Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 4
MANUDAGUR 15. NOVEMBER 1999 Fréttir i>v Tennur slegnar úr, nefbrot og rothögg - einnig meint rifbeinsbrot af hálfu dyravarða: 15 líkamsárásir í borginni - lögreglan segir helgina samt rólega - bendir á að fleiri árásir eigi sér stað Leigubílaslagur og fleira Fimmtán líkamsárásarmál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina, þar af eitt þar sem ung- menni réðust á sjálfa lögregluna eft- ir ball Fjölbrautaskólans í Breið- holti seint á fóstudagskvöld. Rot- högg, brotið nef, lausar tennur, kýl- ingar og meint árás dyravarða sem endaði með brákuðum eða brotnum rifbeinum gests er meðal þess sem átti sér stað í árásunum fimmtán. Langflestar þeirra voru í miðborg- inni, þar sem fólk var að skemmta sér fram á morgun. 5-6 réðust á einn Lítum á hið daglega brauð reyk- vískrar helgar: Þegar hefðbundinn þrjú-lokunar- tími var runninn upp og 20 mínút- um betur, aðfaranótt laugardagsins, var maður laminn í andlitið við Lækjartorg. Lögreglan flutti hann á slysadeild. Klukkan fjögur veittust 5-6 menn að manni eftir deilur í Hafnarstræti við Dubliners. Þegar lögreglan kom að var maðurinn meö lausar tenn- ur, skorinn á handlegg og með skrámur og skurði á andliti. Kallað var á sjúkrabíl en lögreglan kom manninum á endanum á slysadeild. Nokkrum mínútum eftir þessa árás var tilkynnt imi árás á Gauki á Stöng. Þar var maður með sár fyrir ofan vinstra auga og með kúlu á gagnauga eftir að tveir menn höfðu barið hann. Lögreglan flutti mann- inn á slysadeild. Þegar klukkuna vantaði tíu mín- útur í sex voru menn enn að skemmta sér og berjast. Þá var til- kynnt um ölvaðan mann á Amster- dam við Tryggvagötu, sem talinn var nefbrotinn. Maðurinn afþakkaði afskipti lögreglu en fór svo í sjúkra- bíl á slysadeild. •v, Klukkan rúmlega sjö var tilkynnt um ölvaðan mann - liggjandi með- vitundarlítinn í gótunni hjá Hlölla- bátum við Ingólfstorg. Áverkar reyndust ekki miklir á manninum en hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Þessa nótt var einnig tilkynnt um heimilisófrið á heimili í vesturbæn- um. Það mál verður sennilega sent barnaverndaryfirvöldum. Dyraverðir grunaðir um að skalla og beinbrjóta Aðfaranótt sunnudagsins var lög- reglan kölluð að félagsheimili í Stakkahlíð. Þar var maður sem ætl- aði að kæra tvo aöra fyrir að hafa ráðist harkalega á sig. Afieiðingarn- ar urðu brotin tönn og áverkar á nefi og enni. Árásaraðilarnir tveir voru fluttir í fangageymslur lögregl- unnar. Um klukkan hálfþrjú um nóttina lamdi maður annan þrisvar í andlit á Jóa risa í Seljahverfi, með þeim afleiðingum að fórnarlambið var flutt með áverka á andliti í sjúkra- bíl á slysadeild. Rétt um klukkan þrjú var lög- reglu tilkynnt um að maður hefði slegið annan við félagsheimili KR við Frostaskjól. Þolandinn hlaut meiðsl á hnakka og var ekið með lögreglu á slysadeild. Um klukkan fjögur kvartaði einn yfir því að dyravörður á skemmti- stað hefði bitið sig. Stuttu siðar áttu sér stað átök þar sem maður sagði dyraverði á nektarstað við Hafnar- stræti hafa skallað sig og hent sér harkalega út, með þeim afleiðingum að talið var að hann hefði hlotið brákuð eða brotin rifbrein. Maður- inn var futtur á slysadeild. Hann lagði einnig fram kæru á hendur dyravörðunum. Á fimmta tímanum um nóttina hlaut einhver sprungna vör og áverka í andliti á Nelly's-barnum við Þingholtsstræti. Rétt fyrir sex lenti tveimur mönn- um saman á leigubílastæði við Lækjargötu. Átökin enduðu með því að annar aðilinn hlaut skurð á augabrún. Klukkan var farin