Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 Fréttir Vélstjórar æfir vegna óska útgerðarmanna um að manna fiskiskip útlendingum: Enga Pólverja - segir Helgi Laxdal. Vandræöaástand á flotanum, segir Kristján Ragnarsson ekki,“ segir Kristján. „Við berjumst gegn innflutningi á erlendum vélstjórum af láglauna- svæðum með öllum þeim tækjum og tólum sem við höfum yfir að ráða,“ segir Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Islands, um fyrirspurn Landssambands íslenskra útgerðar- manna varðandi undanþágur fyrir pólska vélstjóra til að manna ís- lensk fiskiskip. Illa hefur gengið að manna fiskiskipaflotann með rétt- indavélstjórum og hafa útgerðar- menn óskað eftir starfsleyfi fyrir Pólverja til að sinna vélstjóm á frystitogara. Helgi segir að Vél- stjórafélagið mæti þessum óskum af hörku og svarið sé þvert nei. „Við neitum þessu einfaldlega vegna þess að þeir útgerðarmenn sem tilbúnir eru að greiða markaðs- laun fá vélstjóra tfl starfa. Markaðs- laun hér á landi em lægri en gerist í kjarasamningum hjá færeyskum vélstjórum sem starfa hjá græn- lenskum útgerðum. Vilji þeir nýta sér pólska vélstjóra hafa þeir ftdla heimOd tO að flytja sinn rekstur tO PóOands," segir hann. Helgi boðar að gangi útgerðar- menn fram með kröfuna taki vél- stjórar upp baráttu gegn því að út- gerðarmenn eigi kvótann en fram að þessu hafa vélstjórar stutt kvóta- kerfið. „Útgerðin hefur einkaleyfi á veið- um innan lögsögu. Það gengur ekki að þeir nýti sér þetta sérleyfi til að manna skipin með útlendingum. Við leggjum frekar til að útgerðar- menn verði sviptir sérleyfmu en að samþykkja þessi áform,“ segir Helgi. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útgerðarmanna, sagði í samtali við DV að víða hefðu verið vandræði að manna skip. „Við erum í miklum vandræðum með vélstjóra. Það kemur tO af góðu atvinnuástandi og þegar vélstjóra býðst vel launað starf í landi þá tekur hann því. Þá hefur Vélskólinn ekki útskrifað nægOega marga vélstjóra og við erum að lenda í vandræðum vegna þess. Við hljótum eins og aOir aðrir að sækjast eftir því að fá er- lenda starfsmenn tO að geta haldiö skipunum á sjó. Ef viðkomandi stétt- arfélag getur ekki skaffað mann í viðkomandi starf þá hefur reglan verið sú að at- vinnuleyfi hefur aUtaf verið veitt," segir Kristján og bendir á að þeir útlendingar sem þannig kæmu tO starfa fengju laun Auglýsti DV, Vesturlandi: í síðustu viku auglýsti hákarla- bóndinn HOdibrandur Bjamason í Bjamarhöfn að hann bráðvantaði hákarl þar sem hann átti von á frönskum kvikmyndagerðarmönn- um tO að gera heimOdarmynd um hákarlaverkun hans. í fyrramorg- un var HOdibrandur að sækja 7 há- samkvæmt ís- lenskum kjara- samningum. „Þeir fengju sömu laun og okk- ar menn hafa á hverju því skipi sem ætti í hlut. Við erum aðeins að sækjast eftir nauðsynlegu vinnuafli en öðru karla sem togarinn Breki kom með tfl Ólafsvíkur. Vegna væntanlegrar myndatöku fær Hildibrandur að þessu sinni hákarlinn með haus og innyflum og vegur þá hver hákarl frá 700 kflóum og upp í eitt tonn. Myndatökuliðið franska fær því að fylgjast með því þegar HOdibrand- m- gerir að hákarlinum og. býr hann undir verkun sem tekur Kristján segir að Vélstjórafélagið hafi ekkert úrslitavald um það hvort erlendir vélstjórar fái atvinnuleyfi hérlendis. Það sé alfarið á valdi sam- gönguráðuneytis að veita slík