Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 Lesendur Misnotkun - sýknudómur og múgæsing í kjölfariö Fólk ætlast til þess af dómskerfinu að það leitist við að hjálpa okkur við að vernda börnin okkar gegn þeirri ógn sem þeim stafar frá siðblindu fólki, seg- ir bréfritari m.a. Spurningin Hvernig finnst þér tillaga Ingibjargar Sólrúnar um hækkun leikskólagjalda? Kristófer Öm Sigurðarson nemi: Mér finnst hún fáránleg. Daníel Pétursson smiður: Ég hef enga skoðun á því. Ámi Valur Kristinsson: Hræðileg, þetta kemur niður á fjárhag heimil- isins. Sigríður Másdóttir húsmóðir: Ömurleg, þetta er nógu dýrt fyrir. Kristinn Sverrisson verslunar- stjóri: Mér finnst hún mjög slæm, þetta bitnar mest á ungum foreldr- um og bömum. Kristín Soffía Jónsdóttir nemi: Er ekki nauðsynlegt að hækka laun leikskólakennara. 011264-3369 skrifar: Ég er ein af þeim íjölmörgu sem hafa lent í því óviðurkvæmilega at- hæfi (saklaus náttúrlega) að taka þátt í múgæsingu fólks sem á það sameiginlegt að líta á það athæfi, að nota bömin sín á einn eða annan hátt í þeim tilgangi að þjóna kyn- ferðislegum löngunum sínum, sak- hæft. Eftir varnaðarorð verjandans í máli 286/1999 um múgæsingu og dóm almennings yflr saklausum manni fór ég að lesa umræddan dóm frá orði til orðs ef vera kynni að ég hefði misskilið eitthvað í hon- um eða misst af einhverju sem varpaði ljósi á það hvers vegna maðurinn var sýknaður. Að loknum lestri finnst mér fróðlegt að fá svör við eftirfarandi spurningum, sem mættu í raun koma frá einhverjum aðstandanda þessa málareksturs, svo sem lögmönnum sem um málið hafa fjallað, eða verjandans í mál- inu. 1. Eftirfarandi klausa er tekin orðrétt upp úr dómi Héraðsdóms 2. júlí 1999: „Ákærði sagði að hann hefði að vísu gert svolítið gagnvart D sem hafi verið rangt. Hefði hann stund- um farið inn til hennar á nóttunni til þess að horfa á hana. Stundum hefði hann tekið sængina ofan af henni að hluta, til þess að sjá fótlegg hennar eða læri og stundum hefði hann líka eitthvað komið við sin eigin kynfæri. Hefði hann gert þetta til þess að fá kynferðislega örvun.“ G. Pétur Matthíasson, inn- heimtudeild RÚV, skrifar: í fyrsta lagi má spyrja af hverju DV fjallar ítrekað um innheimtu- deild RÚV án þess nokkum tíma að leita upplýsinga hjá deildinni. Öll mál hafa a.m.k. tvær hliðar. DV virðist hins vegar engan áhuga hafa á nema einni hlið mála. Varðandi Reykvíkinginn sem á að hafa verið rakkaður um afnota- gjöld í sjö ár þá er það augljóslega rangt. Enda væri innheimtudeildin ekki að senda fyrirspumarbréf og spyrja um viðtækjaeign ef alltaf Garðar Harðar tónlistarmaður skrifar: Mig langar að gera að umtalsefni tímasetningu RÚV Sjónvarps á sýn- ingu skemmtiþáttar til heiðurs Chuck Berry sextugum. Tiltekinn þáttur, sem skartar ekki ómerkara fólki, auk afmælisbamsins, en Eric Clapton, Etta James, Linda Ronstad, Keith Richard og fleiri, er sendur út á sunnudegi, klukkan 14 - ég endur- tek: á sunnudegi, kl. 14. Hail Hail Rock’n roll! - Var hvergi annars staðar pláss í dagskrá Sjónvarps? Ég kemst ekki hjá því að velta fyrir mér hvort vandamál Sjón- varpsins séu „of margir tónlistar- þættir á dagskrá" (sem hafa þá far- - Nú spyr ég: Flokkast það athæfi sem lýst er í játningu þessari ekki undir kynferðislega misnotkun? Ef ekki, hvers vegna ekki? Og hvers vegna er það ekki saknæmt? 