Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 Afmæli___________________ Ríkharður Jónsson Ríkharður Jónsson, málara- og veggfóðrarameistari, Heiðarbraut 53, Akranesi, er sjötugur í dag. Starfsferill Ríkharður fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann var í barnaskóla á Akranesi, fór að vinna eftir fullnað- arpróf, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík frá 1947, lauk prófum frá Iðnskólanum 1950, lauk sveinsprófl í húsamálun 1951, öðlaðist meistara- réttindi í húsamálun 1954, varð meistari í bílasprautun 1966, lauk sveinsprófi í dúklagningu og vegg- 'fóðrun 1970, og öðlaðist meistararétt- indi í þeim greinum 1973. Rikharður vann við bílasprautun á Akranesi 1945-47 og hefur starfað við húsamálun á Akranesi frá 1951, fyrst með öðrum en lengst af á eig- in vegum. Þá stofnaði Ríkharður sprautu- og réttingaverkstæðið Bila- miðstöðina á Akranesi 1959 og bætti síðan við það bifreiðaverkstæði. Hann starfrækti verkstæðin með öðrum og einsamall til 1980. Þá var hann umboðsmaður Brunabótafé- lagsins í sautján ár. Ríkharður er einn fræknasti knattspyrnumaður hér á landi, fyrr og síðar sem á, öðrum fremur, heið- urinn af fyrsta gullaldarliði Skaga- * manna á sjötta áratugnum. Ríkharður æfði og keppti í knatt- spymu með KA frá því á bamsaldri, og keppti með meistaraflokki Fram 1947-51 og varð íslands- meistari með liðinu 1947. Hann var síðan þjálfari, leikmaður og fyrirliði Skagamanna 1951-65 og varð íslandsmeistari með liðinu 1951, 1953, 1954, 1957, 1958 og 1960. Rik- harður lék þrjátíu og þrjá landsleiki á átján árum og skoraði m.a. flögur mörk í einum frægasta landsleik þjóðarinn- ar er Islendingar unnu ólympíu- meistara Svía, 4:3, árið 1951. Ríkharður hefur starfað mikið að íþróttamálum á Akranesi. Hann sat í knattspymuráði 1951-60 og var formaður íþróttabandalags Akra- ness 1972-76. Ríkharður var formaður alþýðu- flokksfélags Akraness um skeið, sat í bæjarstjóm Akraness 1974-82, sat í sjúkrahússtjóm Akraness 1968-98, sat I stjórn Grundartangahafnarinn- ar um skeið, hefur starfað mikið í Oddfellow-reglunni frá 1959, er for- maður fulltrúaráðs H.L.-stöðvarinn- ar í Hátúni 14, Reykjavík, og situr í stjóm Hjartaverndar frá 1992. Fjölskylda Ríkharður kvæntist 25.12. 1949 Hallberu Guðnýju Leós- dóttur, f. 9.5. 1928, hús- móður og fyrrv. skrif- stofumanni. Hún er dótt- ir Leós Eyjólfssonar, bif- reiðarstjóra á Akranesi, og Málfríðar Bjamadótt- ur húsmóður. Börn Ríkharðs og Hall- beru eru Ragnheiður, f. 23.6. 1949, skólastjóri í Mosfellbæ, gift Daða Run- ólfssyni bifreiðastjóra og eiga þau tvö börn; Mál- fríður Hrönn, f. 5.1. 1954, aðstoðar- skólastjóri við Barnaskóla Akra- ness, gift Þórði Elíassyni prentara og eiga þau tvær dætur; Ingunn Þóra, f. 19.4. 1955, leikskólastjóri á Akranesi, gift Kristjáni Hannibals- syni múrarameistara og eiga þau tvær dætur; Sigrún, f. 18.4. 1962, bankastarfsmaður á Akranesi, gift Áma Sigmundssyni rannsóknarlög- reglumanni í Reykjavík og eiga þau saman þijá syni og Sigrún einn fóst- urson; Jón Leó, f. 18.3. 1965, við- skiptafræðingur í Svíþjóð, kvæntur Kicky Anderson sagnfræðingi og eiga þau saman þrjú börn auk þess sem hann á son frá því áður. Systkini Ríkharðs: Margrét, f. 26.6. 