Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 60
„ matgæðingur vikunnar LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 hi- ma frísfcteikttm t'Xr Púðursykurs- marengs Tertan er einfold og fljót- gerð en karamellan tekur lengri tima Botnar 3 stk. eggjahvímr 150 g púöursykur 80 g sykur Rjómakrem 3dlrjómi 1/2 tsk. sykur 3/4 tsk. vaniiludropar Karmellubráð 2 dl rjómi 150 g sykur 40 g síróp 30 g smjör 1/2 dl þeyttur rjómi Þeytið eggjahvítur og bætiö báðum tegundum af sykri saman g viö. Þeytið þar til sykur er vel uppleystur, smyrjið út tvo botna á pappír (24 cm) og bakið við 150 í 40 mín. Þeytið rjóma, sykur og vanilludropa saman og setjiö á milli botnanna. Setjið rjóma, syk- | ur og síróp saman í pott og sjóöið viö vægan hita, þar til karamellan er farin að loða vel við sleifma. £ Setjið þá smjörið og vanillu sam- | an við, takið af hitanum. Hrærið þar til smjörið er bráðið, kælið Ut- illega og blandið þeytta rjóman- um saman viö, kælið þar til hægt er aö setja ofan á tertuna. Kælið svo tertuna í 3-4 tíma áður en hún er borin fram. I Riz á l'amande Fyrir 6 200 g grautarhrísgrjón 4 dl vatn 11 mjólk 2 msk. vanilludropar 100 g sykur 200 g saxaðar möndlur 5 dl rjómi, þeyttur Hindberjasósa 200 g frosin hindber 2 dl vatn 100 g sykur kartöflumjöl Sjóðið hrísgrjónin í vatninu í 2 mínútur. Hellið í sigti og skolið. Setjið aftur yfir til suðu í mjólk, sykri og vanilludropum. Sjóðið við vægan hita i 45 mínútur. Hrærið öðru hverju svo ekki brenni við í pottinum, kælið. Hrærið möndlunum og þeyttum rjómanum varlega saman við með sleif áður en borið er fram. Hindberjasósa Sjóðiö saman berin, vatnið og ' sykurinn í 10 mínútur. Þykkið með kartöflumjölinu hrærðu út í köldu vatni. Hollráð Gætið þess að þykkja sósuna ekki of mikið því hún þykknar þegar hún kólnar. Sósuna má bera fram sigtaða eða með beijahratinu í. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Að hætti Sólveigar Fannýjar: Islandia kryddað lambalæri - með sykurrjómagljáðum kartöflum og sveppasósu Það er Sólveig Fanný Magnúsdóttir sem er matgæð- ingur vikunnar að þessu sinni. „Lambið er alltaf vin- sælt á mínu heimili. Þessi réttur er til heiðurs systur minni, Valdísi, sem er bóndi austur í Langholtskoti í Hrunamannahreppi, en hún á einmitt afmæli í dag, 13. nóv- ember,“ sagði Sólveig Fanný. Verði ykkur að góðu: Islandia kryddað lambalæri Aðalréttur fyrir 4-6 Vænt lambalæri Ólífuolía Islandia krydd frá Potta- göldrum Salt og pipar Lambalærið er látið standa í fjóra sólarhringa í kæli, þ.a. tvo sólarhringa olíuborið og kryddað með Islandia kryddi, salti og pipar (best úr kvörn). Sólveig Fanný. Lærið er steikt í potti með loki í ofni við 170 gráður þar til kjöt- hitamælir sýnir ca 70 gráður inn við bein. Vatn er haft í pottinum og notað sem soð í sósuna. Lærið er brúnað í opnum pottinum í lokin við hærri hita eða á grillstillingu. kartof ur rauðvíni eftir smekk. Þá er sósan mýkt upp með slettu af rjóma rétt áður en hún er borin fram. Herlegheitin eru borin fram með fersku salati (Iceberg), papriku, rauðri og gulri, gúrku, tómötum, kryddolílegnum fetaostbitum og fmt söxuðum rauðlauk. Gott er að hafa rauðvín hússins með en ískalt Coca Cola er alveg ómissandi með þessu. sett í eitt form og bakað við 175 c í ca 30 mín. Kremið 2 bollar flórsykur 1/2 bolli rjómi Flórsykur og rjómi sett í pott og hrært saman en má ekki sjóða. Hellt í skál og bætt í