2. í dómunum kemur fram að tvær stúlkur sem gist höfðu heimili ákærða báru vitni um það að hann hefði læðst inn til þeirra að nóttu til og snert þær á kynferðislegan hátt. Nú spyr ég, líkt og spurt hefur ver- ið af öðrum: Hvað þarf margar kon- ur til að sanna sekt eins manns í kynferðisafbrotamáli? Hve mörg börn? 3. Er til lagagrein sem útilokar að það athæfi, sem maðurinn játaði á væri verið að innheimta afhotagjöld hjá viðkomandi. Þar sem ekki er hægt á opinberum vettvcmgi að fjalla um einstök mál er ekki hægt að fara nánar í þetta tiltekna mál en vissulega leitar Ríkisútvarpið aö viðtækjum hjá fólki og spyrst fyrir um slíkt. Um það er kveðið á í lög- um. Þótt maður kunni að hafa veriö án sjónvarps fyrir sjö árum er ekk- ert sem segir að hann eigi ekki sjón- varp í dag. Það er einnig rangt að gíróseöill hafi verið sendur með fyrirspumar- bréfinu, enda engin forsenda til inn- ið fram hjá mér) eða hvort þetta hafi verið „sponsorað" af íslensku þjóðkirkjunni til þess að koma í veg fyrir aö „rokkarar/blúsarar" kæmu til messu á tilteknum sunnudegi klukkan tvö. Ég velti því enn fremur fyrir mér hvort Berry hefði fengið sama út- sendingartíma hefði hann verið ný- horfinn yfir móðuna miklu, eins og sig í ofangreindum dómi að hafa framið, geti talist kynferðisleg mis- notkun á barni ? Ef svo er þá finnst mér það réttlát krafa að henni verði breytt. Mér þykir miður að ég skuli ekki finna hjá mér þá samúð og skilning með manninum að sjá það ranglæti sem hann er sagður beittur með því að mótmæla dómi þessum, en kannski geta lögmenn (eða verjand- inn) veitt mér þau svör. Mér finnst það réttlætismál að fólk geti ætlast til þess af dómskerfinu að það leitist við að hjálpa okkur við að vernda bömin okkar gegn þeirri ógn sem þeim stafar frá siðblindu fólki. heimtu afnotagjalda. Hið rétta er að bréfinu fylgir frímerkt umslag ásamt svarseðli þar sem færi gefst á því að gefa upplýsingar um viðtæki á heimilinu eða þá greiðanda af- notagjalda á heimilinu ef hann er til staðar. Rétt er að ítreka að innheimtu- deildin leggur ekki nokkum mann í einelti. Innheimtudeildin fer eftir lögum þessa lands. Enda er það rétt- lætismál þeirra sem reglulega og skilvíslega greiða afnotagjald Ríkis- útvarpsins að allir sem eiga að greiða afnotagjaldið geri það. ég var farinn að efast en þessi tíma- setning þáttar um Chuck Berry, höf- uðpaur rokksins, er eins og köld vatnsgusa framan í mig og liklega marga aðra tónlistarunnendur í landinu. Væri bara ekki rétt fyrir Ríkisútvarpið Sjónvarp að fara að helga sig sýningu heimildarmynda um þróun langspilsins á besta tíma á laugardagskvöldum í framtíðinni? Án sjónvarps fyrir sjö árum - þýðir ekki sjónvarpsleysi í dag Chuck Berry sextugur ófullnægjandi umfjöllun Sjónvarpsins Chuck Berry (t.v.) og Julian Lennon á sviði. þeir segja á máli kirkjunnar. Ég hef lengi talið mig vera í hópi þeirra RÚV- manna. Hef ég oft lent í því að verja stofnunina áfóllum eftir að frjálsar út- varps- og sjónvarps- stöðvar komu til þar sem ég hef talið RÚV vera eina aflið sem gæti gætt hagsmuna allra landsmanna, hvort sem þeir búa í stórum eða litlum byggðum, í sveit eða borg. Ég verð að segja að Á að úthýsa Þjóðarsálinni? Reynir Ragnarsson, Eyrarholti 