1914, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Helga, f. 5.2. 1916, hús- móðir í Reykjavík; Sigurður, f. 5.3. 1917, d. 30.6. 1940; Þórður, f. 31.3. 1920, d. 29.9. 1937; Jón, f. 9.1. 1923, d. 10.4.1924; Jón, f. 20.1.1925, netagerð- armaöur og fyrrv. meistaraflokks- maður með ÍA i knattspyrnu, faðir Sigurðar, landsliðsmanns í knatt- spyrnu; Ragnheiður, f. 11.5. 1927, d. 13.5. 1928; Þórður, f. 29.11. 1934, mál- arameistari, netagerðarmaður og fyrrv. landsliðsmaður í knatt- spyrnu, faðir Karls, fyrrv. landsliðs- manns og atvinnumanns í knatt- spyrnu. Foreldrar Ríkharðs voru Jón Sig- urðsson, f. 25.3. 1888, d. 19.7. 1971, skipstjóri og síðar hafnarvörður á Akranesi, og k.h„ Ragnheiður Þórð- ardóttir, f. 8.3. 1893, d. 26.10. 1982, húsmóðir. Ætt Jón var sonur Sigurðar, smá- skammtalæknis í Neðri-Lambhús- um, Jónssonar, og Margrétar Þórð- ardóttur. Ragnheiður var systir Guðjóns, útvegsb. á Ökrum á Akranesi, afa Guðjóns Þórðarsonar, fyrrv. lands- liðsmanns og landsliðsþjálfara, fóð- ur Bjarna og Þórðar, landsljðs- manna og atvinnumanna i knatt- spymu. Ragnheiður var dóttir Þórð- ar, sjómanns á Akranesi Þórðarson- ar, og Helgu Guðmundsdóttur. Ríkharður verður að heiman. Ríkharður Jónsson. Samúel Örn Erlingsson Samúel Örn Erlingsson, íþróttaf- réttamaður hjá RÚV, Álfhólsvegi 57, Kópavogi, er fertugur í dag. Starfsferill Samúel Öm fæddist á Uxahrygg I á Rangárvöllum en ólst upp á Hellu. Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1978, íþróttakennaraprófi frá íþróttakennaraskóla íslands 1980, og sótti námskeið í íþróttaþjálfun, íþróttakennslu og íþróttafrétta- mennsku hér á landi og erlendis. Samúel Öm starfaði við virkjanir á námsárunum, var kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn 1980- 81 og Lækjaskóla í Hafnarflrði 1981- 82, íþróttafréttamaður hjá RÚV 1982- 83, við Tímann og NT 1983-85 og íþrótta- og fréttamaður við RÚV frá 1985. Samúel Öm var landsliðsmaður í blaki 1979-88, íslandsmeistari 10 sinmrni og bikarmeistari 6 sinnum með UMFL, Þrótti í Reykjavík og HK 1979-95, var knattspymuþjálfari hjá UMF Heklu 1979, blakþjálfari kvenna hjá UMFL og karla hjá Hveragerði og HK 1980-83 og lands- liðs kvenna og pilta 1983. Samúel Örn var varaformaður ungmennafélagsins Heklu 1978-30, varaformaður Blaksambands ís- lands 1983, og 1986-88, í stjóm Sam- taka íþróttafréttamanna 1982-92 og formaður í átta ár, sat í stjórn UEPS, Samtaka evrópskra íþróttaf- réttamanna, 1990-94, situr í stjórn Félags fréttamanna frá 1992 og er formaður frá 1999. Fjölskylda Kona Samúels Arnar er Ásta Breiðfiörð Gunnlaugsdóttir, f. 13.5. 1961, starfsmaður Smárans, íþrótta- miðstöðvar Breiðabliks. Hún er dóttir Gunnlaugs Breiðfiörð Óskars- sonar, f. 26.9. 1938, málarameistara, og Guðbjargar Grétu Bjarnadóttur, f. 28.6. 1940, starfsmanns við Sjúkra- hús Reykjavíkur. Dætur Samúels Amar og Ástu eru Hólmfríður Ósk, f. 23.4. 1984, nemi; Greta Mjöll, f. 5.9. 1987, nemi. Systur Samúels Amar eru Anna Kristín Kjartansdóttir, f. 2.12. 1956, skrifstofustjóri; Hólmfríður, f. 3.2. 1961, sjúkraþjálfari; Margrét Katrín, f. 4.3. 1962, bókari; Ingibjörg, f. 18.1. 