Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Með lögum skal öllu bjarga! Sumir trúa því í einlægni að hægt sé að lagfæra flesta hluti með einfaldri lagasetningu. Allt sem miður fer í þjóðfélaginu - frjálsu samfélagi manna - sé hægt að bæta ef aðeins er haft vit fyrir fáfróðum almenningi - fólki sem nær ekki að fóta sig á hálu svelli freistinganna. Hug- myndir af þessu tagi eru í besta falli fráleitar en á stund- um stórhættulegar. í sjálfu sér kemur ekkert á óvart að Ögmundur Jónas- son, þingmaður grænna sósíalista, skuli telja íhlutun rík- isins lausn á öllum vandamálum. Ögmundur hefur aldrei verið sérstakur talsmaður þess að einstaklingar fái að kljást við lífið af eigin rammleik. Hugmyndafræði Ög- mundar leyfir ekki annað en að rikið sé upphaf og endir alls - fylgi okkur öllum frá vöggu til grafar. í hugarheimi þingmannsins er einstaklingum og samtökum þeirra ekki treystandi án þess að hin leiðandi hönd ríkisvaldsins vísi veginn. Frjálslyndi, umburðarlyndi og trúin á einstaklinginn, getu hans og skynsemi, eiga litla samleið með Ögmundi og skoðanasystkinum hans. Og í sjálfu sér er ekkert við þvi að segja. Stjórnmálamenn af þessu tagi eru ekki mjög hættulegir. Þeir eru grimulausir sósíalistar sem aldrei munu eiga upp á pallborðið hjá langstærstum hluta þjóð- arinnar. Það eru stjórnmálamenn sem tekist hefur að telja kjósendum trú um að þeir séu frjálslyndir - séu hóf- semdarmenn sem standi vörð um hagsmuni einstaklings- ins - sem eru hættulegir. Þeir eru úlfar í sauðargæru. Síðastliðinn fimmtudag tóku þrír þingmenn, sem fram að þessu hefur mátt ætla að séu fremur talsmenn frjáls- lyndis en stjórnlyndis, höndum saman við hinn græna sósialista Ögmund Jónasson þegar þeir lögðu fram frum- vörp sem ætlað er að banna spilakassa. Þetta er í annað skipti sem reynt er að koma slíkum ólögum í gegnum Al- þingi. Þingmönnunum gengur gott eitt til. Margir hafa orðið spilafíkn að bráð og einhverjir hafa jafnvel misst allt sitt í leit að skjótfengnum gróða, en þeir ná aldrei að svala fikninni. Þingmennirnir vilja hafa vit fyrir þessum ógæfumönnum og eru því tilbúnir að skerða frelsi allra landsmanna. En ef lög af þessu tagi leysa vanda þessa hóps því ekki að ganga alla leið og bæta þjóðfélagið - lækna öll mein sem hrjá okkur íslendinga? Því ekki að banna áfengi, sem margir eiga erfitt með að höndla? Þvi ekki að banna tölvuleiki sem heltaka ungt fólk? Og hvað um miður æskilega tónlist, að ekki sé minnst á tóbak? Veiðidellu ætti einnig að banna með lögum, sem og þá áráttu margra að stunda hættulegar íþróttir og útivist. Áhættufíklar eru varnarlausir eins og raunar allur al- menningur sem lifir lífinu. Þúsundir manna hafa steypt sér í miklar skuldir til að eignast bíla - slíka bíladellu hlýtur að vera hægt að lækna með lagasetningu. Og svona má lengi telja. