Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVTKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 Spurningin Á að leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum? Víðir Freyr Guðmundsson, vinn- ur í sláturhúsi: Já, tvímælalaust. Alda Lilja Sveinsdóttir: Nei, það auðveldar unglingum að nálgast áfengi. Katrín Melstað nemi (Kamilla Einarsdóttir): Já, það fyndist mér allt í lagi. Anna Ámadóttir nemi: Nei. Lesendur Yfirgangur ríkis- starfsmanna - óþolandi staðreynd í þjóðfélaginu Þorsteinn Sigurðsson skrifar: Ég veit ekki hvort það er af ótta eða sjálfgefnum undirlægjuhætti hins títtnefnda almennings að sjald- an sjást gagnrýnin skrif um fram- ferði þeirra sem flokkast undir rík- isstarfsmenn (raunar hef ég ekki séð þau skrif í mörg ár), þar sem tekin eru dæmi um yfírgang þessa hóps fólks í þjóðfélaginu. Þetta er engu að síður orðin staðreynd hér á landi. Varla líður svo dagur að íslenskir fjölmiðlar flytji ekki fréttir af mis- tökum embættismanna, stjórnenda opinberra stofnana eða annarra sem ýmist hafa verið kosnir eða skipaðir til að gæta hagsmuna ríkis eða rík- issstofnana, og þar með skattgreið- enda allra. - Oftar en ekki varða mistökin eða brotin við lög og jafn- oft er lítið sem ekkert gert með við- komandi upplýsingar. Ég nefhi til sögunnar nokkrar stéttir sem mér finnst fara offari í yf- irgangi í krafti stöðu sinnar. Fyrst nefni ég útvarpsfólk, sem gengur að því er virðist sjáffala, oft mann fram af manni (skylt og ætttengt) og krefj- ast þess jafnvel að ráða stofnun þeirri sem það vinnur hjá. Það væri þarft verk að hreinsa ærlega til á stofhun þessari, skipta út liðinu, öllu með tölu, og ráða nýtt með breyttu formi á rekstri Ríkisútvarpsins. Ég nefni þingmenn þjóðarinnar sem fara sínu fram að vild og virð- ast gjörsamlega ósnertanlegir. Þeir fara á þing Sameinuðu þjóðanna til Er almenningur haldinn ótta eða sjálfgefnum undirlægjuhætti gagnvart yfir- gangi ríkisstarfsmanna? er spurt í bréfinu dvalar vikum saman á dagpening- um þjóðarinnar, án þess að eiga þar nokkurt annað erindi en að frílysta sig með eða án maka. Og dæmigerð er nýleg frétt í DV um leiguflug þingmanna til Fær- eyja. Aöspurður um tilgang og kostnað svaraði þingmaður: „Hvem varðar um það?“!! Ég nefni réttar- fars- og dómskerfíð, þar sem dæmt er út i bláinn, gegn réttlætiskennd alls almennings. Fyrrverandi ráðu- neytisstjórar reyna aö krækja sér í ómæld starfslaun og bitlinga löngu eftir að þeir eru hættir störfum. Nektardansbúlla ein í höfuðborg- inni teygir tengsl sín, óbeint a.m.k., til æðsta stjómanda lögregluemb- ættisins í borginni. En hvað viil almenningur eigin- lega upp á dekk? Það er þó ástæða til að opna káetugluggana örlítið á meöan skipið er enn ofansjávar. Ekki rétt? bankaleyndar Afnám B.G. skrifar: Nýlegur dómur hæstaréttar um afnám bankaleyndar hefur valdið mörgum undrun og gremju. Fólk telur réttilega að sjúkraskýrslur séu einkamál sem hver sem er eigi ekki aö geta haft aðgang að, og sama regla gildir að flestra dómi um bankainnstæður venjulegs fólks. Krafa skattayfirvalda er varin und- ir því yfirskini að kanna þurfi greiddan fjármagnstekjuskatt. - En er þetta ekki skattur sem þegar hef- ur verið greiddur? Þarf eitthvað að kanna það nánar? Fjármagnstekjuskatti var komið á fyrir kröfu verkalýðsleiðtoga og ósk- ir nytsamra sakleysingja í „þjóð- arsálum" fjölmiðla. Þessi skattur átti að bjarga öllum hlutum í þjóðarbú- inu. Eða svo mátti skilja á þeim sem að setningu laganna stóðu. Það er víst í fyrsta sinn sem fólk hefur heimtað yfir sig meiri skatta! Áhrif þessa skatts á almennan sparnað einstaklinga er augljós. Hann hefur mjög dregist saman. Þetta má t.d. sjá á línuriti í 39. tölu- blaði „Vísbendingar" (9. okt. 1998), Línan stefnir bratt niður á við eftir ársbyrjun 1997. Ráðamenn þjóðarinnar tala oft um það í hátíðarræðum hve nauð- synlegt þaö sé að efla spamað. En hvað gerist nú, þegar bankaleynd- inni hefur í raun verið aflétt? Verð- ur það ekki einmitt til að rústa spamað almennings og ýta enn und- ir kaupæði Islendinga? Hörmuleg mistök Hjörleifs „Verði Eyjabökkum sökkt á líklega enginn meiri þátt f því en Hjörleifur Gutt- ormsson", segir m.a. í bréfinu. - Áð á Eyjabakkasvæðinu. Helga Einarsdóttir skrifar: Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvers konar mistök Hjörleifur Guttormsson gerði í