Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 13
MIÐVTKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 vsk-bílar og vetrarakstur 27 $ SUZUKI /A------- SUZUKI SÖIUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 2617. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavlk: BG bllakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00. SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is - segir Örn I. Jóhannsson um Volkswagen Transporter bílinn Þægilegur bæjarjeppi Ekta óbyggðajeppi öm I. Jóhannson er einn þeirra sem ekur sendibíl merktum DV - nú Volkswagen Transporter. „Þessi er númer tvö í röðinni hjá mér síðan lík- lega 1992,“ segir Öm. „Og ef allt fer að óskum er sá þriðji væntanlegur áður en langt um líður. Mér hafa líkað þessir bílar mjög vel í alla staði. Þeir em þægilegir í keyrslu og góðir í snjó - einstaklega góðir á langleiðum. Það er afar góö vinnuaðstaða í þeim og þægileg sæti. Ég lét ganga þannig frá honum að vsk- grindin er bara fyrir aftan bQstjóra- sætið þannig að ég get gengið beint aftur í bílinn án þess að fara út. Einn Transporterbílanna hjá DV er með bekk frammi í og hann er ekki nærri eins þægilegur. Bíllinn er með hurðir á báðum hlið- um og ég nota þær báðar mjög mikið. Það verður einhvem veginn þannig að maður hleður hann hægra megin en tekur út úr honum vinstra megin. Þá þarf ekki að hlaupa í kringum bíl- inn, hurðin er sömu megin og maður fer út úr honum. Þessir bílar hafa líka staðið sig mjög vel. Sá gamli fór í 270 þúsund kúómetra og það þurfti að taka upp ol- iuverkið í honum þegar hann stóð í • ABS-hemlavöm* • Aðaljós stillanleg úr ökumannssæti • Álfelgur* • Barnalæsingar • Benslnlúga opnanleg úr ökumannssæti • Framdrif tengjanlegt á allt að 100 km hraða • Geymsluhólf undir framsætum • Haeðarstillanleg belti með forstrekkjurum • Höfuðpúðar á fram- og aftursætum • Litaðarrúður • Rafdrifin sóllúga* • Rafdrifnar rúðuvindur • Rafstýrðir útispeglar • Samlæsingar á hurðum • Snúningshraðamælir • Stafræn klukka • Styrktarbitar I hurðum • Tveir öryggisloftpúðar • Tvlskipt, fellanlegt aftursætisbak • Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi • Vökvastýri • Þakbogar • Þjófavöm • Þrívirk inniljós og kortaljós * Aukabúnaður 250 þúsund. Sá sem ég er á núna er kominn í 150 þúsund og það er ekki einu sinni farin kúpling í honum. Það eina sem vill svolítið fara eru rofar og svo þarf að endumýja spindla og stýr- isenda nokkuð reglulega. Annars er ekki hægt að segja að þeir hafi bilað mikið. Ég hef ekkert nema gott um þessa bíla að segja. Auk þess að vinna á þeim dag út og dag inn átti ég Tran- sporter sjálfur sem einkabíl í fjögur ár. Það var einstaklega gott að ferðast á þeim bíl, þetta er eins og hugur manns úti á vegi.“ -SHH Ekki bara á Transporter í vinnunni heldur átti líka Transporter sem einkabíl í fjögur ár - Örn I. Jóhannsson. Sjálfstæð grind, hátt og lágt drif, 5 gíra handskipting eða 4 hraða sjálfskipting, 2.0 1 eða 2.5 1V6 vél. Verðfrá 2.179.00 kr. ... og mundu, þú getur alltaf breytt * Grand Vitara í jöklajeppal Snjódekk: Sóluð eða ný? Á hverju ári fær umsjónar- maöur DV-bíla margar fyrir- spurnir um snjódekk og þá eink- um hvort nota eigi frekar ný eða sóluð snjódekk. Við þessu er ekkert einfalt svar. Sóluðu snjódekkin hafa reynst mjög vel og kosta vissu- lega minna en ný dekk. Á hitt ber líka að líta að mjög mikil breidd er í nýjum snjódekkjum og nú fást þau á verði sem nán- ast mætir þeim sóluðu. Val á snjódekkjum (og dekkj- um yfirleitt) fer mikiö eftir akst- urslagi hvers og eins og ytri að- stæðum. Fjölmargir aka tiltölu- lega litið, einkum að vetrarlagi, og fyrir þessa ökumenn munar ekki miklu hvort notuð eru ný eða sóluð dekk. Aðrir ökumenn aka mikið (og stundum hratt) og fyrir þá eru ný dekk oft betri kostur. Undirritaður hefur notað ein- falda reglu sem svar til þeirra sem spurt hafa um hvort beri að nota: Ef viðkomandi á nýjan bíl sem kostað hefur kannski vel á aðra milljón þá er það harla skrýtinn sparnaður að spara einhverja þúsundkalla á þeim búnaði bílsins sem skiptir einna mestu máli um aksturshæfni. Ef viðkomandi er hins vegar á gömlum bíl sem búið er að hrista það fínasta úr skiptir dekkjabúnaður ekki eins miklu um aksturseiginleika bílsins, en samt verða þau að vera í lagi til að öryggi sé tryggt. Ökumenn verða samt aö hafa það í huga að þótt þeir hafi keypt dýr og góð snjódekk hafa þeir ekki keypt sér meira öryggi en það sem þeir sjálfir skapa sér með réttum akstursaðstæðum hverju sinni. Akstri ber ávallt að haga eftir aðstæðum. „Góðir í keyrslu og góð vinnuaðstaða"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.