Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 9 Utlönd fj aUaK /11., 12. og 13. nóv. eer $^JíV^JP/ÍlaJSim [LttimSTEP.M Sharif sakaður um Ekki dónalegt að taka strætó þegar hann er svona skrautlegur. Þessi giæsilegi vagn ekur um götur Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí. Kappinn sem prýðir bakhliðina er enginn annar en brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldo. flugrán og mannrán Nawaz Sharif, fyrrverandi forsæt- isráðherra Pakistans, sem setið hef- ur í stofufangelsi síðan valdarán var framið í síðasta mánuði, hefur verið sakaður um flugrán og mannrán. Lögreglurannsókn á meintum land- ráðum Sharifs er nú hafin, að því er herstjórnin í Pakistan tilkynnir. Er Sharif sagður hafa ætlað að myrða Pervez Musharaf hershöfð- ingja. Þegar Musharaf sneri heim eftir að borgaraleg stjórn Sharifs hafði vikið honum úr embætti 12. október síðastliðinn reyndu and- stæðingar Musharafs að koma í veg fyrir að flugvél hans gæti lent í Pakistan. Þar sem lítið eldsneyti var eftir í flugvélinni var hætta á að hún hrapaði, segir í ákærunni gegn Sharif og nokkrum samstarfsmönn- um hans. Musharaf tókst að lenda og í ljós Sharif og Musharaf á landamærum Kasmír í febrúar síðastliðnum. Símamynd Reuter kom að hann hafði fulla stjóm á her landsins. Nokkrum klukku- stundum seinna hafði herinn náð völdum í Pakistan. Sharif forsætis- ráðherra var settur í stofufangelsi en valdaræningjamir hafa þar til nú þagað um hvað biði hans. Meðal þeirra sem era ákærðir auk Sharifs era fyrrverandi lög- reglustjóri í Sindhhéraðinu í suður- hluta Pakistans, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri flugumferðarstjórnar og fyrrverandi stjórnarformaður í flugfélaginu PIA. Musharaf hefur sakað Sharif um að stofna lífl um 200 farþega í hættu með því að neita flugvélinni að lenda. Vegna skjótra viðbragða hersins hefði verið komið í veg fyr- ir illvirki. Flugvélin átti aðeins eft- ir eldsneytisbirgðir til að halda sér á lofti i 7 mínútur þegar hún lenti loks á flugvellinum í Karachi. Flugritinn skýrir ekki ástæður flugslyssins Flugriti egypsku farþegaþot- unnar, sem fórst undan austur- strönd Bandaríkjanna í fyrra mánuði, virðist við fyrstu sýn ekki geyma skýringar á því hvers vegna vélin hrapaði. Rannsóknar- menn segja að flugritinn sýni tið- indalaust flug allt þar til vélinni virðist hafa verið stýrt niður. Jim Hall, forstöðumaður sam- gönguöryggisstofnunar Banda- ríkjanna, sagði í gær að fyrsta rannsókn flugritans sem var bjargað af hafsbotni á þriðjudag sýndi að sjálfstýring þotunnar hefði verið tekin úr sambandi átta sekúndum áður en hún tók stefnuna niður á við. Hall sagði að svarti kassinn sem geymir upptökur úr flug- stjórnarklefanum ætti að geta varpað ljósi á upplýsingar í flug- ritanum. Veður hamlaði leit að raddritanum i gær. Nú þykir ljóst að knývendar þotunnar hefðu farið í gang og valdið flugslysinu, eins og gerðist þegar sams konar þota fórst i Taílandi árið 1991. Níu ára raðmorð- ingi handtekinn Lögreglan í Afríkuríkinu Rú- anda hefur handtekið niu ára gamlan dreng og ákært hann fyr- ir raðmorð, að því er útvarp landsins greindi frá í gær. Að sögn hefur drengurinn við- urkennt að hafa drepið þriggja ára stúlkubam með grjóti og kylfu. Þá mun pilturinn hafa sagt lögreglu að hann hafl drepið fleiri böm. Svarar engu um framboðsmálin Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, sem er i heimsókn í ísra- el, sneiddi í gær hjá spumingunni hvort hún væri þangað komin til að afla sér stuðnings gyðinga vegna mögulegs framboðs til öldungadeild- ar Bandaríkjaþings. Neitaði forseta- frúin að svara öllum spumingum um framboðsmál á næsta ári. Hillary sagði í ræðu í gær að hún hefði komið fimm sinnum til ísra- els. Hún og eiginmaður hennar Bill hefðu komið þangað sem almennir borgarar og ferðamenn og sem píla- grímar. Fyrir utan háskólann í Tel Aviv þar sem Hillary hélt ræðuna stóðu fjórir bandarískir mótmæl- endur. Sagðist einn ætla að sýna að tilraun Hillary til að biðla til gyð- inga myndi ekki takast. Mótmæl- endumir héldu á spjöldum til stuðn- ings Rudolph Guiliani, borgarstjóra New York og keppinaut Hillary. Hillary í ísrael í gær. Símamynd Reuter Olíuvinnsla get- ur valdiö félags- legri kreppu Svo kann að fara að færeyskt samfélag lendi í mikilli félagslegri kreppu þegar farið verður að bora eftir olíu á færeyska landgrunn- inu, svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma. Kreppan geti orðið enn alvarlegri en kreppan mikla á ár- unum 1989 til 1994, þótt í hina átt- ina sé. Þetta kemur fram í svo- nefndri Caragata-skýrslu sem unn- in var fyrir færeysk stjórnvöld. Færeyska blaðið Dimmalætting segir að i skýrslunni sé rætt um eins konar velferðarkreppu. Fram- leiðslan muni aukast og velferðin þar með líka. Það hefur svo aftur í för með sér að almenningur hefur meira fé milli handanna sem leið- ir til aukinnar neyslu. Með vax- andi neyslu eykst síðan eftirspurn- in eftir vinnuafli og vinnuafls- skortur leiðir til hærri launa. Þá mun verðbólgudraugurinn fara á fulla ferð. Skýrsluhöfundar mæla með spamaði. Fjallahoppið er a&eins i 3 daga og þó seljum við NYJAR útivistarvörur meö fjallgóöum afslættl. ftoJloKopp 633 4450 Þrir heppnir kaupendur veröa dregnir út og fá gjafabréf me& því aö taka þátt í léttum leik. SEGLAGERÐIN ÆGIR PERSÓNULEG SÉRVERSLUN í ÚTIVIST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.