Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Faöirinn sem var sýknaður í Hæstarétti um kynferðisglæp: Ég er saklaus - Guð hjálpi ykkur - afburðagreindur og hættulegur, segir móðurbróðir meints fórnarlambs „Það er eins með þessa lífs- reynslu og aðrar - brátt verður hún fortíð. Ég er saklaus og við alla þá sem málið snertir og einnig hina sem nú þyrla upp moldviðri yfir dómi Hæstaréttar vil ég segja þetta: Guð hjálpi ykkur,“ sagði maðurinn sem nýverið var sýknaður í Hæsta- rétti af kæru dóttur sinnar um kyn- ferðislega misnotkun. Áður hafði maðurinn, sem er 49 ára, verið dæmdur í tvígang í undirrétti til fangelsisvistar vegna sömu kæru. Síst of þungir dómar... „Ég var fyrst dæmdur 1. aprO 1998 i 3 1/2 árs fangelsi í Héraðsdómi og 2. júlí 1999 í 4 ára fangelsi eftir að mál- ið hafði verið sent þang- að aftur úr Hæstarétti. Síðan sýknaði Hæsti- réttur mig og í fram- haldi af því get ég að- eins vonað hið besta. Ef þetta væru sannar sakir sem upp á mig hafa ver- ið bornar þá tel ég sjálf- ur að dómar Héraðs- dóms hafi síst verið of þungir. En ég er saklaus," sagði faðirinn i samtali við DV í gær. Móðurbróðir stúlkunnar sem bar fóður sinn sökum um kynferðislega misnotkun er hins vegar ekki í vafa um sekt fyrrum mágs síns: „Maðurinn er afburðagreindur og þess vegna enn hættulegri en ella. Ég man enn þá nótt þegar stúlkan sem hér um ræðir, frænka mín, hringdi í mig skelfmgu lostin og bað um hjálp. Þegar við konan mín komum á heimOi hennar og systur minn- ar höfðu þær mæðgur læst sig inni í kjallara- ganginum af ótta við fjölskylduföð- urinn sem hafði ætlað sér að þagga málið niður með hörðu. Hann var hins vegar á bak og burt þegar við komum og ég lét það verða mitt fyrsta verk að skipta um skrár í allri íbúðinni. Hann hefur ekki sést á heimOinu síðan,“ sagði móður- bróðirinn. Ekki hún líka! í framhaldi af þessum atburði skOdu hjónin og það var ekki fyrr en tveimur árum síðar, þegar faðir- inn krafðist þess að fá að sjá yngri dóttur sína hálfsmánaðarlega, að eldri dóttir hans lét tO skarar skríða og kærði hann fyrir kynferðislega misnotkun. „Fyrst ætlaði frænka mín að láta málið kyrrt liggja en þegar henni varð ljóst að yngri systir hennar gæti verið á leið til fóður þeijra fómaði hún höndum og sagði: „Ekki hún líka!“ Þetta var upphaf þessa máls sem nú hefur verið tO lykta leitt í Hæstarétti. Þeim dómi er ekki hægt að áfrýja," sagði móðurbróðir stúlkunnar. -EIR Hæstiréttur - sýknaði þrátt fyrir tvo fangelsis- dóma í undirrétti. Undirskriftasöfnun: Um- hverfis- vinir Undirskriftasöfnun um kröfú á að Fljótsdalsvirkjun verði sett í lög- formlegt mat á umhverfisáhrifum var hleypt af stokkunum í gær. Eins og DV hefur greint frá hefúr undir- búningur staðið yfir undanfamar vikur. Engin umhverfis- né félaga- samtök standa að söfnuninni, held- ur er um að ræða framtak aO- margra einstaklinga sem starfa undir heitinu Umhverfisvinir. Söfh- unin er þverpólitísk og á landsvísu. Framkvæmdastjóri hennar er Jak- ob Magnús Frímannsson, en einnig verður talsmaður Ólafur F. Magnús- son, læknir og borgarfulltrúi. -JSS Vel var mætt á stofnfundinn og mátti sjá þar mörg þekkt andlit. Á myndinni eru fremstir Olafur Örn Haraldsson alþingismaður, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands, og Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélagsins. Undirskrift- um má koma á framfæri ítölvupósti, Umhverfisvinir@mmedia.is, í síma 595 5500 eða 533 1180 eða á faxi 5331181. DV-mynd E.ÓI. Kristinn H. Gunnarsson: Vill enn afnema fasteignaskatt - sveitarfélög fái hlut af virðisauka í staðinn „Já, ég er enn þá sömu skoðunar og beitti mér meðal annars fyrir þvi fyr- ir kosningarnar að taka það mál upp og það fór inn í stjómarsáttmálann," segir Kristinn H. Gunnarsson, for- maður þingflokks framsóknarmanna. Kristinn lagði á sínum tíma fram tvö frumvörp með Svavari Gestssyni um að afnema fasteignaskatt þegar hann var í stjómarandstöðu. „Já, þetta var frumvarp um að afnema fasteigna- skatt af íbúðarhúsnæði og skoðanir mínar hafa ekki breyst í þeim efnum. Til- Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. lagan gekk út á það að fasteignaskattar yrðu tekjustofn ríkisins, yrðu sameinaðir eignasköttum en sveitarfélögin fengju í staðinn hlutdeild í virðis- aukaskatti sem er þægi- legri skattstofn fyrir þau. Þetta fór sem sagt inn í stjómarsáttmálann núna og þar er kveðið á um að á