4, Hafnarfirði, skrifar: Nú er Þjóðarsálin (á Rás 2 hjá RÚV) búin með sumarfríið sitt og kominn er vetur. Ekkert virðist benda til að þáttur þessi fari aftur í loftið. Ég beinlínis krefst þess að Þjóðarsálin fari aftur í gang hjá Ríkisútvarpinu milli kl. 18 og 18.30 á kvöldin, eins og verið hefur und- anfarin ár. Einhverjir stórkarlar, embættismenn eða aðrir slíkir virðast ekki þola þennan þátt, það er á almanna vitorði. Þeir vilja ef- laust úthýsa þættinum að fúllu og öllu. Þessi þáttur er þó sá eini sem við, almenningur höfum í ljósvaka- miðlum til að koma á framfæri ábendingum skoðunum um það sem betur mætti fara hjá okkur. Umsjónarmaður lesendasíðu hef- ur rætt við dagskrárdeild Rásar 2 og í svari þaðan kom fram að enn væri óákveðið hvort Þjóðarsálin færi inn aftur eða ekki. Nú viröist þó vera kominn timi að hrökkva eða stökkva í þessu máli. - Ekki rétt? Ógæfa lesenda Haukur skrifar: Ég er búinn að hlakka lengi til að lesa nýjustu skáldsögu Ólafs Gimn- arssonar Vetrarferðina sem er sú síðasta í skáldskaparþrennu hans. Vanalega les ég ekki gagnrýni um bækur sem ég er ákveðinn að kaupa fyrir sjálfan mig en ein- hverra hluta vegna datt ég niður í umfjöllun Soffiu Auðar Birgisdótt- ur um Vetrarferðina í Morgunblað- inu á þriðjudag. Skemmst er frá því að segja að ég dauðsé eftir því. Soff- ía Auður hefur eyðilagt hluta ánægju minnar við lesturinn með því að segja frá örlögum aöalsögu- hetjunnar, Sigrúnar. Og tönnlast á þeim. Vissulega er meira í sögu Ólafs en saga Sigrúnar en af hverju að eyðileggja þá spennu og eftir- væntingu um örlög aðalpersónunn- ar sem hlýtur að magnast við lest- urinn? Þaö er mikil ógæfa að hafa asnast til að lesa þennan ritdóm. Flugleiöir í sænsku fánalitina Óskar Sigurðsson hringdi: Mér finnst hið nýja útlit flugvéla Flugleiða vera að færast nokkuð nálægt öðram alþjóðamerkjum sem maður sér hjá öðmm flugfélögum. Flugleiðavélamar skera sig a.m.k. ekki mikið úr héðan af á erlendum flugvöllum, og er það af sem áður var. Nú sýnist mér litirinir vera í ætt við sænsku fánalitina, og kannski ekki óeðlilegt að SAS hafi viljað færa sitt nána samvinnufyr- irtæki örlítið nær hjarta sér. Sum- um sýnist sem nýju litimir hjá Flugleiðum minni á Lufthansa hið þýska. Ég veðja hins vegar á SAS og sænsku fánalitina. SAS á eftir að vinna þessa orrustu, og taka alfarið yfir hjá Flugleiðum, það virðist auðsætt. Þyngri dóm fyrir „gægjur"? Ámi Einarsson hringdi: Það eru ekki afgerandi skilaboð sem Hæstiréttur sendir frá sér í þetta sinn, varðandi sýknudóm yfir áður meintum kynferðisafbrota- manni, en nú saklausum, eftir dóm meirihluta Hæstaréttar. Það er klif- að á því að ekki hafi verið ákært fyrir „gægjufikn" mannsins, sam- kvæmt einhverjum Evrópustaðli!!! Dettur einhverjum í hug að maður þessi hefði frekar verið dæmdur fyrir gægjufíkn en það sem hann var ákærður fyrir, gróft brot og áreitni við dóttur sína og fleiri kon- ur? Niðurstaða Hæstaréttar nú, og áður í sýknudómi Kio Briggs, geng- ur ferlega á réttlætiskennd hins al- menna borgara, og hlýtur að leiða til umhugsunar um hvort þeir sem svona dæma og byggja aðallega á því að ekki hafi verið rétt aö mál- inu staðið, eins og það er orðað, standi sjálfir réttilega að málum sem dómarar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.