Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 33 Myndasögur í Hvernig get ég þaö?l ~ ✓—; . >v (Hvernig get óg skiliö það Þu lænr \ (; hann er geöklofi?! > ald/ei af reynslunni! Annan daginn aö bjóða manni heim og hinn daginn aö REKA “ “ MANN UTf Fréttir Gylfi Þórðarson og Gísli Gíslason á aðalfundi Spalar. DV-mynd Daníel Fyrsta heila starfsár Hvalfjarðarganga: Styttu sér leiö fyrir milljarö DV, Akranesi: Ökumenn sem valið hafa Hval- fjarðargöngin til að stytta sér leið eru orðnir rétt rúm milljón. Aðal- fundur Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng, var haldinn í gær. Fyrsta heila rekstrarár félagsins skilaði 811 milljón króna tekjum til félagsins, skuldir þess eru 6,5 millj- arðar króna en tekjumar frá upp- hafi eru rétt rúmlega milljarður. Engin alvarleg slys urðu í göng- unum á þessu fyrsta rekstrarári en 4 sinnum var bifreiðum ekið á gangavegg og þurfti að stöðva um- ferð um göngin í alls þrjár og hálfa klukkustund vegna þessara óhappa. Mesta dagsumferð var fóstudag fyr- ir síðustu verslunarmannahelgi, þá óku 7.587 bifreiðar um göngin en meðaldagsumferð um göngin var 2.745 bifreiðar. -DVÓ Borgarplast út úr Sæplasti DV, Dalvík: Fyrirtækið Dulvin ehf. sem er í eigu forsvarsmanna Borgarplasts, eins helsta samkeppnisaðila Sæplasts, seldi fyrir síðustu helgi öll hlutabréf sín í Sæplasti. Samkvæmt upplýsing- um Valdimars Snorrasonar, stjórnar- formanns Sæplasts, var Dulvin ehf. stærsti hluthafinn í Sæplasti með um 11,83% eignaraðild. Kaupandi bréf- anna var MP Verðbréf hf. sem er í eigu Margeirs Péturssonar, verðbréfa- miðlara og skákmeistara. MP verð- bréf keyptu einnig öll hlutabréf Sam- vinnulífeyrissjóðsins sem átti um 6,2% eignaraðild. Á mánudaginn keypti svo hlutafé- lag í eigu Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona og Páls Kr. Pálssonar öll hlutabréfm í Sæplasti af MP Verðbréf- um, og eru þar með með mesta eignar- aðild í Sæplasti. Næst á eftir kemur Lífeyrissjóður Noröurlands með 6,5% eignaraðild. Samkvæmt upplýsingum Borgarplasts er nafnvirði áður- nefndra bréfa um 17 milljónir króna og miðað við gengi hlutabréfa í Sæplasti gæti kaupverðið verið um 150 milljónir króna. Valdimar segir að rekstur Sæplasts það sem af er árinu hafi gengið sam- kvæmt áætlun. Áhrifa vegna samein- ingar við erlendu verksmiðjurnar, sem gengið hafa í gegn á árinu og hag- ræðingar þar að lútandi, er ekki farið að gæta í rekstrinum en samkvæmt áætlunum ætti það að fara að skila sér á næsta ári. -hiá Rýmum fyrir jóia- og áramótafatnaöi 30 - 70% afsláttur Islenska Opið alla leit.is leitarvélin á Netinu Faxafeni 8 10% afsláttur af nýjum vörum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.