Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 10
24 vsk-bíiar og vetrarakstur MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 33 "V Hvernig á að velja vetrardekk? Aksturslag og aðstæð- ur skipta miklu máli - við val á réttum vetrardekkjum Veturinn er farinn að knýja á dyr landsmanna, snjóflóð eru byijuð að falla á vegi fyrir norðan og vestan og fyrstu hálkublettimir hafa gert vart við sig hér á mesta þéttbýlissvæðinu. Þetta leiðir hugann að vetrardekkjun- um en leyfilegt var að setja nagladekk undir bílana frá og með 1. nóvember. Víða úti á landi hefúr veturinn fyrir löngu gert vart við sig, eins og við höf- um þegar séð í fréttum, og þar hafa ef- laust margir ökumenn þurft að taka tillit til breyttra akstursaðstæðna fyrir nokkru. í hvert sinn sem Vetur konungur knýr dyra vaknar spumingin: „Hvaða dekk eru best fyrir mig og bílinn minn?“ Við þessu er ekkert einfalt svar því það er veðrið sem hefúr hér afgerandi áhrif. Ef við ætlum að aka allan vetur- inn á sem öruggastan hátt þá er eina rétta svarið að setja góð vetrardekk undir bílinn. Þetta á einkum við um þá sem eru háðir bílnum sínum vegna at- vinnu sinnar. Eins og nefiit var hér að framan er veðrið eitt veigamesta atriðið við val á vetrarhjól- börðum. Vegna þess að enginn geiur sagt fyrir um hvemig vetur- inn verður þarf að hafa ákveðin grundvallarat- riði í huga þegar velja á vetrardekk. Öll dekk em nefnilega málamiðlun vegna þess að ekki er hægt að búa til dekk sem hefúr alla eftirfarandi kosti: Hámarksveggrip Hámarksslithæfiii Hámarksþægindi Lágmarksveghljóð Það sem vetrardekkin verða að upp- fylla fyrst og fremst er að ná góðu veg- gripi á hálum vegum og yfir- borð hjólbarð- ans má ekki missa mýkt sína við lágt hitastig. Margar gerðir vetrarhjólbarða, einkum innfluttra sólaðra hjólbarða hér á árum áður, áttu það til að vera allt of hálir í kulda þar eð slitflötur hjólbarðans varð harður og háll í kulda. Kostir og gallar Vetrardekk hafa sína kosti og galla. Kostimir em yfirleitt þeir að þau henta vel til aksturs á hálu yffrborði, snjó og ís. Gallamir em frekast þeir að sum snjódekk henta ekki vel til aksturs í mikilli bleytu. Þau slitna fyrr, einkum í akstri á hörðum og þurrum vegum. í meginatriðum getum við talað um tvær gerðir vetrarhjólbarða. Fyrst em það hin klassísku vetrardekk með grófú mynstri sem hentar vel tO negl- ingar og síðan önnur gerð sem einkum hefúr verið að ryða sér til rúms hin síðari ár. Hér er dekkið ekki eins gróf- mynstrað og nú em takkamir þverskomir með finum rifflum sem gefa aukið grip. Þetta nýja mynstur þykir gefa mun betra veggrip á hálum vegum, jafnt í akstri og við hemlun. Þessi nýju dekk era búin til úr svokall- aðri vetrargúmmíblöndu sem tryggir stöðuga mýkt hjólbarðanna jaftit í frostleysu og hörkugaddi. Ef fram und- an er mikill akstur í miklum snjó og vetrarumhleypingum er þó öraggara að nota eldri gerðina sem þolir negl- ingu með snjónöglum og eins að bmgð- ið sé undir bilinn keðjum þegar þurfa þykir. Mjúku vetrardekkin þola sum hver ekki að á þau séu settar keðjur, þær hreinlega skera sig inn úr mjúku gúmmíinu, einkum hlið- um hjólbarð- ans. Hin allra síðustu ár hafa komið á markað snjódekk sem fara bil beggja og slík dekk henta vel hér á landi. Gömlu dekkin geta verið hættu- leg Þeir sem eiga gamla vetrarhjólbarða geta átt það á hættu að þeir séu lítt betri til