Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 11 Fréttaljós urinn var sviptur veiðileyfi i hálfan mánuð en þetta er í málaferlum vegna þess að þau 330 kíló af þorsk- flökum sem um ræðir fóru aldrei í land. Kokkurinn hafði flakað þetta að mestu og sett í bjóðafrysti. Eftir hálfsmánaðar útivist tókum við þetta upp til að salta og ætlunin var að skipta hluta þess niður á mann- skapinn og nota annað i fæði um borð. Þetta er i málaferlum og við stefnum á skaðabótamál." - Efþú svarar í einlœgni. Hef- uröu svindlad á kvóta? „Það verður að svara þessu með annarri spurningu. Myndir þú spyrja vegfarendur á Laugaveginum hvort þeir hafi stolið undan skatti?" - Sjómannasamtökin hafa veriö gagnrýnd fyrir kjarkleysi íÆsumál- inu þar sem þau neituöu Kolbrúnu Sverrisdóttur, ekkju skipstjórans, um aöstoö til aö ráða lógfrœðing. Hver er afstaóa þín í málinu? Átti aö veita henni fjárstuöning? „Það átti tvímælalaust að veita henni fjárhagsstuðning. Þetta er frá- bær barátta sem skilað hefur miklu. Við áttum að koma betur að þessu máli en við gerðum." - Hvað með rannsóknir á sjóslys- um almennt. Er nóg gert þar? „Alls ekki og það er kaldhæðnis- legt að ef flugvél ferst er allt lagt undir til að upplýsa mál og finna þá sem farast. Farist skip þá er leitað i tvo daga og menn síðan afskrifaðir". - Hvaðfinnst þér um Suöurlands- slysið þar sem nú er talað um aö breskur kafbátur hafi ekki komiA til hjálpar? „Það er hryllilegt ef sú er raunin að Bretarnir hafa verið á staðnum og ekkert aðhafst. Slíkt jaðrar við morð." - Árlega heyrist að störfá kaup- skipaflotanum séu komin í hendur útlendinga og láglaunamenn hirði störf íslendinga. Er aö vœnta að- gerða í þeim efnum? „Ég mun setja mig inn í mál far- manna og berjast í þeim málum. Eins og er þekki ég ekki nóg til þeirra rnála. Það eru allar líkar á því að þessi vandi verði einnig á fiskiskipunum. Það þarf að verja störf islenskra sjómanna af hörku. Stundum dettur mér í hug að Krist- ján Ragnarsson og útgerðarmenn- irnir séu skipulega að svæla Islend- inga í land til að fá ódýra útlend- inga um borð svo sem gerist í fisk- vinnslunni." - Munu fiskimenn grípa til að- gerða enn einu sinni þegar samn- ingar losna. Sérðufyrir þér hörð verkfallsátök vegna kvótabrasks og verölagsmála? „Ég veit ekki hvort farið verður í verkfall þegar lögin detta úr gildi um miðjan mars. Það eru uppi hug- myndir um að grípa til verkfaUa á einstökum útgerðarflokkum en ekki verði allur flotinn stöðvaður í einu. Þannig má hugsa sér að boðað verði verkfall á frystitogurum vegna mála sem snúa að þeim. Það er vilji til að prófa nýjar leiðir en-menn hafa ver- ið fastir í ákveðnum hjólfórum. „ - Er ekki vandamál hjá Far- mannasambandinu aö skipstjórar eru jafnframt fulltrúar útgerðar? „Ég þekki dæmi um að mönnum hefur verið hótað atvinnumissi ef þeir hefðu sig frammi í kjaramál- um. Ég hef þó ekki beinar sannanir en ef þær fást vil ég setja slíkar út- gerðir á svartan lista. - Þú þekkir sjálfur vel stöðu leigulióans sem rœr upp á fiskverö þar sem kvóti hefur verið dreginn frá. Hvaö er til ráða þar? „Það er ekkert annað til ráöa en vinna með einhyerjum hætti að því að lækka verð á veiðiheimildum. Það er ekki eðlilegt að fiskur sem er seldur á fiskmörkuðum fyrir 150 krónur kílóið sé leigður fyrir 105 krónur þannig að útgerð og áhöfn fái aðeins 45 krónur. Þarna er um- að ræða hreint okur og menn eru að greiða veiðileyfagjald." - Muntþú berjastfyrir afnámi kvótakerfisins svo sem FFSÍ hefur gert alltfrá þvi kerfið var tekið upp? Er ekki baráttan töpuð og einfald- ast að horfast í augu við að kerfið er komið til að vera og vinna að endur- bótum á því? „Það er búið að plástra þetta kerfi í 15 ár en án árangurs og ekkert hef- ur lagast. Hlutir hafa sífellt versnað eins og sjá má á ástandi flestra fiski- stofna sem eru í sögulegu lágmarki. Þorskurinn er kannski í lagi en ég hef samt grun um að hann sé að byrja niðursveiflu. Stóri fiskurinn sést ekki nema í óverulegu magni. Ég mun, í samræmi við ályktanir FFSÍ, halda áfram að berjast fyrir afhámi kerfisins. - Er samruni fyrirtœkja í sjávar- útvegi afhinu góða? „Það er allur gangur á því. í minni heimabyggð, Sandgerði, var Miðnes hf. sameinað Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi. Nú er staðan sú að tveir togarar Miðness eru famir upp á Akranes og nótaskipið er líka farið. Sandgerðingar sirja eftir með sárt ennið en Skagamenn gleðjast eflaust. Mér finnst þetta slæmt mál." Er einhver leið út úr kvótakerf- „Ef ég yrði einræðisherra á ís- landi á morgun myndi ég þegar byrja að afskrifa kvótann í áföng- um. Árlega í 5 ár myndi ég taka 20 prósent af kvótanum þeirra og leggja í pott sem þeir hefðu ekki aðgang að. íslenskur sjávarútveg- ur skuldar nú 150 milljarða króna og hefur stóraukið skuldir sínar undanfarin ár. Það má skýra hluta skuldaaukningarirmar með fjárfestingum en 25 milljarða skuldaaukning er óútskýrð. Það snýst að mínu mati um sölu á kvóta þar sem sægreifarnir hafa verið að innleysa aura sína til að fjárfesta utan sjávarútvegsins. Þetta er hrikaleg staða en jafn- framt er ljóst að það næst ekki í skottið á þeim sem farnir eru út úr greininni." - Getur þú skilgreint orðiö sœ- greifl? „Sægreifi er einstaklingur sem hagnast hefur af þvi að fá úthlutað veiðiheimildum fritt eða með því að kaupa þær ódýrt. Meðal minna bestu vina eru sægreifar og ég hef ekki skömm á þeim. Aftur á móti hef ég skömm á þeim sem komu kerfinu á og bjuggu til jarðveginn fyrir allt sukkið. Útgerðarmenn hafa einfaldlega lagað sig að leik- reglunum en það voru stjórnmála- menn sem brugðust."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.