Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 37 Opel Zafira komin Eyðimerkurraffið í Dubai var haldið í byrjun þessa mánaðar og þar gekk á ýmsu eins og vant er. Karl Gunnlaugsson tók nú þátt í rallinu í annað sinn og gekk mjög vel þang- að til á þriðja degi. Hann lenti þá í því að endastinga hjóli sínu á 130 kflómetra hraða og rotast en hélt samt sem áður áfram daginn eftir og endaði í 69. sæti af þeim 115 sem byrjuðu í keppninni. Þeim sem vilja lesa betur um gengi Karls i þessari keppni er bent á að lesa grein sem birtist í DV-Sporti á fimmtudaginn var, 11 nóvember, en nú segjum við af fleiri þátttakend- um - aðallega kvenkyns. Suzuki Pu3 Commuter heiðraður á Tókíósýningunni: Sá besti Stöllurnar Jutta Kleinschmidt og Tina Thörner á fullri ferð fsandöldum eyðimerkurinnar. Breytt útlit og bættir eiginleikar Nýja Fiestan var kynnt blaðamönnum á Spáni um breytt, bæði að útliti og tækni, og býður upp á tals- kunni hann vel að meta aksturseiginleika nýju Fiest- síðustu mánaðamót og þar gafst færi á að taka verða fjölbreytni í búnaði. unnar, ekki síst sportútgáfunnar, sem þennan nýja bfl til kostanna. Fiestan er allmikið DV-bflar áttu sinn fulltrúa á þessari kynningu og þótti afbragðs skemmtileg í akstri. akstur: Bls.44 Nýja Fiestan er komin nær samræmdu útliti Ford, „New Edge Design", og minnir að því leyti á Focus og Ka, svo dæmi sé tekið. Suzuki Pu3 Commuter: hugmynd að borgarbfl með vali um þrenns konar mótorútfærslur - laufléttur tveggja manna bíll sem með bensfnvél á að eyða 2,5 lítrum eða minna. Hugmyndabfllinn Suzuki Pu3 Commuter, sem sýndur var á alþjóð- legu bílasýningunni íTókíó á dögun- um, var útnefndur „sá besti á Tókíó- sýningunni" (Best of Tokyo Motor Show). Það er Automotive News Intemational sem stendur á bak við þessa útnefningu og valið var tilkynnt á svokölluðu hönnuðakvöldi 20. októ- ber. Pu3 var einnig tilnefndur til heið- ursútnefningarinnar „hugmyndabíll ársins 1999-2000". í öðru og þriðja sæti sátu Mazda RX-EvolvogFord021C. Suzuki Pu3 er íflokki 2 sæta fram- hjóladrifinna örbíla, ætlaðra fyrst og fremst til borgaraksturs, aðeins 2,68 m á lengd en samt með 1800 mm hjóla- haf. Hann er tveggja sæta og sagður ekki ósvipaður vespu að skutlast á honum. Það sem einkennir þennan bíl kannski öðrum fremur er það sem fram kemur í nafni hans, Pu3, sem þýðir Power unit 3 - þriggja véla bíll- inn. Hann er fáanlegur með bensínvél, með tvinnvél þar sem bensínvél og rafmótor vinna saman, eða með raf- mótor eingöngu. Kaupandans er valið. Bensínvélin er, hvort heldur hún er höfð eingöngu eða ítvinn-útgáfunni, þannig úr garði gerð að hún drepur á sér þegar bíða þarf í umferðinni, eins og við Ijós, en ræsir sig um leið og hægt er að halda áfram. Þessi vél er unnin upp úr þunn- brunavélinni sem notuð er í Allo- :] bílnum, sérstaklega með vistmildi og sparneytni í huga, og á ekki að fara með nema tvo og hálfan h'tra af bensíni á hundraðið og jafnvel innan við það, hvort sem hún er notuð eingöngu eða sem hluti af tvinnvél. Það ýtir enn undir þessa spar- neytni hve léttur bíllinn er, eða að- eins 550 kg að eigin þyngd með bensínvélinni. Með tvinnvél verður hann 600 kg (þá koma þungar raf- hlöður til skjalanna) en með raf- mótor eingöngu fer hann upp í 700 kg, enda þá fleiri rafhlöður. -SHH J Hvar er best að gera bílakaupin? MMC Carisma 1,8, f. skrd. 25.06. 1999, ek. 6 þ. km, 5 d., grár, spoiler, álfelgur, ssk., bensín. Verð 1.765 þ. MMC Galant V6 2,5, f. skrd. 09.03. 1999, ek. 6 þ. km, 5 d., d-grænn, spoiler, álfelgur, ssk., bensín. Verð 2.490 þ. VW Polo 1,4, f. skrd. 15.12. 1998, ek. 15 þ. km, 3 d., blár, álfelgur, bsk., bensín. Verð 1.150 þ. MMC Galant 4x4 2,0, f. skrd. 07.07. 1995, ek. 64 þ. km, 4 d., grænn, bsk., bensín. Verð 1.450 þ. Velkomin á Laugaveg 174 og www.bilathing.is Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 og laugard. kl. 12-16 MMC Pajero 2,5, f. skrd. 18.12. 1997, ek. 40 þ. km, 5 d., graenn, bsk., dísil. Verð 2.700 þ. VW Caravelle 2,5, f. skrd. 18.05. 1998, ek. 81 þ. km, 5 d., grænn, bsk., dísil, Comfortline, rafdr. rúður, álfelgur, sóllúga og fleira. Verð 2.885 þ. BÍLAÞING HEKLU Niím&k &íH~ { nohj?\jM bílvml Laugavegi 174,105 Reykjavf k, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is * www.bilathing.is • www.bilathing.is ¦ www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is * www.bilathing.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.