Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 6
20 vsk-bílar og vetrarakstur Dekkjaprófun á harðkornadekkjum: MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 IjV Héirðkomadekk er valkostur fyrir þá sem ekki vilja nota nagladekk en samt fá meira öryggi í akstri en á venjulegum vetcirdekkjum, eins og við höfum áður fjallað um hér í DV- bílum. Harðkomadekk hafa verið í notk- un hér á landi frá haustinu 1995 en þau em framleidd hér á landi að til- hlutan fyrirtækisins Nýiðnar sem er sameignarfyrirtæki Þróunarfélags ís- lands, Aflvaka, Vegagerðarinnar, Eignarhaldsfélags Alþýðubankans og nokkurra frumkvöðlanna sem stóðu fyrir þróun harðkomadekkjanna á sínum tíma. Þróun og framleiðsla harðkoma- dekkja fór hægt af stað, verkefnið var styrkt af nokkrum aðilum og þar á meðal má nefha samgönguráðuneyt- ið, Rannsóknarráð íslands, Vegagerð ríkisins og Reykjavikurborg. í dag fer framleiðslan fram hjá Sóln- ingu og að sögn Jóns Á. Stefánssonar, sölusfjóra Sólningar, hefur salan verið að taka við sér. Hún var ágæt í fyrra og er að taka enn betur við sér þessa dagana sem vel mátti merkja þá stuttu stund sem við stöldruðum við hjá hon- um í vikunni því mörg símtöl rötuðu þá inn á borð Jóns og flest vora tengd harðkomadekkjunum. Til í fleiri stærðum í upphafi var áherslan lögð á fram- leiðslu harðkomadekkja fyrir fólksbíla en nú hafa fleiri stærðir bæst við. „Við framleiðum hér hjá Sólningu all- ar algengustu stærðir harðkomadekkja fyrir fólksbila," segir Jón. „Við látum einnig framleiða fyrir okkur harðkoma- dekk í fleiri stærðum í verksmiðjum í Svíþjóð og Kanada. Með því höfúm við getað aukið úrvalið verulega og nú með- al annars boðið jeppadekk upp í allt að 31 tommu að stærð og einnig dekk á al- gengar stærðir sendibíla, bæði á 15 og 16 tomma felgum. Dekkjunum hefur einnig verið vel tekið erlendis, verksmiðjan sem fram- leiðir dekkin fýrir okkur i Kanada, ekki langt frá Halifax, ætlar að framleiða 5.000 dekk til sölu á heimamarkaði í vet- ur eftir góðar viðtökur og sala harð- komadekkja hefúr gengið vel í Svíþjóð. Nýlega hófst einnig framleiðsla á Englandi og þar er gert ráð fyrir að framleiða um 50.000 dekk á þessu ári.“ Að sögn Jóns hefur dekkjunum einnig verið tekið vel í Færeyjum. „Nokkurt magn seldist þar á síðasta ári og fyrsta sendingin á þessu ári er nýfar- in þangað frá okkur í Sólningu." Leiða má líkum að því að af heildar- sölu vetrardekkja hér á landi sé um einn þriðji sóluð vetrardekk og stór hluti af þeirri sölu harðkomadekk. götur Reykjavikur nemur um 200 miiljónum króna á hveiju ári og orsakir þess slits eru að mestu vegna nagladekkja að mati opinberra aðila. Með notkun harðkomadekkja sem valkost á móti nagla- dekkjum mætti draga úr sliti á götum sem nemur einhverjum milljónum og jafnvel milljónatugum króna á ári. Það sem þó sennilega skiptir mestu máli fyrir flesta bfleig- endur er að með aukinni notkun harðkoma- dekkja má draga vem- lega úr tjörumengun með tilheyrandi óhrein- indum á bílum en venju- leg fólksbifreið á nagla- dekkjum rífúr upp sem nemur um 27 grömmum af malbiki á hvem ekinn kilómetra. Græni demanturinn Dekkin em markaðssett undir heit- inu „Græni demanturinn“ og er þar ver- ið að vísa til styrkleika harðkomanna og umhverfisvænleika dekkjanna. Harð- komadekkin em framleidd þannig að harðkomum, sem em úr mjög hörðu efiii, Silicxm carbide, sem er ígfldi iðnað- almennum bflstjórum. Lögreglubifreiðunum var ekið mest frá haustinu 1995 til þess að könnunin var gerð í mars 1996 eða ríflega 15.000 kflómetra. Akstur almennu bifreiða- stjóranna var óverulegur en hjá öku- kennaranum var aksturinn 11.440 kfló- metrar. Ein spumingin sem notendumir fengu var: Hvaða dekk er líklegt að þú munir kaupa í fram- tíðinni til vetraraksturs? 