Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 Fréttir Vélstjóri stefnir útgerð Geysis BA vegna brottreksturs: HlV-jákvæður krefst 1,8 milljóna króna - í bætur. Fékk engin laun greidd en „HIV-fargjaldu „Ég tel mig hafa allan rétt mín megin í málinu," segir Guðjón Kristinsson, 56 ára vélstjóri, sem stefnt hefur Vesturskipum ehf., út- gerð togskipsins Geysis BA, til greiðslu á 1800 þúsund krónum vegna þess að hann var rekinn af skipinu í september sl. eftir aðeins sólarhrings veru um borð. Guðjón var rekinn vegna þess aö hann sagði frá því að hann væri sagði Jón Fanndal Bjargþórsson, yf- irvélstjóri á Geysi, við DV í septem- ber. Hótaði yfirvélstjórinn að hætta, yrði undirmaður hans ekki látinn fara tafarlaust frá borði. Fleiri úr áhöfninni tóku í sama streng, þar sem þeir óttuðust smit vegna þess að ekki væri nema eitt salemi um borð. Guðjón hefur aðeins fengið fargjaldið til og frá skipi greitt en ekki krónu í laun. Á uppgjöri sem Uppnám um borð í togskipínu Geysi BA: HlV-smitaður vélstjóri rekinn - starfsbróðir hans óttaöist blóðblöndun í vélarrúmi Uppnájn varð um borð 1 tojptkipinu Gcysl BA þor sótn þftð U I isa/jarðar hófn skðmmu pftif aft nýr tmdirvél stj/»rt köm (ii starfa. Kfllr nfi hann haBi mit l ^.irnhrlnK um mV)i L t vita af minu smiti,*' sagði Ouöjói sem grelndist moð HIV veiruna ári lðM en hefur ekki alnmmi sem e lokastie sjúkdómslns. Hflnn stffiir að sKiKitiúianum hatl Frétt DV frá því í september. HIV-jákvæður. Hann er með veiruna en ekki með alnæmi, sem er lokastig sjúkdómsins. Þegar hann sagði frá þessu um borð í skip- inu krafðist yfirvélstjórinn þess aö hann yrði rekinn, þar sem hann ótt- aðist smit vegna blóðblöndunar í vélarrúmi. „Maður hruflar sig gjaman við störfin og það er ekki óalgengt að vera alblóðugur á hönd- unum. Menn nota síðan sömu verk- færin og þar er komin smitleið,“ Guðjón fékk sent frá útgerðinni vegna fargjaldsins stóð að hans sögn „HIV-farseðill“. „Þeir borguðu mér aldrei krónu fyrir vinnuna og því fer ég í mál. Þá var mjög meiðandi að sjá þessa greiningu á uppgjörinu. Ég fer fram á þriggja mánaða laun auk vaxta,“ sagði Guðjón við DV í gær. Það er Friðrik Á. Hermannsson, lögmaður Vélstjórafélags Islands, sem fer með málið fyrir Guðjón. -rt Guðjón Kristinsson vélstjóri er kominn í mál við útgerð Geysis BA. Ótrúlegur viöbragöstími þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar við björgun í gær: 17 minutur liðu fra flugtaki til lendingar Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var ekki nema 17 mínútur frá flug- taki á Reykjavíkurflugvelli þangað til hún var lent við Borgarspítal- ann, eftir að hafa bjargað kafara úr sjónum í Flekkuvík út af Kúagerði síðdegis í gær. „Þetta gekk ótrúlega vel,“ sagði Pétur Stein- þórsson flugstjóri i samtali við DV. Hann var staddur í Hafharflrði þeg- ar útkallið barst, fyrst svokallað Bravó-útkall klukkan 15.47 þegar áhöfn þyrl- unnar vár beðin um að vera i við- bragðsstöðu en koma sér út á flugvöll. „Þegar klukk- an var 15.55 sagði lögreglan mér að hún væri ekki komin á staðinn en úti- lokað væri að sjósetja bát þarna sem kafaramir voru,“ sagði Ein- ar Sigurgeirsson á stjórnstöð Gæslunnar. „Ég breytti þá útkall- inu í Alfa, sem þýðir að líf liggi við.