Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Síða 15
MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 15 Tízkutál Að tolla 1 tízkunni er mörgu fólki hið mesta mál. Þetta vita tízkuhönnuðir og kaupahéðnar og nota sér út í æsar með áróðri - og skrumi ef því er að skipta. Tízkufyrirbrigði geta verið skemmtileg og áhugaverð, sér í lagi þegar í hlut á kven- fatnaður ýmisskonar, þótt grímur renni á margan manninn þeg- ar kaupverð kemur á daginn. Elkur við athafna- frelsi - úrelt, gamaldags En tízka birtist i óteljandi tilbrigðum. Það má heita tízka hjá ungliðum í stjórnmálum að nú skuli allt vera sem frjálsast og helzt hömlulaust. Hin frjálsa samkeppni á öllu að snúa til bezta vegar og farsældar. Að vilja setja elkur við athafnafrelsi manna er úrelt og gamaldags og það vilja menn sízt vera. Og nú hefir frelsisþráin brotist út hjá bröskurum, sem þykir tími til kominn að venja neytandann við að líta á áfengi sem matvöru á borð við kex og kókómalt. Segja, að gera megi eina ferð úr tveimur með því að fólk geti orðið sér úti um vinflösku um leið og það kaup- ir mjólk og brauð. - Undir þetta munu frjálsræðismennirn- ir taka og aðrir þeir sem nýtízkan tál- dregur. Það eru hinsvegar járnkaldar stað- reyndir að áfengi er eitt hið háskalegasta vímuefni. Það eru einnig blákaldar staðreyndir að áfengi er í flestu falli undanfari og orsök þess að menn ánefj- ast öðrum enn geig- vænlegri eiturefnum. Eins og krækiber í helvíti Að mati þess, sem hér heldur á penna, er ekkert, sem að steðjar ís- lenzkri þjóð, jafn háskasamlegt og ásókn eiturefn- anna. Þegar haft er í huga, að áfengið er tábeit- an, sem teymir fólk áfram út í enn ógnarlegri ófæru, má einskis láta ófreistað að bægja þeim vá- gesti frá, og ungu fólki sérstaklega. Vegna þeirra, sem allt mæla í krón- um og aurum, má minna á, að sá ágóði, sem íslenzka ríkið hefir af sölu áfengis, er eins og krækiber í helvíti á borð við það eignartjón sem af þvi og öðr- um eiturefnum hlýzt fjárhagslega. Annað tjón verður aldrei í tölum talið. Sverrir Hermannsson Kjallarínn Sverrir Hermannsson alþingismaður „Það eru hinsvegar járnkaldar staðreyndir að áfengi er eitt hið háskalegasta vímuefni. Það eru einnig blákaldar staðreyndir að áfengi er í flestu falli undanfari og orsök þess að menn ánetjast öðrum enn geigvænlegri eiturefn- um.“ Gera megi eina ferð úr tveimur með þvf að fólk geti orðið sér úti um vín- flösku um leið og það kaupir mjólk og brauð, undir þetta munu frjálsræð- ismennirnir taka og aðrir þeir sem nýtízkan táldregur, segir m.a. í grein Sverris. - í matvöruverslun Nýkaups í Kringlunni. Kommúnismi, klám og sori Á því hefur lengi leikið grunur að hér hafi einhvern tima verið geymd kjarnorkuvopn. Miðað við hversu mikilvægt ísland var land- fræðilega á dögum kalda stríðsins hefði það verið hernaðarleg fiflska að geyma ekki nokkrar bombur hér. Hafi einhverjir haldið að kalda stríðinu væri lokið þá skjátl- aðist þeim hrakalega. Rannsóknarfréttastofan á Stöð 2 hélt baráttunni áfram. Geislavirkt úrfellið var ekki fallið til jarðar er Árni Snævarr geystist fram í broddi fylkingar með skandal ald- arinnar ef ekki árþúsundsins: Sov- étríkin veittu fé til islenska Kommúnistaflokksins! Þvílík ógn! Þvilík skelfing! Og til að kóróna allt saman var dreginn upp há- tæknilegur hlerunarbúnaður (fyr- ir meira en tíu árum) úr Kleifar- vatni með afmáðum rússneskum stöfum. Stórkostlegar fréttir? Mér fyndist það fréttnæmt ef Grænfriðungar veittu fé til vinstri-grænna eða Hamas-sam- tökin til Heimdellinga. Það er nefnilega nútíð. Ég veit ekki hvort ég á að eyðileggja einlæga frétta- gleðina hjá fréttamönnum Stöðvar 2 en Sovétríkin eru liöin undir lok, íslenski Kommúnistaflokkur- inn líka og flestir hlutaðeigandi löngu komnir undir græna torfu. Hvaða stórkostlegu fréttir fáum við næst? Að það sé búið að finna upp hjólið? Sem færir okkur sjálfkrafa aö næststærsta fréttaefninu á Stöð 2. Fréttamenn á vaðstígvélum að elta uppi kúk og klósettpappir og sýna í nærmynd. Auðvitað er það vandamál að skolpræsi borg- arinnar séu í lamasessi. En þarf nauðsyn- lega að leita uppi hvern einasta hortitt fréttatíma eftir fréttatíma? Og gleymum ekki sökudólgnum, glæpagenginu ógurlega, sem hellir ósómanum yfir fjörur borgarinn- ar, sjálfri borgarstjórninni. Það vill nefnilega þannig til að borgarstjórnin þjáist af hinum skelfilega sjúkdómi vinstri-slag- síðu. Hún skyldi þó aldrei hafa tengsl við Rússagrýluna ræfils- legu? Ætli Stöð 2 sé