9 af hveijum 10 sögðust myndu kaupa harðkoma- dekk og aðeins einn vildi nagladekk frekar. Þá kemur það í ljós þegar niðurstöður við- horfskönnunarinnar era skoðaðar nánar að al- mennt virðast notendum þykja harðkomadekk betri en bæði venjuleg dekk og nagladekk við hin margvíslegustu skil- yrði. Jón Á. Stefánsson, sölustjóri Sólningar, með þrjár gerðir harðkornadekkja, venjulegt fólksbíla- dekk, dekk fyrir millistóra sendibfla og loks 31 tommu jeppadekk en stærri dekkin eru ný viðbót við harðkornadekkin og ekki síðri kostur, einkum fyrir jeppana. ardemanta, er blandað í gúmmí slitflat- arins á dekkjunum jafhóðum og það er sett á fyrir sólunina sjálfa. Harðkomin veita meira viðnám en hefðbundin ónegld dekk myndu gera og kostur þeirra er að jafiióðum og slitmynstrið slitnar koma ný kom í ljós þannig að viðnám hjólbarðans helst óbreytt. Kom- in em hreint og vistvænt steinefiii og skaðlaus fyrir umhverfið. Haustið 1995 var sett af stað viðhorfskönnun meðal notenda harðkomadekkja. Seldir vom gangar af harðkomadekkjum á verði nagladekkja og þeir sem keyptu dekkin samþykktu að tn þeirra yrði leitað síðar um mat á notagildi harðkomadekkj- anna. Sendur var út spumingalisti til notendanna og bámst svör frá notend- um, lögreglumönnum, ökukennara og Slit á yfirborði er minna Gerðar hafa verið rannsóknir á notagildi harðkomadekkja hjá er- lendum rannsóknastof- um. Haustið 1995 hjá Vega- og umferðarann- sóknastofinm sænska rík- isins (VTI) og einnig hjá BAST, sem er vega- og umferðarrannsóknastofii- un Þýskalands. Niðurstaða sænsku rannsóknarinnar er að harðkomadekkin em greinilega betri en venju- leg dekk í hálku og að jafnaði trúlega ekkert siðri en nagladekk á með- an dekkin rúfla á götunni án þess að skríða til. Á þetta sérstaklega við í beygjum og þegar notaðir em ABS- hemlar sem læsa aldrei hjólunum. Við aðstæður þegar hjólin læsast hafa nagla- dekk yfirhöndina yfir harðkomadekk. í rannsókn BAST kemur fram að slit á yf- irborði vega er aðeins 1/14 miðað við slit af völdum nagladekkja en þessi nið- urstaða fékkst með 9 mismunandi rann- sóknum á vegum BAST. Geta dregið úr tjörumengun Viðhorfskönnunin sem gerð var að tilhlutan Nýiðnar gefur vísbendingu um að harðkomadekk kunni að vera betri vaikostur en nagladekk, einkum ef horft er til þess að lagning á nýju slitlagi á Mjúk og hljóðiát Harðkomadekkin hafa komið sterkt inn í umræðuna að undanfómu og því fengum við einn gang slikra dekkja tfl reynslu. Dekkin vom sett undir nokkurra ára Fiat Uno, 175/70x13, sem er á eflítið breiðari sportfelgum en stað- albfllinn Fyrstu dagamir sem dekkin vom í notkun gerðu ekki miklar kröfur til vetrardekkja í hefld, þurrt malbik og gott veður. Við slíkar aðstæður komu þessi dekk ekki síður út en hefðbundin dekk. Mýktin er dágóð og þrátt fyrir að mynstrið sé frekar opið og gróft, en þetta er langþróað snjódekkjamynstur, þá er veghljóð frá dekkjunum síst meira en frá venjulegu dekki. Bíllinn er ekki síður rásfastur en áður, hemlunarhæfiii hefur batnað ef eitthvað er og harðkomin gera greini- lega sitt gagn því hálkan nú síðustu daga fyrir helgina var næg til að sann- reyna það. Það verður ffóðlegt að fylgjast með því hvemig dekkin taka við sér þegar tjörumyndun verður meiri, því þess má vænta að tjaran geti minnkað hæfiii komanna til að takast á við ís og hálku. Við munum fjaila nánar um virkni harðkomadekkjanna og endingu þegar meiri reynsla hefur fengist af notkun þeirra hér á síðum DV-bfla en þessi fyrsta reynsla