Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 10
10 i ennmg FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 Glæsilegur leikur Livia Sohn heitir rúmlega tvítugur fiðluleikari sem er á góðri leið með að komast upp á toppinn í tónlistarheiminum. Hún lék einleik með Sinfóníu- hljómsveit íslands í gærkvöldi, og í efhisskránni sagði að hún hefði hlotið fyrstu verðlaun í Yehudi Menuhin keppninni þegar hún var tólf ára og vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og viðar fyrir sniildarlegan leik. Með Sinfóníuhljómsveit íslands flutti hún fiðlukonsert i d-moll eftir Khatsjatúrjan og var stjómandi hljómsveitarinnar Rico Saccani. Khatsjatúrjan var Georgíu- maður og samdi fiðlukonsert- inn árið 1940. Eins og margt annað eftir hann er konsertinn ljóðrænn á sérkennilegan hátt, mikið um framandi laglínur sem minna örlítið á austur- lenska tónlist, hrynjandin er kröftug og hlýleg rómantíkin aldrei langt und- an. Andrúmsloftið er þó hrjóstrugt líka og jafh- vel kuldalegt og því eru dramatískar andstæður oft miklar. Konsertinn vakti stomandi lukku i Sovétrikjunum og var Stalín-orðan hengd á tón- skáldið fyrir vikið. Livia Sohn lék konsert Khatsja- túrjans með miklum glæsibrag, og það fyrsta sem maður tók eftir var undursamlega faUegur tónn, breiður og kraftmikill, og alltaf tandur- hreinn. Tæknin var framúrskarandi, hvergi feilnótur og aldrei neinir ódýrir „effektar" sem virka flott en em í rauninni froða. Túlkunin var bæði lærð og ástríðufull, hrynjandin hámákvæm og var þetta einhver glæsilegasti fiðlueinleikur sem heyrst hefur á tónleikum Sinfóníunnar í langan tíma. Síðara verkið á efnisskránni var sinfónía nr. 2 í e-moll ópus 27 eftir Rakhmaninov. Sinfónían er með þekktustu verkum tónskáldsins og hlaut ólíkt betri viðtökur en sú fyrsta, en frumflutn- ingur hennar misheppnaðist gjörsamlega, því hljómsveitarstjórinn var fullur og nennti þessu ekki. Sinfónían var sölluð niður af tónskáldinu, gagnrýnandan- um og eiturpennanum Cezar Cui, sem sagöi að hún hljómaði eins og plágum- ar sjö í Egyptalandi og hefði ailt eins getað verið samin af nemanda í Tón- listarháskólanum í Helvíti. Sinfónían er uppfull af ástríðufulium laglín- um og tiiftnningaþrungnum hápunktum, sem falla auðveldlega í kramið hjá mörgum áheyr- endum á meðan öðrum verður ómótt af væmn- inni. Þó ég sé hriftnn af Rakhmanínov þá finnst mér önnur sinfónía hans einhæf. Hún er mestan partinn yfirgengilegur harmagrátur, en þess á milli syndir alit í sírópi sem minnir á gamlar ást- arvellur úr Hollywood. Þó aðeins birti yfir í lok- in, er það ekki nóg, því danskenndur síðasti kafl- inn er óttalega yfirborðs- legur, enda samkvæmt formúlum sem Rakh- manínov notaði óspart í píanókonsertum sínum. Hvergi eru þær miklu til- finningalegu andstæður sem gera sinfóníur Tsjaj- kovskíjs svo stórkostleg- ar, eiginlega er sinfónía Rakhmanínovs í öllu sínu tilfinningaóhófi og einstrengingslegu sjáifs- vorkunn hálfgerð flatneskja. Leikur Sinfóníuhljómsveitar íslands var hins vegar einstaklega glæsilegur undir hnitmiðaðri stióm Saccanis; fiðlumar vom samstifltar og nákvæmar í erfiðum köflum og aðrir hljóðfæra- hópar frábærir. Sérstaklega verður að geta góðr- ar frammistöðu Einars Jóhannessonar klar- ínettuleikara og Josephs Ognibene homleikara, en báðir vom þeir með alit sitt á hreinu. Undir- ritaður minntist flutnings Sinfóníuhljómsveitar- innar á þessu sama verki Rakhmanínovs undir stjóm Vladimirs Ashkenazy fyrir einum tuttugu árum, en þá var hljómsveitin ekki eins góð og núna, enda heyrði maður ótrúlegustu gloríur. Nú er öldin önnur. Tónlist Jónas Sen Louisa fær bók í síðustu viku var Louisu Matthíasdóttur listmálara afhent fyrsta íslenska eintakið af bók sem Nes-útgáfan hefur gert um ævi hennar og feril. Afhendingin fór fram á heimili dóttur Louisu og tengdasonar í Delhi í New York-ríki en þar hefur hún dvalið að undanfómu. Louisa lýsti ánægju sinni með hvemig til hefði tekist við gerð bókarinnar, en hún