kjörtíma- bilinu verði fasteignaskattar lækk- aðir þannig að þeir verði lagðir á fasteignamat alls staðar í stað þess að leggja á uppreiknað verðmæti íbúðarhúsnæðis eins og það væri ef það væri þar sem verðið er hæst, þ.e. Reykjavík. Það miðar sem sagt áleiðis í málinu," segir Kristinn. -hdm Nýtt hverfi í Grafarholti: Bygging hefst á næsta ári - 4500 manna hverfi byggist upp á 4-5 árum Bygging nýs hverfis í Grafarholti var kynnt á blaðamannafundi í gær. Er ætlað að um 4500 manns muni búa í nýja hverfinu í um 1500 íbúð- um. Hverfið er fyrsta íbúðahverfið austan Vesturlandsvegar og verður byggingarrétti úthlutað eftir um- sóknum annars vegar og eftir útboð hins vegar en lágmarksverð mun gilda við útboð. Lóðum fyrir fyrstu 600 íbúðirnar verður úthlutað nú fyrir áramót og í byrjun næsta árs, en búist er við að hverfið byggist upp á 3-4 árum. Lágmarksverð fyrir einbýli verð- ur 2,7 milljónir, 1,8 milljónir fyrir parhús, 1,65 fyrir raðhús og 530 þús- und krónur fyrir íbúð í fjölbýli. Eru gatnageröargjöld innifalin í þessu verði. Framkvæmdir við gatnagerð eru þegar hafnar og má búast við að lóðimar verði byggingarhæfar á næsta ári. -hdm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnti deiliskipulag nýs hverfis í Grafarholti á blaðamannafundi í gær. Hverfið verður fyrsta íbúðahverfi Reyk- víkinga austan Vesturlandsvegar. DV-mynd E.ÓI. Ný málsókn útilokuð Að sögn Boga Nilssonar ríkissak- sóknara kemur ekki til greina af ákæruvaldsins hálfú að efna til nýrrar málsóknar gegn manninum sem sýknaður var á dögunum af ákæru um grófa kynferöislega mis- notkun gagnvart dóttur sinni. Dagur sagði frá. Krefst umhverfismats Vigdís Finn- bogadóttir, fyrr- verandi forseti íslands, segist telja það ákaf- lega mikilvægt að fram fari óhlutdrægt, lög- formlegt um- hverfismat á áhrifum Fljótsdals virkjunar. Hún segist skilja vel hagsmuni Austfirðinga en telja að ekki skuli anað að neinum fram- kvæmdum sem ekki er hægt að bæta. 19-20 greindi frá. Kerið enn óselt Innan við 10 aðilar greindu eig- endum Kersins frá áhuga sínum á að kaupa náttúruperluna í Gríms- nesinu og hafa nú fengið tilboðslýs ingu i hendur. Hinir áhugasömu hafa nú frest til 22. nóvember til að senda inn ákveðin tilboð í Kerið. Dagur sagði frá. Norðurál tvöfaldað Nokkurra milljarða króna stækk un álvers Norðuráls á Grundartanga um helming verður að veruleika innan næstu tveggja ára með samn- ingi Landsvirkjunar og Norðuráls um orkusölu til álversins. Samning- ur milli Landsvirkjunar og Norður- álsmanna var undirritaður í Banda- ríkjunum undir lok seinasta mánað- ar og Landsvirkjun mun því ekki fresta ffamkvæmdum við Vatnsfells- virkjun sem mun sjá um orkuveitu til álversins. 19-20 sagði frá. Vín á Alþingi Fimm þingmenn Samfylkingar hafa lagt fram á Alþingi þingsálykt- unartillögu um að fjármálaráðherra verði falið að skipa nefnd er vinni að endurskoðun reglna um sölu áfengis svo að heimila megi sölu á léttum vínum og bjór í matvöruverslunum. Mbl. sagöi frá. Á Elísabet Dettifoss? Hugsanlegt er að sum þeirra vatnsréttinda sem seld voru úr landi af Einari Benediktssyni í byijun aldarinn- ar séu komin í eigu bresku krún- unnar. Samkvæmt breskum lögum falla eigur félaga sem leggja upp laupana, eins og öll þau félög sem Einar stofnaði á Englandi gerðu, í hendur bresku krúnunnar. Að hluta eru vatnsréttindin í Jökulsá á Fjöll- um og Dettifossi. Mbl. sagði frá Bótaþegum snarfækkar Fjöldi þeirra sem fá bamabætur á þessu ári er einungis 41.391 en var 70.105 árið 1997, árið sem ákveðið var að tekjutengja barriabætur að fúllu. Ennfremur hefur heildar- kostnaður ríkisins vegna bamabóta lækkað úr 4,8 milljörðum króna áriö 1997 í 3,8 milljarða í ár. Mbl. sagði ffá. Ofúrstaðgengill Sólveig Péturs- dóttir, dóms- og kirkjumálaráð- herra, var stað- gengill fimm ráð- herra Sjálfstæðis- flokksins í vikunni er þeir vom á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Mbl. sagði frá. Fleiri til útlanda Um 212 þúsund íslendingar komu heim úr utanferð fyrstu tíu mánuði ársins, eða nær 25 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Þá bætast við uir 40 þúsund manns síðustu tvo mán uði ársins, þannig að væntanlega em ekki færri en 45 þúsund ókomn ir heim áðm- en árið 2000 gengur i garð. Sýnist þannig flest benda til af hátt í 260 þúsund manns bregði séi til útlanda á árinu. Dagur sagði ffá. -GAB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.