Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 17
JL> V MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1999 mennmg Víkingar nútímans Víkingar I nefnist ellefta bók Jónasar Kristjánssonar ritstjóra í ílokki sem fyrirtæki hans, Hesta- bækur, gefur út. Kápuna prýðir svipmikið höfuð og ásjóna stóð- hestsins Kraflars frá Miðsitju. I hverri bók hefur Jónas tekið fyrir ákveðið þema og að þessu sinni er komið að þeim íslensku hrossum sem færð hafa verið til ættbókar á erlendri grund. Ýmist er um að ræða gripi sem fæddir eru hér á landi og fluttir utan ellegar þá sem fæðst hafa í hinum ýmsu lönd- um. Nú er svo komið að hross af ís- lensku kyni eru orðin mun fleiri er- lendis en hér í upprunalandinu. Því ber þessi bók Jónasar nafn með rentu - þar eð hesturinn okkar hefur numið land í hverju landinu á fætur öðru, þó að enn sem komið er sé útbreiðsla hans langmest á Norðurlöndunum og í Vestur-Evrópu. Hér eru birtar upplýsingar um stóðhesta og hryss- ur af íslensku kyni í Danmörku, Hollandi, Sviss og Svíþjóð úr ætt- bókum viðkomandi landa. Að vanda er efnið einkar aðgengi- legt en gallinn við þennan hluta bókarinnar er aftur á móti smæð letursins sem gerir að líkindum mörgum erfltt fyrir - einnig hefði verið til bóta ef nöfh hrossanna væru feitletruð. En umfangið krefst þess að efninu sé þjappað saman og er því þessi ráðstöfun skiljanleg. Marga fýsir að forvitnast um af- drif kunnra stóðhesta og hryssna sem flutt hafa verið úr landi og víst er að mörg kunn nöfn afbragðs kyn- bótahrossa er að finna þama í bland við minna þekkta og óþekkta gripi. Þá er ekki síður forvitnilegt að sökkva sér niður í ættfræðina í tengslum við þau hross sem fædd eru í hinum ýmsu löndum og sjá hvert þræðirnir liggja. Segja má að það sé sérstakt menningarfyr- irbæri að í langflestum tilvikum eru hrossum fæddum erlendis gefin gömul og góð íslensk hestanöfn. Undantekn- ingar eru samt alltaf nokkrar - og stundum gætir í nafngiftum gamansemi og jafnvel misskilnings. Ef grannt er skoðað má finna nöfn tengd litum sem ekki eru alveg í sam- ræmi við lit viðkom- andi grips og í hol- lensku ættbókinni er að finna nafn á borð við „Góðandaginn“! í Víkingum I er eins og í fyrri bókum Jónas- ar birt ættbók líðandi árs héðan af Fróni. í formála getur höfundur þess að í ár sé hún fremur lítil að vöxtum sem í fyrra og endur- spegli „lægðina, sem komin er í sýn- ingarhald ræktunarhrossa hér heima“. Ljósmyndir Eiríks Jónssonar setja svip sinn á ættbókina nú eins og endranær og hefur hann sýnt eljusemi og þolinmæði við að festa á fllmu allan þennan flölda hrossa ár- lega á hinum ýmsu mótum sem þau koma fram á. Flest eru sýnd í reið en nokkrum er stillt upp til myndatöku án knapa, sem í sumum tilvik- um hefur reynst prýði- lega en stund- um miður þó að umsjónarmenn þeirra reyni að fanga athygli þeirra og halda þeim til með ýmsum til- burðum. Skemmtilegt er þegar svo vel tekst til sem t.d. á bls. 154 og 162. Sem fyrr eru birtar nákvæmar skrár sem auðvelda lesendum leit út frá mismunandi forsendum - upp- lýsingatækni af bestu gerð. Víking- ar I, sem og aðrar bækur Jónasar Kristjánssonar á þessu sviði, er fengur fyrir hina flölmörgu áhuga- menn, hér á landi sem erlendis, um viðgang íslenska hestsins. Jónas Kristjánsson ritstjóri: Víkingar I. Sýningar kynbóta- hrossa í Danmörku, Hollandi, Sviss og Svíþjóð. Ættbók 1999 Hestabækur 1999 JðoaK iCsisiprtssíra safípsi Yíkingar I Ættbók 1999 Bókmenntir Hjalti Jón Sveinsson 17 BRAUTARHOLTI 2 • SIMI 5800 800 | S L V - S E 6 0 | ® Nýtt eldhús fyrir jól ® PP&sli Þú hefur tíma til 10. nóvember til að ákveða þig FJÖLBREYTT ÚRVAL - STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMi Úrval HTH-innréttinganna er mjög fjölbreytt, þar sem útfærslur geta verið margvíslegar. Afgreiðslutimi á HTH-innréttingum er fjórar vikur, en getur farið í sex vikur ef úm sérsmíði er að ræða. Ef þú ákveður þig fyrir 10. nóvember næstkomandi getur þú fengið innréttinguna fyrir jól. ÖLL TÆKI f ELDHÚSIÐ Auk eldhúsinnréttinga er boðið upp á öll tæki, sem þarf i nútímaeldhús, svo sem eldunartæki hvers konar, viftur, háfa, kæliskápa, frystiskápa, vaska, blöndunartæki, Ijós o.fl. Séu raftækin keypt með eldhúsinnréttingunni, bjóðast þau á heildsöluverði. HÖNNUN OG RÁÐGJÖF Við veitum fólki ráðgjöf og leggjum fram hugmyndir að því hvernig best er að haga innréttingunni þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar í fyrirrúmi. Lftlu inn í glæsilegan sýningarsal að Lágmúla 8, 3. hæð og kynntu þér málið. Opið laugardag frá 10 til 16 BRÆÐURNIR m ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 ir m fiil ELDHUSINNRETTINGAR BAÐINNRETTINGAR FATASKAPAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.