Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 Spurmngin Hefurðu séð morgun- sjónvarpið á Stöð 2? Erna María Þrastardóttir nemi: Nei, ég hef engan tima til þess. Gunnar Geir Gunnarsson: Já, hef aðeins fylgst með því og það er al- veg stórsniðugt. Albert Smárason: Já, aðeins, það er fint að fá fréttir allan sólarhringinn. Ragnhildur Bolladóttir verslun- arstjóri: Já, og það er fagmannlega gert og mjög fint. Tómas Vignir Guðlaugsson nemi: Nei, það hef ég ekki gert. Lesendur Gengið á vegg hjá T ryggi ngastofn u n í mfnu tilfelli hef ég alltaf gengið á vegg hjá Tryggingastofnun ríkisins og finnst mér skömm hvernig kerfið hefur komið fram við mig, segir Ásbjörg í bréfi sínu. Ásbjörg M. Emanúelsdóttir skrifar: Það er ótrúlegt hvað kerfið hér á landi getur boðið sumum upp á, á meðan aðrir virðast fá allt upp í hendumar. í mínu tilfelli hef ég alltaf gengið á vegg hjá Trygginga- stofnun ríkisins, síðan ég varð fyrir vinnuslysi til sjós árið 1985, þá með tvo unglinga og tvö böm á mínu framfæri. Ég sá vel fyrir okkur fimm manna fjölskyldu og því finnst mér skömm hvemig kerfið hefur komið fram við mig. Slysið átti sér stað að morgni dags 14. janúar 1985 um borð i skip- inu Jóni Bjarnasyni sf. Slysið skeði þannig að ég stóð úti á dekki er netadrekinn kom á fullri ferð og lenti á mér. Siðan hefur handleggur minn verið nánast ónothæfur. Ég var 37 ára gömul þá. Ég var í gifsi frá flngurgómum og upp í öxl í 10 vikur. Ekki fékk ég aðstoð heim frá Tryggingastofnun Ríkisins eins og aðrir. Börnin min þurftu að aðstoða mig við böðun og húshald. Þá hófst þrautagangan hjá mér í baráttunni við kerfið. Læknar mín- ir á Landspítalanum sem önnuðust mig þar og púsluðu handlegg mín- um saman sem best þeir gátu, töldu þetta verða 75% örorku en Trygg- ingalæknir gaf mér út 25% örorku og taldi ég þá að ég gæti byrjað aft- ur þar sem frá var horfið. Ég fór aft- ur á sjóinn en þrautirnar í handlegg mínum og skrokk eftir hverja sjó- ferð eru ólýsanlegar. Ég lét mig hafa það í 4 ár með hvíldum á milli með- an ég var að berjast við kerfið til að fá rétt minn, sem var 75% örorka. Siðan börnin mín uxu frá mér og ég orðin ein þá hef ég ætíð þurft að berjast við kerfið til að fá það sem mér ber að fá eins og aðrir einstæð- ingar, svokallaða heimilisuppbót og einstaklingsuppbót. Ég tel að ríkið skuldi mér a.m.k. 6 ár vegna þess- ara uppbóta, en ég er ein og erfitt um vik i útréttingum. Laun mín eru í dag 46.576 kr. á mánuði. Hver treystir sér til að lifa á þessum laun- um í dag? En svo er til fólk í sambúð sem hefur þessar bætur sem einstakling- ar sem ég ekki fæ. Ég hef margspurt mig hver sé munurinn á mér og öðru fólki. Það eina sem ég sé og heyri er að margt af þessu fólki hefur aldrei unnið handtak í þjóðfélaginu, en það hef ég gert frá bamsaldri. Það vegur ekki þungt í okkar þjóðfélagi. Tvískinnungur þingmanna Sigurjón skrifar: Ég gleymi ekki látunum gegn Sverri Hermannssyni, fyrrv. banka- stjóra, þegar svokallað Landsbanka- mál gekk yfir. Það var Alþingi ekki til sóma hvemig að því var staðið. En bíðum nú hæg. Heilt knatt- spyrnulið alþingismanna fer í reisu til útlanda í leiguflugvél sem bíður eftir þeim i