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, Sverrir Hermanns- son, Frjálslynda flokknum, Árni Gunnarsson, Framsókn- arflokki, og Gísli S. Einarsson, Samfylkingunni, hafa all- ir sett niður með því að leggja nöfn sín við slíka forræð- is- og ríkishyggju sem fram kemur í hugmyndum af þessu tagi. Trúverðugleiki þeirra hefur beðið alvarlegan hnekki sem vandséð er hvernig þeir bæta. Þeir lifa allir í ein- hverri ævintýraveröld í barnslegri trú á að hægt sé að lækna öll mannanna mein - hin fullkomna veröld verði þrátt fyrir allt búin til. Að lokum þetta: Öll dýrin í skóginum skulu vera vinir. Óli Björn Kárason Hvað verður um gömlu bílana? Fara þeir í brotajárn eða á öskuhaugana? Blikkbelju- farganið sem gera mönnum kleift að kaupa nýja bíla með mánaðarleg- um afborgunum, en fari svo að kaupandi eigi ekki fyrir greiðslu á gjalddaga er engin miskunn hjá Magnúsi og bíllinn umsvifa- laust hirtur. Viðskiptahallinn eykst Ekki skal fárið útí hugsanlegar sorgar- sögur sem tengjast þessum viðskiptahátt- um, sem vitanlega hafa komið sumum vel, en hitt hlýtur að vera umhugsunarefni, „Maður hlýtur að spyrja hvort bílar séu raunverulega svona bráðnauðsynlegir og þá einkan- lega hvort ekki sé kominn tími til að setja einhverjar skorður við óskynsamlegri notkun einka- bíla sem hver um sig skilar dag- lega einum manni til og frá vinnu.u Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur Fyrir eina tíð var umferðarþunginn í Aþenu og mengunin sem af honum leiddi kominn á það stig, að takmarka varð notkun einkabíla í borginni, þannig að annan daginn mátti ekki hreyfa bíla með númer sem enduðu á oddatölu, en hinn daginn voru bílar með jafnar tölur kyrrsettir. Þessi háttur dró litillega úr umferðaröng- þveitinu, en það var eftir sem áður skelfi- legt og er enn. Umferð um götur Reykjavíkur er farin að slaga uppí al- ræmda umferðina í Aþenu, og kemur ekki til af góðu. ís- lendingar eru að verða mestu bílaeig- endur á jarðríki og kæra sig kollótta þó viðskiptahallinn haldi áfram að aukast jafnt og þétt. í fyrra nam hallinn 16 milljörðum króna og á miðju þessu ári var hann kominn uppí 11 milljarða. Óhagstæður viðskiptajöf- uður hefur þó síður en svo dregið úr innflutningi bíla. Hann jókst um 27% á liðnu ári og nam 13,4 millj- örðum króna, en á miðju þessu ári hafði bílainnflutningur aukist um 28% og nam þá 9 milljörðum. Þetta eru háar tölur og benda til mikilla umsvifa bílasala sem grip- ið hafa til ýmissa ráða til að koma vöru sinni í verð, meðal annars svonefndra kaupleigusamninga, að 25% hækkun á bensínverði og 30% hækkun á tryggingagjöldum bifreiða virðast ekki að marki hafa slegið á kaupæðið. Maður hlýtur að spyrja hvort bílar séu raunverulega svona bráðnauðsyn- legir og þá einkanlega hvort ekki sé kominn tími til að setja ein- hverjar skorður við óskynsam- legri notkun einkabíla sem hver um sig skilar daglega einum manni til og frá vinnu. Víða erlendis samnýta menn einkabila í þessu skyni og spara þannig ómældar fjárfúlgur í bens- in- og viðhaldskostnaði. Að ekki sé minnst á mengunina sem óheft bílaumferð veldur. Eru íslending- ar svo ólæknandi í sérvisku sinni og sérhyggju að þessi háttur sé óhugsandi hérlendis? Eða er markaðssamfélagið komið á það stig að samhugur og samvinna teljist óraunhæf fortíðarfyrir- brigði? Sú spurning hlýtur einnig að vakna, hvað verða muni um allt það gífurlega magn af blikkbeljum sem til landsins er flutt. Vissulega er tii bóta að nýir og