Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 Sport Bland i noka Stefan Schwarz hefur veriö út- nefndur besti knattspyrnumaður Svíþjóðar árið 1999. Schwarz er 30 ára gamall og spilar nú með Sunder- land í ensku A-deildinni en áður hef- ur hann leikið með Bayer Leverku- sen, Benfica, Arsenal, Fiorentina og Malmö. Hann hefur um árabil verið einn af bestu knattspyrnumönnum Svíþjóðar og hefur spilað 90 lands- leiki fyrir þjóð sína. Enn einn knattspyrnumaóurinn úr KR er kominn í leigu til erlends félags en belgíska A-deildarliðið Lommel hefur náð samkomulagi við KR-inga um aö fá markvörð- inn Kristján Finnbogason. Varamarkvöröur Lommel er meidd- ur og því þurfti Lommel að fá mann í hans stað. Þýska handknattleiksliðið Flens- burg hefur framlengt samning sinn við rússneska landsliðsmanninn Igor Lawrow til ársins 2004. Lawrow er 26 ára gamall. Hann lenti i alvarlegu umferðarslysi i haust ásamt landa sínum Aleksandr Tutchkin. Lawrow slapp vel og er bytjaður að spila en ferill Tutchkins gæti verið á enda þar sem hann brotnaði á mörgum stöðum auk þess að hálsliðir sködduðust. Þá hefur Flensburg gert nýja samn- inga viö Danann Lars Christiansen til ársins 2003, þýska markvöröinn Jan Holbert sömuleiðis og Danann Sören Haken til árins 2002. Scenski landsliðsmaðurinn Magnus Wislander hefur framlengt samning við þýsku meistarana í Kiel um eitt ár. Wislander, sem er orðinn 35 ára gamall, hefur leikið með Kiel frá ár- inu 1989 og hefur á þessum tíma ver- ið lykilmaöur liðsins í sókn og vöm. Þýski handboltarisinn Volker Zer- be, 2,11 metrar á hæð, handarbrotn- aöi i leik með Lemgo um síðustu helgi. Zerbe brotnaði strax á 5. mín- útu leiksins gegn Flensburg sem Lemgo tapaði á heimavelli, 21-27. Zerbe leikur stórt hlutverk i þýska landsliðinu og vonast Þjóðveijar eft- ir þvi að hann verði klár fyrir úr- slitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Króatiu i byijun næsta árs. ífyrsta sinn í sögu ensku bikar- keppninnar í knattspymu á lið sem tapar leik í 2. umferð keppninnar möguleika á að komast í 3. umferö- ina. Ástæðan er sú að núverandi bikarmeistarar, Manchester United, verða ekki með i bikarnum í ár vegna þátttöku í heimsmeistara- keppni félagsliða og það opnar möguleika fyrir eitt af þeim 20 liðum sem tapa í 2. umferðinni að komast áfram. Nígeriumaöurinn Kanu hefur sam- þykkt nýjan samning við Arsenal sem tryggir honum 4,7 mUljónir króna í vikulaun og 235 milljónir króna á ári. Kanu, sem er 23 ára gamall, hefur leikið stórt hlutverk með Lundúnaliðinu á yfirstandandi tímabili og eftir að hann kvartaði yfir lélegum samningi voru forráða- menn Arsenal skjótir að bregðast við. Óskar Elvar Óskarsson, fyrirliði HK, verður Qarrri góðu gamni i kvöld þegar HK sækir meistara Aft- ureldingar heim í Nissandeildinni i handknattleik. Óskar Elvar tognaði á ökkla á æfingu Kópavogsliðsins í fyrrakvöld og verður frá í 1-2 vikur. Dönsku landsliðsmennimrir í knatt- spyrnu, Peter Schmeichel mark- vörður og Stig Töfting miðjumaður, verða báðir klárir í slaginn þegar Danir mæta ísraelsmönnum í tveim- ur leikjum um laust sæti í úrslita- keppni Evrópumóts