Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 Sport Þrefaldur sigur á fyrsta móti 6. flokks kvenna í vetur: Fimleikakrakkar hefja veturinn islenski fimleikastiginn fer í gang á sunnudaginn í íþrótta- húsinu á Seltjarnamesi. Þar verður keppt í fyrsta til fjórða þrepi. Keppnin í fjórða þrepi hefst kl. 9.30 og lýkur kl. 13.00 en keppni í fyrsta til þriðja þrepi hefst kl. 14.30 og lýkur kl. 18.00. Keppendur eru um 80 og koma frá Armanni, Björk, Fylki, Gerplu, Gróttu, KR, Keflavík og Stjörnunni. Þetta eru fyrstu unglingamót vetrarins og unglingasíðan hvet- ur foreldra og aðra áhugamenn til að koma og líta á glæsileg til- þrif fimleikakrakkanna, sem þeir sýna jafnan á áhöldunum. Pepsi-mót í borðtennis: Víkingar í sérflokki Víkingar vora í sérflokki á Pepsi-mótinu í borðtennis sem fram fór um síðustu helgi. Kristín Bjamadóttir (tii vinstri) vann 1. flokk kvenna og Einar Gunnarsson (til hægri) vann 2. flokk karla og hjá byrjendum náði borðtennisfólk Víkings í öll verðlaun i boði í flokki A, sem má sjá hér fyrir ofan. Þar era á mynd, frá vinstri: Magnús K. Magnússon (2. sæti), Ingvar Ámason (1. sæti), Einar Gunnarsson (3. til 4. sæti), Daði Guðmundsson (3. til 4. sæti). í byrjendaflokki B vann Víkingurinn Styrmir Stefnisson, félagi hans Stefán Amarsson varð annar og jafnir í 3. til 4. sæti voru Stjörnumennimir Anton Jónsson og Ágúst Jónasson. Eftir að ijóst varð að Grótta hafði unnið alla þrjá flokkana í fyrstu umferð 6. flokks kvenna, þutu allar Gróttusteípurnar Inn á völlinn og fögnuðu. Þar voru því samankomnir nýkrýndir meistarar A-liða ásamt B, C og C2, en þau þrjú síðastnefndu höfðu stutt dyggilega við bakið á A-liðinu í úrslitaleiknum gegn Fram. Gull-Grotta Enginn þjálfari slær eflaust hend- •inni á móti því að vinna eitt gull á íslandsmóti, hvað þá að vinna þrjú gull og bæta siðan einu silfri við í kaupbæti. Hildigunnur Hilmarsdóttir, þjálf- ari 6. flokks Gróttu, náði þessum frábæra árangri með dyggri aðstoð frá sínu aðstoðarfólki og ekki síst Gauta Grétarssyni, eiginmanni sín- um og yfirþjálfara unglingaráðs handboltans hjá Gróttu. Starf þeirra hjóna hefur þegar fengið góðan róm hvað skipulag og fagmennsku varðar í alla staði en þessa umræddu helgi kom enn frekar í ljós hversu góða hluti þau gera á Nesinu. Það var reyndar aðeins keppt í þremur flokkum en aukalið frá Gróttu gerði sér lítið fyrir og fór alla leið í úrslit hjá C-liðum. Þar urðu Gróttustelpurnar að sætta sig við eina tapið sitt á helg- inni en það kom reyndar fyrir hjá þeim sjálfum, því Grótta 1 vann Gróttu 2, 4-2, í úrslitaleik C-liða. Hjá A-liðum vann Grótta Fram, 11-8, í úrslitum, í þriðja sæti varð HK eftir hlutkesti og 2-2 jafntefli við HK. Röð hinna liðanna var þessi: 5. ÍBV, 6. ÍR, 7. Haukar, 8. Stjarnan. Hjá B-liðum vann Grótta HK, 5-3, í úrslitum og Valur varð í þriðja sæti eftir 9-3 sigur á Stjömunni. Röð hinna liðanna var þessi: 5. Haukar, 6. Fram, 7. ÍR, 8. ÍBV. Hjá C-liðum var röð liða þessi: 1. Grótta 1, 2. Grótta 2, 3. HKl, 4, Stjaman, 5. HK2, 6. Fylkir, 7. Hauk- ar, 8. ÍR. Frábær árangur Seltirninga, enda fyrirmyndarkrakkar hvort sem er innan eða utan vallar og einstök byrjun á vonandi skemmti- legum handboltavetri. ÓÓJ *. Sigursæl systkini Systkinin Sólrún Fönn, 15 ára, og Guðmundur Geir, 14 ára, Þórðarböm, unnu bæði verðlaun á unglingameistaramóti Fjóns og Jótlands í júdó sem fram fór í Danmörku nú í vikunni. Sólrún vann gull í mínus 52 kílógramma flokki og lagði hún þar alla andstæðinga sína öragglega. Bróðir hennar, Guðmundur Geir, vann síðan bronsverðlaun í mínus 45 kílógramma flokki. Bæði hafa þau Sólrún og Guðmundur verið búsett í Danmörku undanfarin ár og era góð viðbót við annars marga unga og upprennandi júdómenn og konur hér á íslandi. Hér til vinstri eru t C-lið Gróttu, en I þau mættust í úrslitaleik C- liða þar sem C1 vann en þetta var eina tapið hjá Gróttu i mót- inu. eru ■ ■- Grottustelpur fagna lokaflautinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.