vonandi betri bílar leysi af hólmi eldri bíla sem einatt eru miklir mengunarvaldar, en hvað verður um gömlu bilana? Fara þeir í brotajárn eða á ösku- hauga? Eða verður þeim land- læga sið viðhaldið að skilja eftir á víðavangi kolryðguð hræ aflóga bíla og véla? Útkjálkahugsunarháttur 1 borgum sem eiga við vaxandi umferðarvanda að etja er gerð gangskör að því að bæta almenn- ingssamgöngur með strætisvögn- um (stundum rafknúðum), spor- vögnum og neðanjarðarlestum. Strætisvagnar eru að sjálfsögðu heppilegasta úrræðið hérlendis. Reykjavíkurborg hefur gert mjög athyglisverða tilraun með bílastæði austanvið Háskólann og strætisvagnaferðir þaðan inní miðborgina. Sömuleiðis er Árborg að brjóta uppá nýjungum i al- menningssamgöngum. Árangur þessara bráðnauðsynlegu aðgerða veltur á því að landsmenn afleggi þann útkjálkahugsunarhátt að' strætisvagnar séu fyrir neðan virðingu bjargálna borgara! Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Vistvæn ferðaþjónusta? „Hversu lengi getur ferðaþjónustan aukist hér á landi? Er ferðaþjónustan jafn vistvæn og af er látið? ... Fram hjá því verður ekki litið, að flugferðir gegna lykilhlutverki í eflingu ferðaþjónustu á íslandi. Þá verður ekki litið framhjá þeirri staðreynd að ferðalög um landið fela í sér bílaumferð ferðalanga, akstur utan vega, drasl og ófrið í óspilltu víðerni. Það er því ekki hægt að halda því fram að ferðaþjónustan ein og sér sé vistvæn atvinnugrein. En hún er okkur eigi að síður mikilvæg atvinnugrein og flestir munu vera sammála um að hana beri að efla vegna atvinnulífs, efnahagslífs og byggða í landinu." Hjálmar Árnason í Mbl. 12. nóv. Seltjarnarnes og Reykjavík „Sveitarfélög hafa verið sameinuð víða um ísland á undafómum árum. Við sameininguna hafa byggðir styrkst, umsýslan og stjórnsýsla einfaldast og hreppapólitík og hagsmunaárekstrar minnkað ... Eðli- legast væri aö sameina Seltjarnames og Reykjavíkur- borg ... Þrátt fyrir nokkuð myndarlega sögu Seltjarn- amess er því ekki að neita að aðeis um 5 þúsund manns byggja nesið og hentugra fyrir alla aðila að það sameinaðist sterku sveitarfélagi eins og Reykja- vík ... Eðlilegt væri líka að Kópavogur sameinaðist Reykjavík og Garðabær sameinaðist Hafnarfirði... En Seltjarnarnesið er hms vegar atvinnulega, tilfinn- ingalega og landfræðilega hluti af Vesturbænum - og þar með hluti af Reykjavík, og öfugt.“ Úr ritstjórnarspjalli í 10. tbl. Vesturbæjarblaðsins. Lögreglan og nektardansstaðirnir „Hvers vegna hefur lögreglan ekki fyrir löngu feng- ið heimildir, fyrirmæli og fjármagn til þess að kanna ofan í kjölinn starfsemi nektardansstaðanna? ... Er þess ekki að vænta að lögreglunni verði innan skamms falið að rannsaka klám- og vændisiðnaðinn af svipaðri alvöru og eiturlyfjasöluna, en alkunna er að klám- og vændisiðnaðurinn er næsti bær við eitur- lyfjavandann og samstvinnaður honum. Hvenær verða lög og reglugerðir aðlagaðar þörfum dagsins í dag, svo lögreglan geti óhindrað unnið störf sín og tekist á við vandann sem stafar af klám- og vændis- iðnaðinum?“ Úr Opnu bréfi frá nokkrum konum til ríkisstjórnar íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.