landsliða sem fram fer um næstu helgi og í næstu viku. Þeir hafa báðir átt í meiðslum og á tímabili var ekki reiknað með að þeir gætu spilað leikina. Liverpool-leikmennrinir Patrick Berger og Vladimir Smicer verða fjarri góðu gamni þegar landslið Tékklendinga mætir Hollendingum i vináttulandsleik á laugardaginn kemur. Berger er með flensu og Smicer á við tognun að stríöa. Frank Rijkaard, landsliösþjálfari HoUendinga í knattspyrnu, hefur valið Jimmy Floyd Hasselbaink, leikmann Atletico Madrid og fyrrum leikman Leeds, í landsliðið gegn Tékkum. -GH/JKS % 35 DV DV Sport Disney's Magic Artist. Læröu aö teikna ^yrieö Mikka mús. Bland í poka Viðureign Bregenz og Lustenau í austurrísku knattspyrnunni var frestað öðru sinni i gær. Fyrst áttu liðin að leika um helgina en varð frestað vegna rigninga. í gær þeg- ar reyna átti öðru sinni gerði þvi- líkt skýfaU sem stóð yfir í 12 klukkustundir. Reyna á i þriðja sinn 16. nóvember. Birkir Krist- insson hefur leikið að undaníornu með Lustenau vegna meiðsla aðal- markvarðar liðsins. Bland í noka Leitin að jolakorti DV DV y ^ 0 DV efnir ® teiknisamkeppni ___ meðal krakka á grunnskólaaldri. Viðfangsefnið er jólakort DV og þurfa innsendar myndir % i m vera' sterkum litum og tengjast jólunum. Vinningsmyndin verður notuð sem jólakort DV1999. # # ^ )A[>( í hnA; Skilafrestur er til laueardagsins 20. nóvember nk. 4' Æ . ,«8iaun í boSi fyrírj<jl Skilafrestur er til laugardagsins 20. nóvember nk. Utanáskrift er: DV-jólakort, Þverholti 11, 105 Reykjavík BT býður vinninga Teiknimyndin vinsæla Pöddulíf meö íslensku tali PlayStation leikjatölvan meö stýripinna sem hristist í 'ákveönum leikjum og leikurinn Hercules. Spartak Moskva, sem mætir Leeds United í 3. umferð UEFA- bikarsins 25. nóvember, hefur i hyggju að leika heimaleikinn í borginni Vladikavaz. Ástæða þess er að mun hlýrra er í umræddri borg en í Moskvu á þess-um árs- tíma þegar allra veðra er von. For- svarsmenn hafa óskað eftir breyt- ingu á leikstað við UEFA sem er aö skoða málið. Guömundur á skotskónum - skoraði þrjú mörk fyrir varalið Geel KR-ingurinn Guðmundur Benediktsson er kominn á skotskóna í Belgíu en eins og fram hefur komið er hann í leigu hjá belgíska A- deildarliðinu Geel. Fyrsti leikur með aðalliðinu í kvöld gegn Lierse í fyrrakvöld skoraði hann þrjú af sex mörkum varaliðs Geel á móti Harelbake og í kvöld leik- ur hann sinn fyrsta leik með aðalliðinu þegar það mætir Lierse á heimavelli. Lierse er í öðru sæti deildarinnar á eftir And- erlecht með 27 stig en Geel er í næstneðsta sæti með aðeins 6 stig. -KB/GH HM í snóker: Byrjuitin góð hjá Brynjari í Nýju-Gíneu Brynjar Valdimarsson hefur byrjað vel á heimsmeistaramótinu í snóker sem nú stendur yfir á Nýju-Gíneu. Hann hefur unnið tvo fyrstu leiki sína mjög örugglega. í l. umferðinni lagði hann heimamanninn K. Leo, 4-0, og í 2. umferðinni haföi Brynjar betur gegn Sunil Kumar frá Fidji, 4-1. Aðrir sem eru með Brynjari í riðli eru: David Lilley, Englandi, Jeff Kennedy, Kanada, Mattias Wyberg, Svíþjóð, Chih Wi Ku, Kína, Felix Piescheck, Austurríki, og Graham Baker frá Nýju-Gíneu. -GH Valur Fannar Gíslason