Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 73 4> Hlýindi á landinu Einar Áskell ásamt vini sínum. Góðan dag, Einar Áskell Tvær aukasýningar verða á barnaleikritinu Góðan dag, Einar Áskell í Möguleikhúsinu við Hlemm dagana 13. og 20. nóvem- ber. Þetta eru jafnframt allra síð- ustu sýningar á leikritinu. Leikrit- ið er gert eftir hinum kunnu sög- um sænska höfúndarins Gunillu Bergström um Einar Áskel. Leik- gerðin er eftir Pétur Eggerz, sem jafnframt er leikstjóri, og er leik- gerðin unnin í samráði við höf- -; , undinn. Tónlist Leikhus er eftir Georg ---------------Riedel, en hann er meðal annars þekktur fyrir lög sín um Línu langsokk og Emil í Kattholti.' Leikarar í sýningunni eru Skúli Gautason og Pétur Eggerz. Leikritið var frumsýnt fyrir tæpum tveimur árum síðan og hef- ur notið gífurlegra vinsælda. Nú þegar hafa um flmmtán þúsund böm um land allt séð sýninguna, sem ætluð er börnum á aldrinum 2 til 9 ára. í leikritinu er fylgst með einum degi í lifi Einars Áskels, hvemig honum tekst að leysa úr viðfangsefnum hversdagsins á sinn einstaka hátt og hversu erfitt það getur stundum verið að gera nákvæmlega eins og pabbi segir. Danshátíð í Kringlunni Árleg danshátíð Kringlunnar og dansskóla Jóns Péturs og Köm fer fram í dag. Þar mun fjöldi glæsilegra keppnispara dansa fyr- ir gesti Kringlunnar milli 10 og 16. Tilgangurinn með hátíðinni er fjáröflun fyrir pörin sem halda utan í danskeppni í samkvæmis- dönsum í Blackpool á Englandi í apríl og maí í vor. Þessar keppnir eru stærstu danskeppnir í heimi og hafa sum paranna sem dansa í Kringlunni náð frábærum ár- angri í Blackpool og öðmm keppnum erlendis. Dansunnend- um gefst því kostur á að sjá margt það besta í samkvæmisdönsum á íslandi. Ókeypis Hamlet í MÍR MÍR, Vatnsstíg 10, sýnir næstu tvo sunnudaga tvær sovéskar kvikmyndir byggðar á verkum Shakespeares. Á morgun verður sýning á verðlaunamyndinni Hamlet kl. 15 en seinni myndin verður sýnd eftir rúma viku og nefnist hún Lér konurigur. Skýr- ingartextar eru á ensku. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Basar í Perlunni Kvenfélagið Hringurinn held- ur árlegan handavinnu- og köku- basar i Perlunni á morgun kl. 13. Þar verða heimabakaðar kökur, ——-----------------munir til Samkomur joiagjafa og -------------------jólakort til sölu. Allur hagnaður af sölunni rennur til Barnaspítalasjóðs Hringsins en Hringskonur hafa stutt vel við byggingu nýs barna- spítala á Landspítalalóð. Kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar Árlegur kristniboðsdagur Þjóð- kirkjunnar er á morgun, sunnu- dag. Þá er vakin sérstök athygli á kristniboði meðal heiðingja og i mörgum guðsþjónustum tekin samskot til styrktar starfinu. ís- lenska þjóðkirkjan á dóttursöfn- uði í Keníu og Eþíópíu og er þar starfrækt hjálparstarf með kristniboði, svo sem heilsugæsla, skólahald og fleira. Nánari fréttir af starfi Kristniboðssambandsins má fá á slóðinni www.sik.torg.is. t dag verður breytileg átt, 3-5 m/s og skýjað með köflum en þokuloft eða súld sunnanlands. Vaxandi sunnanátt, 10-15 m/s og rigning sunnan- og vestanlands en hægari og þurrt norðaustan til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands yfir daginn. Á höfuðborgarsvæðinu verður breytileg átt, 3-5 m/s og skýjað með köflum. Sólarlag í Reykjavík: 16.35 Sólarupprás á morgun: 9.51 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.30 Árdegisflóð á morgun: 9.52 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri léttskýjað 6 Bergstaöir skýjað 7 Bolungarvík skýjaö 5 Egilsstaðir 8 Kirkjubœjarkl. þoka 8 Keflavíkurflv. léttskýjað 5 Raufarhöfn alskýjað 6 Reykjavík skýjað 6 Stórhöfði þoka 8 Bergen rigning 9 Helsinki skýjaó 10 Kaupmhöfn skýjaó 9 Ósló þoka 3 Stokkhólmur 13 Þórshöfn alskýjaö 9 Þrándheimur súld á síð. kls. 11 Algarve léttskýjað 14 Amsterdam léttskýjað 8 Barcelona rigning 15 Berlín léttskýjaö 5 Chicago léttskýjað 3 Dublin súld 8 Halifax skýjaö -5 Frankfurt léttskýjað 7 Hamborg léttskýjaó 7 Jan Mayen rign. á síð. kls. 0 London skýjað 9 Lúxemborg léttskýjað 6 Mallorca skýjaö 22 Montreal heiðskírt -3 Narssarssuaq alskýjaö 6 New York skýjað 3 Orlando skýjað 16 París léttskýjað 7 Vin þokumóða 5 Washington alskýjað 7 Veðríð í dag Salurinn, Tónlistarhúsi Kópavogs: Helstu einleiksverk aldarinnar fyrir klarínettu Annað kvöld heldur Guðni