leyfi. „Vélstjórafélagið hefur umsagnar- rétt í málinu en ráðuneytið þarf ekki að fara eftir þeirri umsögn. Ég trúi ekki öðru en það sé sameig- inlegt áhugamál okkar og Vélstjórafé- lagsins að manna skipin. -rt nokkra mánuði. Þess má geta að Bjami, faðir HOdibrands, var sá síðasti sem stundaði svokaflaða doggaróðra frá Ströndum en í doggaróðrum var legið úti með færi og hákarlinn sem þannig veiddist síðan dreginn í heflu lagi tO lands, að sögn HOdibrands. -DVÓ/GK Kristján Ragnars- son vill erlenda vélstjóra á fiski- skipaflotann. Hildibrandur staddur í Grundarfirði með tvo af sjö hákörlum sfnum á kerru. í gini annars þeirra er þorskur eins og sjá má. DV-mynd GK. Franskir kvikmyndatökumenn mynda hákarlaverkun Hildibrands: og fékk 7 hákarla Helgi Laxdal segir nei við útlendingum. Söngur prestsfrúarínnar Söfnuðir eiga það tO að snúast af hörku gegn prestum sínum án þess að nokkur skýring finnist á þvl hátta- lagi. Þannig gerðist það á höfúðborg- arsvæðinu að söfnuður Fríkirkjunn- ar veittist með ósvífnum hætti að presti sínum og gaf honum frí þó sjálfur vfldi hann halda áfram að skíra, jarða og gifta. Svo ófús var presturinn tO að fara í frí að söfnuð- urinn neyddist tfl að skipta um læs- ingar á vinnustaðnum og útfloka prestinn þannig frá kirkjunni. Þetta varð tfl þess að hann flúði soO höfuð- borgarinnar og kom sér fyrir í rólegu prestakafli vestur á fjörðum þar sem árin liðu við söng, predikanir og hörpuslátt. Söfnuðurinn sönglaði glaður með prestshjónunum og trúarlíf vestur á fjöröum blómstraði sem aldrei fyrr. Engum duldist að eiginkona prestsins söng betur en aðrir í söfhuðinum. Silfurtær rödd hennar bar af sem guO af eiri. Þannig mátti á frostköldum kyrrum sunnudögum heyra rödd hennar bergmála miOi vestfirskra fjalla en murr- ið í öðrum safnaðarmeðlimum var sem bassi í bakgrunninum. Mávar hölluðu undir flatt og svo var eitt andartak sem tíminn stæði í stað. Þar kom að óánægja skaut rótum í söfnuðinum og skýringuna virtist að finna í því að kirkjukórn- um fannst á sig skyggt með söng prestfrúarinnar. Þetta byijaði með einstöku hjáróma óánægju- röddum en á endanum var kórinn samdóma um að röddin væri of tær tO að kórinn hefði boðlegt hlutverk og síðasta stefið var sungið. Kórinn hætti því í heflu lagi en stofnaðir voru kvartettar víða um byggðarlagið. Eftir þetta byggðist messuhaldið á einsöng en þar kom að hljómur orgelsins hvarf í skugga hinna háu tóna prestsfrúarinnar. OrgeOeikarinn stóð því upp líka og fór. Þá var fllt í efni en prest- urinn lék á orgelið á mflli þess sem hann tónaði yfir söfnuði sínum og frú- in söng. Enn bergmáluðu því fagrir tónar mifli hinna háu fjafla en murrið var horfið, Þar kom að söfnuðurinn hætti að mæta og þá var 00 í efni því messugjörð án sóknarbarna hefur engan tflgang. Skilningsleysi safliað- arins á sannri sönglist vintist algjört og biskup var beðinn um að fjarlægja prestinn og frúna. Hinn hreini tónn átti ekki upp á paflborðið og sunnudagamir hættu að vera ein samfefld listahátíð með ís- lenska náttúru sem umgjörð og hljóð- magnara. Biskupinn reyndi að leita sátta en hafði ekki erindi sem erfiði og messufafl varð ekki umflúið. Sátta- nefnd kirkjunnar tók ótal skýrslur af kór og sóknamefndum en niðurstaðan varð sú að söngur prestsfrúarinnar væri sóknum prestakaflsins ofviða. Biskup fékk því kaleikinn aftur en aflt situr fast þar sem