í Fram: Skrautlegt hjá Strömsgodset Valur Fannar Gíslason hefur skrifað undir þriggja ára samning við Framara og leikur með þeim í úrvalsdeildinni í knattspyrnu næsta sumar. Hann hefur spilað með Strömsgodset í Noregi undan- farin tvö ár. Valur er 22 ára og kannast við sig í Safamýrinni því hann lék með fram frá 1993-1996. Eftir dvöl hjá Arsenal fór hann til norska liðsins en þar lék hann 17 leiki í A-deild- inni í sumar. Strömsgodset féll eftir aukcdeiki við Start en liðið endaði í þriðja neðsta sæti. „Ég hafði ekki mikla löngun til að fara með liðinu niður um deild og fór því fram á að losna frá félaginu án skuldbindinga. Þetta er búinn að vera frekar skrautlegur tími, það hefur fátt staðist hjá Strömsgodset, þar er margt í ólagi utan vallar og félagið er aðeins að uppskera eins og það hefur sáð. Það er hins vegar mjög spennandi að koma aftur í Fram og ég er mjög ánægður með að það hafl gengið eftir,“ sagði Val- ur Fannar við DV í gær. Stefán til reynslu hjá Roda Stefán Gíslason, bróðir Vals, er áfram samningsbundinn Ströms- godset en hann fer um helgina til reynslu hjá hollenska félaginu Roda. -VS Fulham sigraði Portsmouth, 2-1, i ensku B-deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Brentford tapaði fyrir Ply- mouth, 2-1, i 1. umferð bikarkeppn- innar. Sedan sigraði Strasbourg, 2-1, i frönsku A-deildinni í gærkvöld. Francesco Baiano, ítalski knatt- spyrnumaðurinn hjá Derby, var í gær leystur frá samningi sínum við félagið og er á leið heim. Fjölskylda hans vildi komast aftur á heimaslóð- imar. -VS Þjálfari Start í Noregi um Hauk Inga Guönason: Fljótur og mikið býr í honum Haukur Ingi Guðnason knatt- spymumaður, sem er á mála hjá Liverpool, er kominn til Noregs en þar er hann að kanna aðstæður hjá norskum A-deildarliðum. 1 fyrradag lék hann æfmgaleik með liði Start en liðið vann sér sæti I A-deildinni fyrir skömmu. Haukur Ingi var einn fjögurra leikmanna sem þjálfari Start, Jan Halvor Halvorsen, var að skoða en hann segist ætla að styrkja Uð sitt með þremur nýjum leikmönnum. „Haukur komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Hann er fljótur og það býr greinilega mikið í honum,“ sagði Halvorsen á heimasíðu Start í gær. Espen Johnsen, markvörður Start, hefur um nokkurt skeiö veriö orðað- ur við Liverpool og fari svo að hann semji við enska liðið er hugmynd for- ráðamanna Liverpool að Haukur Ingi verði settur upp í kaupin. Haukur Ingi er einnig til skoðunar hjá norska meistaraliðinu Rosenborg og hann mun æfa með liðinu í nokkra daga. Keflvíkingurinn hefur ekkert fengið að spreyta sig með Liverpool síðan Frakkinn Gerard Houllier tók við stjóminni á Anfield en það var Roy Evans sem keypti hann fyrir tveimur árum á 17 milljónir króna. -GH Spennan stigmagnast Fátt er um meira talað á Bretlandseyjum þessa dagana en viðureign Skota og Englendinga í útsláttarkeppni um það hvor þjóðin kemst í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða næsta sumar. Fyrri leikurinn er á Hampden Park í Glasgow á laugardaginn og er fyrir löngu uppselt á leikinn. Síðari leikurinn verður á Wembley í Lundúnum. Bæði liðin komu saman í