Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 17 Notkunarstuðull: Bruðlað með heita vatnið? Auðvelt er að sjá hvort hita- kostnaður er of hár. Hjá hitaveitu má fá upplýsingar um rúmmetra- stærð húsnæðis og ársnotkun heits vatns mælda í rúmmetrum eða tonnum (sömu tölur). Með því að deila rúmmetraijölda í vatnsnotkunina fæst vatnsnotk- un á ári á hvern rúmmetra hús- næðis. Ef tekið er dæmi um 420 fermetra einbýlishús sem eyðir 647 tonnum af hitaveituvatni á ári verður notkunarstuðullinn 647/420 eða 1,54. Eftirfarandi tafla segir hver út- koman úr dæminu ætti að vera miðað við mismunandi húsnæði: Fjölbýlishús 12+ 1,0-1,4 Minna fjölbýli 1,1-1,5 Einbýli/raðhús 1,2-1,5 Verslunarhúsn. 0,6-0,8 Skrifstofuhúsn. 0,5-0,8 Ef stuðullinn er of hár er verið að bruðla með heitt vatn og borga mun meira í hitaveitukostnað en ástæða er til. Sérfróðir aðilar geta fundið orsök þessa og bent á leið- ir til úrbóta. Slíkar aðgerðir borga sig yflrleitt fljótt með lægri orkureikningi. Upplýsingar um húshitun og orkusparnað má fá í Hitamenn- ingu, bæklingi sem geflnn hefur verið út af verkfræðistofunni Verkvangi. Bæklinginn er unnt að fá sendan með því að senda póst á netfangið verk- vang@mmedia.is eða hringja i síma 567-7690. -hlh Fjármálaeftirlitið: Varar við auglýs- ingum um bílatrygg- ingar Fjármálaeftirlitið hefur sent út varnaðarorð vegna auglýsinga í fjölmiölum um ökutækjatrygging- ar upp á síðkastið. í fréttatilkynn- ingu vill Fjármálaeftirlitið beina því til neytenda að hafa eftirtalin atriði í huga við ákvörðun um kaup á vátryggingu: - huga verður vel að saman- burði á verði og afsláttarkjörum, gildissviði vátryggingaskilmála og þjónustu sem í boði er. Slíkur samanburður er að jafnaði flókn- ari en svo að honum verði gerð fúll skil i auglýsingum. - Fjármálaeftirlitið hvetur til varfæmi þegar almennar álykt- anir eru dregnar af auglýsingum og kynningarefni í flölmiðlum um þessa þætti. Með hliðsjón af framansögðu segir Fjármálaeftirlitið mikilvægt að neytendur hugi að eigin vá- tryggingaþörf áður en vátrygging er keypt og leiti upplýsinga um verð og gildissvið vátryggingar sem ætlunin er að kaupa. -hlh w yá* -4c *4wm$mamn* Dýrt að vera of seinn að sækja um vegabréf: Skyndiútgáfa er tvöfalt dýrari Þeir sem em á leið til útlanda og þurfa nýtt vegabréf ættu að kanna tímanlega hvort gamla vegabréflð sé enn í gildi og verði í gildi meðan á dvöl erlendis stendur. Fyrirhyggja í þessum efnum getur sparað dágóð- an skilding. Fyrirhyggja í þessu sambandi þýðir að sækja verður um nýtt vegabréf meira en 10 dögum fyrir brottfór. Að öðrum kosti verð- ur viðkomandi að greiða tvöfalt gjald fyrir vegabréflð eða 9.200 krón- ur. Venjulegt gjald fyrir vegabréf, gjaldið krónur. sem fæst afhent í fysta lagi 10 dög- um eftir að umsókn er skilað inn, er 4.600 krónur. Ófáum hefur sviðið þessi tvöfalda gjaldtaka og haft uppi efasemdir um hvort hún standist lög og reglur. í reglugerð um vegabréf frá i fyma (26. grein í kafla um gildistíma vegabréfs, gjöld o.fl.) segir að um gjöld fyrir útgáfu vegabréfa fari samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs hverju sinni. í lögum nr. 88 31. desember 1991 um aukatekjur ríkissjóðs er síðan að finna gjald- skrá yflr ýmis vottorð og leyfi. Þar stendur svart á hvítu að almennt gjald fyrir vegabréf skuli vera 4.600 krónur og 9.200 krónur fyrir skyndi- útgáfu vegabréfs. Gjald vegna skyndiútgáfu vega- bréfs er innheimt ef skemmri tími en 10 dagar er til þess tíma er við- komandi þarf að fá vegabréfið í hendur. Er þá reiknað út frá virk- um dögum og laugardögum. Þetta þýðir að sæki maður um vegabréf í dag, 11. nóvember, og þarf að fá það í hendur 23. nóvember sleppur við- komandi með 4.600 króna gjald. En þurfi hann á vegabréfinu að halda degi fyrr, 22. nóvember, verður gjaldið tvöfalt hærra eða 9.200 krón- ur. 9 eða 10 dagar ráða úrslitum Það er ekki síst þessi tímaviðmið- un, 10 dagar, sem vefst fyrir fólki. í fyrrnefndri reglugerð segir að út- lendingaeftirlitið skuli gefa út vega- bréf samkvæmt beiðni lögreglu- stjóra og senda það síðan til lögreglustjóra þar sem umsækjandi getur feng- ið það afhent. Og: „Vegabréf skal gefið út innan 10 virkra daga frá móttöku umsókn- ar.