komin á spor- ið um „alheimssamsærið"? Vita Fox og Scully af þessu? Á leiðinni í klær „para- noiunnar" skulum við alveg gleyma því að Grafarvogur var byggð- ur upp í stjómartíð Sjálf- stæðisflokksins. Stöð 2 gleymir ekki Stöð 2 er einkarekin stöð, frumherji frjálsra fjöltniðla á íslandi. Fyrstu merki frelsisins í Austur-Evrópu voru McDonalds-staðir og klámbúllur. Og Stöð 2 bregst ekki skyldum sín- um í trúboði frelsisins. Það er ekki hægt að fjalla um klám né klám- búllur á Stöð 2 öðruvísi en að flagga dönsku dömunni á píkustönginni. Það eru þrjú ef ekki fjögur ár siðan Jón Ársæll ræddi við hana og bauð upp á leggangaskoðun í ólæstri frétt eftir sjö, bömum landsins til fróðleiks. Kvöldið eftir tilkynnti Þorsteinn J. með meðaumkunar- brosi að þetta hefði víst farið eitt- hvað fyrir brjóstið á viðkvæmum. Ég hringdi, ég er viðkvæmt lítið blóm. Það vildi svo skemmtilega til að þetta var um svipað leyti og kvenfréttastjórinn þeirra var fæld- ur úr starfi. Gott að fá svona und- irstrikuð skilaboð. Skömmu síðar komu karlstripp- arar til landsins og Þorsteinn tók á móti þeim úti á flugvelli og tal- aði við þá í bílnum á leiðinni í bæinn. Ég beið að sjálf- sögðu spennt eftir samsvarandi sýn- ishomi af karlketi. En það var búið, ekkert meira nema Steini litli, gjörsamlega miður sin yfir þessum ósköpum. Langdvölum í klámi Nýlega Qallaði svo Ólöf Rún um skaðsemi kláms og talaði við fé- lagsfræðing um vanda unglinga. Og hvað var sýnt á meðan? Nú, klám auðvitað. Þetta eru jú fréttir og nauðsynlegt að fólk fái grafiska útfærslu á þvi sem er verið að fjalla um. íslenska þjóðin liggur reyndar langdvölum í klámi og ætti vera farin að fatta dæmið. Miðað við hvað Stöð 2 er „frjáls- lynd“ þá gæti manni dottið í hug að þeir ættu hagsmuna að gæta á klámmarkaðinum. Eins og t.d. Ijósbláa sjónvarpsstöð og símalín- ur. Má ég, sem forfallinn sjón- varpssjúklingur og áskrifandi að Stöð 2, vinsamlegast fara fram á hlutlausari fréttaflutning og fleiri bera stráka. Ásta Svavarsdóttir „Stöð 2 er einkarekin stöð, frum- herji frjálsra fjölmiðla á íslandi. Fyrstu merki frelsisins í Austur- Evrópu voru McDonalds-staðir og klámbúllur. Og Stöð 2 bregst ekki skyldum sínum í trúboði frelsis- ins. “ Kjallarinn Ásta Svavarsdóttir bókmenntafræðingur Með og á móti Á að taka kjördæmamálið upp að nýju? Þverpólitísk nefnd um kjördæmamálið komst að samkomulagi um megin breytingar á kjördæmaskipan og skilaði áliti þar um í fyrrahaust. Samþykktar voru stjórnarskrárbreytingar þ.a.l. en ekki ný kosningalög. Nýrri kjördæma- nefnd er nú ætlað að Ijúka málinu en deilt er um hvort hún eigi að hrófla við megin hugmyndum fyrri nefndar. Málið er ófrágengið Það er mikilvægt að átta sig á því að kjördæmamálið er enn ófrágengið, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Staða máls- ins er þessi: Búið er að breyta stjórn- arskránni og ákveða þar með að kjör- dæmin verði sex eða sjö, og að kjördæma- skipan og skiptingu þingsæta milli kjör- dæmanna skuli ákveða með lög- um. Þessari seinni kjördæmanefnd er ætlað að semja frumvarp að þessum nýju kosningalögum. Auk þess var ákveðið á fyrra þingi að opna fyrir breytingar á fyrirliggjandi tillögum um sex kjördæmi með því að heimila að kjördæmin gætu orðið sjö. Pólitískt og lagalega er málið því enn á umræðustigi þó vissu- lega liggi fyrir ákveðin megin til- laga. En hún er jú bara tillaga, enn sem komið er. Mikilvæg samstaða hefur náðst Hin þverpólitíska kjördæma- nefnd sem skilaði af sér í fyrra- haust lagði mikla vinnu í þessi mál og náði mikilvægu pólitísku sam- komulagi eftir mikla yfirsetu. Vinnan hef- ur þvi farið fram í nefnd allra flokka og mikilvæg nið- urstaða er fengin, m.a. um kjördæma- mörkin, þó sú niðurstaða hafi ekki enn verið lögfest. Stjómarskránni var breytt í samræmi við megin hugmyndir nefndarinnar. Vegna tímaskorts á vorþinginu tókst hins vegar ekki að ganga frá og samþykkja ný kosningalög á síðasta þingi. Það er miður, enda tel ég mjög óheppilegt að slíta málið svona í sundur. Ég er ekki að spá kosn- ingum á næstunni, en við skul- um samt átta okkur á því að á meðan ekki hafa verið samþykkt ný kosningalög, er ekki hægt að kjósa í landinu. Þó ekki hafi náðst að sam- þykkja ný kosningalög á vorþing- inu gefur það enga ástæðu til að fara enn og aftur niður í kjölin á þessum flóknu og lengst af við- kvæmu ágreiningsmálum. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist i stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.