Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir ,i>v Sextán bjargaö úr rústum hússins í Foggia á Ítalíu: Fjórtán fórust og fjöru- tíu eru enn í rústunum Fjórtán manns týndu lífi og fjörutíu eru enn fastir 1 rústum sex hæða fjölbýlishúss sem hrundi eins og spilaborg í bænum Foggia á ítal- íu i gærmorgun. Hermenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitamenn leituðu við flóðljós í alla nótt. Þeir notuðu ber- ar hendumar eða skóflur til að húsið hryndi ekki frekar. Embættismenn sögðu í gærkvöld að fjórtán hefðu látist en tekist hefði að bjarga sextán manns á lífi úr rústunum, þar á meðal tveimur börnum. Fólkið var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Björgunarsveitamönnum tókst að grafa rauf og koma vatni niður til þess sem þeir héldu að væri ung- ur drengur. Þeim tókst síðar að ná fómar- lambinu upp og reyndist það vera 25 ára gamall maður. Þegar unnusta hans frétti að hann væri heill á húfi féll hún í yfirlið. „Þau eru búin að vera trúlofuð í mörg ár. Þau elska hvort annað svo mikið að við köllum þau hin óað- skiljanlegu," sagði frænka unnust- unnar. Rannsókn er hafin á orsökum þess að húsið hrundi. Rosa Russo Jervolino innanríkisráðherra vís- aði á bug þeim möguleika að húsið hefði verið illa byggt. Hún sagðist hafa verið fullvissuð um að það hefði verið byggt á traustum grunni. Gabriella Lasco, sýslumaður í Foggia, sagði fréttamönnum aftur á móti að svo virtist sem landið und- ir húsinu hefði sigið og að það hefði sogast ofan í stóran gig. Hún ítrekaði þó að þetta væri enn bara einn möguleiki. Fyrir yngstu börnin. Gítarar kr. 5900,- Harmonikur kr. 6500,- Glæsileg pakkatilboð. t.d. raFmgítar magnari snúraól aðeins 22.900,- Hljóðkerfi 29.900,- Gítarlnn Laugavegi 45 - sími 552 2125 GSI/I 895 9376 Slökkviliðsmaður gengur f rústum sex hæða fjölbýlishúss f Foggia á Ítalíu sem hrundi í gærmorgun. Fjórtán fórust í slysinu. Bubbi Morthens Stórtónleikar fró miSnætti föstudagskvöldiS 12. nóv. Matseðill Speise Karte Súpa dagsins T agessuppe Kr. 390 Grilluð matarpylsa, brauð, sinnep þýslc uppskrift THtiringer Bratwurst Kr. 390 Bratwurst, grilluð með brauði Bratwurst Kr. 190 Pitsa, trvær sneiðar Pizza, 2 Schnitten Kr. 390 Svínasulta, steiktar kartöflur, rauðrófur Schweinestilze mit Bratenkartoflen und Roten Beeten Kr. 390 Rauðgrautur m/rjóma Rote Griitze mit Sahne Kr. 390 Ögurstund á Norður-írlandi Bragðið getur til beggja vona í friðarviðræðunum á Norður-ír- landi í dag, eftir að Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, pólitísks arms írska lýðveldishersins, sagði að stjómmálamenn úr röðum mót- mælenda hefðu hafnað nýrri frið- aráætlun. Svo virtist í gær sem George Mitchell, sáttasemjari Banda- ríkjastjórnar, væri í þann veginn að knýja fram samkomulag. Hann kallaði samningamennina því aft- ur til fundar seint í gærkvöld til að gera úrslitatilraun. „Sinn Fein varð fyrir miklum vonbrigðum með hvernig fór í dag. Við höfðum gert okkur vonir um að við myndum ljúka endur- skoðun friðarsamningsins," sagði Adams við fréttamenn eftir funda- höldin í gær. Skar eiginkonu og dóttur á háls 55 ára Egypti skar í gærmorg- un 28 ára gamla eiginkonu sína og 4 ára dóttur á háls úti á götu í Norrebro í Kaupmannahöfn. Mað- urinn ætlaði einnig að ráðast á eins og hálfs ára gamla dóttur sína í kerru en vegfaranda, sem átti leið fram hjá, tókst að grípa barnið og bjarga því. Maðurinn var yfirbugaður af öðrum vegfar- endum sem komu þjótandi. Jarðskjálfti í Tyrklandi Tugir slösuðust er jarðskjálfti reið yfir vesturhluta Tyrklands í gær. Lögreglumaður á eftirlaun- um lést af völdum hjartaáfalls í skjálftanum. Heimta nýja samninga Stjórnin í Belgrad hefur krafist þess af Kofi Annan, framkvæmda- stjóra Samein- uðu þjóðanna, að Öryggisráðið við- urkenni ekki starfsemi alþjóð- legra friðar- gæsluliða í Kosovo. Belgrad- stjómin heimtar einnig að júgóslavneskar öryggissveitir fái að snúa aftm- sem fyrst til Kosovo. Samkvæmt samkomulaginu milli NATO og Júgóslavíu frá þvi I júní síðastliðnum eiga júgóslavneskar sveitir að fá að snúa aftur til Kosovo. Barnalæknir fyrir rétti Kosovo-albanskur barnalæknir, Flora Brovina, kom fyrir rétt í Nis í Serbíu vegna ásakana um aðstoö við Frelsisher Albana í Kosovostríðinu. Skotið á lögreglu í Ósló Maður af filippseyskum upp- rana skaut í gær lögreglumann í Ósló í magann. Gerð var aðgerð á lögreglumanninum í gærkvöld og var ástand hans alvarlegt. Sprengjuárás í Kólumbíu Að minnsta kosti sex létust og tólf særðust er bílasprengja sprakk í Bogota í Kólumbíu í gær. Sprengjan var í bíl fyrir utan verslunarmiöstöð. Þúsundir flýja Búrúndí Um 10 þúsund íbúa Búrúndí hafa flúið til Tansaníu það sem af er þessum mánuði vegna borgara- stríðs heima fyrir. Friðarviðræður um kjöt Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Lionel Jospin, for- sætisráðherra Frakklands, tókst ekki í sim- tali sínu í gær að komast að samkomulagi um lausn á kjöt- stríðinu. Frakk- ar neita enn að flytja inn breskt nautakjöt þrátt fyrir tilmæli Evr- ópusambandsins. Buffstríðið verður á dagskrá fundar fram- kvæmdastjómar sambandsins í Strasbourg á þriðjudaginn. Hægir á hagvexti Færeysk stjómvöld reikna ekki með jafnmiklum hagvexti á næsta ári og verið hefur. Ástæðan er fyrst og fremst minni fiskveiöar en hærri vextir og dýrari olía eiga þar einnig hlut að máli, að sögn Dimmalætting. Sprengja í lest Að minnsta kosti 11 létust og 100 særðust er sprengja sprakk í hraðlest í Kandrori á Indlandi í gær. Lestin var full af pílagrímum sem höfðu heimsótt frægt hof. Hermenn frá Aceh Stjóm indónesíska hersins til- kynnti í gær að 600 hermenn yrðu kallaðir heim frá Aceh. Kröfur að- skilnaðarsinna á svæðinu um sjálfstæði hafa aukist að undan- fömu. Ekki sameinað Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í gær að Þýska- land væri langt frá því að vera sameinað þrátt fyrir að áratug- ur væri liðinn frá falli Berlín- armúrsins. Vonar kanslar- inn að ágrein- ingur vesturs og austurs leysist áður en um langt líður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.