Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 1999 9 Utlönd Tíu ára afmælis hruns Berlínarmúrsins fagnaö: Annað svarta boxið fundið: í leit að bjór en ekki frelsi Austnr-Berlínarbúarnir sem urðu fyrstir til að rjúfa skarð í Berlínar- múrinn fyrir tíu árum sögðu i gær- kvöld að þeir hefðu ekkert verið að hugsa um frelsi, sameiningu þýsku ríkjanna, hvað þá um flótta til Vest- urlanda. Þá langaði einfaldlega bara í bjór. „Þeir sögðu frá því í kvöldfréttun- um að múrinn væri opinn en ég trúði því eiginlega ekki,“ sagði hinn 47 ára gamli Júrgen Procopp í veislu við Borgundarhólsgötubrúna þar sem fyrsta glufan kom í múrinn þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í miðnætti 9. nóvember 1989. Þá galopnuðu austur-þýskir landamæraverðir hliðið. „Ég kom að landamærahliðinu til að skoða og þar voru hundruð manna sem vildu að hliðið yrði opn- að. Mig langaði ekki til að flýja til Vestur-Berlínar. Mig langaði bara til að skreppa yflr, fá mér nokkra bjóra, skoða mig um og fara heim til konunnar sem var komin í rúmið,“ sagði Procopp. Hann sagðist ekki hafa haft hug- mynd um hvað hann drakk mikið þessa mögnuðu nótt en hann kom heim til sín fjórum klukkustundum síðar. Veisluhöldin i tilefni tiu ára af- mælisins stóðu langt fram á nótt. Talið er að um fjörutíu þúsund manns hafi verið við Brandenborg- arhliðið, þrátt fyrir kulda og rign- ingu. Sumar götuveislumar hófust ekki fyrr en á tólfta tímanum í gær- kvöld, eða á svipuðum tíma og þrumu lostnir landamæraverðirnir opnuðu hliðin á múmum fyrir tíu árum. Götuveislumar vom hápunktur hátíðahalda sem höfðu staðið allan daginn til að minnast þessa ein- hvers merkasta atburðar í sögu Evr- ópu frá lokum síðari heimsstyrjald- arinnar. Þáverandi forsetar Bandarikj- anna og Sovétríkjanna, þeir George Bush og Míkhaíl Gorbatsjov, fluttu ávörp i þýska þinginu og Clinton Bandaríkjaforseti sendi kveðju. Rannsóknin hafin Rannsóknir em þegar hafnar á skemmdum flugrita egypsku far- þegaþotunnar sem fórst undan austurströnd Bandaríkjanna fyrir rúmri viku. Björgunarmönnum tókst að ná flugritanum upp af hafsbotni í gær. Allt kapp er nú lagt á að fmna hinn flugritann sem geymir samtöl flugmannanna. Rannsóknarmenn telja að þrátt fyrir skemmdimar geti flugritinn sem fannst í gær veitt einhverjar upplýsingar um hvað fór úrskeiðis í egypsku þotunni áður en hún steyptist í sjóinn stuttu eftir flug- tak frá New York. Tvö hundruð og sautján manns fómst með þotunni sem var á leið til Kaíró. fyrir stelpur 5-13 ára Hinn sex ára gamli Robert frá Falkensee nærri Berlín fékk að vaka í gær- kvöld til að fyigjast með flugeidunum þegar Berlínarbúar og aðrir Þjóðverj- ar fögnuðu því að tíu ár voru liðin frá hruni Berlínarmúrsins. Fékk ekki þá útvöldu og skaut sjö til bana Sjö Tyrkir, fjórar konur og þrír karlar, vora skotnir til bana í íbúð í fjölbýlishúsi í Bielefeld í Þýskalandi í gærkvöld. Hinir myrtu og morðinginn em Tyrkir af kúrdískum uppmna, að því er þýska lögreglan telur. Hafði morðinginn beðið um hönd dóttur eins hinna myrtu en honum hafði verið hafnað. Lögreglan var kvödd á vettvang seint I gærkvöld eftir að nágrannar heyrðu skothljóð frá íbúðinni. Fann lögreglan sex látna í íbúðinni og konu sem var alvarlega særð. Hún lést síðar á sjúkrahúsi. Lögreglan veit hver hinn gmnaði er og leitar hans nú. Um 2 milljónir Tyrkja em í Þýskalandi, þar af um hálf milljón Kúrda. Lögreglan útilokar að um pólitiskt morð hafi verið að ræða. 12 ára bresk telpa misnotaði litla drengi 12 ára telpa í norðvesturhluta Englands hefur verið fundin sek um kynferðislega misnotkun á þremum drengjum, 4, 5 og 6 ára. Telpan, sem viðurkenndi að hafa lokkað 14 ára vinkonu með sér til verknaðarins, sleppur við refs- ingu. Hún mun þó verða undir eftirliti næsta árið. 108 Reykjavík Faxafeni 8 Rýmum fyrir jóla- og áramótafatnaði 30 - 70% afsláttur 10% afsláttur af nýjum vörum á amerískum rúmum í örfáa daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.