Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 13 DV Fréttir Strætóbíllinn á Akranesi sem hefur verið mjög gagnrýndur, ekki er hann nú strætólegur, ómerktur og ekki fyrir hvern sem er að komast upp í hann. DV-mynd Daníel V. Ólafsson Strætósamningi vísað aftur í bæjarráð: Hreint út sagt ekki aðlaðandi - segir bæjarfulltrúi DV, Akranesi: Pétur Ottesen, einn af þremur fuU- trúum Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn Akraness, fór fram á það að samningi sem bæjarráð gerði við bíl- stjóra sem stundað hefur keyrslu strætóbíls á Akranesi yrði vísað aftur til bæjarráðs vegna galla á samningn- um, hann átti að gilda frá 1. nóvember tO loka október 2002. Strætisvagn þessi er lítið notaður og margar kvart- anir hafa borist vegna ástands bifreið- arinnar sem margir telja að sé í ýmsu ábótavant. „Ég gerði mér ferð með strætis- vagninum og það eru svo sannarlega engar ýkjur að farartækið er ekki að- laðandi. Ég fór að skoða samninginn sem var samþykktur í bæjarráði. Það er ijarri því að aðgengi í þessa bifreið sé gott fyrir eldra fólk og fólk með hreyfihömlun, ástandið reyndist hreint út sagt skelfilegt. Einnig tel ég nauðsynlegt að inn í bílinn sé hægt að koma barnakerrum eða vögnum og það er fráleitt hægt í þessu farartæki, fyrir utan önnur atriði sem er ábóta- vant - hann er til að mynda ekki merktur sem skólabíll eða strætó og alls ekki brúklegur sem strætisvagn." „Ég hef notað þennan bíl sem vara- bíl síðasta hálfa árið og við erúm bún- ir að ræða saman, ég og bæjarritar- inn. Það var ósköp lítið sem sagt var við mig. Jón Pálmi sagði að það vant- aði að merkja litla bílinn - það stæði til að breyta leiðunum. Þá talaði hann um að fólk hefði verið að kvarta um að bíllinn væri lítill og þröngur og ég sagði honum að hann væri notaður á meðan að hinn væri bilaður," sagði Ragnar Valgeirsson, strætóleyfishafl á Akranesi, við DV. -DVÓ Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 -32. útdráttur - 29. útdráttur - 2S. útdráttur - 27. útdráttur - 23. útdráttur -21. útdráttur - 20. útdráttur -17. útdráttur - 14. útdráttur - 14. útdráttur -14. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. janúar 2000. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóóum og verðbréfafyrirtækjum. s Ibúðalánasjóður | Suðurlandsbraut 24 [ 108 Reykjavík [ Sími 569 6900 | Fax 569 6800 BRAUTARHOLTI 2 • SIMI 5800 800 Komdu tiL okkar ef tii stendur að kaupa hLjómtceki. Þú sparar fjártnuni, fyrirhöfn og ert um leið að fjárfesta KRONUR SC-AKI7 —* SC-AKI7 Panasonic SC-AK27 Magnari 2x100 RMS • Útvarp FM/AM, klukka • Tvölalt segulband auto rev. MASH lliita geislaspilari 1.5 diska • Tonjafnari 3D space • 3 Way hátalarar Super Woofer* Fjarstýring MHC RXD-3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.