heilan sólarhring. Og lætur Alþingi borga! í samtölum við þingmenn kemur fram að þeir hyggist einnig láta skattgreiðendur standa straum af stórum hluta annars ferðakostnað- ar, með því að telja það fram sem einhvers konar starfskostnað og fá þannig skattafrádrátt út á það. Hvar era nú þeir þingmenn sem harðast létu gegn Sverri Her- mannssyni? Finnst þeim þetta vera í lagi? Steingrímur J. Sigfússon alþm. segir ekki orð, enda var hann með í för. Jóhanna Siguröardóttir stein- þegir líka, enda flokksbræður hennar í forinni. Hvað er tvískinnungur ef þetta er það ekki? Það er í lagi fyrir þingmenn að ráðast að Sverri, en sömu menn þegja nú þunnu hljóði, þegar spilltir alþingismenn eiga í hlut. Umhverfisvinir í Síðumúlanum - leita þúsunda undirskrifta Öm Guðmundsson skrifar: Nú hleypur þeim kapp í kinn sem hafa einsett sér að koma í veg fyrir að Fljótsdalsvirkjun verði byggð og kappkosta að fá formlegt umhverfis- mat til að koma í veg fyrir fram- kvæmdina. Þeir hafa stofnað sam- tök sem hafa aðsetur við Síðumúl- ann í höfuðborginni og vonast eftir tugþúsunda undirskrifta. Fyrrver- andi forseti landsins lýsti yfir stuðningi sínum við málið. Ef þarna er um svo merka framgöngu um- hverfissinna að ræða, sem þessir umhverfissinnar vilja vera láta, hefði núverandi forseti átt að ljá málinu stuðning sinn. Hann lét það hins vegar ógert. Fréttamynd Sjónvarps frá kynn- ingarfundinum gaf svo sem ekki til kynna neitt sérstakt fjöldafylgi við hugmyndina og sýndist mér þarna mest megnis sarn^n komið fólk úr svokallaðri „menningarelítu" auk nokkurra úr opinbera geiranum. Þessi hópur hefur hins vegar ekki verið þekktur fyrir neina sérstaka [Ug@Í^ÍP)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn H H H Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sinum sem blrt verða á lesendasíðu Frá kynningarfundi „Umhverfisvina", er krefjast lögformlegs umhverfismats á áhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Bréfritari telur ekki fjöldafylgi við hugmyndina og hvetur fólk til að sniðganga undirskriftasöfnun. framkvæmdagleði eða fyrir að hafa skilað þjóðarbúinu miklum arði. Mikið af undirmálsfólki, sem ekki hefur verið þekkt fyrir það eitt að þiggja laun sín eða styrki frá.hinu opinbera. Ætlar þetta fólk virkilega að taka ábyrgð á því að farga að fullu möguleikanum á að Austur- land fái tilhlýðilegt og löngu tíma- bært tækifæri til að eflast, sakir eig- in landkosta og auðlinda? Þessi fámenni en hávaðasami hópur talar mikið um að virkjun á Fljótsdal verði áhættusamt fyrir- tæki frá arðsemissjónarmiði. Hvað veit þetta fólk um arðsemi? Hefur það verið mikið í rekstri fyrirtækja eða lagt fjármagn í framkvæmdir? Mér sýnist að sem betur verði ekki margir til að leggja undirskrifta- söfnuninni í Síðumúlanum lið. Kannski nokkur hundruð manna. Ég skora á fólk að setja ekki nöfn sín undir beiðni um formlegt um- hverfismat á Fljótsdalsvirkjun, þeir sem það gera eru aö reka enn einn naglann i líkkistu dreifbýlisflóttans á íslandi. DV Þegja vinstri-grænir? Friðrik Ámason hringdi: Ég bíð eftir þvi að heyra afstöðu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs til ferðalags nokkurra þingmanna til