Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 Fréttir DV flt í/ ' * r\, Nær þriöjungur af 137 fangaplássum í landinu er laus - dómum fækkar: Fjöldi fanga er í sögulegu lágmarki - aöeins 57 prósent fanga eru að taka út afplánun - 17 sitja í gæsluvarðhaldi „Fjöldi fanga er í sögulegu lág- marki,“ segir Erlendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fangelsismálastofn- un. „í dag er 41 pláss laust í fangels- um landsins þrátt fyrir að gæslufang- ar séu óvenjumargir um þessar mundir eða 17. Refsidómar hafa á þessu ári verið mun færri en áðm-. Þetta kemur enn betur í ljós þegar árið verður gert upp,“ segir Erlend- ur. Á síðasta ári bárust Fangelsis- málastofnun óskilorðsbundnir fang- elsisdómar upp á samtals 191 ár. Árið áður var um að ræða 208 ár. í dag, 11. nóvember, hafa Fangelsismálastofn- un hins vegar aðeins borist fangelsis- dómar sem hijóða upp á samtals 117 ár sem er mun minna en fyrri ár. Hestaskólinn: Nemendur ánægðir Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá 10 nemendum Hestaskól- ans á Ingólfshvoli: Við, nemendur skólans, erum mjög ánægðir með kennsluna við skól- ann. Mórallinn er líka góður, hús- næði, matur og all- ur aðbúnaður er til fyrirmyndar. Skól- inn hefúr komið vel á móti öllum þörf- um okkar, einnig viljum við taka það fram að okkur finnst gott að hafa Hafliða sem skólastjóra. Við vonum að skólinn fái rétta og hetri umfjöllun í fjölmiölum i fram- tíðinni. Nemendur Hestaskólans Laugavegur: Nýkaup verður Bónus Verslun Nýkaups í „Kjörgarðs- húsinu" við Laugaveg hefur verið lokað. Þar verður ný Bónusverslun opnuð i byrjun desember. „Við ætlum að nýta eins og við getum tæki sem fyrir voru í verslun- inni og lágmarka þannig kostnað við breytingamar. Við bindmn miklar vonir við þessa nýju verslun. Þarna er mikil umferð gangandi vegfar- enda en reyndar lítið um bílastæði. Þó ekki verði jafnmikið um stórinn- kaup að ræða og í öðrum verslunum okkar reiknum við með mikilli traffik inn í búðina sem verður rek- in með nákvæmlega sama sniði og aðrar Bónusverslanir," sagði Guð- mundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss, í samtali við DV. Hlutabréf í jóla- pakkann? - lokað á aðfangadag Sé ætlun aö gefa nánustu fjölskyldu og vinum rómantisk hlutabréf í skráð- um fyrirtækjum í jólagjöf er gott að hafa hugfast að þau er ekki hægt að kaupa á síðustu stundu því ekki verð- ur opið fyrir viðskipti í kerfi Verð- bréfaþings islands á aðfangadag þrátt fyrir að um virkan dag sé að ræða. Ástæðan er sú að bankar verða lokað- ir á aðfangadag þar sem hann er orð- inn frídagur bankamanna samkvæmt nýjasta kjarasamningi. -GAR í fangelsum landsins eru 137 pláss. Aðeins 57 prósent þeirra plássa eru nú nýtt af föngum sem eru í afplánun. Þeir eru 79. Sé gæsluvarðhaldsföngunum 17 bætt við kemur nýtingin út sem 70 pró- sent og heildarfjöldinn 96 fangar. í stærsta fangelsi landsins, á Litla-Hrauni, eru 87 pláss. Þar er nú einungis 51 afþlánunarfangi vistað- ur en 12 sitja í gæsluvarðhaldi á Hrauninu, flestir vegna fíkniefna- málsins stóra. I Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg eru nú 10 fangar, þar af 3 í gæsluvarðhaldi. Þar eru aUs 16 pláss. í kvennafangelsinu í Kópavogi eru 11 pláss. Innan við helmingur Krakkar í útivistarklúbbi Iðn- skólans í Reykjavík virðast ekki kæra sig um hvort það sé vetur eða sumar þegar þeir skipuleggja at- burði sína. Þau gistu nú í fyrrinótt í tjöldum fyrir utan skólann og ætl- uðu gera slíkt hið sama í nótt. „Við erum bara að skemmta okkur og vekja athygli á klúbbnum," sögðu krakkamir þegar blaðamaður DV þeirra er nýttur af afplánunarföng- um. Tvær konur sitja hins vegar í gæsluvarðhaldi í Kópavoginum vegna lögreglurannsókna. í fangelsinu á Kvíabryggju era 14 pláss og era 10 þeirra nýtt í dag. í fangelsinu á Akureyri eru nú 6 fangar en 9 pláss era þar. í tveimur síðasttöldu fangelsunum er enginn gæsluvarðhaldsfangi. En hver er skýringin á þessari fækkun? „Þær era aðallega tvær,“ segir Erlendur. „Önnur er sú að fangar era ekki einungis að afþlána í fang- elsum landsins. í dag era 12 að af- plána dóma á áfangaheimili Vemd- ar, 4 eru í meðferð hjá SÁÁ og einn er á annarri sjúkrastofnun. Það kíkti í heimsókn. „Þetta lítur bara mjög vel út en auðvitað