að ganga átta um morguninn þegar tilkynning kom frá manni sem sagðist vera staddur á nektardansstaðnum Max- im í Hafnarstræti, um að á hann hefði verið ráðist. Þegar lögreglan kom á staðinn gaf maðurinn sig hins vegar ekki fram. Mikið síma- ónæði reyndist síðan af þessu fórn- arlambi sem ekki vildi gefa sig fram. Þrátt fyrir allar þessar árásir seg- ir lögreglan að helgin hafi verið fremur róleg. „Þetta er bara svona í Reykjavík um helgar. Inni í þessu eru ekki mál sem aldrei koma til okkar þar sem menn eru að gera ýmislegt upp sín á milli i fikniefna- heiminum," sagði talsmaður lög- reglunnar. -Ótt Tónlistarskólar: Skolagjold u um 20 prósent „Ég geri ráð fyrir að skólagjöld í mínum skóla hækki um allt að 20 prósent á næsta ári ef svo fer fram sem horfir," sagði Stefán Edelstein, skólastjóri Tónmenntaskólans við Lindargötu. „Ástæðuna má rekja til einsetningar grunnskólans en hún hefur það í för með sér að við getum ekki byrjað að kenna fyrr en klukk- an 14 á daginn í stað þess að byrja strax fyrir hádegi. Biðlistarnir hjá okkur lengjast, færri komast að en vilja, tekjurnar minnka en rekstrar- kostnaðurinn stendur í stað," sagði Stefán. Vegna þessa eru nemendur í Tón- menntaskólanum nú 10 prósentum færri en í fyrra og gerir Stefán Edel- stein ráð fyrir þvi að nemendum fækki enn frekar á næsta ár. Ekkert sé til ráða annað en að hækka skóla- gjöldin sem séu ærin fyrir. „Það er tilfinning mín að skiptar skoðanir séu meðal foreldra um ágæti einsetningar grunnskólans. Hækkun skólagjalda tónlistarskól- anna er aðeins einn hluti málsins og þetta er þróun sem fólk á eftir að finna fyrir á fleiri sviðum. Nú þegar eru á annað hundrað manns á biðlista hjá mér og þeir verða fleiri," sagði Stefán Edelstein. -EIR Einsetning grunnskólans leiðir til hærri skólagjalda fyrir þessa krakka. 'Diigíhfl Er tvískinnungur hér? ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Pétur Blöndal, Sjálf- stæðisflokki og fieiri þingmenn vilja banna spilakassana sem sjá þjóðþrifastofnunum eins og Rauða krossinum og SÁÁ árlega fyrir vænum fúlgum. Ögmundur og fé- lagar segja spilakassana ekkert annað en spilavíti sem leiði fjölda manns á glapstigu. Spilafiklum fjölgi ört hér á landi og nú sé svo komið að um 100 manns leiti ár* lega aðstoðar vegna spilafiknar. Þetta fólk hafi spilað frá sér eigur sínar og sitji fast í djúpu skulda- feni. Ögmundur og félagar segja einu leiðina til að hjálpa þessu fólki að' loka spilavítunum. Þannig verði komið í veg fyrir þann tvískinnung að láta þjóð- þrifastofnanir hagnast á ósóman- um. Þjóðþrifastofnanir eiga ekki að hagnast á ógæfu annarra. Dagfari getur ekki annað en undrast yfir að þessi leið skuli ekki hafa verið farin fyrir lóngu. Hér er þvilikt snilldarúrræði á ferðinni sem heimfæra má á mun fléiri þætti þjóðlifsins með skjótum og ör- uggum árangri. Tvískinnungurinn gegnsýrir ís- lenskt þjóðfélag og af nógu er að taka. Það segir sig sjálft að með því að loka spilavítunum losna fjárhættusjúklingar við mestu vá lífs síns. Og þó SÁÁ og fleiri þjóðþrifastofnanir verði af tekjum vegna lokunarinnar gerir það ekkert til. Vilja- lausir þrælar spilafiknarinnar munu heyra for- tíðinni til. Það verður einfaldlega bannað að spila fjárhættuspil. Og til að þeir hjá SÁÁ fari ekki að væla yfir peningaleysi liggur beint við að ganga skrefið til fulls og leysa fleiri vandamál. Aðferðin er sáraeinfóld og árangursrík. Til að fólk fari sér ekki að voða í botn- lausu brennivínsþambi liggur auðvitað beint við að banna brennivínssölu. Það getur ekki talist