æfingabúðum sl. mánudag til undirbúnings fyrir átökin. Þjálfarar liðanna voru varkárir t orðum á blaðamannafundum í gær en þeir voru báðir sammála um að leikirnir væru þeir mikilvægustu í langan tíma. Kevin Keegan sagði að Andy Cole myndi æfa með liðinu í fyrsta sinn á morgun en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Keegan segist vona að hann verði klár í slaginn fyrir laugardaginn en talið er fullvíst að hann tefli þeim Coie og Alan Shearer í fremstu víglínu. Á myndinni sjást þeir Michael Owen og Kevin Keegan á æfingu í gær. Símamynd Reuter Fékk tíu ára dóm Þýsku fjórmenningamir, sem gengu í skrokk á frönskum lögreglumanni eftir leik Þjóðverja og Júgóslava á HM í Frakklandi í fyrra, voru í gær dæmdir í Essen í Þýskalandi. Allir fengu mislangan fangelsisdóm en sá sem var talinn höfuðpaurinn í árásinni fékk 10 ára dóm. Lögreglumaðurinn og eiginkona hans vora viðstödd þegar dómurinn var kveðinn upp í Essen. Fómarlambið lá milli heims og helju í nokkrar vikur og var vart hugað líf. Hann missti sjón á öðru auga, er málhaltur og á erfitt með allar hreyfmgar. -JKS Tveir fyrrum stjórnarmenn Real Madrid, Silvia og Palagos, hafa uppi óform að kaupa 2. deildarlið- ið Logrones, flytja það til Madrid, byggja heimavöU og koma þvi í fremstu röð innan nokkurra ára. Logrones vegnar Ula um þessar mundir, umvafið skuldum, en það lék síðast i efstu deUd fyrir fimm árum. Falur Haröarson skoraði 13 stig fyrir ToPo Helsinki þegar liðið tapaði, 72-65, fyrir BCNokia i finnsku A-deUdinni í körfuknatt- leik um helgina. Colin Hendry er á förum frá Rangers f Skotlandi tU Derby í Englandi fyrir 180 miUjónir króna, ef hann meiðist ekki í landsleikj- um Skota og Englendinga í EM í knattspyrnu á laugardag og miö- vikudag. -JKS/VS Lokeren vill Ríkharð Daðason frá Viking: Mikið ber á milli liðanna - belgíska liðið tilbúið að greiða 35 milljónir Eins og fram kom I DV á mánu- daginn hefur belgiska A-deildarlið- ið Lokeren sýnt áhuga á að kaupa Ríkharð Daðason frá norska liðinu Viking Stavanger. Mikið ber í milli hjá forráða- mönnum félaganna um kaupverðið. Lokeren er tilbúið að greiða 35 milljónir króna fyrir Rikharð en forráðamenn Vikings vilja fá helm- ingi meira eða 70 milljónir króna. Norðmennimir hafa því lækkað kröfur sínar en á dögunum var haft eftir formanni félagsins að ekki kæmi til greina að selja Ríkharð fyrir minna en 115 milljónir króna. Ríkharður á eitt ár eftir af samn- ingi sínum við Viking en hann hef- ur óskað eftir því að verða seldur frá félaginu. í gær velti Stavanger Aftenblad því fyrir sér hvemig Viking-liðið verði skipað á næsta tímabili og þær breytingar sem gætu átt sér stað á leikmannahópi þess. Þar kemur fram að Ríkharður gæti verið á forum frá félaginu eins og áður hefur komið fram en blaðið segir einnig að erlend félög hafi verið með fyrirspurnir um íslenska landsliðsmanninn Auðun Helgason. -KB/GH/JKS - Enska blaðið Sentinel í Stoke: Brynjar Björn efstur á blaði - sem fyrstu leikmannakaup íslensku eigendanna Brynjar Björn Gunnarsson hefur átt mjög gott tímabil með Örgryte. Hér sést hann í landsleik gegn Úkraínu Enska blaðið Sentinel