“ Pétur flugstjóri var staddur í Garðabænum þegar Alfa-útkallið barst í tækið hans. Hann og félag- ar hans hröðuðu sér út á flugvöll, þar sem TF-SIF stóð full af elds- neyti. Þetta þýddi að annaðhvort yrði að eyða dýr- mætum tíma i að dæla af vélinni eða fljúga strax af stað og losa elds- neyti á ferð til að hægt yrði að láta vélina hanga yfir slysstað og hífa fólk um borð. Klukkan 16.09 fór þyrlan i loftið. Flogið var út á sund og 300 kíló af eldsneyti losuð yfir sjónum. Þyrl- an var komin yfir kafarann klukkan 16.20 og tveimur mínútum síðar var kafarinn kominn um borð, skjálfandi og lemstraður, að sögn flugstjórans. Klukkan 16.26 var vélinni lent á þyrlupalli Borgarspítalans og kaf- arinn fluttur inn á sjúkrahúsið. TF-SIF var þvl aðeins í 17 mínútur í loftinu í þessari björgun. Ekki Mikil undirskriftasöfnun, þar sem þess er krafist að virkjun á Eyjabakkasvæði verði sett í um- hverfismat, fer nú fram á landsvísu. Jakob Frímann Magnússon, einn af forsvarsmönnum undirskrifta- hefur verið staðfest aö um met sé að ræða. -Ótt söfnunarinnar, hefur lýst því yfir að ætlunin sé að slá met og ná yfir 65 þúsund undirskriftum. Hann segir að mikill þéttleiki sé í söfnuninni sem gangi vel og lítiö sé um að fólk segi nei. -HKr./rt Pétur Steinþórsson. bbi Morthens gerði lukku um helgina hjá umhverfisvinum í höfðustöðv- um undirskriftasöfnunarinnar að Síðumúla 34. Mikill þéttleiki Stuttar fréttir dv Fundar í New York Sólveig Pétursdótth-, dóms- og kirkjumálaráð- herra, fór í gær til New York á ráðstefnu kvenna sem gegna embætti dómsmálaráð- herra. Fundur- inn er haldinn í aðalstöðvum Sameinuöu þjóðanna að frum- kvæði samtakanna The Council of Women World Leaders og í samvinnu við Sameinuðu þjóðirn- ar. Mbl.is sagði frá. Samþykktu nýjan flokk Landsfundur Alþýðubandalags- ins samþykkti í gær einróma að stofna nýjan stjórnmálaflokk með aðild Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks, Samtaka um Kvennalista og annarra sem telja sig til vinstri í íslenskum stjómmálum og vilja gerast aðilar að nýju samtökun- um. Margrét Frímannsdóttir, for- maður flokksins, telur að það verði gert á næstu mánuðum. RÚV greindi frá. Tölvunefnd vill skýringar Líftæknifyrirtækið Urður Verðandi Skuld tók þátt í gena- rannsókn á sykursýki án þess að hafa tilskilin leyfi frá Tölvu- nefnd og Vísindasiðanefnd. Tölvunefnd krefst skýringa á þessu. Talsmenn rannsóknarinn- ar, sem er samvinnuverkefni milli Landspítalans og Urðar Verðandi Skuldar, segja þetta storm í vatnsglasi. Stöð 2 greindi frá. Geymslan innsigluð í gær var geymslu við Kringl- una, sem hefur að geyma hluti úr samtíma- verslunarsögu íslands, lokað að eilífu með sérstakri at- höfn. Bjöm Bjamason menntamálaráðherra innsiglaði geymsluna en undanfarið hefur verið unnið að því í Kringlunni að taka sýni úr verslunarsögu Is- lands. Geymsla er hugarfóstur Kristins E. Hrafnssonar myndlist- armanns og Steve Christer arki- tekts. Vísir.is greindi frá. Visa tii siðanefndar Félag klíniskra sáifræðinga hefur vísað þvi til siðanefndar Sálfræðingafélagsins að trúverð- ugleiki tveggja sálfræðinga inn- an félagsins hafi verið dreginn í efa í dómi Hæstaréttar í lok síð- asta mánaöar. Þá var faðir sýkn- aður um kynferðislega misnotk- un á dóttur sinni. Áður hafði héraðsdómur dæmt hann til fjög- urra ára fangelsisvistar. RÚV sagði frá. ÁTVR undirbýr áramótin Til stendur að auka úrval af kampavíni og freyðivíni fyrir komandi árþúsundamót. Þannig munu um 50 nýjar tegundir bæt- ast í hillur vínbúðar ÁTVR í Kringlunni fyrir áramótin. Jafn- framt verður í fýrsta sinn í sögu ÁTVR vakin sérstök athygli á þessum drykkjum með plakötum og borðum inni í versluninni. Morgunblaðið greindi frá. Býst við allri upphæðinni Kári Stefánsson segir að líklega fái íslensk erfðagreining mun meira en 14 milljarða vegna samnings sem skrifað var undir fyrir um tveimur árum. Framkvæmda- stjóri erfða- rannsókna La Roche efast um að ÍE fái alla upphæðina greidda. RÚV greindi frá. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.