1967, tónlistarkennari. Foreldrar Samúels Arnar: Erling- ur Guðmundsson, f. 19.9.1939, vöru- bílstjóri á Hellu á Rangárvöllum, og k.h., Sigurvina Samúelsdóttir, f. 1.8. 1937, kaupmaður í Vörufelli á Hellu. Ætt Erlingur er sonur Guðmundar, b. á Uxahrygg, bróður Guð- nýjar, ömmu Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, foður Jóns Gunnars fréttamanns. Guðmund- ur var sonur Gísla, b. í Húnakoti Hildibrands- sonar, bróður Vilhjálms, föður Ingvars, forstjóra ísbjamarins. Móðir Gísla var Sigríður Einarsdóttir af Víkingslækjarætt. Móðir Guðmundar var Margrét Hreinsdóttir, b. á Sperðli, Guðlaugssonar. Móðir Erlings var Hólmfríður Magnúsdóttir, b. í Hvítanesi, bróður Andrésar klæð- skera; Ágústs í Hemlu, afa Ágústs Inga Ólafssonar, sveitarstjóra á Hvolsvelli, og Sighvatar í Ártúnum, afa Péturs og Páls Pálssona í Vísi í Grindavík. Móðir Hólmfríðar var Dýrfinna, systir Gissurar, langafa Jóns Arnar Magnússonar frjálsí- þróttamanns. Dýrfmna var dóttir Gísla, b. á Seljavöllum, Guðmunds- sonar. Sigurvina er dóttir Samúels, b. á Bæ í Ámeshreppi, bróður Sigríðar, ömmu Sigrúnar Guðmundsdóttur mynd- höggvara. Samúel var sonur Samúels í Skjaldarbjarnarvík, Hallgrímssonar, og Jóhönnu Bjarnadóttur. Móðir Sigurvinu er Anna Guðjónsdóttir b. á Dröng- mn og í Seljanesi í Ámes- hreppi. Bræður Önnu: Ei- ríkur, faðir Eyvindar rit- höfundar; Kristján, faðir Guðjóns Arnars, alþm. og forseta Farmanna- og flskimannasambandsins, og Valgerðar, fyrrv. alþm., og Guðmundur sem kenndur var við Þaralátursfiörð. Systur Önnu: Þorsteina, móðir Ingibergs Hannessonar, prófasts í Dölum; Ingi- gerður skólastýra á Staðarfelli og Pálína á Munaðamesi. Anna er dóttir Guðjóns Kristjánssonar í Skjaldarbjamarvík og Önnu Jónas- dóttur. Fóstri Sigurvinu er Kristinn Jónsson, b. á Dröngum og Seljanesi, hann gekk 5 dætrum Önnu og Sam- úels í föðurstað og börn hans og Önnu eru 9, þeirra á meðal eru Sveinn, bæjarstjórnarmaður á Akranesi, og Guðjón, tré- og garð- listamaður á Árbæ við Selfoss. Samúel Öm verður að heiman á afmælisdaginn en hyggst bjóða vin- um og ættingjum til garðveislu á sumri komanda. Samúel Örn Erlingsson. Höskuldur Frímannsson Höskuldur Frímanns- son rekstrarhagfræðing- ur, Álfheimum 42, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Höskuldur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk verslun- arprófi frá VÍ 1970, við- skiptafræðiprófi frá HÍ 1977 og MBA-prófi frá University of Bridgeport í Bandaríkjunum 1978. Höskuldur var aðalbókari Bóka- utgáfu Menningarsjóðs 1971-73, for- stjóri Menningarsjóðs og fram- kvæmdastjóri Bókaútgáfunnar 1973-75, fiármálastjóri hjá Alís hf. 1977, fulltrúi hjá Iðnþróunarsjóði 1979, starfaði við launadeild Reykja- víkurborgar 1979-31, m.a. sem skri- fstofustjóri, sérfræðingur hjá Skýrr og síðar deildarstjóri rekstrarráðgj afardeildar Skýrr 1981-90 og auk þess skipaður forstjóri í þriggja mánaða leyfi starfandi forstjóra, var rekstrarráðgjafi hjá Ráð- garði hf. 1990-96 og hefur starfrækt eigin rekstr- arráðgjafarfyrirtæki, Afl til framtíðar, frá 1996. Höskuldur er kennari við viðskiptadeild HÍ frá 1984, þar af lektor í tæpan áratug. Hann hefur hald- ið fiölda fyrirlestra um stjórnun á vegum Nýja hjúkrunarskólans, HA, Fósturskólans, VÍ, TÍ og félagsvís- indadeildar