póli- tikinni. Nú berst hann harkalega gegn því að Fljótsdalsvirkjun verði til að eyðileggja hina stórkostlegu náttúmperlu þar sem Eyjabakkanir eru. Ég er honum samferða í þeirri baráttu. Ég get hins vegar ekki varist þeirri hugsun að sú barátta væri óþörf ef Hjörleffur hefði ekki sem iðnaðarráðherra beitt sér fyrir lögum sem heimiluðu þessa sömu virkjun. - Hann er því upphafsmað- urinn að þeirri eyöileggingu sem hann, og mikill meirihluti þjóöar- innar, er nú að berjast gegn. í þessu efni eru mistök hans tvö- föld. - Upplýst er nú að Hjörleffur Guttormsson sat í nefnd þingsins sem hafði frumkvæði að því að breyta frumvarpi um umhverfismat þannig að þær framkvæmdir sem búnar voru að fá leyfi fyrir gildis- töku laganna yrðu undanþegnar umhverfismatinu. Hann var í hópi þeirra nefndarmanna sem allir lögðu til við þingið að þessari breyt- ingu yrði skeytt við lögin. Ríkis- stjómin sem lagði málið fram upp- haflega hafði ekki ætlast til þess. Hjörleifur samþykkti breytingu sem er undirrótin að þessari megnu vitleysu. Ef hann hefði haft mann- dóm í sér til að berjast gegn þessu, eða framsýni til að skoða hvað í þessu fólst, þá væri sú hætta ekki fyrir hendi í dag að Eyjabökkum yrði fórnað. Vitleysan öll byrjaði með lögunum 1981 sem Hjörleifur lagði fram, og endaði með umhverf- ismatslögunum 1993 sem Hjörleffur tók þátt í að breyta. - Verði Eyja- bökkum sökkt á líklega enginn meiri þátt í því en Hjörleifur Gutt- ormsson. Pál Pétursson áfram Framsóknarkona skrifar: Ekki líst mér á að Páll Péturs- son hverfi úr ríkisstjóminni eins og menn era að tala um. Hann er búinn að ná prýðilegri heilsu eft- ir erfið veikindi og er reynslunni ríkari á eftir. Hann er traustur framsóknarmaöur sem heldur vel á málstað okkar sem eigum uppruna okkar á landsbyggðinni. Valgerði Sverrisdóttur, sem sagt er að eigi aö taka við af honum, vantar enn mikið til að verða jafhoki Páls. Páll er farsæll og traustur, og svo er hann afskap- lega vel máli farinn og hnyttimn í tilsvörum. Ég á hins vegar svo- lítið erfitt með að skilja hvað Val- gerður meinar þegar hún talar. Súlnasker skal það heita Jóhann skrifar: Sverrir nokkur söngvari vildi aö eftirnafns sitt höfðaði til landsins á norðurhjara veraldar. Valdi hann sér því nafnið Storm- sker. Þar sem nú á þessum síð- ustu timum er mjög tíðrætt um súlur, væri k'annski betur við hæfi að kaila landið Súlnasker. Hvað finnst mönnum um nafn- giftina? Fjórðungi bregður til fósturs Sigurður Jóhannsson skrifar: Árni Bergmann hefur gefið heldur óljós svör um laun sín í Sovétinu foröum og ber m.a. fyr- ir sig minnisleysi. Kannski Ámi sé líka búinn að gleyma því, að hann spáði því í greinum í Tíma- riti Máls og menningar, og í Þjóð- viljanum, að Rússar myndu inn- an fárra ára fara á efnahagssvið- inu langt fram úr Bandaríkja- mönnum. Nú hefur Ámi borið á móti því að hann hafi haft þre- fóld verkamannalaun eystra. Til þess að taka þama af öÚ tvímæli fyndist mér rétt aö hann birti ljósrit af skattframtölum sínum frá þessum tíma. Vert er eftir- tektar að margir telja að Ámi sé furðu líkur Lenín sáluga í sjón. - Fjórðungi bregður til fósturs, sögðu menn hér fyrrum. Lækka lang- tímavextir? Torfi hringdl: Ég heyrði í fréttum að Lands- bankinn spáði þvi að langtíma- vextir lækkuðu hér á landi á næstu mánuðum. Hvað á maöur að halda þegar svona frétt berst okkur frá einni stærstu banka- stofnun landsins? Af hverju er sagt „á næstu mánuðum“? Eig- um við að bíða eftir þessu og draga að taka lán til íbúðar- kaupa eða eigum við aö hætta við það fyrir fullt og allt? Ég tel það óábyrgt af bankastofnun að vera með svona „spádóma" til langs tíma. Allir vita að það er ekkert að marka neitt nema það sem við höfum fyrir augum okk- ar í dag. Næstu mánuðir era al- veg óráðnir, og við höfúm lesið ýmsar spár fjármálastofnana hér og lítið hefur verið á þeim að græða. Því miður. Myndavélar viö umferðarljós Steindór skrifar: Þetta var góð hugmynd á sín- um tíma að setja upp myndvélar við umferðarijósin. Gailinn er bara sá, að það er allt of litið af myndavélum hér á landi. Þær eru þó örugglega fljótar að borga sig upp, svo margir fara yfir á rauðu ljósi, og sektin 10.000 kr. Það ætti því að vera kappsmál yf- irvalda og löggæslu að koma eins mörgum myndavélum fyrir á gatnamótum og frekast er unnt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.