Franzson klarinettu- leikari einleikstónleika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs og hefjast þeir kl. 20.30. Tónleikamir em hluti af röð einleikstón- leika sem Caput-hópurinn stendur fyrir í Salnum. Guðni ætlar að — leika nokkur af TOIlleikar helstu einleiks----------------- verkum líðandi aldar fyrir klarínettu og kveðja með því 20. öldina. Meðal höf- unda sem eiga verk á efnis- skránni eru Stravinsky, Messiaen, Berio, Boulez, Donatoni og Reich auk Þór- ólfs Eiríkssonar og Hauks Tómassonar. Klarínettan verður í aðalhlutverki en einnig verður músíkin leik- in af diskum og tölvu. Næstu einleikstónleikar Caput í Salnum verða svo sunnudagskvöldið 21. nóv- ember, en þá leika þeir Ei- ríkur Örn Pálsson á trompet og Sigurður Þór- bergsson á básúnu. Kammersveitin Aldubáran Á morgun kl. 16 heldur færeyska Kammersveitin Aldubáran tónleika í Saln- um í Tónlistarhúsi Kópa- vogs. Á efhisskránni er ein- göngu tónlist eftir fær- eyska tónskáldið Sunleif Rasmussen, en hann verð- ur viðstaddur tónleikana. Kammersveitin er skipuð þeim Andreu Heindriksdóttur á flautu, Önnu Klett á klarínett, 0ssuri Bæk á fiðlu og Jóhannesi Andreasen á píanó. Jazzbræður í Múlanum Annað kvöld heldur hljómsveitin Jazzbræður tónleika á Múlanum en Múlinn er til húsa á efri hæð Sólons tslandus. Djass- bræðumir Ólafur Jónsson saxófónleikari og Ástvald- ur Traustason píanóleikari sameina krafta sma aftur eftir nokkurt hlé. Auk Ólafs og Ástvaldar spila þeir Birgir Bragason á bassa og Pétur Grétarsson á trommur. Á efnisskrá þessara tónleika eru frum-- samin lög auk þekktra djassstandarda. Guðni Franzson heldur einleikstónleika f Salnum annað kvöld. Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndaleikstjóri. Þetta vil ég sjá í Gerðubergi - Friðrík Þór Friðriksson og myndlistin Menningarmiðstöðin Gerðu- berg stendur nú fyrir röð mynd- listarsýninga sem bera nafnið Þetta vil ég sjá. Þar era leikmenn fengnir til að velja listaverk og einn þeirra er Friðrik Þór Frið- riksson kvikmyndaleikstjóri. Hann hefur nú valið listamenn sem hafa á einn eða annan hátt haft áhrif á hann til að sýna verk sín á sýningunni í Gerðubergi. Fyrir valinu urðu Hörður Ágústs- son, Sigurður og Kristján Guð- mundssynir, Magnús Pálsson, Steingrímur Eyfjörð, Bjami Þór- arinsson og Tolli. Sýningar Friðrik er kunnur fyrir störf sín að kvikmyndum en færri vita að hann hefur einnig mikinn áhuga á myndlist. í lok áttunda áratugarins stofnaði hann ásamt ýmsum listamönnum Galleri Suð- urgötu 7. Þegar sú starfsemi stóð í sem mestum blóma seldi Friðrik Þór Listasafhi íslands myndverk eftir sig, Ijósmynd sem nefnist Að renna blint í sjóinn. Sýningin í Gerðubergi stendur til sunnudagsins 14. nóvember. •i Láttsveit Kvennakórsins Léttsveit Kvennakórs Reykja- víkur heldur tónleika í Njarðvík- urkirkju í dag, laugardag, kl. 17. Léttsveitin var stofnuð 1995 og hefur fjöldi kórfélaga aukist jafnt og þétt. Nú er svo komið að færri komast að en vilja. Um hundrað konur era nú í kórnum. Stjórn- andi frá upphafi hefur verið Jó- * hanna Þórhallsdóttir en undir- leikari er Aðalheiður Þorsteins- Skemmtanir dóttir en hún hefur jafnframt raddsett mörg lög fyrir kórinn. Frá upphafi hefur kórstarfið verið mjög liflegt og lagavalið fiölbreytt og létt eins og nafii kórsins gefur til kynna. Á tónleikunum á morg- un verður komið víða við og létt og skemmtileg lög sungin. Léttsveitarkonur hafa gert víð- reist og haldið tónleika, bæði heima og erlendis. Hljóðfæraleik- arar með kórnum eru Wilma - Young og Tómas R. Einarsson. Gengið Almennt gengi LÍ12. 11. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,590 71,950 71,110 Pund 115,770 116,360 116,870 Kan. dollar 48,900 49,200 48,350 Dönsk kr. 9,9790 10,0340 10,0780 Norsk kr 9,0580 9,1080 9,0830 Sænsk kr. 8,6030 8,6500 8,6840 Fi. mark 12,4782 12,5532 12,6043 Fra. franki 11,3105 11,3785 11,4249 Belg. franki 1,8392 1,8502 1,8577 Sviss. franki 46,1600 46,4200 46,7600 Holl. gyllini 33,6669 33,8692 34,0071 Þýskt mark 37,9338 38,1618 38,3172 jt. lira 0,038320 0,03855 0,038700 Aust. sch. 5,3918 5,4242 5,4463 Port. escudo 0,3701 0,3723 0,3739 Spá. peseti 0,4459 0,4486 0,4504 Jap. yen 0,684100 0,68820 0,682500 írskt pund 94,204 94,770 95,156 SDR 98,520000 99,11000 98,620000 ECU 74,1900 74,6400 74,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.