Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 11 Neytendur Það getur verið notalegt að kveikja á kerti i skammdeginu en þó er nauðsynlegt að sýna ýtrustu varkárni í meðferð lifandi Ijósa. Varkárni í meðferð kerta: Skammdegið lýst upp Fátt er skemmtilegra í skammdeg- inu en að kveikja á kertum til að skapa notalega stemmningu og lífga upp á umhverfið. Að mörgu er þó að hyggja þegar lifandi ljós er ananrs vegar því óhöpp af þeirra völdum eru því miður allt of algeng er á landi. Áætlað er að árlega nemi hrunatjón af völdum kertaljóss hér á landi um 20-40 milljónum króna. Hér er um miklar fjárhæðir að ræða auk per- sónulegs einganmissis sem ekki verð- ur metinn til tjár. Hafið því hugfast að lifandi ljós getur á augabragði breyst í lifandi hættu. Vermikerti Vermikerti eða sprittkerti eru um margt frábrugðin venjulegum kertum og þurfa sérstakrar aðgæslu við. Vax- ið í þeim verður fljótandi stuttu eftir að kveikt er á kertinu og því er ekki ráðlegt að færa það úr stað á meðan logar á því. Látið slík kerti ætíð brenna út af sjálfu sér eða slökkvið með kertaslökkvara. Notið aldrei vatn. Gætið þess að hafa vermikerti í kertastjaka sem þolir háan hita. Sum- ir kertastjakar eru með þunnum botni og getur undirlag þeirra sviðnað þeg- ar vax vermikertisins hitnar. Setjið vermikertið aldrei beint á dúk eða borð. Kertaskreytingar Kertaskreytingar eru afar vinsælar, sérstaklega á aðventunni sem bráðum fer i hönd. Hafið kertaskreytingar ætíð á óeldfimu undirlagi, t.d. gleri eða málmi og gætið á því að kertalog- inn nái ekki til skreytingarinnar. Haf- ið í huga að kerti brenna mishratt en oftast eru upplýsingar um brennslu- tíma á umbúðum kertanna sem gagn- legt er að kynna sér. Þar sem festing- ar fyrir kerti í skreytingum eru mis- jafnlega öruggar er gott ráð að nota sjálfslökkvandi kerti því þau slökkva á sér þegar um 5 sm eru eftir af kert- inu. Einnig er hægt að kaupa eldteflandi efni sem úða má á skreytingar og þar með minnka hættuna á eldsvoða ef kertalogi berst í skreytinguna. Útikerti Útikerti loga flest eingöngu á kveiknum en þó eru til kerti þar sem allt yfirborð vaxsins logar. Þá getar loginn náð allt að 50 sm hætð og slegist til í allar áttir. Varist að snerta form útikertanna með ber- um höndum. Eldur getur blossað upp ef vatn eða snjór slettist á vax kertisins. Æskilegt er að koma kertunum þannig fyrir að þau sjá- ist vel og að ekki sé hætt á að böm og fullorðnir reki sig í þau. Þeir sem kæðast víðum fatnaði þurfa að gæta sérstakrar varúðar í nánd við slík kerti. Nokkur eldfim atriði - Látið kerti aldrei loga innan- húss án eftirlits. - Forðist að hafa kerti þar sem er dragsúgur. - Vindsveipur eða gegnumtrekk- ur getur kveikt eld á ný. - Forðist að hafa kerti nálægt opnum glugga þar sem vindur getur sveiflað gluggatjöldum í kertalog- ann. - Hafið kerti aldrei nálægt tækj- um sem gefa frá sér hita, s.s. sjón- varpi. Aukinn hiti veldur aukinni hættu á óhappi. - Gætið þess að kerti séu fóst í kertastjaka og að hann sé stöðugur. - Haflð mishá kerti ekki of nálægt hverju öðm. Hiti frá lægri kertum getur brætt hærri kerti. - Eftir að kertalogi hefur verið slökktur getur enn leynst glóð í kveiknum. - Almenn viðmiðun er að hafa a.m.k. 10 sm á milli kerta. - Kertakveikur á ekki að vera lengri en 1 sm. Klippið af kveiknum svo ekki sé hætta á að logandi kveikur detti af og kveiki í. - Kertaljós hafa sérstakt aðdrátt- arafl fyrir börnin. Brýnið fyrir bömunum að fara ætíð gætilega með eld og gætið þess að þau leiki sér ekki án umsjónar nálægt log- andi kertum. -GLM Markhúsið: Nýr þjónustusími Markhúsið ehf. opnaði í gær nýtt upplýsinganúmer 1818. Með því að hringja í númerið geta bæði símnotendur Landssímans og Tals fengið upplýsingar um öll símanúmer á Islandi á einum stað. Markhúsið hefur tryggt sér beinan aðgang að tölvuslma- skrám Landssímans og Tals og eru þær uppfærðar daglega. Þessi gagnagrunnur tryggir aðgang að sömu upplýsingum og með sama hraða og ef hringt er beint í til símafyrirtækjanna. Mikil áhersla er lögð á að svara hringingum hratt og örugglega og er markmiðið að svara öllum sím- tölum innan þriggja hringinga. Með tilkomu 1818 hættir Tal eigin upplýsingagjöf um síma- númer og vísar fyrirspurnmn til 1818. -GLM Með opnun nýja upplýsinganúmers- Ins 1818 geta allir símnotendur fengið upplýsingar um öll símanúm- er á íslandi á einum stað. Mikið úrval af telpnafatnaði Rýmum fyrir jóla- og áramótafatnaði 30-70% afsláttur 10% afsláttur af nýjum vörum AÐRIR ERU MEÐ MAT MILLI TANNANNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.