“ Ekkert er beinlínis að finna neitt um að afhending vegabréfs innan 10 daga sé skyndiútgáfa og þvi tvöfalt dýrari. Þegar ljóst er að um svokallaða skyndútgáfu vegabréfs verður að ræða getur umsækjandi í raun ráð- ið því hvort hann fær vegabréfið í hendur næsta virkan dag eða eftir niu daga. Gjaldið verður eftir sem áður 9.200 krónur. Það vekur upp spurningar um hvort kostnað- ur vegna skyndiút- gáfunnar sé raun- verulega tvöfalt meiri en vegna venjulegrar útgáfu, ekki síst þegar haft er í huga að af- hending vegabréfs 9 dögum siðar er tvöfalt dýrari en af- hending 10 dögum síðar. Raunveru- legur kostnað- arauki? í þessu sam- bandi rifjast upp skýrsla Umboðs- manns Alþingis vegna ársins 1992 þar sem hann fiall- ar um gjaldtökugleði stjómvalda og DV sagði frá í febrúar 1994. Umboðs- maður segir: „Þar sem heimild er í lögum til þess að taka gjald fyrir opinbera þjónustu verður að gæta þess við ákvörðun flárhæðar gjaldanna að þau séu ekki hærri en sá kostnaður sem almennt hlýst af því að veita umrædda þjónustu." Ekki verður í fljótu bragði séð af hverju það kostar 9.200 krónur að afhenda vegabréf 9 dögum frá því umsókn er lögð inn en 4.600 krónur sé vegabréfið afhent 10 dögum síðar. -hlh Gjaldtaka fyrir vegabréf 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 f Ef sótt erum vegabréf í dag og það þarf að fást afhent 22. nóvember eða fyrr er gjaldið 9.200 krónur. Sé nóg að fá vegabréfið frá og með 23. nóvember er Próf fyrir fjárfesta: Áræðinn, virkur íhaldssamur Hér fer stutt áhættupróf sem er að finna á vef Verðbréfamarkaðar íslandsbanka á slóðinni www.vlb.is. Því er ætlað að sýna hvemig flárfestir viðkomandi er, hve mikla áhættu hann er reiðubú- inn að taka. 1. Ef þú getur valið á milli eft- irtalinna fjárfestingarkosta, hvem myndir þu velja? a) Áætluð ávöxtun er 5% en hún gæti orðið á bilinu 2%til 7%. b) Áætluð ávöxtun er 17% en hún gæti orðið á bilinu -12% til 46%. c) Áætluð ávöxtun er 6,5% en hún gæti orðið á bilinu 0,5% til 12%. 2. Mánuði eftir að þú keyptir verðbréf hækkaði það allt í einu í verði um 40%. Ef við gerum ráð fyrir að þú getir ekki aílað þér frekari upplýsinga um flárfest- inguna mundir þú: a) Eiga áfram með von um frekari hækkun? b) Kaupa meira - í von um frek- ari hækkun? c) Selja? 4. Þú erfir skuldlausa íbúð frænda þíns sem er metin á 7 milljónir. Þó að íbúðin sé í góðu hverfi þar sem verð- ið gæti hækkað meira en sem svarar verðbólgunni þá er hún frekar illa farin. Þú gætir leigt íbúðina fyrir 35.000 á mánuði í núver- andi ástandi en fyrir 50.000 ef þú létir gera hana upp. Þú gætir flármagnað end- umýjunina með veðláni í húsinu. Þú myndir: a) Leigja það 1 núverandi ástandi. b) Selja húsið. c) Endurnýja það og leigja það síðan. 3. Hvort vildir þú frekar hafa gert: a) Keypt í áhættumiklum vaxtar- sjóði sem hefur lítið hækkað síð- ustu sex mánuði? b)Keypt einingar í öruggum verðbréfasjóði með lágri ávöxtun en hafa síðan horft upp á sjóðinn sem þú varst að hugsa um að kaupa tvöfalda verðmæti sitt á sex mánuðum? 5. Þú vinnur fyrir litið, vaxandi einkafyrirtæki í hugbún- aði. Fyrirtækið er að afla flár með því að selja hlutabréf til starfsmanna sinna. Áætlað er að gera fyrirtækið að almennings- hlutafélagi eftir nokkur ár. Ef þú kaupir hlutabréf getur þú ekki selt þau fyrr en farið verður að skrá gengið opinberlega. Þangað til mun fyrirtækið ekki greiða neinn arð. En þegar fyrirtækið verður gert að almenningsfélagi gæti gengi bréfanna orðið 10 til 20 sinnum hærra en þú greiddir fyrir þau. Hvað myndir þú flárfesta fyrir mikið í þessum hlutabréfum? a) Ekkert. b) Eins mánaðar laun. c) Þriggja mánaða laun. d) Sex mánaða laun. Stiain bín Leggðu saman stigin þin með því að nota stigagjöfina hér fyrir neðan. 1. a-1, b-3, c-2 2. a-3, b-2, c-1 3. a-1, b-3 4. a-2, b-1, c-3 5. a-1, b-2, c-3, d-4 Ef stig þín eru: Undir 7: Þú ert íhaldssamur flár- festir sem forðast áhættu (áhættu- fælinn). 8 til 12: Þú ert virkur flárfestir sem vill taka vel ígrundaða áhættu. 13 og yfir: Þú ert áræðinn flár- festir sem vill taka áhættu (áhættu- sækinn).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.