lofar góðu. Þetta em dekk sem geta í mörgum tflfellum komið svipað út og nagladekkin en i mikflli is- ingu og háiku em naglamir væntanlega betri. En reynslan á næstu vikum og mánuðum leiðir það í Ijós í þessari próf- un. Harð- kornadekk eru raunhæfur valkostur á móti nagladekkjum við sumar akstursaðstæður og hafa þann kost að slíta gatnakerfinu minna og valda minni mengun. Reynslan af dekkjunum úti á landi þar sem minna er saltað og tjara er þar af leiðandi minni er mjög góð. Eitt af því sem verður skoðað sérstak- lega er slitþol dekkjanna en mýkt kubbanna í slitlaginu gerir það að verk- um að slitþol dekkjanna gæti minnkað. Svipað verð og nagladekk Harðkomadekkin em á svipuðu verði og nagladekk en hafa þann kost að þau em lögleg allt árið. Ef dæmi er tek- ið um verð þá kostar hefðbundið fólks- bfladekk, 175/70x13, kr. 5.630, miflistórt dekk fyrir sendibfl, 195/70x15, kr. 9.150 og 31 tommu jeppadekk kr. 10.990 sem er dágott verð fyrir slíkt dekk. Harðkoma- dekkin sem Sóbiing lætur sóla fyrir sig í Kanada og Svíþjóð em mörg hver með stórskemmtflegu snjómynstri, sérstak- lega jeppadekkin sem væri fróðlegt að reyna með svipuðum hætti og minni dekkin en það bíður betri tíma. Harðkomadekkin em í dag fáanleg á mörgum hjólbarðaverkstæðum viða um land auk Sólningar. -JR Ágætlega mjúk og hljóðlát með gott veggrip í bleyt CC NCEPT Bón- og íj\eð bílahreinsivörur ISLAKK HF. □uanremsivorur 91^—^ sérver5|un meö bónvömr • f A G M l:\NSKA f F V R I R R Ú M I • RÉTTINGARBEKKUR • F U L L K O M I N N S I’ R A U T U K i I F I BÍIjÁRÉTTINGAR & SPRAUTUN SÆVARS Skdiimni 17 • 108 Rcj'kj.nik • Súni 568 9620(568 5391 • fcx 568 %iO Ekki nóg að dekkin séu lögleg: Gott mynstur getur skipt sköp- um í vondri færð Það er stórhættulegt og ólöglegt að aka um á of slitnum hjólbörðum. Víð- ast hvar í Evrópu hafa verið settar reglur um 1,6 millímetra sem lág- marksdýpt á slitmynstri dekkja, og flestir hjólbarðar em með sérstök merki sem sýna þegar slitið er komið niður í 1,6 mm dýpt á þann veg að þá verður hluti slitmynstursins slitrótt- ur. Meginreglan sem við ættum hins- vegar að miða við er að setja ekki slitnari vetrarhjólbarða undir bflinn en svo að dýpt slitmynsturs sé hið minnsta 3 mUlímetrar. Dýpt slitmynsturs er sérlega mikfl- væg þegar ekið er á vegi með blautu yfirborði. í stuttu máli þá þýðir dýpra slitmynstur styttri hemlavegalengd. Gott mynstur kælir einnig yfir- borð hjólbarðans og eykur þar með veggrip. Fyrir nokkm sýndi þýsk rann- sókn ffarn á, aö það er verulegur munur á stöðvunarvegalengd allt eft- ir dýpt slitmynsturs. Líkt var eftir aðstæðum á blautri hraðbraut þegar ekið væri á 100 kflómetra hraða og skyndflega þyrfti að hægja á ferðinni niður i 60 kflómetra hraða, nokkuð sem oft kemur fyrir í hraðbrauta- akstri. Ef slitmynstrið var aðeins einn millímetri varð hemlunarvegalengd- in 89 metrar og 70 metrar ef mynstr- ið var 2 miflímetrar. Ef dekkin vom nánast óslitin með sjö millímetra mynstri þá styttist hemlunarvega- lengdin niður í 52 metra. Ef ekið er í bleytu á bfllinn það á hættu að ,Jljóta“ - og þar með missa dekkin veggripið (aquaplaning). Ef slit- mynstur dekkjanna var tveir miflí- metrar þá misstu þau veggripið á 60 kflómetra hraða, ef það var þrír til fjórir miflímetrar þá misstu þau veg- gripið á 70 kflómetra hraða og á óslitnum dekkjum með sjö mfllí- metra mynstri þá misstu þau veg- grip á 80 kflómetra hraða. Þegar við bætist hætta á hálku þá sjá flestir að slitnu sumardekkin, sem jafnvel em búin að þjóna okkur í tvö eða þrjú ár, duga lítið í saman- burði við góð vetrardekk. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.