prestsfrúin neitar að hætta að syngja og söfnuðurinn harðneitar að standa i skugganum. Eina ráðið virðist því vera það að skipta um söfn- uð og fá fólk sem getur í Drottins nafhi staðið í skugga sannrar listar. Eins og segir í Biblíunni: Fyrst fjallið vildi ekki koma til Múhameðs þá fór Múhameð tO fjallsins. Með öðmm orðum: Fyrst presturinn vifl ekki fara frá söfnuðinum þá fer söfhuðurinn frá prestinum. Dagfari ' Steingrímur óspillti Það kom á marga stuðningsmenn Vinstri-grænna þegar DV upplýsti að Steingrímur J. Sigfusson hefði far- ið fyrir fótboltaliði alþingismanna sem lét þingið borga undir sig flugvél í skemmtifór til Fær- eyja. Flugvélin var að auki látin bíða eft- ir Steingrimi og fé- lögum í heilan sólar- hring. í baráttunni gegn spiOingaröfl- unum í landinu hefur nefnOega Steingrímur J. ekki sparaö stóra orðin. Þeir sem mest glöddust yfir óforum Steingríms vora fram- sóknarmenn sem hafa verið mjög óhressir með árásir hans á flokk sinn. Húmoristamir meðal þeirra eru nú famir að kafla formann Vinstri- grænna Steingrim óspfllta ... Samherji sígur Á hlutabréfamarkaðnum ræða menn orsakir þess að meðan flest stærri sjávarútvegsfyrirtækin stíga upp á við hefur gengi hins norð- lenska spútniks Sam- herja jafnt og þétt sig- ið um skeið. Meðal þeirra hafa menn nefnt skyndilegt brotthvarf eins af framkvöðlunum, Þorsteins Vil- helmssonar, úr for- ystu fyrirtækisins en hann hefur síðan haslað sér vöO vestur á fjörðum. Markaðsfróðir menn segja þó að ekki síður megi rekja þetta tfl þess að óskoraður foringi Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson, hafi látið aö sér kveða á óskyldum vett- vangi, þ.e.a.s. í tengslum við kaupin á FBA. Það hafi veikt trú markaðarins á því að hann hafi jafnmikinn áhuga á sjávarútvegi og áður. Þorsteinn er hins vegar með úrræðabestu mönn- um í sjávarútvegi og menn eru fufl- vissir um að tíðinda sé að vænta sem dugi tO að endurvekja að fullu traust á forystu Samherja... Heiðursgestir Nú fær þjóðin daglegan skammt af þinghaldi hinna ýmsu sjómannasam- taka. Þing FFSÍ, skipstjórnarmanna á flotanum, stendur þessa dagana með tflheyrandi innbyrðis átökum þar sem Bjarni Sveinsson heggur á báðar hend- ur og vifl verða for- seti í stað Guðjóns A. Kristjánssonar. Öllu friðsælla er á þingi vélstjóra og þar stjómar óumdefldur leið- togi, Helgi Laxdal, sínu liði. Eldar loga mifli samtakanna tveggja síðan vélstjórar klufu sig frá FFSÍ fyrir nokkrum árum og athygfl vekur að við setningu þings skipstjóra var fjöldi heiðursgesta en Helgi var ekki þar. Ástæðan mun vera sú að honum var ekki boöið ... Skot í fótinn Stuðningsmenn Fljótsdalsvirkjun- ar vörpuðu öndinni léttar þegar í Ijós kom að talsmaður undirskriftasöfn- unar með umhverfismati á virkjun- inni er Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Ólafur þótti nefnOega spifla herfilega fyrir vin- um Eyjabakka þegar hann flutti ræðu um málið í borgarstjóm og réðst þá persónulega gegn Hall- dóri Ásgrímssyni og dró kvótaeign fjölskyldu hans inn i málið. Virkjun- arsinnar telja því að forysta Ólafs i málinu muni veikja söfnunina veru- lega. SérOagi telja framsóknarmenn að auðvelt verði að fæla menn frá þátttöku með því að benda á að imd- irskrift jafngOdi því að verið sé að taka undir með persónulegum árás- um Ólafs á aumingja Halldór... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.