Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 vsk-bílar og vetrarakstur 25 Er bíllinn tilbúinn til að mæta vetri? Oft er gott að úða kveikjulokið líka að innanverðu til að hindra rakaútleiðslu þar. Ef við göngum út frá því að aðrir hlutar kveikjubúnaðarins séu í lagi, kerti og platínur (ef bíllinn er með slík- ar, en flestir nýrri bílar eru búnir raf- eindakveikju) þá ætti hann að ijúka í gang eftir þessa aðgerð jafiit í frosti sem á rökum morgni. Mælt með vetrarskoðun Þeir eru örugglega fleiri bíleigend- umir sem ekki leggja út i miklar að- gerðir undir vélarhlífmni og þessum bíleigendum gefúm við eitt ráð, líkt og við höfúm þegar fjallað um hér í DV- bílum, en það er að hagnýta sér tilboð viðkomandi bílaumboðs um vetrar- skoðun. í þessum vetrarskoðunum eru öll þessi atriði, sem fjaliað var um hér að framan, skoðuð og endurbætt ef þörf er á auk þess sem ástand kælikerf- is, ljósa, þurrkublaða og margra ann- arra atriða er skoðað nánar. Ökumaðurinn líti í eigin barm Ekki er nóg að bfllinn fái sína vetr- arskoðun, ökumaðurinn verður lika að líta í eigin barm og kanna hvort hann sé tilbúinn í vetraraksturinn. Vetrar- akstur gerir miklu meiri kröfur til bíls og ökumanns en akstur á björtum sumardegi. Ökumenn ættu einnig að undirbúa sig undir vetraraksturinn. í bflnum ætti að vera lítil skófla, vettlingar og stígvél eða annar slíkur skófatnaður þvi það gæti hafa snjóað hressilega á meðan við sátum inni í leikhúsi eða kvikmyndahúsi í okkar fínasta pússi og ekki klædd til stórátaka við Vetur konung. Einnig er ágætt að hafa kaðal og startkapla í bílnum, ef ekki fyrir okkur sjálf þá til að geta hjálpað öðr- um í neyð. -JR - örlítil fyrirhyggja getur komið sér vel á köldum morgni framleiðir rafall bilsins of mikinn straum til þess að rafgeymirinn geti nýtt sér hann að fúllu og nær þvi aldrei fúllri hleðslu. í ffosti fellur orka rafgeymis niður í helming þess sem fúllhlaðinn raf- geymir gefur við bestu aðstæður. Það ríður því á að geymirinn sé ávallt í sem bestu ástandi. Einn helsti óvinur rafgeymanna er aftur- rúðuhitarinn sem er í flestum bílum. Hann tekur mikla orku og er oftast notaður í óhófi. Slökkvið því á aftur- rúðuhitaranum um leið og hann hefur brætt ísingu á aftur- rúðunni. Með þvi tryggjum við kannski svolitinn aukaskammt af raforku á rafgeymin- um þegar við gangsetj- um bílinn að morgni. Er bfllinn morgun- latur? Ef vélin snýst og snýst þegar við snúum kveikjulyklinum án þess að fara í gang er orsökin oftast galli í kveikjukerfi vélarinnar. Þeir sem ein- hveija nasasjón hafa af vélbúnaði bíls- ins geta oftast lagfært gallann sem byggist á raka einhvers staðar á kveikjuþráðum eða í kveikjuloki. Til eru úðabrúsar til að úða á kveikjukerfi bíla svo að þeir komist í gang við aðstæður sem þessar. Þá þarf aðeins að bíða í nokkrar mínútur eftir að efiiinu hefur verið úðað yfir og síð- Algengt er að bílar fari ekki í gang vegna þess að neistar hlaupa eftir kertaþráðunum. Orsökin er raki sem sest í óhreinindi og hægt er að draga úr þessu með því að þurrka reglulega af þráðunum. an á að vera hægt að ræsa vélina. Þess- ir úðabrúsar gera ekki við gallann en gera sitt til þess að hægt sé að koma bflnum á verkstæði og þar að komast fyrir vandann. Eina raunhæfa aðgerðin er að hreinsa alla hluta kveikjukerfisins vel. Rakinn sest fyrst og fremst í ryk og drullu á kveikjukerfmu og orsakar þar með útleiðslu. Þegar búið er að hreinsa þessa hluti þá er öruggast að úða vel yfir allt kveikjukerflð með sili- konefni sem hindrar rakamyndun og að rakinn komist inn í kveikjukerfið. Þótt lítið hafi borið á vetri hér sunn- anlands fram að þessu getur enginn sagt fyrirfram um það hvenær hann skellur á með fúllum þunga eða hvort hann verður þungur eða kaldur. Við höfúm þegar séð í fréttum að í öðrum landshlutum er veturinn þegar farinn að knýja dyra með snjóflóðum á vegi og tilheyrandi. Til að mæta slíkum vetri þarf bfllinn að vera i fullkomnu lagi og hér á eftir verður farið yfir nokkur atriði sem skipt geta máli. Ef bfllinn vill ekki fara í gang Ef ekkert gerist þegar kveikjulyklin- um er snúið er orsökin oftast sú að raf- geymirinn er rafmagnslaus. Stundum