aksturs í snjó og hálku en góð sumardekk. Meg- inástæðan er sú að með árunum missir hin sér- staka vetrar- gúmmíblanda þann eiginleika sinn að halda mýkt sinni í kulda og verða hörð og því hál með árunum. Yf- irborð slíkra hjól- barða verður með tímanum hart og líkast því að vera úr hörðu plastefni sem gerir það að verkum að veg- grip minnkar verulega. Mikilvægt atriði við skoðun á vetr- ardekkjum og þegar ákveða skal hvort þau „séu á vetur setjandi“ er dýpt slit- mynstursins, sem ekki má vera grynnra en 3 millímetrar ef snjódekk- ið á að gera sitt gagn. í nágrannalöndunum er sú regla í gildi að snjódekk séu ekki eldri en sex ára, þó með hliðsjón af þeim stað sem dekkin hafa verið geymd á, því ef dekk em geymd við hita og mikla birtu, svo ekki sé talað um sveiflandi hitastig, þá styttist lífaldur þeirra að mun. Aldur dekkja má lesa af svokallaðri DOT-tölu sem finna má á hlið flestra hjólbarða. Þetta er þriggja stafa tala og tveir fyrstu tölustafimir þýða framleiðslu- vikuna en sú síðasta árið. Heils árs dekk geta verið góður kostur Ný tegund dekkja hefur verið að ryðja sér rúms hin síðari ár, einkum á fjórhjóladrifsbílum, en það era hin svokölluðu „heils árs dekk“. Þetta era dekk sem fara bil beggja: sumarhjól- barðans og vetarhjólbarðans en ná ekki að sameina kosti þeirra beggja að fullu. Heils árs dekkin era vissulega betri til aksturs í snjó og hálku en sumardekkin og geta því verið allgóð- ur valkostur en era samt langt frá því eins góð og raunveruleg vetrardekk. Harðkorna- dekk og loft- bóludekk Enn hafa bæst við valkostir varðandi vetrar- dekkin nú á allra síðustu árum en það era harð- komadekk og „loftbóludekk“. Harðkoma- dekkin era ís- lensk uppfinning þar sem sérstök- um harðkomum er blandað í slit- sóla sólaðra hjól- barða. Þessi harðkomadekk hafa verið reynd undanfama vetur með góðum árangri og þar á meðal hjá Strætisvögnum Reykjavíkur en þar gáfú vagnstjórar þeim ágæta einkunn. Harðkomadekkin hafa að mörgu leyti svipaða eiginleika eins og negldir hjól- barðar við sumar akstursaðstæður en ekkert kemur í stað naglanna þegar mikill ís og snjór er á vegum nema þá helst gömlu góðu keöjurn- WMmKyd ar. Loftbólu- dekkin era I I enn önnur nýj- ung sem lofar »1 v (Jl góðu en þar er yfirborð slit- -,/j flatarins alsett H litlum loftból- I um- Þegar dekkið slitnar opnast alltaf nýjar og nýjar loftbólur sem gerir það að verkum að dekkið er eins og alsett litlum sogskálum sem leitast við að ná festu við yfirborð malbiksins og gildir þá litlu hvort malbikið er þurrt eða blautt, og eins ef yffrborðið nær að frjósa og mynda hálku. En það er sama hvaða dekk era sett undir bílinn, þau firra aldrei öku- manninn þeirri ábyrgð að haga akstri eftir aðstæðum svo komist verði hjá óhöppum. JR Hvernig er þetta eiginlega með Ijósin? Eineygðir bílar eru hættulegir í umferðinni, t.a.m. er vont að gera sér grein fyrir fjarlægð til þeirra, hvorum megin við heila Ijósið bíllinn er - eða er þetta kannski bara mótorhjól? Með vaxandi götulýsingu í og næst þéttbýli verða ökumenn sífellt óvanari að aka með full ökuljós og þurfa að skipta milli háa og lága geislans. Þó þurfa menn varla lengi að hugsa sig um til að sjá, vita og skilja hve óþægilegt og hættulegt er að aka með háu ljósin á móti annarri umferð. Ef við sjálf mætum bíl sem ekið er með háu ljósin á get- um við bent á það meö því að blikka