrðaflaumi gleym- ist mótvægið, mannúðin. Sjaldan er rifjað upp hvers íslendingar verða æ fjöibreyttari og það er gott, en það er sjaldnast vegna græðgi eða ævintýraþrár sem fólk flýr föðurland sitt heldur út úr neyð, segir greinarhöfundur m.a. - Nokkur nýbúabörn fyrir utan Miðbæjarskól- ann í Reykjavík þar sem þau voru við nám. Fjölbreyttir Is- lendingar Þessi einhæfi fréttaflutningur er hættulegur. Heilu kynslóðirnar vaxa upp við þau skilaboð að fólk af erlendum uppruna sé þjóðfélagslegt vanda- mál og á meðan fréttaflutningur ber einungis þau skilaboð er lausnin um brottvísun afskaplega nærtæk. Sá sem ekki skilur for- sendur vandamáls hefur heldur enga löngun til að finna því skyn- samlega og mannúðlega lausn. Einungis við slíkar aðstæður geta öfgaflokkar eins og þeir sem hafa sópað til sín fylgi viða í Evrópu þrifist. Hér á Islandi getum við enn komið í veg fyrir að svona aðstæð- ur skapist. í fyrsta lagi verðum við að leyfa fólki sem vill verða íslend- ingar að verða það, tala ekki um þriðju og fjóröu kynslóðar nýbúa eins og víða tíðkast. í öðru lagi verður til mótvægis við vanda- málaumræðuna, sem ákveðnir einstaklingar munu ævinlega halda á lofti, alltaf að minna á mannúðina og samábyrgð þjóða heimsins á íbúum hans. í þriðja lagi þarf að ala á skoðunum sem ungur danskur rithöfundur orðaði á þessa leið: í mínum augum er ekkert sérdanskt þjóðareinkenni til, aðeins Danir sem verða sifellt fjölbreyttari. íslendingar verða líka æ fjölbreyttari og það er gott. Munum það. Sigþrúður Gunnarsdóttir Lög um Jón og um séra Jón Þessi fyrirsögn vísar til millifyr- irsagnar í DV 27/10 sl. Þar er í grein haft eftir Ingibjörgu Sig- tryggsdóttur, formanni Verkalýðs- félagsins Þórs á Selfossi: „Það hafa alltaf gilt önnur lög um Jón en séra Jón en að fá þetta skýrt á blaði kemur manni verulega á óvart.“ Vissulega er það rétt að sérstök lög hafa lengi gilt um opin- bera starfsmenn. Agreiningur er hins vegar um hvor hópurinn sé betur haldinn í launum, opinberir starfsmenn eða fólk á almennum vinnumarkaði. Verulegur munur Ég læt það liggja milli hluta en langar að spyrja fólk hvemig það skilji þessa málvenju sem það tyggur hugsunarlaust hvert eftir öðru. Er það rétt að önnur lög gildi um kjaramál presta en um venjulega Jóna? Er munur á séra Jóni og Jóni að því leyti? Svarið er einfaldlega já. Lengst af hefur verið á þessu verulegur munur. Ég hef verið prestur í tæpa þrjá áratugi og á þeim árum hefur baráttumál Prestafélags Islands verið að óska eftir því að lög sem hafa gilt um Jón geti einnig gilt um séra Jón. Aldrei hefur ver- ið hægt á fá þá sanngjömu ósk uppfyllta. Lengi var í gildi svokallaður „að- alkjarasamning- ur“ opinberra starfsmanna.. Hann gilti um allar stéttir nema séra Jóna. Hvers vegna var það? Jú, það hefði orðið of dýrt því sá aðalkjarasamningur kvað á um laun fyrir helgidagavinnu m.a. og hefði haft í för með sér of mikil út- gjöld. Helgidagavinna reynir þó ekkert síður á heimOi séra Jóns heldur en Jóns. Það er líka álag fyrir séra Jón að eiga aldrei frí þegar börnin hans eiga frí í skóla eða makinn frí í sinni vinnu. Prestar í sér- flokki Ég er ekki viss um að fólk trúi þvi en það var svo í upphafi míns prestskapar að prestar áttu aldrei frí og höfðu hvorki viku- legan frídag né sum- arfrí. Við leystum hins vegar hver ann- an af i sjálboðavinnu. Það var nú ein mesta kjarabót presta á þessum áratugum þegar þetta var leið- rétt og við fengum sumarfrí eins og Jón. Á tímabili höfðu prestar verkfallsrétt en hann var þeim gagnslaus því þeim hefði aldrei til hugar komið að fara í verkfall eða segja upp störfum. Aðferðir svo margra Jóna hefðu aldrei verið notaðar af séra Jóni. Rétt er þó að geta þess að laun presta hafa mikið skánað nú á síð- ustu árum eftir að þeir fóru undir Kjaranefnd. Ég veit þó ekki betur en prestar séu í sérflokki