Færeyja nýlega. For- maður flokks VG var víst farar- stjóri eða einhvers konar foringi í ferðinni. Finnst vinstri-grænum það ef til vill trúverðugt að berjast af krafti gegn sukki og spillingu, líkt og þeir hafa þóst gera, ekki síst Ögmundur Jónasson alþm., en láta þetta átölulaust? Segi vinstri-græn- ir ekkert um þetta, þá felur þögnin í sér samþykki. Þá eru þeir að hylma yfir með Steingrími flokks- formanni og ef eitthvað er, þá eru þeir verri en aðrir, því þeir hafa gengið harðast fram í að mótmæla spillingunni. Fasteignagreiðend- ur mótmæli Andrés hringdi: Nú hafa foreldrar leikskólabarna krafið borgaryfirvöld um lausn á vanda leikskólanna. Einnig hafa þeir mótmælt gjaldskrárhækkun fyrir leikskólabörn. Þetta mun hafa áhrif, því að öðrum kosti leggst leikskólastarfsemi meira og minna niður, mæður hætta vinnu og verða heima hjá sínum bömum og þá er vinnumarkaðurinn í mikilli kreppu. Ég skora á Húseigendafé- lagið að mótmæla kröftuglega fyrir- hugaðri hækkun fasteignagjalda. Verði ekki af því að Húseigendafé- lagið mótmæli legg ég til að viö, greiðendur fasteignagjalda, stofn- um sjálfstæð samtök gegn hvers konar hækkun á húseignum. Engar mélkisur í Framsókn Bóndi á „mölinni“ sendi þessar línur: Ég vil taka undir orð konunnar sem sagði í lesendadálki DV í fyrri viku, að það væri synd ef Páll Pét- ursson færi úr ríkisstjóminni. Það kemur einfaldlega ekki til mála að mínu sjónarmiði. Hann er eini ráð- herrann sem hefur reynslu sem bóndi og eins og sótt er að bænda- stéttinni i dag veitir ekki af slíkum málssvörum. Guðni er góður fyrir sinn hatt en á eftir að sanna sig sem ráðherra. Það hefur Páll gert. Það mun ekki styrkja Framsóknarflokk- inn að setja Valgerði Sverrisdóttur í stað Páls í ríkisstjómina. Ólíkt öðr- um þá er Páll engin mélkisa. RÚV og Stöð 2 hækka auglýsinga- verð Þórunn skrifar: Mér finnst það ansi klökkt og reyndar ekki verjandi, að Ríkisút- varpið - sjónvarp og Stöð 2 skuli ætla að sameinast í því óheilla- framtaki að hækka auglýsingaverð nú fyrir jólin og til áramóta. Hér er um fádæma græðgi Sjónvarps og Stöðvar 2 að ræða með 25% hækk- un auglýsingataxta. Auðvitað munu kaupmenn hækka sinar vör- ur til samræmis við hækkun aug- lýsingaverðs, jafnvel miklu meira. Þessi 25% hækkun auglýsinga í ljósvakamiðlunum er bein atlaga að neytendum, sem ekki standa þessa viðbótarhækkun af sér, nema þá að draga verulega í vírinn með öll innkaup. Og það er einmitt það sem allur almenningur á að gera. Hætta að versla eftir að verðhækk- anir taka gildi með hækkun auglýs- ingaverð einungis í jólamánuði. Ráðherrafrúr, gætið að hárgreiðslunni Svanhildur hringdi: Gaman væri ef þær íslensku ráð- herrafrúr sem ætla að láta mynda sig á næsta ári fengju sér aðstoð og leiðbeiningu forsetafrú Bandaríkj- anna bæði varðandi hárgreiðslu og klæðaburð, svo að þær líti ekki út eins og rússneskar mjaltakonur með lafandi hárdruslur niður á andlit. Ég legg tO að fenginn verði leiðbeinandi héðan að heiman sem fari með okk- ar fyrirfólki til Ameríku á landa- fundahátíðina og verði þessu fólki tO halds og trausts varðandi útlit, snyrtimennsku og klæðaburð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.