aðeins með háu Ijósunum, meðan bilið er nógu mikið milli bílanna. Sé það orðið mjög stutt gerir aðeins illt verra - hættulegt hættulegra - að bregða þeim upp. Af tvennu illu er skárra að annar bílstjórinn (þú) sjá- ir einhverja smáglóru hvert hann er að fara heldur en að báðir séu staur- blindir. Ökumaðurinn sem við erum fokvond út í þegar svona kemur fyrir gerir sér sjaldnast grein fyrir að hann hafi gleymt að lækka ljósin og því er enn meiri hætta en ella á að hann snöggblindist ef skellt er á hann háu ljósunum á stuttu færi. Vissulega gerir glópska hans okkur glýju í augum en við vitum altént af því með lengri fyr- irvara og getum bragðist við því, til dæmis með því að draga mjög úr hraða eða jafnvel stöðva alveg. Ef við hins vegar mætum eineygð- um bíl, sem er alltof algengt, getum við gert viðkomandi ökumanni viðvart um að hann þurfi að skoða hjá sér ljósabúnaðinn með því að slökkva stutta stund á aðalljósunum en gæta þess að slökkva ekki stöðuljósin. Oft jparf ekki róttækari ráð en þetta til að benda þeim sem á móti kemur á að eitthvað sé athugavert við ljósabúnað hans. Þvi miður er alltaf talsvert um að menn hreinlega gefi skít í það þó þeir viti sig eineygða og/eða með kolvit- lausa Ijósastillingu. Þetta kemur t.a.m. fram hjá þeim sem aka mánuðum sam- an, jafhvel allan veturinn, með klesst hom þar sem annað framljósið ætti að vera og gera ekkert í málinu. Lögregl- an sem situr fyrir fólki á annatímum og hlýtur eins og aðrir að sjá þessa bíla í umferðinni, dag eftir dag, virðist heldur ekkert gera. Gott væri ef les- endur DV-bíla ættu gott ráð uppi í erminni gagnvart þessum skussum og létu í sér heyra með það. Þá er líka rétt að minna á að þoku- Ijós, hvort heldur er að framan eða aft- an, era aðeins ætluð til nota utan þétt- býlis. Einkum geta þokuljós að aftan verið bagalega sterk fyrir umferðina sem á eftir kemur og valdið óþarfa glýju. Þokuljós að aftan era góð á fjall- vegum í þoku en fyrir alla muni: slökkvið þau um leið og þið komið í betra skyggni og þéttbýli. -SHH Akstur í snjó: Þolinmæði og mýkt er betri en hestöfl Þegar óvænt snjóar á suðvesturhomi landsins vill stundum bregða svo við að mikið umferðaröngþveiti myndast, eink- um á helstu umferðarleiðum í Reykjavík. Oftar en ekki er ástæðan til þess að lang- ar raðir myndast að einn eða fleiri bílar eru algerlega vanbúnir til aksturs í snjó, á sléttum sumardekkjum og sitja fastir og spóla. En þaö eru ekki aðeins þeir sem eru á vanbúnum bílum sem valda stundum umferðartöfum, því jiess eru dæmi að ágætlega búnir bilar sitji fastir, og það jafnvel þótt snjór sé ekki sérlega mikill. Ástæðan er einfóld: Ökumenn kunna ekki allir að aka í snjó. Ökumenn úti á landi senda kollegum sínum hér á Reykjavíkursvæðinu stund- um háðsglósur þegar fréttir berast af því að umferðin hér hafi gengið illa vegna vanbúinna bíla eða ökumanna. Þótt þetta eigi stundum við rök að styðjast þá eru þetta að mörgu leyti órétt- mætar glósur. Á minni stöðum úti á landi eru miklu færri bílar, þar sitja menn ekki uppi með það vandamál sem salt og tjara hefur á dekkin svo þau spóli, en síðast en ekki síst er þar meiri snjór þannig að akstur í snjó er nokkuð sem allir venjast frá blautu barnsbeini og þeg- ar röðin kemur að því að aka í snjó eru allir á þessum stöðum tilbúnir til þess að takast á við slíkar aðstæður. Þolinmæði og mýkt Sú