piparmyntudropum eftir smekk. Þessu er smurt yfir kaldan botninn. Soðnar kartöflur eru brúnaðar þannig að sykurinn er bræddur vel á pönnu þar til hann sýnir vel lit. Þá er hellt 1 pela af rjóma út á og látið malla með kartöflunum. Sveppasósa Sósan er uppbökuð að hætti mömmu (smjörbolla), í hana bætt smjörsteiktum Flúðasveppum ásamt soðinu af lambalærinu, klípu af gráðosti, rifsberjageli, 1 msk. Oskarlambakrafti og Piparmyntuterta Eftirréttur: 11/3 bolli hveiti 1 tsk. sódaduft 1/2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 11/3 bolli sykur 100 g smjörlíki bræft 2/3 bolli súrmjólk 2-3 msk. kakó 2 egg Hrært allt saman í ca 2 mín. og Að lokum er brætt Cote d’Or Dessert súkkulaði sem fæst í Ný- kaupi og betri verslunum. Súkkulaðinu er hellt yfir kökuna og hún kæld. Kakan er borin fram með þeyttum rjóma og kaffi að hætti húsbóndans, sjóðheitt Maxwell Hou- se kaffi. Ég ætla að skora á Pál Hilmars- son, vinnufélaga minn og súkkulaðibónda með meiru. ekkert vesen Döðlubrauð mömmu 100 g döðlur 2 dl vatn 40 g smjör 200 g hveiti 160 g púðursykur 1 tsk. lyftiduft 1 stk. egg Þetta er hvorki flókin né dýr upp- skrift en af- raksturinn verður döðlu- brauð eins og mamma bak- aði. Brauðið er best volgt úr ofninum með kaldri mjólk. Einnig má setja smjör og jafnvel ost ofan á kalt döðlu- brauð en þá er það orðið orkufæði því döðlur eru mjög hitaeiningaríkar. Döðlubrauðið er einfalt í vinnslu. Vatnið er hitað i potti, smjörið brætt í og söxuðum döðlum leyft að mýkjast þar í. Síðan er allt saman látið malla saman í hrærivél þar til kekkir hverfa og þá má setja egg, hveiti, púðursykur og lyftiduft og baka svo við 180 gr. í 35-40 mínútur. Það er um það bil tíminn sem það tekur að vaska upp, þvo sér í fram- an, fela tómar bjórdósir og lofta út. Svo þegar mamma mætir ilmar allt af nýbökuðu döðlubrauði eins og á rómuðu myndarheimili. Nykaup Þiir st'in fmkleikim inr 1 Blátoppar Einfaldleiki og mikið og gott bragð einkenna blátoppa 4 stk. eggjahvítur 120gsykur 100 g púðursykur 200 g lakkrískúlur 60 g suðusúkkulaði 1 msk. hveiti Þeytið hvítur vel og setjið syk- ur út i. Þeytið þar til sykur er vel uppleystur, saxið súkkulaðið og brytjið niður kúlurnar. Veltið þeim upp úr hveitinu, blandið súkkulaðinu og kúlunum saman við þeytinguna með sleikju, setj- iö á plötu með tsk. og bakið við 170 í 11-13 mín. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. ■ ■ Ond með mangó og karríi Fyrir 6 2 stk. aliendur 2 dósir kókosmjólk 6 msk. mango chutney (t.d. Sharwoods) 1 tsk. madraskarrí Kókos- og mangósósa 4 dl kókossoð 1 dl rjómi helmingurinn af karrí- og mangómaukinu kjúklingakraftur sósujafnari salt og pipar Meðlæti 300 g strengjabaunir, snögg- soðnar í léttsöltu vatni Úrbeinið endurnar og hlutið hvora um sig í 6 hluta. Hreins- ið alla aukafitu frá. Sjóðið andabitana í kókosmjólkinni við mjög vægan hita í 30 mín- útur. Færið bitana upp á ofn- plötu, geymið kókossoðið í sós- una. Blandið saman mangóm- auki og karríi, smyrjið helm- ingnum af maukinu á andabit- ana og setjið í 200°C heitan ofn í u.þ.b. 10 mínútur til að fá haminn stökkan. Setjið jafnvel á grill stutta stund. Berið fram með sósu og baunum. Sósan Fleytið fitu af kókossoðinu og jafhið með sósujafnara. Bæt- ið í rjóma og helmingnum af mangó- og karrímaukinu. Smakkið til með kjúklinga- krafti, bragðbætið með salti og pipar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.