mættu vera fleiri en við vonum að það rætist úr því seinni nóttina. Við viljmn einnig auglýsa eftir ein- hverjum með gítar til að koma og halda uppi stemningu hjá okkur,“ sögðu krakkarnir og vora bara nokkuf brattir þrátt fyrir svolitla rigningu. „Við eram tíu sem gist- breytir hins vegar ekki því að dóm- ar hafa verið í lágmarki og á það við bæði óskilorðsbundna sem skilorðs- bundna dóma. Skýringin gæti auk þess falist í einhverri fækkun af- brota. Það er í raun fækkun á öllum sviðum refsidóma. Einu málin þar sem ekki er um að ræða fækkanir eru sektarmál. Þetta gæti bent til að dómarar treysti betur sektarúr- ræðum þar sem sektir hafa verið innheimtar af mun meiri krafti undanfarið en áður var. Þetta eru hins vegar vangaveltur að svo komnu máli,“ sagði Erlendur Bald- ursson. -Ótt um núna en þetta er svona gamall draumur sem stóð alltaf til að gera í upphafi skólaársins. í gærkvöld stóð til að grilla. „Þá ætti að mynd- ast góð stemning," sögðu krakk- arnir að lokum. Þess má geta að aðili frá skólanum fylgist með þeim þannig að allt ætti að fara skikkanlega fram. -hdm Þeir voru bara nokkuð brattir, krakkarnir úr útivistarklúbbi Iðnskólans, þegar Ijósmyndari DV leit á þá í gærmorgun, þrátt fyrir að hafa eytt nóttinni í tjöldum fyrir framan skólann. DV-mynd Teitur Útivistarklúbbur IR lætur ekki veður né vinda aftra sér: Útilega í nóvember - skemmtum okkur og auglýsum klúbbinn Hafliði Halldórsson. Verðlaunin Hestatímaritið Eiðfaxi hefur hleypt af stokkunum fréttarás á Netinu. Að því er haft er eftir Jens Einarssyni ritstjóra á þetta að vera lifandi rás með a.m.k. einni nýrri frétt daglega. Umræddur Jens reit litla grein í DV á dögunum. Þar leit- aðist hann við að útskýra og rök- styðjá hvers vegna hann hefði ekki birt tvær greinar fyrrverandi nem- enda um Reið- skólann á Ingólfshvoli. Önnur þeirra birtist raunar í DV fyrir skemmstu. Greinarnar þær ama fjölluðu um harða gagnrýni nem- endanna fyrrverandi á reiðskólann og höfðu legið í salti hjá Jens síðan í vor. Nú hefur komið upp úr kaf- inu sú skemmtilega tilviijun að létt- ur getraunaleikur er i gangi á frétt- arás Eiðfaxa. Og verðlaunin? Þau eru skólavist í hinum fræga Reið- skóla á Ingólfshvoli... Sýknun og sakleysi Það hefur varla verið um annað rætt í vikunni en tvær dómsúr- lausnir Hæstaréttar þar sem sak- borningar í fikniefnamáli og kyn- ferðisbrotamáli voru sýknaðir þótt almenningur teldi þá seka. í ljósi þessa er einkar gaman að lesa viðtal við Örn Claúsen, einn reyndasta verj anda landsins, sem birt er í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema. Örn segir að hann hafi varið afbrota- menn sem hann vissi að væru sek- ir og fengið þá sýknaða. Öm klykk- ir síðan út með því að honum hafi fundist það allt í lagi, svo framar- lega sem þeir hafi verið ákærðir fyrir „smotterí". Væntanlega er eig- inkona Arnar, Guðrún Erlends- dóttir, ekki sama sinnis en hún er dómari við Hæstarétt... Kvennaslagur Borgarstjóri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur haldið Samfylk- ingunni í spennu um hvort hún tekur að sér hlutverk fyrsta for- manns hennar þegar flokkurinn verður loksins stofn- aður. Eftir jaml og fuður mun Ingi- björg nú hafa tekið af skarið og ákveð- ið að halda sig við borgina. Innsti kjarni R-listans telur vaxandi lík- ur á að hún taki þriðju kosninga- snerruna árið 2003 og telja sigur vísan, svo fremi Inga Jóna Þórð- ardóttir verði áfram í forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn ... Réttlæting Þættir Stefáns Jóns Hafstein, Sögur af landi, hafa vakið mismikla athygli. Fjallaö er um fólksflóttann ógurlega í sinni víöustu mynd. Með- al þeirra sem Stefán Jón ræðir við er Ásgeir Guð- bjartsson, fyrrum skipstjóri aflaskips- ins Guðbjargar ÍS, sem eins og kunn- ugt er siglir nú undir þýsku flaggi í Barentsshafi. Stefán Jón spurði Ásgeir um auðinn sem hann hafi fengið fyrir skipið. Ásgeir vildi ekki staðfesta að um neinn auð væri að ræða en lagði áherslu á að hann hefði fjárfest i kvóta fyrir 25 milljónir til nota i Bolungarvík, Samkvæmt útreikningum eru þá aðeins eftir rúmar 500 milljónir af hlut Geira í Guggunni... í Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. Is ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.