staðreynd að lítið hefúr snjóað í Reykjavík og nágrenni á síðustu árum hefúr orðið til þess að í umferðinni í dag er mikill fjöldi ökumanna sem aldrei hef- ur þurft að aka i miklum snjó. Það þarf því ekki mikið snjófól til þess að þessir ökumenn séu á hálum ís í þess orðs fyllstu merkingu. Ein helsta ástæða þess að óreyndum ökumönnum gengur illa að aka í snjó er óþolinmæði og sú staðreynd að flestir bíl- ar eru ágætlega aflmiklir þannig að það er auðvelt að stíga of fast á bensíngjöfina og þá fer billinn samstundis að spóla. Akstur í snjó kallar á sérstakt aksturs- lag, sem við skulum skoða nánar. Byijum á bíl með handskiptum gír- kassa. Þegar ekið er í snjó þarf að velja sér hraða við hæfi og vera i réttum gír, þannig að vélaraflið nýtist rétt, hvorki sé verið að ofgera vélinni né að hún sé kom- in á of háan snúning þannig að hjólin spóli. En stundum er snjórinn of mikill, fyr- irstaða myndast og billinn stoppar. Til að komast af stað aftur þarf að gefa hæfilega mikið inn og slaka kúplingunni hægt og rólega þannig að drifhjólin taki hægt á, án þess að spóla. Ef þetta heppnast. ekki og þess verðru vart að hjól, eða hjólin, séu farin að spóla þarf að stíga strax á kúplinguna og ijúfa tengslin á milli vél- arinnar og dreifrásarinnar. Ef bíllinn er fyrjaður að spóla í snjó, þarf oftar en ekki að iruggai honum fram og til baka til að losa hann og halda áfram. Þetta er gert með því að setja fyrst í afturábak, gefa aðeins inn og sleppa kúplingunni til hálfs. Þá taka drifhjólin rétt aðeins á og bílinn færist lítið eitt aft- urábak. Því næst er skipt snöggt yfir i fyrsta gir og leikur eindurtekinn og bíll- inn ruggar aðeins áfram, aftur sett í aft- urábak og kofl af kolli þar til að þessi ivagghreyfmgi fram og aftur er orðin nægilega öflug til að fa bílinn á hreyfmgu og hægt er að gefa aðeins meira inn og sleppa kúplingunni alveg og ná bílnum af stað. Sumir hafa ekki það lag á im®öf og kúplingu þannig að vélaraflið verður of mikið og bíflinn fer að spóla. Þá er gott ráð að setja bflinn þess í stað i annan gír og þannig fæst mýkra átak. Sé bfllinn sjálfskiptur ríður enn meira á að vera léttur á inngjöfmni, því þar er enn meiri hætta á að bfllinn fari að spóla ef gefið er of mikið inn. Sjálfskiptingin er hinsvegar einfaldari ef kafla þarf fram ivagghreyfmgui því auðvelt er að skipta á mflli áfram og afturábak. Sumar sjálfskiptingar eru með iholdi- takka sem gerir það að verkum að sjálf- skiptingin situr kyrr í þvf skiptistigi sem er valið hverju sinni, nokkuð sem getur komið sér vel í akstri og hálku, því ef ekið er í idrivei við slíkar aðstæður get- ur of rnikil inngjöf orðið til þess að drif- hjól eða hjólin fari að spóla og þá er ekki að spyrja að leikslokum, bfllinn gæti end- að úti í skurði. Æ fleiri sjálfskiptingar eru í dag bún- ar ispólvömi eða ákveðnu skiptimynstri tfl notkunar í akstri í snjó og hálku. Þetta skiptimynstur er tölvustýrt og vinnur oftast þannig aö í stað þess að taka af stað í fyrsta gír tekur hún af stað í öðr- um gír svo að átakið verður mýkra. Hnappur sem yfirleitt er með snjókrist- allsmerki er notaöur til að virkja þessa spólvöm eða vetrarmynstur í skipting- unni. En það sem fyrst og fremst skiptir máh við akstur í snjó og hálku er að sýna þolinmæði við aksturinn og vera ekki um frekur á bensíngjöfma. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.