HÍ og erindi og nám- skeið hjá Stjómunarfélagi íslands og Endurmenntunarstofnun HÍ. Höskuldur var virkur í ungtempl- arahreyfingunni 1968-74, sat í hverfiskjörstjóm Árbæjarhverfis í flestum kosningum 1979-89, var for- maður sviffiugdeildar Flugmálafé- lags íslands 1989-95, forseti Flug- málafélags íslands 1995-99, formað- ur þjónustuhóps Gæðastjórnunarfé-. lag íslands 1990-93, formaður menntahóps félagsins 1995-99 og var fulltrúi viðskiptadeildar í stjórn Endurmenntunarstofnunar HÍ um árabil. Fjölskylda Höskuldur kvæntist 26.2. 1995 Jó- hönnu Viborg, f. 20.12. 1955, kaup- konu. Hún er dóttir Hálfdáns G. Viborg, fisksala í Reykjavík, og k.h., Rannveigar Gísladóttur húsmóður sem er látin. Börn Höskuldar og Jóhönnu eru Sindri, f. 26.6. 1981; Logi, f. 13.5. 1987; Eygló, f. 26.5. 1989. Systkini Höskuldar: Guörún, f. 15.1.1943, d. 18.4.1998, var gift Ferd- ínand Alfreðssyni arkítekt. Hálf- systir Höskuldar, samfeðra, er Hanna, f. 25.8.1936, gift Heiðari Ást- valdssyni danskennara. Foreldrar Höskuldar: Frímann Helgason, f. 21.8. 1907, d. 29.11. 1972, verkstjóri og fyrsti íþróttafrétta- maður hér á landi, og k.h., Margrét Stefánsdóttir, f. 30.4.1914, húsmóðir. Ætt Meðal föðursystkina Höskuldar: Axel, stofnandi Nestis hf.; Dagmar, móöir Helga Tómassonar ballet- dansara; Jóhannes, er reisti jarð- húsin í Elliðaárbrekkunni. Frí- mann var sonur Helga, verkamanns í Vík í Mýrdal, Dagbjartssonar, og k.h., Ágústu Guðmundsdóttur. Margrét var dóttir Stefáns Guð- mundssonar, trésmiðs í Reykjavík. Höskuldur og Jóhanna taka á móti gestum í safnaðarheimili Há- teigskirkju fóstud. 12.11. kl. 17-20. Höskuldur Frímannsson. t DV Tll hamingju með afmælið 12. nóvember 85 ára Gunnar Sigurjónsson, Leifsgötu 21, Reykjavík. Valdimar Vigfússon, Hvammi, Húsavík. 75 ára Stefanía Ágústsdóttir, Ásum, Selfossi. 70 ára Stefán Jónasson, Laugarásvegi 66, Reykjavík. 60 ára Anna M. Hlíðdal Magnúsdóttir, Hverfisgötu 41, Reykjavík. Kristmundur Halldórsson, Bræðratungu 36, Kópavogi. Lára Steinþórsdóttir, Brautarholti 5, ísafirði. Margrét Hólm Gunnarsdóttir, Bergþórugötu 51, Reykjavík. Sævar Gunnarsson, Húsalind 6, Kópavogi. 50 ára Herdís Ragna Þorgeirsdóttir, Skaftahlíð 18, Reykjavik. Herdís tekur á móti gestum í Harðarbóli í Mosfellsbæ í kvöld eftir kl. 20.00. Ásthildur Jónsdóttir, Huldubraut 5, Kópavogi. Björk Ingvarsdóttir, Hlíðarvegi 17, Kópavogi. Brynhildur Lýösdóttir, Básenda 12, Reykjavík. Guðmimda Sigurðardóttir, Ofanleiti 9, Reykjavík. Jón Haukur Sigiu-ðsson, Marbakkabraut 10, Kópavogi. Ólafur Gislason, Hrauntúni 67, Vestmannaeyjum. Svanberg Rúnar Ólafsson, Borgartanga 6, Mosfellsbæ. Sveinbjörg Brynja Jónsdóttir, Borgarheiði 18, Hveragerði. 40 ára Anna Sigríður Guðmundsdóttir, Amartanga 55, Mosfellsbæ. Atli Heiðar Þórsson, Álfaheiði lb, Kópavogi. Ásbjörg Þórhallsdóttir, Hlíðarhjalla 28, Kópavogi. Ásgeir Sigurðsson, Traðarbergi 3, Hafnarfirði. Guðmundur Öm Jónsson, Hringbraut 52, Hafnarfirði. Hafdís Guðrún Hafsteinsdóttir, Baldursgötu 11, Reykjavík. Helgi Indriðason, Hringtúni 1, Dalvík. Kristján Jósep Ingason, Rofabæ 23, Reykjavík. Ólína Ólafsdóttir, Hátúni 8, Reykjavík. Sveinn Wirnn, Efstahjalla 5, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.