eðlilegt að þjóðþrifastofnun eins og rikið hagnist á ógæfu þús- unda íslendinga sem drekka frá Sér ráð og rænu helgi eftir helgi, rústa fjölskyldu og efnahag og verða á endanum að leita sér að- stoðar sem ríkið - og spilafíklarn- ir - borga. Pétur H. Blöndal er maður ein- staklingsfrelsis. En hann er líka raunsær maður sem skilur að stundum verður einstaklingurinn viljalaus þræll ýmissa fíkna og ekki öiinur úrræði en að tak- marka frelsi hans. Það verður auðvitað best gert með því að banna spilavíti. Og á sama hátt banna menn eiturlyf, brennivín, tóbak, sykur, fitu, nektardansstaði og önnur hættuleg fyrirbæri. Lausn vandamálanna er svo ósköp einföld. Þau þarf ekki lengur að leysa. Það er nóg að banna. Sú aðferð héfur alltaf reynst árangursrík. Dæmin tala sínu máli. Dagfari sandkorn Hálfstjama Tímamðtaviðtal var í Degi um helgina þar sem Kolbrún Berg- þórsdóttir ræddi við rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson. Sérstak- lega þótti viðtalið spennandi fyrir þær sakir að gagn- rýnandinn Kolbrún hefur fram að þessu gefið bókum skálds- ins afar slaka dóma og þess er skemmst að minnast að hún gaf Lávarði heims hálfa srjörnu á sín- um tíma. Það fylgdi dómnum að srjarnan hálfa væri fyrir viðleitni. Nú bíður þjóðin þess í ofvæni að Kolbrún opni sig um nýjasta verk skáldsins, Slóð fiðrildanna... Minnisvarði Halidórs Framsóknarmenn héldu mið- stjórnarfund um helgina þar sem mestur tími virðist hafa farið í dep- urð yflr hörmulegu gengi í skoð- anakönnunum á sama tima og Sj álfstæðisflokkur- inn vex og dafnar. Þótt forystumenn flokksins vilji kenna ósanngirni lífsins og vanþakk- læti kjósenda um þetta óttast ýmsir málsmetandi framsóknarmenn að óbilgirni þeirra Halldórs Ásgrlmssonar og Finns Ingólfssonar gagnvart andstöðu almennings gegn Fljótsdalsvirkjun eigi hér mesta sök á. Höfðu sumir svo á orði að Halldór hefði einsett sér að Fljótsdalsvirkjun yrði veg- legur minnisvarði um glæstan póli- tískan feril hans á Austfjörðum og skipti þá engu þótt hann fórnaði flokki sinum í leiðinni... Samfylking og vínbúðir Lítill fugl hvíslaöi því að Sand- korni að þingmenn Samfylkingar með Margréti Frímannsdótturí broddi fylkingar hafi ríkan hug á að slá sér upp á Nýkaupsmálinu svo- kallaða og muni á næstu dögum leggja fram þingsályktunar- tillögu um að einka- sala ÁTVR á áfengi verði afnumin og hægt verði að selja vín í matvörubúð- um. Er ljóst að Samfylkingin mun eiga sér ýmsa bandamenn í þessu máli, ekki þó síst innan félags eins í Reykjavík sem hefur mælt fyrir þessari tilhög- un áfengissölu af miklu kappi í áraraðir. Þetta félag tengist þó ekki Samfylkingunni með neinum hætti þar sem það er eingöngu skipað ungum sjálfstæðismönnum og ber nefnið Heimdallur... . Týndur þingmaður í stjórnarliðinu hefur Ólafur örn Haraldsson verið sá þing- maður sem harðast hefur látið að sér kveða gegn Fljótsdalsvirkjun. Sérstaða hans í því máli er talin hafa tryggt honum sæti í prófkjöri flokksins á sínum tíma. Nú eru stuðn- ingsmenn hans meðal umhverfis- verndarsinna óhressir með að það hefur lítið heyrst og sést til Ólafs Arnar. Tillaga Kolbrún- ar Halldórsdóttur um umhverfis- mat er á góðri leið með að sofna svefhinum langa í höndum hans í umhverfisnefnd þingsins meðan frumvarp Finns Ingólfssonar um stuðning við virkjunina er komið á fljúgandi ferð í þinginu. Þá vakti mikla athygli að vinir Eyjabakka höfðu sig lítt í frammi á miðstjórn- arfundi Framsóknar á dögunum, þar sem Ólafur Örn gat því miður ekki mætt... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.