allra þeirra Jóna sem Kjaranefnd ákvarðar laun enda eru þeir séra Jónar langlægst- ir þess hóps i launum og það svo munar tug- um þúsunda. Skyldur prófasts Ég er nú kominn það hátt í stiganum að ég hef verið útnefndur prófastur. í mínu pró- fastsdæmi eru 10 prestaköll, 27 kirkjur, 25 sóknarnefndir og 24 kirkjugarðar. Veiti ég þessum aðlilum öllum þjónustu, inn- heimti frá þeim skýrslur og fer yflr reikninga frá kirkj- um og kirkjugörðum. Skyldur prófasts eru margvís- legar og er of langt að telja þær all- ar upp í blaðagrein. Ég hef unnið fjölmörg störf til sjós og lands síð- an um fermingu. Aldrei hef ég unnið jafnilla launað starf miðað við vinnuframlag og starf prófasts. Laun mín fyrir prófastsstörf eru núna kr. 37.187 á mánuði og ekki greitt af því í lífeyrissjóð. Úlfar Guðmundsson „Ég er ekki viss um að fólk trúi því en það var svo í upphafi míns prestskapar að prestar áttu aldrei frí og höfðu hvorki vikulegan fti• dag né sumarfrí. Við leystum hins vegar hver annan af í sjálboða- vinnu.“ Kjallarinn Úlfar Guðmundsson sóknarprestur á Eyrar- bakka og prófastur í Ár- nessprófastsdæmi Með og á móti Er það eölilegt að bannaður skuli innflutningur á fín- kornóttu munn- og neftó- baki og sekta menn fyrir innflutning á því? Á þessu ári hefur tollgæslan í Leifs- stöð lagt hald á 1.360 dósir af munn- tóbaki, alls 68 kfló, sem var f fórum farþega. Alþingi bannaði innflutning. framleiðslu og sölu á fínkornóttu nef- tóbaki og munntóbaki 1984. Undan- skilið er skrotóbak. Helgl Guðbergsson yflrlsknlr - tóbak sem er bannað um alla Evrópu. Ráðum engu um þetta bann „Það er samkvæmt tilskipun frá Evrópubandalaginu sem þetta var nýlega bannað hér á landi. Við getum því ekkert leyft okk- ur að vera með eða á móti í þessu máli. Við höfum fullgilt þessa tilskipun Evrópubanda- lagsins hér á landi. í Svíþjóð fengu menn undanþágu frá banninu. Þeir eru með stóran framleiðanda á þessu og notkun þessa tóbaks var orðinn mjög út- breiddur siður þar I landi. Þetta bann var sett í tóbaksvarnalög hér á landi fyrst og fremst vegna þess að efnið er afar krabbameins- valdandi, en í öðru lagi vegna þess að það er bannað á Evrópska efnahagssvæðinu sem við tilheyr- um. Neftóbakið sem framleitt er hér á landi er ekki talið eins hættulegt efni, en notkunin er lít il og ekki hægt að rannsaka þaö. Við í tóbaksvamamefnd vorum mjög hlynnt því að þetta yrði bannað hér eins og í öðrum lönd- um Evrópusambandsins og Evr- ópska efnahagssvæðisins." Þrálát forsjár- hyggja stjórn- málamanna „Ef menn kjósa að nota þessa vöru þá er það þeirra einkamál. Það er óþolandi að ríkið skuli stöðugt vera með puttana í því sem einstak- lingar em að gera. Þessi ei- lífa forsjár- hyggja er þrálát og með öllu óþolandi. Per- sónulega er ég á móti þessari neyslu, hún er sóðaleg og ógeðsleg og allir vita að hún er óholl. En þetta er mikið notað og ég hef ekki séð að menn séu stoppaðir í tollinum með þetta nema um mikið magn sé að ræða. Ég nota ekki sjálfur munntó- bak, en það er viða notaö af íþróttamönnum og mæli ég því ekki bót. En ég nota neftóbak í hófl, snuff, sem líka er bannað að flytja inn. Svo einkennilega vill til að menn mega kaupa neftóbak sem er framleitt af ÁTVR, sem er í þversögn. Ég var hálfgerður guð- faðir að snuff-innflutningi, sem náði vinsældum en hefur nú verið bannað. „Konur í Vesturbæ" og ýmsir nöldurseggir fengu þing- menn í lið með sér. Ég veit að menn kaupa bæði munntóbak og neftóbak, snuff og snúss, erlendis, og hafa það heim með sér. Ég tel líka trúlegt að einhvers staðar sé hægt að kaupa þetta undir borð- um hér á landi, alveg eins og am- eríska tyggjóið á sínum tíma. Alla vega kæmi mér á óvart ef svo væri ekki. Svona boð og bönn ganga aldrei.“ -JBP Ingl Björn Alberts- son stórkaupmaöur - óskiljanleg for- ræöishyggja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.