Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 12
26 vsk-bílar og vetrarakstur MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 IjV - segir Nanna Guðmundsdóttir sem notar Yaris í vinnunni Nanna Guömundsdóttir er sölu- maður hjá Tal hf. og bíllinn sem hún hefur til umráða er af gerðinni Toyota Yaris. „Það er ekki langt síð- an við fengum þessa bíla - ég held það hafi bara verið 1. ágúst,“ segir Nanna. „Áður vorum við með Toyota Corolla og Nissan Almera en ég verð að segja að við þau verkefni sem við erum að leysa finnst manni þeir gömlu bara hafa verið algjörir sleðar borið saman við Yaris. Per- sónulega finnst mér ekki spuming að fyrir sölumenn, sem oftast eru einir í bilnum og jafnvel með lítinn vaming, sé það eina rétta að vera á svona litlum bílum, snöggum og liprum sem hægt er að smeygja alls staðar. En svo höfum við líka reynslu af þvi að þegar þarf að hlaða þá kemst ótrúlega mikið fyrir í þeim. Ein fyrsta ferðin var til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina og þá þurftum við að vera með mikið dót með okkur. Það komst allt auðveld- lega fyrir í þessum bílum þó þeir líti út fyrir að vera litlir - og hefði mátt vera meira. Sölusvæöi mitt er höfuðborgar- svæðiö og raunar allt suðvestur- homið, út á Suðumes og austur fyr- ir flall. Það er að vísu allt á malbiki en það er sama sagan á lengri leið- um eins og hérna innanbæjar: Yarisinn er billinn sem passar alveg nákvæmlega í verkefnið og er sá skemmtilegasti af þessum litlu buddum sem ég hef kynnst." -SHH Snöggir og liprir og hægt aö smeygja þeim alls staðar, segir Nanna Guð- mundsdóttir. „Lípur og snar í snúningum" - segir Vilhjálmur Aðalsteinsson um Daewoo Matiz vsk-bílinn sinn Vilhjálmur Aðalsteinsson er verkefnastjóri hjá byggingafyrir- tækinu Fagvangi ehf. og fer milli vinnustaða að líta eftir verkefnum. „Ég er nýkominn á Daewoo Matiz,“ segir Vilhjálmur, „búinn að vera á honum í mánuð eða svo. Þetta var fyrsti Matiz-bíllinn sem búinn var út og afgreiddur sem vsk-bíll. Mitt verkefni er að transporta verkfærum og líta eftir þeim verk- um sem við erum að leysa af hendi og þessi bill hentar mjög vel í það. Hann er raunar afar skemmtilegur og bæði gott og gaman að aka hon- Hávaxinn maður Vilhjálmur, en rúmast vel í Matiz og fær ekki í bakið af honum. Mynd DV-bílar um, hann er svo lipur og snar í snúningum. Ég er nú frekar stór maður en ég fæ ekki í bakið af að aka þess- um bíl og hef alls ekki á til- fínningunni að hann sé lít- ill. Fyrir utan að geta flutt verkfæri milli staða nota ég bílinn aðallega til að koma sjálfum mér á milli verka hér á höfuðborgarsvæðinu og fer vítt um, vikukeyrslan hjá mér er 8-900 kílómetrar. Þetta er oft enginn sparakst- ur, ég hef gaman af að koma dálítið við pinnann svona á ljósum og svo- leiðis og þetta rótvinnur, en samt kemur hann afar vel út, ég held hann sé ekki yfir 6 lítrum á hundraðið. Ég var áður á Nissan Sunny en hann var nú orðinn gamall og þreytt- ur, greyið. Ég_ held að ég noti helm- ingi minna bensín á þennan og það er þar að auki svo þægilegt að setjast inn í hann að ég fær aldrei í bakið eins og var nánast orðin regla með þann gamla. Svo situr maður hátt og vel og hefur góða yfirsýn." -SHH Eina rétta að vera á svona litlum bílum „Ég fer aldrei af Nissan" - segir Sæberg Guðlaugsson sendibílstjóri Sæberg Guðlaugsson sendibíl- stjóri notar Nissan Trade kassabíl í vinnunni: „Ég er mjög ánægður með hann,“ sagði Sæberg. „Hann er góður fyrir sína þyngd en myndi henta mér enn betur ef hann væri stærri og ég er núna að athuga með að fá mér stærri bíl, 8 tonna. Já, auðvitað Nissan. Ég fer aldrei af Nissan - ég hef haldið mig við hann núna í