sem betur fer er orsökin aðeins laust geymasamband. Þá er nóg að hreinsa pólinn á rafgeyminum, herða klemm- una vel og rafmagnið getur streymt án hindrunar. Önnur ástæða rafmagnsleysis er of slök viftureim sem gerir það að verk- um að rafallinn framleiðir ekki nægi- lega mikinn straum til að halda í við rafinagnseyðslu bílsins og endirinn verður sá að rafgeymirinn tæmist. Best er að kanna hvort viftureimin sé nægilega strekkt með því að þrýsta á hana með fingri. Ef hún gengur meira en fmgurbreidd niður þá er hún of slök og það þarf að herða hana betur. Ef rafgeymirinn hefur tæmst að fullu þá er í raun ekki nóg að fá start hjá nágrannanum og fara síðan að aka, því tómur rafgeymir er um átta stund- ir að fá fulla hleðslu aftur og þá er mið- að við að hann sé þá hlaðinn í til þess gerðum tækjum á rafgeymaverkstæði. Sé rafgeymirinn hlaðinn í bflnum þá Mikilvægt er að viftureimin sé nægilega vel strekkt því aukið álag er á raf- kerfi bflsins vegna aukinnar notkunar á rafmagni að vetri. Þetta er hægt að skoða með því að ýta fingri á reimina og ef hún færist um meira en einn sentímetra er hún of slök. Akstur í snjó og hálku: Mikilvægt að dekkin séu hrein pækilinn á götum Reykjavíkur að hafa það í huga að hreinsa dekkin áður en lagt er heim aftur því of mörg dæmi eru til þess að bfll sem sat eins og klett- ur á veginum á leið til Reykjavíkur hafi endað úti í skurði á leiðinni heim vegna þess að dekkin voru búin að missa allt veggrip vegna tjöru. -JR Hægt er að fá dekkjahreinsi á bensínstöðvum, dekkjahreinsirinn frá Sámi hefur reynst vel. Margir bíleigendur hafa lent í því að bfllinn þeirra hefúr setið fastur og spólað og það jafnvel þótt hann hafi verið búinn nýjum góðum snjódekkj- um og ekki svo mikill snjór. Ástæðan tfl þessa er mjög einfóld: Tjara hefúr sest á dekkin og þegar það gerist þá virkar hún eins og besta bón - dekkin missa nánast allt veg- grip og þau byrja að spóla. Mikill saltaustur á göt- ur og umhleyp- ingar í veðri valda því að tjaran úr mal- bikinu leysist upp og finnur sér þess í stað samastað á lakk- inu á bílunum en ekki síður á hjólbörðunum en gúmmí og tjara eiga ágæta samleið. Þegar tjaran sest á yf- irborð dekkj- anna þá myndar hún glatta húð sem virkar eins og besti skíðaá- Besta aðferðin er að nota gamla upp- þvottaburstann úr eldhúsvaskinum sem hættur er að gegna sínu hlutverki við diska og pottaþvott. Með því að hella smálögg af White Spirit eða „þvottaefninu“ í krukku og dýfa burst- anum í vökvann er hægt að bursta dekkin án þess að of mikið af meng- Þegar dekk eru þvegin með dekkjahreinsi að vetri kemur vel í Ijós hve mikii tjara sest á þau því tjöruslóðin leynir sér ekki þegar ekið er af stað eftir hreinsunina. burður á dekkin. Það þarf því lítinn snjó til þess að dekkin byiji að spóla. Því er það mikilvægt að hreinsa dekk- in reglulega og til þess er hægt að nota „White Spirif' sem hægt er kaupa á næstu bensínstöð en einnig eru til á flestum bensínstöðvum sérstök „tjöru- þvottaefni", sum jafnvel nokkuð vist- mild. Algengast er að dekkjaþvottaefiiin séu í brúsum með áfastri úðadælu. Það er býsna þægilegt að úða yfir dekkið en þá gerist það jafnframt að við meng- um umhverfið vegna þess að góður hluti af efninu lekur niður samhliða því að leysa tjöruna af yfirborði dekkj- anna. andi vökvanum leki niður og mengi umhverfið. Aðrir hafa þann hátt á að bleyta tvist með White Spirit og nudda tjöruna af dekkjunum. Með þessu lek- m- alltaf eitthvað af efninu niður og á eftir kemur vandamálið hvað á að gera við oliublautan tvistinn sem auðvitað lendir i heimilissorpinu. Betra hefði verið að Gatnamálastjórinn hefði áfram boðið upp á tjöruhreinsun dekkjanna í hverfisstöðvum sínum eins og boðið var upp á fyrir allmörg- um árum í stað þess að bileigendur hefðu þurft að menga umhverfíð heima við hús. Sérstaklega mikilvægt er fyrir utan- bæjarmenn sem leggja leið sína í salt- Fjarstart _j - ' fyrir atla bíla, einniq dieselbíla heitum bít... ~,",'íáéÆl6í§.'RÍiíh'MSé.'í ' 1 " Vcrd frá kr. 150-500mdrœgni Umboðsaðili T’JlTE'H Sólheimar 29-33 /ÆLrLL S:588-9575 iÍ2íI^!£j Fax:588-9574 *.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.