Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1999, Blaðsíða 4
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999 Fyrir skömmu tók til starfa athyglisverö kennslumiðstöð fyrir fólk sem vill lœra á tölvur. Netstöðin á Granda kállast hún og er rekin af hópi fólks sem kallast Netvirkni auk þess sem íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur lagt stöðinni til húsnœði, öfluga nettengingu og ýmislegt annað. Þarna er á ferðinni fólk með nýstárlegar hugmyndir um tölvukennslu sem býður áhugasömum upp á að kynnast heimi tölvunnar frá grunni. Ekki er lagt upp með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvert skuli stefna, heldur er œtlast til að verkefnið þróist af sjálfu sér. DV-Heimur ákvað að taka hús á þessari athyglisverðu stofnun, Netstöðinni á Granda, og spjalla við tvo af forsprökkum hennar auk þess að heyra hljóðið í nemendum. í Ijós kom að þarna er á ferðinni verulega spennandi verkefni sem verður gaman að fylgjast meó í framtíðinni. Félagsskapurinn Netvirkni: Næstum eins og íþróttafélag - rekur Netstöðina án fjárhagslegs ávinnings Guðmundur Ragnar Guð mundsson. einn aðstandenda félagsskaparíns Netvirkni, segir að samtökin hafi verið getin á Kaffi Paris. DV-mynd Pjetur Hugmyndin að Netstöðinni er runnin undan rifjum félags- skapar sem kall- ast Netvirkni. DV-Heimur fékk nánari útskýringar á þessum félagsskap ffá Guðmundi Ragnari Guðmundssyni: „Hugmynd- in að Netvirkni varð upphaflega til á Kafii París eins og svo margt annað. Netvirkni er í raun lauslega samsett- ur hópur fólks sem hefur áhuga á að þróa ýmis málefni tengd tölvrnn og Netinu hér á landi, óháö öllum fjár- hagslegum ávinningi. Það má í raun- inni segja aö þetta sé rekið í svipuð- um anda og íþróttafélag, eini munur- inn er aö „íþróttafélagið Netvirkni" starfar á sviði tölvutækninnar." Það er síðan í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sem Netvirkni hefur komið Netstöðinni á Granda á koppinn. Netvirkni sér um að útvega kennara og fyrirlesara úr hópi fólks sem starfar á tölvusviðinu, skipu- leggur námskeiðin og útvegar námsgögn auk ýmislegs annars. Reykjavikurborg sér svo um að leggja til húsnæðið að Grandagarði 8 og öfluga nettengingu ásamt því að fjármagna undirbúning við skipu- lagningu og gerð námsgagna. Jafn- framt hafa ýmsir aðilar, einkafyrirtæki og stofnanir sýnt verk- efninu mikinn áhuga, gefið gamlar tölvur og húsgögn. Ómetanlegur stuðningur „Við höfum fengið geysilega góð viðbrögð f við þessu verkefni, ÍTR ) heftir t.d. veitt ómetan- legan stuðning," segir Guðmundur Ragnar. Almenn- ingur hefur einnig sýnt talsverðan áhuga og gefið Netstööinni tölvur sem annars hefðu lent á haugunum. Á meðan DV-Heimur var á staðnum kom t.d. ungur piltur og gaf stöð- inni tölvu sem hann sagðist annars ekkert nota og Guðmundur sagði það vera lýsandi dæmi um hlýhug almennings síðan stöðin hóf starf- semi fyrir stuttu. Jafhframt hafa fyrirtæki hjálpað talsvert til að undanfomu og sem dæmi þá gaf Landssíminn Netstöðinni rúmlega 20 tölvur fyrir skömmu. „Það kemur hingað fólk nær því á hverjum degi og gefúr okkur eitt- hvað í safnið og við erum mjög snortin yflr velviljanum sem okkur er sýndur,“ sagði Guðmundur en benti jafhframt á að alltaf mætti bæta við safnið og þvi stæðu dymar ávallt opnar fyrir tölvum eða tölvu- hlutum sem væri hægt að nýta. -KJA Á meðart DV-Heimur var a staðnum kom td. ungurpiltur og gaf stöðinni tölvu sem hann sagðist annars ekkert nota og Guð- mundur sagði það vera lýsandi dæmi fyrir hlýhug almennings síðan stöðin hófstarf- semi fyrirstuttu. Nýs Nemar hjálp „Við hér hjá Netstöðinni vinnum í raun út frá þeirri stefnu að mis- tökin séu besti kennarinn," segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, einn for- sprakki Netstöðvarinnar á Granda, þegar DV-Heimur sest niður með honum og öðmm forsprakka, Hall- fríði Þórarinsdóttur. „Svo má halda áfram með útlistun þessarar hug- myndafræði og segja að þeim mun verri sem kennarinn er því meira læra nemendumir, a.m.k. að sumu leyti,“ segir hann og setur sig í heimspekilegar stellingar. Hallfríður bætir við að námið í Netstöðinni gangi út frá því að nem- endur séu sem virkastir og alls ekki sé hægt í kennslu sem þessari að þeir sitji aðgerðalausir og hlusti á kennarann og leysi síðan fyrirfram útbúin verkefni af blaði. „Nemend- urnir okkar verða að vera í stöðug- um samskiptum, bæði við kennar- ann og svo líka hver annan. Hver nemanna hefur mismunandi bak- grrnm og því geta þeir oft hjálpast að við úrlausn verkefna í stað þess Netstöðvar á landsbyggðinni: Almennileg byggðastefna Þau Hallfríður og Guðmundur Ragnar hjá Netstöðinni hafa mjög ákveðnar skoð- anir varðandi gildi verkefna á þessu tagi fyrir íslend- inga og þá sérstaklega ungt fólk. „Það er mjög gaman að því að Net- stöðin skuli komin af stað en mér flnnst samt í raun skjóta skökku við að hún sé staðsett i Reykjavik," seg- ir Guðmundur Ragnar. „Hér eru fyrir langbestu tækifærin fyrir ungt fólk til að koma sér á framfæri og því ættu verkefni af þessu tagi í raun meira erindi út á landsbyggð- inni þar sem færri möguleikar eru fyrir hendi handa ungu fólki." Hallfríður hefur greinilega velt þessu máli talsvert fyrir sér og bæt- ir við að henni finnist ýmsar tillög- ur og tilraunir hins opinbera til að færa störf út á landsbyggðina að undanfömu vera vanhugsaðar. „Það er svo sem gott og blessað að færa einhver tölvuinnsláttarstörf út á land en málið er áð þetta em ekki störf sem koma fólki neitt áfram í líflnu. Það sem raunverulega þarf er að hjálpa fólki af stað að læra eitthvað sem það getur síðan þróað áfram með sjádfu sér. Þannig aukast líkumar á að fólk sé ánægt og tilbú- ið til að búa áfram í heimabyggð- inni.“ Verkefni af svipuðum toga og Netstöðin myndu að mati þefrra Hallfríðar og Guðmundar verða tölvuáhugafólki á landsbyggðinni veruleg lyftistöng og hindra að ein- hverju leyti strauminn í höfuðborg- ina. Þau segjast vona að tölvuá- hugamenn úti á landsbyggðinni muni í samvinnu við bæjar- og sveitarstjómir reyna að koma af stað svipuðum verkefnum og segir Guðmundur að án efa muni félags- menn Netvirkni verða forsprökkum slíkra verkefna innan handar ef af þeim yrði. „Til dæmis væri ekki erfitt að koma upp fjarkennslukerfí hér þar sem sérfræðingar hér í bæn- um gætu kennt hópum sem em úti á landi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.