greinir frá því í gær að Brynjar Björn Gunn- arsson, landsliðsmaður og leikmað- ur Örgryte í Svíþjóð, verði fyrsti leikmaðurinn sem hinir nýju ís- lensku eigendur muni kaupa til Stoke City svo framarlega sem Ör- gryte muni lækka kaupverðið á honum. Örgryte vill fá 80 milljónir króna fyrir Brynjar, sem er 24 ára gamall, en það finnst Stoke-mönnum of hátt verð enda hafa þeir ekki úr að spila nema um 120 milljónum króna í leikmannakaup. Þá segir blaðið að annar íslensk- ur landsliðsmaður, Rúnar Kristins- son, sé sterklega orðaður við Stoke en hann hefur farið fram á sölu frá norska A-deildarliðinu Lilleström. Verði af kaupum Stoke á Rúnari, sem er 30 ára gamall, þarf félagið að reiða fram nálægt 40 milljónum króna samkvæmt frétt blaðsins en hingað til hafa forráðamenn Lille- ström ekki sagt koma til greina að selja Rúnar fyrir lægri upphæð en 50 milljónir króna. Þessi tíðindi í Sentinal koma ekki á óvart enda eru þetta leik- mennirnir sem Guðjón Þórðarson, verðandi yfirmaður knattspyrnu- mála hjá Stoke, þekkir vel til og vill fá til félagsins. -GH NBA-DEILDIN Ursiitin í nótt: Miami-Indiana............113-101 Mourning 33, Hardaway 19 - Rose 17, Harrington 15. Utah Jazz-Portland.........92-37 Malone 24, Russel 19 - Smith 26, Stoudamire 19. Chicago-Phoenix...........80-103 Brand 11, Kukoc 10. Gugliotta 19, Robinson 19. Dallas-LA Lakers..........101-127 Finley 19, Strickland 19 - O'Neal 27, Rice 21. Golden State-SA Spurs . . . 89-118 Farmer 19, Mills 11 - Rose 21, Duncan 19. Rodney Buford hjá Miami Heat var tekinn fastur með maríjúana eftir leik liðsins gegn Toronto. Hann var umsvifalaust sendur beint til Miami. Orlando vann í fyrrinótt tíundu viöureignina í röð gegn Houston Rockets. Houston hefur tapað ijórum fyrstu leikjunum og hefur ekíd byjað jafn illa síðan 1982. ^ Gary Megson, framkvæmdastjóri Stoke: _l lausu lofti“ Gary Megson, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Stoke, sagði í samtali við blaðið Sentinel í gær að hann og aðstoðarmenn hans væru sem í lausu lofti á meðan beðið væri eftir aðgerðum nýju íslensku eig- endanna. „Við vitum eiginlega ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga og bíðum spenntir eftir því að eitthvað gerist um eða eftir helgina. Það verður mikill léttir þegar íslendingarnir taka til starfa og hlutirnir fara að gerast," sagði Megson. Hann sagði að leikmenn liðsins hefðu tekið umrótinu að undanfómu merkilega vel, enda þyrftu þeir að halda sinu striki, hvernig sem þetta þróaðist. „Ég hef reyndar heyrt- af leikmanni sem kemst ekki í liðið og bíður eftir breytingunum. Það er ekki rétta hugar- farið sem þarf í leikmannahópinn," sagði Megson. íþróttafréttamaður Sentinel veltir vöngum yfir því hvaða stöðu Guðjón Þórðarson muni gegna hjá félaginu og hvort Stoke sé nógu stórt félag til að rúma þá báða, hann og Gary Megson. Ljóst sé að Guðjón muni verða hátt settur hjá félaginu. íslensku eigendumir munu kynna áform sín á leikvangi félagsins, Britannia Stadium, á mánudaginn kemur. -VS Gary Megson segist bíða spenntur eftir því hvað gerist eftir helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.