hefur fylgst með framvindu verksins frá upphafi. Bókin - sem ber einfaldlega nafn listakon- unnar - er einstaklega fagur gripur hvar sem á hann er litið. Hver bókaropnan af annarri flytur skoðandann lengra inn í myndheim Louisu og er þakkarvert hve vel hefur tekist að ná ögrandi og sérstæðum lita- samsetningunum í verkum hennar. Þetta er fyrsta heildstæða samantekt á lífi og starfi hinnar virtu listakonu og kemur þar margt á óvart, meðal annars hversu snemma hún nær valdi á listinni og gerir verk sem gefa stór fyrirheit um það sem í vændum var. Átök og umbrot í list hennar á fyrstu ámnum í New York sjást glöggt í fjölda litmynda af málverkum frá þeim tíma, sem fæst hafa áður komið fyrir almennings sjónir, og varpa þau nýju ljósi á þroskaferil konunnar sem margir gagnrýnendur telja meðal fremstu listmálara þessarar aldar. Ritstjóri bókarinnar er Jed Perl sem er virt- ur listgagnrýnandi í New York. Hann skrifar um feril Louisu frá miðjum sjöunda áratugn- um til samtímans og telur hana „meðal merk- ustu listamanna vorra tíma“ sem gefi í verk- um sínum svo tæra mynd af viðfangsefninu að furðu sætir. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing- ur fiallar um námsár Louisu og verk hennar fram að því að hún flyst til New York árið 1942. Martica Sawin, listfræð- ingur og rithöf- undur, segir frá fyrstu árum Lou- isu vestan hafs og rekur þroskaferil hennar fram að þeim tíma að verk hennar fóru að vekja athygli í New York. Sigurður A. Magnússon gerir uppruna og lífs- hlaupi Louisu skil í skemmtilegu og fróðlegu æviágripi sem prýtt er fiölda mynda úr fiöl- skyldualbúmi Louisu. Vigdis Finnbogadóttir og bandaríska ljóðskáldið John Asbery rita ávarps- og aðfaraorð. Bókín er 240 bls., í henni eru 125 litmynd- ir af verkum Louisu auk um hundrað ann- arra mynda og hún fæst bæði í enskri og ís- lenskri útgáfu. Hún verður kynnt nánar í helgarblaði DV á morgun. Pokkaleg líðan Mér líður vel Þakka þér fyrir (sem er eitt óskáldlegasta ljóðabókarheiti sem ég hef nokkru sinni rekist á ) er önnur ljóðabók Inga Steinars Gunnlaugssonar. Sú fyrri, Sól- skin, kom út fyrir þremur árum. Af þessum bókum að dæma er Ingi Steinar smekkvíst en ekki sérlega tilþrifamikið skáld. Það fyrra sést vel á formskyni hans; Ingi Steinar yrkir fremur knappt en veldur þvi vel, hann er prýðilega hagmæltur og myndmál oftast nær skýrt. Hið síðamefnda birtist hins vegar í yrkisefnum og efnistökum því þótt formið sé oftast óhefðbundið era viðfangsefni og við- horf harla hefðbundin. Þar skortir einfald- legá meiri dirfsku, og er vonandi að umræð- an um ljóðahefðina fari að snúast um yrkis- efni og efnistök fremur en hvort haldið sé í rím og stuðlasetningu. Bókmenntir Geirlaugur Magnússon Þrátt fyrir það er þessi bók á margan hátt býsna geðþekk og veldur þar mestu um að Ingi Steinar er oft gamansamur og kimni hans notaleg. Ekki veitir af í skammdegis- / nepjunni. Þessi kímni kemur vel fram í ljóðum eins og „Grænahlíð" þar sem ung kona starir á ljóðmæl- andann „stórum, spyrjandi brjóst- um“ og vekur með honum hug- renningar um stórbrotið landslag. Þá er einnig skemmtileg myndlíkingin 1 af Akrafialli með stúdents- húfuna hvítu „og vonaði / að það tæki 1 ekki / upp á þeim skofia / að fara í skóla- ferðalag". Mér líður vel Þakka þér fyrir skiptist í þrjá hluta og segja kaflaheitin margt um yrk- isefnin. Sá fyrsti, Hvunndagsljóð, er fiöl- breyttastur sem nærri má geta og meir en helmingi lengri en hinir tveir, Úr stunda- glasinu og Þessi heimur. Þar eru lika flest áhugaverðustu ljóðin en það er mikil synd að skáldið skuli stórskemma eitt besta ljóð sitt, „Kaldavermsl", með oftúlkun. Skáldsins er að yrkja, lesandans að túlka. Vel heppnuð ljóð eru til að mynda „Júlinótt", „Funi“ og „Suður“ sem heyrir þó fremur til síðasta hlutanum, ádeilu- ljóðunum í Þessi heimur. Ádeilur Inga Steinars eru flestar of almennt orðaðar til að verða verulega beinskeyttar en þar á meðal leynist eitt besta ljóð bókar- innar að