tugi ára og ekki keyrt annað. Það er þannig að þegar maður hefur fundið eitthvað gott heldur maður sig við það og er ekkert að prófa eitthvað annað upp á von og óvon. Ég hef verið sendibílstjóri í þrjú ár, var áður með Nissan Urvan en fékk mér svo Trade fyrir tveimur árum. Vélin í þessum bílum er al- veg sérstök, mjög kraftmikil og sparneytin. Ég er búinn að aka þess- um bíl 76 þúsund kílómetra og það er óhætt að segja að viðhaldið hafi verið í lágmarki. Það er afskaplega gott að aka þessum bílum, þeir eru svo langir milli hjóla og liggja svo vel. Öku- mannshúsið er kannski í þrengra lagi en sleppur alveg. Samt verð ég að segja að nýja útgáfan af þessum bíl er miklu fallegri og með rýmra hús. Ég sá hana úti á Spáni um dag- inn, þeir eru mikið með svona bíla þar. Ég er með hurðir á báðum hliðum á kassanum sem er mjög hentugt. Gólfið er lágt og gott að vinna við það þó það skipti minna máli síðan þessir bílar fóru að vera með lyftu.“ Er sæmilegt upp úr þessu að hafa? „Það getur verið sæmilegt, fer dá- lítið eftir því hvað menn stunda þetta vel. Það er með þetta eins og ýmislegt annað, það fær enginn neitt nema bera sig eftir því. Þetta er ekki vinna sem sækir mann heim.“ -SHH „Þegar maður hefur fundið eitthvað gott er maður ekki að prófa eitthvað annað upp á von og óvon,“ segir Sæberg Guðlaugsson. Mynd DV-bílar CC NCEPT Bón- og bílahreinsivörur ibrað ISLAKK HF. sérverslun með bónvörur I VERTU VIÐBUINN VETRINUM JiVflcfð úrval af vetrardekkjun Umfelgun - Smurþjónusta BJBJMitnEHK Langatanga 1 a - Mosfellsbæ - Sfmi 566 8188 Bón og þvottastöðin Hjá Jobba Skeifan 17 Fljót og góð þjónusta með úrvals efnum. Við kappkostum að vanda vinnuna og skila þér bílnum spegilgljáandi. Opið 9-18 mánudaga-föstudaga Pantið tíma í síma 568 0230 Bílarnir eiga að vera góður vinnustaður - segir Hjörtur Hjartarson hjá Selecta I Boxernum er hægt að ganga uppréttur um farm- rýmið, segir Hjörtur Hjartarson. Mynd DV-bílar Hjörtur Hjartarson er fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaþjónust- unnar Selecta ehf. sem notar Peu- geot-bila til sinnar starfsemi. „Við erum með fjóra Peugeot, tvo stóra Boxerbíla og tvo minni Partner. Svo erum við að fá þriðja Boxer- inn,“ sagði Hörtur í viðtali við DV. „Elstu bílarnir eru nú orönir tveggja ára og hafa komið mjög vel út og líkað prýðisvel. Verkefni okkar eru einkum fólgin í því að flytja vaming út í fyrirtækin og fylla á sjálfsala og fylgjast með þeim. Við getum nefnt að við sjá- um um sjálfsalana sem selja kók en fyrir utan gosdrykki er mikið flutt af samlokum, kaffi og sæl- gæti. Boxerbilamir eru notaðir fyrir stærri verkefnin en Partner1 bílarnir fyrir þau minni og henta báðir vel fyrir það sem þeir eru að gera. Selecta tók til starfa árið 1995 og framan af leystum við okkar bíla- mál með öðrum hætti en þegar kom að þvl að leysa þau til fram- búðar leituðum við álits hjá Sel- ecta i Evrópu sem eru þar mjög stórir rekstraraðilar. í ljós kom að Peugeot voru mikið notaðir þar og líkuðu vel. Þegar farið var að vega saman kosti og verð varð niður- staðan hjá okkur að fara eins að og við sjáum ekki eft- ir því. Það er mikið at- riði þegar verið er að velja bíla sem i raun eru vinnu- staður bílstjór- anna allan vinnu- daginn að þeir séu góður vinnustað- ur. Það er mjög gott að umgangast þessa bíla. Boxer- bílarnir, þeir stóru, eru mjög rúmgóðir og hægt að ganga upprétt- ur um farmrýmið i þeim. Þeir litlu eru mjög þægilegir líka og rúmgóðir fyrir sína stærð. í þeim er m.a. hægt að leggja niður bakið á farþegasætinu og þá er þar komin skrifborðsaðstaða - það hefur komið sér mjög vel.' -SHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.