mínu mati, „Fjötrar": “*• vc l r lyrj,. Hann glímdi viö hnútana dögum saman árum saman Þau heróast vel þessi œttarbönd Aó lokum tók hann upp hnífinn En sem sagt - Mér líður vel Þakka þér fyr- ir er geðþekk ljóðabók þó valdi engum straumhvörfum. Ingi Steinar Gunniaugsson: IVIér líður vel Þakka þér fyrir Hörpuútgáfan Akranesi 1999 Einleikstónleikar Guðna Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 heldur Guðni Franzson klarínettuleikari einleikstónleika í Salnum i Tónlistarhúsi Kópavogs. Þeir eru hluti af röð einleikstónleika sem CAPUT-hóp- urinn stendur fyrir þar. Guðni ætlar að leika nokkur af helstu ein- leiksverkum líðandi aldar fyrir klarínettu og kveðja með því 20. öldina. Meðal höfunda sem eiga verk á efnisskránni eru Stra- vinsky, Messiaen, Berio, Bou- lez, Donatoni og Reich auk Þór- ólfs Eiríkssonar og Hauks Tóm- assonar. Klarínettan verður í aðalhlutverki en einnig verður músíkin leikin af diskum og tölvu. Spumingin þegar upp er staðið verður hvort þessi verk heyra fortíðinni til eða hvort þau eru upptaktur að músík 21. aldarinnar? Er listin þraut? Kl. 15 á sunnudaginn verður sameiginleg leiðsögn fyrir börn og fullorðna um sýningar á Kjarvalsstöðum og verður bryddað upp á því nýmæli að fara með hópnum í ratleik. Hver þátttakandi fær í hendur tösku með vís- bendingum, þær leiða hann að ákveðnum verkum og vonandi að einhverri lausn á þeirri þraut sem listin oft er. Leiðsögn sem byggð er upp á leikjum og þrautum er nýjung í starfsemi safnsins og er að jafnaöi á dagskrá einu sinni í mánuði. Leikirnir eru liður í þeirri viðleitni að veita sýningargestum dýpri sýn á þau verk sem til sýnis eru hverju sinni. Þessi starfsemi hefur einnig verið kynnt foreldrafélögum grunn- skólanna og hafa þau pantað tima í safninu fyrir nemendur og foreldra. Kl. 16 á sunnudaginn verður svo almenn leiðsögn um sýningamar Grafik í mynd og Kötlu Rögnu Róbertsdóttur i miðrými og ut- andyra við Kjarvalsstaði. Kortlagning hugans Heilinn er svo flókinn að honum á líklega aldrei eftir að takast að skilja sjálfan sig. Samt hættir hann aldrei að reyna. Með nýjustu tækni 1 mynda- töku á mannsheilan- um hafa opnast nýjar víddir í rann- sóknum á huga mannsins. Hægt ér að sýna hugsanir og minningar - og jafnvel hugar- ástand - á .myndum á sama hátt og röntgen- myndir sýna bein. Það má til dæmis sjá heila fólks lýsast upp á ákveðnu svæði þegar það heyrir brandara, senda frá sér dauft skin á öðru svæði við dapurlega minningu og ljóma á því þriðja þegar hugurinn er að kljást við ný orð. Ný bók, Kortlagning hugans eftir Ritu Cart- er, lýsir því hvemig hægt er að nýta þessar rannsóknir til að útskýra margar hliðar á hegðun manna og menningu og hvemig rekja má ýmsa sérvisku og frávik til tilbrigða í landslagi heilans. Höfundur fiallar meðal ann- ars um muninn á heila karla og kvenna og muninn á heila þeirra sem teljast eðlilegir og þeirra sem haldnir eru ýmiss konar röskun á hugarstarfi, svo sem lesblindu, einhverfu, sið- blindu, athyglisbresti, þúnglyndi, örlyndi og tilfinn ingas veiflum. Rita Carter er blaðamaður sem fiallar eink- um um læknisfræðileg efni og skrifar með al- menna, fróðleiksfúsa lesendur í huga. Hún nýtur aðstoðar fiölmargra sérfræðinga við þessa leiðsögn um lendur mannshugans, eins og þær blasa við af sjónarhóli hinna nýju heilavísinda. Bókin er þýdd af Sverri Hólmarssyni og ríkulega myndskreytt. Mál og menning gefur hana út. Nýársnóttin I tilefni af degi íslenskrar tungu færist dag- skrá Listaklúbbs Leikhúskjallarans til um einn dag, frá mánudegi til þriðjudags. Á þriðjudagskvöldið verður leiklestur á Nýársnóttinni eftir Indriða Einarsson, sem var opnunarsýning Þjóðleikhússins, með elstu og reyndustu leikurum hússins. Einnig verður brugðið upp ljósmyndum af sýningun- um 1950 og 1971. Umsjón með dagskránni hafa Helga E. Jónsdóttir og Melkorka Tekla Ólafsdóttir og verður húsið opnað kl. 19.00. Umsjón Silja Aðalsteínsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.